Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði lít- illega í 6.439 milljón króna við- skiptum með hlutabréf í gær, eða um 0,07% og var hún skráð 6.243,81 stig þegar Kauphöllinni var lokað. Hlutabréf Actavis hækkuðu mest eða um 2,83%. Bréf Marels hækkuðu um tæp 2% og bréf Al- fesca hækkuðu um 0,6%. Bréf Glitnis lækkuðu um 0,88% og bréf FL Group lækkuðu um 0,87%. Hlutabréf hækka ● NÝ raftækja- verslun, MAX, verður opnuð við Kauptún í Garða- bæ laugardag- inn 18. nóv- ember nk. Verslunin er í jafnri eigu Haga, dótturfélags Baugs Group, og SM fjárfestinga sem eiga m.a. Sjónvarpsmiðstöðina og Heimilistæki. Einar Ólafur Speight, rekstr- arstjóri MAX, segir að verslunin muni kappkosta að hafa glæsilegasta vöruúrvalið frá sem flestum fram- leiðendum. „Lágt vöruverð hjá MAX er neytendum til hagsbóta og eykur á samkeppnina á íslenskum raf- tækjamarkaði,“ segir hann en að- standendur MAX halda því fram að þetta verði stærsta raftækjaverslun landsins. Boða lækkun á verði raftækja Einar Ólafur Speight ● HEILDARÚTLÁN Íbúðalánasjóðs námu 6,2 milljörðum króna í októ- ber, sem er 82% aukning frá fyrra mánuði. Hjá sjóðnum er þessi mikla aukning milli mánaða sögð vera að hluta til komin vegna um- talsverðrar aukningar í leiguíbúð- alánum, en alls námu þau 2,2 milljörðum króna í mánuðinum. Almenn útlán sjóðsins námu 4 milljörðum króna í október sem er tæplega 23% aukning milli mán- aða. Samtals hefur sjóðurinn því lánað tæplega 40 milljarða króna á þessu ári, en áætlanir hans gera ráð fyrir heildarútlánum á bilinu 43–49 milljarðar króna í árslok 2006. Útlán Íbúðalánasjóðs aukast um 82 prósent STJÓRNIR Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Ólafsvíkur hafa und- irritað áætlun um samruna spari- sjóðanna sem miðast reikningslega við 1. júlí síðastliðinn. Í tillögu sem lögð verður fyrir fund stofnfjáreig- enda er gert ráð fyrir því að eigið fé hins sameinaða sjóðs verði um átta milljarðar króna. Við samrunann verður miðað við sama hlutfall á milli stofnfjár og annars eigin fjár í báð- um sjóðunum. Til að ná því markmiði hefur verið ákveðið að auka stofnfé í Sparisjóði Ólafsvíkur, segir í til- kynningu frá sparisjóðunum. Í sameinuðum sjóði munu stofn- fjáreigendur í Sparisjóði Ólafsvíkur eiga um 3,2% stofnfjár en eigendur stofnfjár í Sparisjóðnum í Keflavík 96,8% af heildarstofnfé. „Rekstur beggja sjóða hefur gengið vel og þeir hyggjast halda áfram stöðu sinni sem máttarstólpar í heimabyggð. Það er markmið stjórna sjóðanna með tillögu um sameiningu að efla starfsemi á starfssvæðum sínum og sækja fram á nýjum vettvangi. Stjórnirnar telja sameiningu sparisjóða nauðsynlega til að mæta kröfum tímans um al- hliða og hagkvæma fjármálaþjón- ustu við einstaklinga og fyrirtæki,“ segir m.a. í tilkynningunni. Sparisjóðirnir í Keflavík og Ólafsvík sameinast Stofnfé sameinaðs sjóðs um átta milljarðar króna talsverð spenna sé á vinnumarkaði og launahækkanir skilir sér jafnan inn í hækkun á verði þjónustu. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir um nýjustu vísitölu neyslu- verðs að áhugavert sé að skoða breytingu á þriggja mánaða verð- bólgu. Hún sé komin niður í 3,2% og hafi lækkað verulega síðan í vor. Sú hreyfing gefi mesta vísbendingu um það sem kunni að vera fram undan. Því séu þetta mjög jákvæðar tölur og í samræmi við spár greiningardeilda bankanna. Vísitala neysluverðs lækkar lítillega Verðbólga mælist 7,3 og eykst úr 7,2% í október Morgunblaðið/Sverrir Lækkar óvænt Matvöruverð lækkaði lítillega milli mánaða, en Greining Glitnis segir að á þessum tíma séu venjulega meiri líkur á hækkun. VÍSITALA neysluverðs er skráð 266,1 stig í nóvember og lækkaði um 0,04% frá fyrri mánuði, að því er kemur fram í nýrri mælingu Hag- stofunnar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 7,3% og eykst úr 7,2% í október. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8% sem jafngildir 3,2% verð- bólgu á ári. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað umtalsvert að undanförnu og auk þess styrktist krónan um 3% í síðasta mánuði. Vega þessir þættir þyngst til lækkunar; verð á bensíni og dísilolíu lækkaði um 3,5% milli mánaða og hefur 0,23% áhrif til lækkunar vísitölunnar. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði hins vegar um 0,6% og hafði 0,1% áhrif til hækkunar vísitölunnar. Þar af voru áhrif af hækkun mark- aðsverðs 0,02% og af hækkun raun- vaxta 0,08%. Þá segir Greining Glitnis það athyglisvert að matvöru- verð lækki lítillega þrátt fyrir líkur á hækkun um þessar mundi. Verðbólga á niðurleið Nokkra hækkun má greina í þjón- ustuverði í mánuðinum. Þjónusta á hótelum og veitingastöðum hækkar um 0,4% milli mánaða, auk þess sem verð á tómstundum og menningu hækkar um 0,55%. Að sögn greining- ardeildar Kaupþings kemur ekki á óvart að þjónusta hækki, þar sem Í HNOTSKURN » Síðastliðna tólf mánuðihefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,8%. » Lægra eldsneytisverð íkjölfar gengishækkunar og lækkunar á heimsmark- aðsverði vegur þyngst til lækkunar á vísitölunni. TILLAGA þess efnis að nafni Avion Group verði breytt í Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands verður tekin fyrir á hluthafafundi Avion, sem haldinn verður þriðjudaginn 21. nóv- ember næstkomandi. Þetta kemur fram í fundarboði sem sent var til Kauphallar Íslands í fyrradag. Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi Eimskipafélagsins á undanförnum árum. Á gamlársdag árið 2002 var undirritaður samning- ur um kaup eignarhaldsfélagsins Samsonar, sem þá var í eigu Björg- ólfs Guðmundssonar, sonar hans Björgólfs Thors, og viðskiptafélaga þeirra Magnúsar Þorsteinssonar, á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands. Landsbankinn og tengdir aðilar eignuðust ráðandi hlut í Hf. Eim- skipafélagi Íslands í einni víðtæk- ustu uppstokkun fyrirtækjasam- steypa hér á landi rúmum átta mánuðum síðar, eða í september 2003. Á aðalfundi í Hf. Eimskipafélagi Íslands í mars 2004 var nafni félags- ins breytt í Burðarás hf. Þá fékk dótturfélagið Eimskip ehf. nafnið Eimskipafélag Íslands. Avion kaupir Um mánaðamótin október-nóvem- ber 2002 keypti Magnús Þorsteins- son ásamt fjárfestum um helmings- hlut í flugfélaginu Atlanta. Eignarhaldsfélagið Avion Group, móðurfélag Atlanta og fleiri félaga, tók formlega til starfa í ársbyrjun 2005. Avion keypti svo Eimskipa- félag Íslands af Burðarási hf. um mánaðamótin maí-júní árið 2005 og hefur Eimskipafélagið síðan verið dótturfélag Avion. Af því tilefni sagði Magnús Þorsteinsson að kaupin á Eimskipafélaginu hefðu gengið und- ir heitinu „himinn og haf“ innan fé- lagsins, með vísan til starfseminnar, skipa- og flugfélagsrekstrar. Umsvif Eimskips hafa aukist mik- ið að undanförnu með kaupum Avion á félögum í Kanada. Í síðasta mánuði seldi Avion hins vegar megnið af flugrekstri sínum og vegur Eim- skipafélagið því meira en nokkru sinni í starfsemi Avion, sem vænt- anlega mun bera nafnið Hf. Eim- skipafélag Íslands innan tíðar, eins og „óskabarn þjóðarinnar“ var nefnt þegar það var stofnað árið 1914. Avion snýr aftur til upphafsins Stefnt er að því að Avion Group verði Hf. Eimskipafélag Íslands Vegur meira Eimskip vegur meira í starfsemi Avion en áður. EIMSKIP og Qingdao Port Group hafa und- irritað vilja- yfirlýsingu um rekstur á stærstu kæli- geymslu í Kína sem verður á Qingdao- höfninni, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Avion Group, móð- urfélagi Eimskips. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja kæligeymslu eftir evrópsk- um stöðlum en hún mun rúma um 50.000 tonn og verður því stærsta einingakæligeymslan í Kína. Þá felur yfirlýsingin í sér möguleika á stækkun um allt að 50 þúsund tonnum til viðbótar. Qingdao-höfn er þriðja stærsta gámaflutningahöfnin í Kína en áætlað er að 8 milljón gámaein- ingar fari um höfnina á þessu ári. Segir í tilkynningunni að sam- vinna Eimskips og Qingdao Port Group muni hraða mjög vexti hafnarinnar í flutningum á hita- stýrðum afurðum og að talið sé að bygging kæligeymslanna geri höfnina að stærstu dreifing- armiðstöð fyrir frystar og kældar sjávarafurðir í Asíu. „Þetta er mikilvægur liður í þeirri sýn Eimskips að verða leið- andi aðili í hitastýrðum flutn- ingum á heimsvísu,“ er haft eftir Baldri Guðnasyni, forstjóra Eim- skips, í tilkynningunni. Eimskip með rekst- ur í Kína                    *,)* -. #  ) ) ! /! ) < + / ! + / < + /) < + =  ),< + 8 $+ :2< + <    + > '   + 2 &  ? &+ 0  + 0 !: + + @A:/  !@   .  B= % :(  + C + / 0 .&(  ! DE  + :  < + F! & !< + 7+( + 1#   %,% + 5  ,% + 1 0% '    ** .  G . %  &) 2 , FHDI 3 *) "#      !       "! ! ! "    " "!  !                                                       3 & B ) %  &   1 %  & 4 > .                                                         B     B B                                        B B B  5 %   -  /13 J/+     :(, & ) %          B B B  . %  ) % )% 7 & K .L@ #! #  $ $ M M :1.D 8/N # #! %  M M H/H  60N.+ # #!!  %" M M 60N>+, 7  " # % % M M FHDN 8O9 # # $  M M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.