Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 36
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Hófstilltir brúðkaupssiðirog látlausar veislur erusérstakt einkenni ís-lenskra hjónavígslna, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Svokölluð stofubrúðkaup tíðkuðust hérlendis fram yfir miðja síðustu öld þar sem nýtnin og hag- sýnin var allsráðandi. „Það má segja að stofubrúð- kaupin hafi verið ákaflega íslenskt fyrirbæri,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir, safnvörður á Minja- safni Akureyrar en þar fer senn að ljúka sýningu sem fjallar um brúð- kaupssiði fyrr og nú. „Þá gifti presturinn brúðhjónin heima í stofu hjá sér eða öðru hvoru þeirra en þessi háttur var algengastur á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir hana miðja. Viðhöfnin var lítil, kannski bara kaffi hjá foreldrum brúðarinnar fyrir allra nánustu ættingja. Það var ákveðið látleysi og ekkert bruðl enda þótti hrein- lega ekki við hæfi að hafa mikið við.“ Svartur og praktískur Sýninguna setur Minjasafnið upp í samstarfi við Þjóðminjasafns Íslands og atvinnuljósmyndara á Akureyri, auk þess sem ein- staklingar á Akureyri og nágrenni lánuðu muni á sýninguna. Sýning- argripirnir eiga það sammerkt að tengjast giftingum og samdrætti karls og konu í gegn um tíðina. Meðal annars má sjá brúðkaups- klæði frá ólíkum tímum sem mörg hver bera nýtnina og hagsýnina með sér. „Töluvert var um að kon- ur sem höfðu minni efni fengu lán- uð góð peysuföt eða jafnvel skaut- búning, sem var það allra fínasta,“ útskýrir Hanna Rósa. „Í kring um 1920 byrjuðu danskir brúðarkjólar að sjást hérna og upp úr því fór tískan að móta brúðarfatnaðinn. Þetta má t.d. sjá á Charleston- tímabilinu þar sem margir kjólar voru með sítt mitti. Á árunum milli 1930–1950 þegar vöruskortur var létu konur sauma á sig dragtir eða einfalda kjóla, gjarnan svarta, sem nýttust svo áfram sem samkvæm- iskjólar lengi á eftir. Karlmenn keyptu sér hins vegar jakkaföt sem þeir notuðu síðan áratugum saman.“ Einstaka efnaðir einstaklingar efndu þó til meiri hátíðahalda þótt slíkt væri ekki almennt. Sterkefn- að fólk á fyrri öldum hélt svokölluð viðhafnabrúðkaup sem voru margra daga veislur þar sem ekk- ert var sparað í mat og drykk. Sá siður lagðist af um 1750. „Dæmi voru um að fólk steypti sér í skuld- ir til að geta haldið brúðkaup eftir einhverjum viðmiðum sem það réð ekki við. Það gat tekið mörg ár að vinna sig út úr því. Einhverjir eru svo sem líka að gera það í dag,“ segir Hanna Rósa og brosir. Nýgift og háalvarleg Auk brúðkaupsklæða má m.a. sjá á sýningunni tryggðapanta, brúðkaupsgjafir, giftingarhringa, bónorðsbréf, styttur af brúðkaups- tertum og stórt safn brúðhjóna- mynda. Þeim er raðað upp í tíma- röð, allt frá árinu 1895 til 2005 og sýna vel þróunina, ekki bara í fata- tískunni heldur líka því hvernig myndatakan hefur breyst. „Á elstu myndunum eru hjónin háalvarleg og milli þeirra er ekki mikil nánd,“ segir Hanna Rósa. „Smám saman verður yfirbragðið léttara og í dag má sjá mikla nálægð í myndunum og jafnvel ýmiskonar sprell sem áður hefði alls ekki þótt við hæfi.“ Eins og myndirnar bera með sér hefur mikið vatn runnið til sjávar í brúðkaupssiðum landans und- anfarin ár og látleysi er sennilega það síðasta sem kemur fólki til Ekki við hæfi að hafa mikið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Myndasafn Hanna Rósa Sveinsdóttir safnvörður segir litla nánd milli brúðhjóna á elstu myndunum sem teknar voru fyrir aldamótin 1900. Litfagur Fjólu- blátt er áberandi litur í hönnun og heimilisskrauti í vetur, 89.980 kr. Húsgagnahöllin. Eftir Unni H. Jóhannsdóttir uhj@mbl.is Þeir eru nettir, litríkir og formfagrir, stólarnir sem nú eru stáss-ið í stofunni. ,,Sófarnir eru að stækka og form þeirra að mýkj-ast. Þeir eru hjartað í stofunni sem oftar en ekki er fjölrými ogþá eru minni stólar notaðir með sófunum. Þeir gefa stofunni um leið léttara yfirbragð,“ segir Hjalti Einar Sigurbjörnsson versl- unarstjóri í Exó en hann fór á húsgagnasýninguna í Mílanó í vor. ,,Stól- arnir eru oft í öðrum lit en sófinn og geta staðið einir og sér ef því er að skipta. Stólar sem gefa möguleika á að halla baki eða hægt er að snúa er einnig vinsælir. Formin eru margskonar en almennt virðast form hús- gagna vera að mýkjast.“ hönnun Svanurinn Fagur og fyr- irmynd margra, eftir Arne Jacobsen, 245.900 kr. Epal. Þú getur stólað á þá … Á snúningsfæti Það er hægt að snúa sér í marga hringi á stólunum í vetur, 141.200 kr. Exó. Hippalegur Þessi er í anda sjöunda áratugarins, 80.554 kr. Bo. daglegt líf 36 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ EF ÞÚ FINNUR EKKI LIT SEM PASSAR Í STOFUN EKKI KENNA OKKUR UM Hvar fást húsgögn sem sameina notagildi og frábæra hönnun? Jú, hjá BoConcept® þar sem við leggjum metnað okkar í að ná fram því besta í öllum framleiðsluvörum okkar - allt frá heildarhönnun til minnstu smáatriða. Þú munt einnig sjá að verðið er jafn úthugsað og húsgögnin og aukahlutirnir. Verð frá 78.214 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.