Morgunblaðið - 11.11.2006, Side 2

Morgunblaðið - 11.11.2006, Side 2
2 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is leitin og óvenjuleg Sigþrúður er einstæðingur og vinnur fyrir sér með blaðburði. Djúpt í sálinni búa draumar um annað líf − draumar sem hún hefur fengið í arf frá konum sem lifðu og dóu við lítil efni. Áhrifamikil saga um óvenjulegt efni. KOMIN Í VERSLANIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Laugardagur 11. 11. 2006 81. árg. lesbók VÍKINGAR EFNISINS ÚTRÁSIN ER Á GÓÐRI LEIÐ MEÐ AÐ VERÐA GRUNDVÖLLUR NÚTÍMAGOÐSAGNAR UM ÍSLAND » 6-7 Í blóma lífsins snerist allt um dauðann » 20 Ást „Ef hægt væri að kjarna yrkisefni Bjarkar frá Debut, „fyrsta“ hljómdisknum, til þess nýjasta í einu orði, væri það ást. Þessi ást er rómantísk, persónu- leg, munúðarfull, húmorísk og hættuleg.“ Fjallað er um texta Bjarkar, tónlist og ímynd í Lesbók í dag í tilefni af heildarútgáfu á verkum hennar. »3-5 Þór Whitehead segir að Jón Ólafs- son hafi gert lítið úr ofbeldisverkum sem flokksmenn Kommúnistaflokks Íslands hafi unnið hér hvað eftir annað í stjórnmálabaráttu sinni. Í Lesbók í dag svarar Þór grein Jóns sem birt var í blaðinu fyrr í haust undir fyrirsögninni: Voru íslenskir kommúnistar hættulegir? Þór heldur því fram að Jón hafi horft fram hjá mikilvægum heim- ildum, meðal annars í sínum eigin skrifum, þegar hann svarar spurn- ingunni í fyrirsögninni neitandi. Sjálfur svarar Þór spurningunni með því að vísa til þess sem Áki Jak- obsson, ráðherra Sósíalistaflokksins 1944–1947 og einn helsti leiðtogi ís- lenskra kommúnista, hafði um það efni að segja. Áki sagði skilið við Sósíalistaflokkinn vegna þess að hann „vildi að flokkurinn hætti und- irgefni við Sovétríkin“, segir Þór og bætir við að Áki hafi ekki verið í neinum vafa um að hann og félagar hans hefðu verið hættulegir lýðræð- inu í landinu ekki síður en sjálfum sér: „Íslenska þjóðin var í mestri hættu að verða ofbeldi að bráð 1932. Þá munaði litlu að við leystumst upp í stríðandi hópa, sem berðust á göt- unum. … Íslenskir kommúnistar mega vera þakklátir fyrir að hafa ekki komist til valda, því þá hefðu margir þeirra orðið verri menn en þeir nú eru. … Allt er afgreitt með þessum orðum: Flokkurinn, kenn- ingin þarfnast þessa og hins. Og í krafti þess er ofbeldi beitt.“ » 8–9 Komm- únistar hættulegir? Þór Whitehead svarar Jóni Ólafssyni Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 30. mars 1949 Svæsnasta atlaga sem gerð hefur verið að Alþingi, segir Þór Whitehead. Það sem til þarf  kassi  pappír  litir  band  lím  bolti Það sem gera skal  Klipptu út rófu, eyru og fætur.  Litaðu og límdu bútana á kassann.  Bittu band- spottann síðan í hann.  Settu kassann ofan á boltann.  Síðan er komið að því að leika sér. Þú getur búið til hund úr kassa með lítilli fyrirhöfn fyrir litla bróður eða litlu systur. Þau geta dregið hann á eftir sér. Föndur laugardagur 11. 11. 2006 börn TÝNT OG FUNDIÐ Í VERÐLAUNALEIK VIKUNNAR REYNIR Á GLÖGGSÝNI LESENDA. FINNIÐ FALDA HLUTI. » 2 „Bíðið strákar, við erum að verða frægar hérna,“ kallar Yrsa » 3 Glæsilegar Í félagsmiðstöðvum um land allt er líf og fjör í tuskunum. Keppni í Stíl er haldin í flestum skólum. Hópar af krökkum taka sig saman, velja sér módel og út- færa það í ákveðnum stíl. Hóparnir hanna og sauma klæðn- aðinn. Síðan toppa þeir stílinn með hárgreiðslu og málun. Þemað í ár er móðir náttúra. Þessi keppni er haldin árlega og fjöldi unglinga leggur mikla vinnu í að heildarmynd módelsins verði sem best. Lokaeinvígið milli allra félagsmiðstöðvanna fer fram um næstu helgi. Þessi mynd er tekin í Setbergsskóla þar sem Hafn- arfjarðakeppnin í Stíl var haldin um síðustu helgi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Líf og fjör í tuskunum Einn góður … Heyrt á förnum vegi. Veistu hvenær Silla á afmæli? Nei, en ég held að það sé á þessu ári. laugardagur 11. 11. 2006 íþróttir mbl.is FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 enski boltinn Didier Drogba hefur skorað ellefu mörk fyrir meistara Chelsea >> 4 SKORAR HENRY? FYRIRLIÐI ARSENAL HEFUR SKORAÐ ÁTTA MÖRK Í ELLEFU LEIKJUM SÍNUM GEGN LIVERPOOL >> 4 Reuters Sigur Sir Alex Ferguson, sættir sig við ekkert annað en sigur. Hér gefur þessi mikli skoski keppnismaður einfalda fyrirskipun til sinna manna út á völlinn og þeir vita vel hvað hann er að fara fram á. Ferill knattspyrnustjórans sigursæla hjá Manchester United er rakinn í opnu blaðsins; Einum leik frá því að vera rekinn. | E2,E3 Keane var einn þekktasti harðjaxl deildarinnar og telur ekkert athugavert við það að leikmenn sparki hver í annan upp að vissu marki, en það sé óþolandi þegar menn reyni að klekkja hver á öðrum á óheiðarlegan hátt og blekkja dóm- arann. Það sé kominn tími til að knattspyrnu- stjórarnir berji í borðið og stöðvi þetta, og það sé hann sjálfur að reyna að gera hjá Sunder- land. Dauðfeginn að vera hættur „Dómararnir verða fyrir gagnrýni úr öllum áttum og þeir fá enga aðstoð frá leikmönnum, sem reyna að svindla hver á öðrum. Ég er dauðfeginn að ég skuli sjálfur vera hættur að spila, sérstaklega í úrvalsdeildinni. Maður horfir á leik í sjónvarpinu og er stöðugt að velta fyrir sér hvort um brot hafi verið að ræða þeg- ar leikmaður dettur. Ég þoli ekki að horfa upp á það þegar einhver veltist um völlinn og virð- ist sárþjáður, en stendur á fætur hálfri mínútu síðar og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Keane, sem þykir ótrúlega ró- legur og yfirvegaður á hliðarlínunni hjá Sun- derland. Ekki lengur bundið við útlendinga Hann segir að margir erlendir leikmenn hafi haft slæmt orð á sér fyrir leikaraskap en vandamálið sé ekki lengur bundið við þá. „Nú sjáum við marga enska landsliðsmenn haga sér svona, líka írska og skoska. Strákar sem ég spilaði með eru farnir að kasta sér niður og það er óþolandi að horfa upp á það. Ég skil ekki hvernig menn sem beita svona blekkingum í leik geta horfst í augu við fjöl- skyldu sína að leik loknum eins og ekkert hafi í skorist. Ef ég hefði hagað mér svona í leik, reynt að koma mótherja í vandræði með óheið- arleik, hefði mín fjölskylda afneitað mér,“ sagði Keane „Þessu verður að linna, leikmenn verða að koma heiðarlega fram gagnvart dómurum. Þegar þeir liggja á vellinum verður það að vera af góðri og gildri ástæðu. Leikmennirnir vita sjálfir hverjir eru heiðarlegir og hverjir ekki, og allir vita að Paul Scholes og Steven Gerrard haga sér ekki svona. Ég sparkaði í marga mótherja en blekkingar gagnvart dómara voru ekki mín deild. Þeir eru alltaf í vanda því ef þeir ákveða að gera ekkert í því þegar leikmaður liggur á vellinum, og síðan kemur í ljós að hann er alvarlega meiddur, þá eru þeir í slæmum málum,“ segir Roy Keane, baráttumaðurinn mikli, sem kallaði ekki allt ömmu sína í leik. Fjölskyldan hefði afneitað mér Roy Keane var til í að sparka í mann og annan en þolir ekki óheiðarleikann sem fer vaxandi á Englandi ROY Keane knattspyrnustjóri Sunderland og fyrirliði Manchester United til margra ára er afar óhress með sívaxandi leikaraskap fót- boltamanna í ensku úrvalsdeildinni. Keane sagði við dagblaðið The Mirror í gær að fjöl- skylda sín hefði afneitað sér ef hann hefði hagað sér eins og svo margir leikmanna deildarinnar hafa gert það sem af er þessu keppnistímabili – þeir dyttu af minnsta tilefni og veltust um á vellinum eins og þeir hefðu verið skotnir. Yf ir l i t                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                  Í dag Sigmund 8 Bréf 48 Staksteinar 8 Kirkjustarf 49 Veður 8 Messur 52 Viðskipti 16 Minningar 53/60 Erlent 18/20 Skák 64 Listir 22/24 Menning 66/71 Akureyri 26 Myndasögur 72 Austurland 26 Dagbók 73/77 Landið 28 Staður og stund 74 Árborg 28 Víkverji 76 Daglegt líf 30/39 Velvakandi 76 Forystugrein 40 Bíó 74/77 Umræðan 42/48 Ljósvakamiðlar 78 * * * Erlent  Tamílskur þingmaður, sem studdi uppreisnarmenn úr röðum tamíla, var skotinn til bana í gær í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, og ekkert lát var á átökum stjórn- arhersins og uppreisnarsveita Tamíl- tígranna. Talsmenn Sameinuðu þjóð- anna fordæma morð hersins á tugum óbreyttra borgara í vikunni. » 20  Eliza Manningham-Buller, yf- irmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, sagði í gær að verið væri að rannsaka áform um nær þrjátíu hryðjuverk. Hún skýrði ennfremur frá því að njósnarar leyniþjónust- unnar fylgdust með u.þ.b. 1.600 mönnum í 200 hreyfingum. » 18  John Bolton, hinn umdeildi sendi- herra Bandaríkjastjórnar hjá Sam- einuðu þjóðunum, er talinn eiga litla sem enga möguleika á að halda stöðu sinni, eftir að demókratar og repú- blikaninn og öldungadeild- arþingmaðurinn Lincoln Chafee lýstu því yfir að þau myndu leggjast gegn því að framlengja dvöl hans hjá SÞ sem rennur út í janúar. » 18 Innlent  Prófkjör verða í fjórum kjördæm- um í dag. Hjá Samfylkingunni í báð- um Reykjavíkurkjördæmunum og hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðvestur- og Suðurkjördæmum. »8  Heklugosið árið 2000 olli staðbund- inni þynningu á ósonlaginu í um það bil tvær vikur, en jafnaði sig eftir það. Þetta er í fyrsta sinn sem menn verða vitni að staðbundinni þynningu óson- lagsins vegna eldgoss. » 1  Alls eru um 490 nemendur á nám- skeiðum í íslensku hjá Mími- símenntun á haustönn og eru þeir frá 58 þjóðlöndum. Langflestir eru frá Póllandi, en einnig nokkur fjöldi frá Litháen, Þýskalandi, Filippseyjum og Taílandi. » 14  Forstjóri Sjóvár hefur óskað eftir því við lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins og samgönguráðherra að hugmyndir þeirra um að trygg- ingarfélögin fái einhvers konar að- gang að upplýsingum um umferð- arlagabrot verði skoðaðar. » 80  Héraðsdómur hefur sýknað Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor af kröfum Auðar Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Laxness, um brot á höfundarrétti vegna bókarinnar Halldór sem Hannes ritaði. » 4 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir að við jákvæðari tón kveði í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings um lánshæfi íslenska ríkisins. Aðalmálið sé að lánshæfis- mat Íslands sé staðfest, þótt horfur séu áfram neikvæðar. „Mestu skiptir að hrakspárnar, sem ýmsir höfðu uppi eftir síðustu skýrslu Fitch í febrúarmánuði á þessu ári, hafa svo fjarri því ræst. Þvert á móti er allt annar tónn í þessari skýrslu en var hjá sömu að- ilum í febrúar. Þetta er mikil og já- kvæð breyting sem ber að fagna,“ segir Geir. Lánshæfiseinkunnir rík- isins eru staðfestar í skýrslu Fitch en horfur fyrir lánshæfismatið áfram sagðar neikvæðar. Geir segir að ríkisfjármálin standi mjög vel og skuldir ríkissjóðs séu orðnar litlar bæði innan lands og ut- an. „Hins vegar er þjóðarbúið sem heild skuldugt vegna skulda sem fjármálastofnanir og önnur fyrirtæki hafa stofnað til, svo og heimilin, en á móti koma gríðarlega miklar og vax- andi eignir í útlöndum,“ segir Geir. Varðandi ummæli skýrsluhöfunda Fitch Ratings um mikla skuldastöðu og hættu á kreppu segir forsætisráð- herra að matsfyrirtækjum sem þess- um beri skylda til að benda á þá veik- leika og áhættu sem kunni að vera fyrir hendi. „Það er satt hjá þeim að miklar skuldir í erlendri mynt geta falið í sér sveiflur ef gengi breytast og hærri vaxtakostnað. Í heildina tekið er ég mjög sáttur við skýrsluna og finnst hún mun raunhæfari en í febr- úar sem mér fannst ekki hafa verið á réttum nótum á þeim tíma,“ segir Geir og bendir á að meira að segja Danske bank sé farinn að tala um ís- lenskt efnahagslíf á jákvæðari nót- um en áður. Kveður við jákvæðari tón hjá Fitch Ratings Forsætisráðherra segir ríkisfjármálin standa vel Í HNOTSKURN »Að mati Fitch Ratings erenn nokkuð langt í land að jafnvægi náist í íslenska hag- kerfinu. »Geir sagði ríkissjóð fámjög góðar lánshæf- iseinkunnir hjá Fitch Ratings líkt og hjá öðrum matsfyr- irtækjum. » Í skýrslunni var bent á aðÍsland væri skuldugast þeirra landa sem fyrirtækið metur. TÍU farþegar með langferðabifreið á vegum Hóp- ferðamiðstöðvarinnar Trex sluppu með minni háttar meiðsl ásamt bílstjóra sínum þegar bifreiðin fór út af í snarpri vindhviðu á Holtavörðuheiði í gær. Bifreiðin var á suðurleið þegar slysið varð. Var fólkið ýmist aðstoðað niður í Brú í Hrútafirði eða í Borgarnes. Bifreiðin lenti á mjúku undirlagi og voru allir í bíl- beltum, að sögn Jóns Gunnars Borgþórssonar, fram- kvæmdastjóra Trex. Bifreiðin mun hafa skemmst lít- illega að sögn hans. Ljósmynd/Fylkisson Lenti á hliðinni með 10 farþega RÚMLEGA tveir af hverjum tíu stjórnendum í fyrirtækjum og stofnunum stefna á starfslok fyrir sextugt en stærstur hluti ætlar að setjast í helgan stein milli sextugs og sjötugs. Þetta kemur fram í nið- urstöðum könnunar Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur meðal stjórnenda á almennum og opinber- um vinnumarkaði. Í umfjöllun VR um niðurstöðurn- ar segir að töluverður munur sé á viðhorfi stjórnenda á almennum markaði og hinum opinbera. 25% stjórnenda á almennum markaði hyggja á starfslok fyrir sextugt en einungis 7% stjórnenda hins opin- bera. Yngri vilja hætta fyrr Þá kemur í ljós að eftir því sem stjórnendur eru yngri, því fyrr stefna þeir á starfslok. 40% stjórn- enda 35 ára og yngri vilja leggja skóna á hilluna fyrir sextugt en 22% stjórnenda á aldrinum 36 til 50 ára. Stjórnendakönnunin var gerð í maí og júní sl. og var 2.750 stjórn- endum sendur spurningalisti. Svör- un var 46%, eða 1.270. VR ætlar að kynna fleiri niðurstöður úr könn- uninni um miðjan mánuðinn. 20% stjórnenda stefna á starfs- lok fyrir sextugt KONAN sembrenndist illa í eldsvoða í Ferju- bakka síðastliðið þriðjudagskvöld lést af sárum sín- um á gjörgæslu- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss á fimmtu- dagsmorgun. Hún hét Anna Hauksdóttir, til heimilis í Ferjubakka 12 í Reykja- vík. Anna var 58 ára, fædd 20. jan- úar 1948. Eftirlifandi eiginmaður Önnu brenndist einnig illa. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild LSH og er haldið sofandi í önd- unarvél. Anna Hauksdóttir Lést á gjör- gæsludeild LSH laugardagur 11. 11. 2006 íþróttir mbl.is íþróttir Árni Gautur Arason í aðgerð á hné >> 3 VALLARMET Í KÍNA TIGER WOODS SETTI VALLARMET Á SHESHAN- VELLINUM Á MÓTI Í EVRÓPUMÓTARÖÐINNI >> 2 BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í 5.–8. sæti af alls 156 kylfingum að lokinni fyrstu umferð á lokaúrtökumótinu fyrir Evr- ópumótaröðina í golfi á San Rouqe-vellinum á Spáni. Birg- ir lék á 69 höggum í gær eða 3 höggum undir pari vallar. Hann fékk tvo fugla (-1) á fyrri 9 holunum sem hann lék á 34 höggum. Á síðari 9 holunum fékk hann tvo skolla (+1), einn örn (-2) og einn fugl (-1). „Það var erfitt að spila í gær þar sem að vindurinn var í aðal- hlutverki. Ég tók réttar ákvarðan- ir í flest- um höggum og það skilaði sér vel. Það er ánægjulegt að byrja vel en það er mikið eft- ir,“ sagði Birgir Leifur í gær. Þar sem aðeins annar af tveimur keppnisvöllum móts- ins er til reiðu leika kylfing- arnir tvo hringi á fjórum dög- um. Birgir lék ekki í fyrradag og í dag er hvíldardagur hjá honum en á sunnudag leikur hann á ný. „Ég tek 9 holur í dag á vellinum sem er lokaður en þetta er undarleg staða að fá hvíld á milli hringja en það er ekkert sem truflar mig.“ Birgir Leifur Hafþórsson. Birgir er í 5.–8. sæti eftir fyrstu umferð á Spáni Fylkir tapaði með eins marks mun gegn svissneska liðinu TSV St.Otmar í fyrri viður- eign liðanna í 32 liða úrslitum Áskorendabikarsins í hand- knattleik í gær en leiknum lauk 30:29. Um var að ræða heimaleik Fylkis en síðari leikurinn verður einnig á heimavelli svissneska liðsins og fer fram á morgun, sunnu- dag. Sigurður Sveinsson þjálfari Fylkis sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki séð margt jákvætt við leik sinna manna þrátt fyr- ir aðeins eins marks tap. „Við vorum heppnir að hafa ekki tapað með meiri mun. Vörnin var slök. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum tveimur mörkum undir, 18:6. Þeir skoruðu of mörg mörk úr hraðaupphlaupum og fengu að gera einfalda hluti án þess að við værum að bregðast við því. Þessi völlur er gryfja og það var smá reynsluleysi sem sagði til sín í leiknum en ég held að við getum vel unnið síðari leikinn,“ sagði Sigurð- ur. Vladimir Ðuric átti frá- bæran fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 10 mörk. Ðuric var rekinn af leikvelli í þriðja sinn í byrjun síðari hálfleiks og kom því ekki meira við sögu í leiknum. Hlynur Mort- hens, markvörður Fylkis, var valinn besti leikmaður leiks- ins en um 2.000 áhorfendur voru á leiknum. Naumt tap Fylkismanna í St. Gallen í Sviss Reuters Bannað Christian Schulz leikmaður Werder Bremen lét keppnistreyjuna ekki af hendi þrátt fyrir að Brasilíumaðurinn Tinga úr liði Dortmund hafi sýnt því áhuga að ná treyjunni í leik liðanna í gær. Helgi sagði við Morgunblaðið fyrir mánuði að hann ætlaði sér að breyta til og vildi losna undan samningnum við Fram, sem hann skrifaði undir þegar hann hætti hjá AGF í Dan- mörku fyrir ári og samdi þá við Safa- mýrarfélagið út tímabilið 2007. Með Helga fremstan í flokki unnu Fram- arar öruggan sigur í 1. deildinni í ár og hann varð markakóngur deildar- innar með 13 mörk. Í kjölfarið á þeirri frétt tilkynntu Framarar að sættir hefðu tekist um það að Helgi myndi standa við sinn samning og spila áfram með þeim í úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Þegar æfingar undir stjórn nýs þjálfara, Ólafs Þórðarsonar, hófust fyrir skömmu var Helgi ekki mætt- ur, og hann hefur ekki ennþá komið á æfingu hjá liðinu það sem af er und- irbúningstímabilinu. Brynjar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri hjá Fram, sagði við Morgunblaðið í gær að ekki hefði verið gengið frá neinni lausn á mál- um Helga innan stjórnar knatt- spyrnudeildar félagsins enn sem komið væri. „Það eru skiptar skoð- anir um málið, sumir vilja að hann fari og aðrir að hann verði látinn standa við samninginn,“ sagði Brynjar. Áfall fyrir Fram Það yrði mikið áfall fyrir Framara að missa Helga en auk þess að skora flest marka liðsins í 1. deildinni átti hann drjúgan þátt í mörgum hinna. Tveir aðrir leikmanna Fram eru horfnir á braut; þýski varnarmaður- inn Frank Posch fór í Stjörnuna og Gunnar Sigurðsson markvörður er hættur í fótboltanum. Í staðinn hafa þeir fengið Igor Pesic frá ÍA, Reyni Leósson frá Trelleborg í Svíþjóð, Theódór Óskarsson frá HK og mark- vörðinn Hannes Halldórsson úr Stjörnunni. Brynjar sagði ljóst að Framarar ættu eftir að bæta við leikmannahóp sinn og væntanlega þyrftu þeir að leita að frekari liðsstyrk erlendis. Það er ljóst að margir stuðnings- menn Fram eru ósáttir við brott- hvarf Helga. Að sama skapi vilja margir að hann fái að fara frá félag- inu þar sem lítil not séu fyrir leik- mann sem hefur ekki áhuga á því að leika fyrir það. Helgi hefur ekki vilj- að tjá sig um stöðu mála en heimildir Morgunblaðsins herma að hann vilji ná sáttum við Fram áður en hann heldur í herbúðir Vals. Helgi er á leið í Val Fram vill ná sáttum við framherjann ÚTLIT er fyrir að fyrirliði knatt- spyrnuliðs Fram á nýliðnu tímabili, fyrrum atvinnu- og landsliðsmað- urinn Helgi Sigurðsson, yfirgefi fé- lagið von bráðar og gangi til liðs við Valsmenn. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins bendir allt til þess að þetta verði niðurstaðan í kjölfar þess að Helgi hefur viljað losna frá Fram í haust. Forsvars- menn Safamýrarliðsins hafa á und- anförnum dögum undirbúið starfs- lok Helga hjá félaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.