Morgunblaðið - 23.11.2006, Page 2
Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003 um ver›bréfasjó›i og
fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur
telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingar-
sjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar
en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a
útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is.
Ávöxtun í dollurum
K a u p t h i n g L i q u i d i t y F u n d s
Kynntu flér kosti Peningamarka›ssjó›a KB banka í ISK, USD og EUR
5,5%*5,6%*
ávöxtun í evrum ávöxtun í dollurum
*Nafnávöxtun í EUR og USD á ársgrundvelli fyrir tímabili› 29/9/06 - 31/10/06.
!
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net-
fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björn Jóhann Björnsson, frétta-
stjóri, bjb@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110
Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
KAUPÞING banki hefur svarað
þeirri 21 spurningu sem Ekstra
blaðið danska vildi fá bankann til að
svara vegna skrifa blaðsins um ís-
lenskt viðskiptalíf og íslenska at-
hafnamenn, en fyrsti hluti þeirra
skrifa birtist í blaðinu í lok síðasta
mánaðar.
Sigurður Einarsson, stjórnarfor-
maður bankans, segir í bréfi til
Ekstra blaðsins, að það hafi ef til vill
verið röng ákvörðun að svara ekki
skrifum blaðsins strax. Lögmaður
Kaupþings banka í Danmörku hafi
hins vegar farið með bréf frá bank-
anum til blaðsins 16. nóvember síð-
astliðinn þar sem ýmsar rangfærslur
í skrifum þess hafi verið leiðréttar.
Ekkert svar hafi borist við því bréfi
frá Ekstra blaðinu.
Venjuleg yfirlýsing
Fram kemur í bréfi Sigurðar að rétt
fyrir blaðamannafund Kaupþings
banka í Kaupmannahöfn 17. nóvem-
ber síðastliðinn hafi Ekstra blaðið
afhent bankanum 21 spurningu. Seg-
ir í bréfinu að
John Mynderup,
blaðamaður á
Ekstra blaðinu,
hafi á fundinum
dregið fram svo-
kallaða peninga-
þvættisyfirlýs-
ingu sem starfs-
menn Kaupþings
banka hafi skrifað
undir sem vitund-
arvottar. Þessa yfirlýsingu hafi
Mynderup sagt afar óvenjulega og
sagst mundu gefa Sigurði rauðvíns-
flösku ef hann gæti bent á aðra slíka.
Segir Sigurður að með svörunum
til Ekstra blaðsins fylgi undirrituð
yfirlýsing frá þinglýsanda í Lúxem-
borg þar sem fram komi að yfirlýs-
ingin sem Mynderup kallar afar
óvenjulega sé þvert á móti afar
venjuleg og uppfylli að öllu leyti lög
er þessi mál varðar. Sigurður segist
ganga út frá því að Mynderup muni
sýna að hann kunni að tapa veðmáli
sem hann bauð sjálfur upp á.
Svör send til
Ekstra blaðsins
Sigurður Einarsson reiknar með rauð-
vínsflöskunni sem blaðamaður Ekstra
blaðsins lofaði á blaðamannafundi
Sigurður
Einarsson
ATLANTSSKIP hyggjast hefja
strandflutninga norður og austur um
land allt til Húsavíkur frá og með
næstu áramótum að því gefnu að
flutningarnir fái nægilegar góðar
undirtektir á svæðinu.
Gunnar Bachmann, framkvæmda-
stjóri Atlantsskipa, sagði að búið væri
að ganga frá öllum útreikningum
varðandi siglingarnar. Fyrirtækið
myndi kynna þennan flutningsmáta á
Akureyri í næstu viku og yrðu und-
irtektirnar nægilega góðar myndu
siglingarnar hefjast í ársbyrjun 2007.
Gunnar sagði að um yrði að ræða
átta til níu viðkomustaði á Vestfjörð-
um og Norðurlandi, allt austur til
Húsavíkur eftir flutningsþörfinni frá
hverjum stað. Austfirðir væru ekki
inn í myndinni, enda væri Samskip og
Eimskip með siglingar á Reyðarfjörð
og þeir vildu frekar einbeita sér að því
að veita betri þjónustu á Vestfjörðum
og Norðurlandi. Siglt yrði einu sinni í
viku og gæti skipið sem sinna myndi
flutningunum siglt með 200 gámaein-
ingar í einu. Til samanburðar gætu
skip Atlantsskipa á Evrópuleiðinni
flutt 500 gámaeiningar í einu. Farið
yrði frá Reykjavík á fimmtudögum og
komið þangað til baka á miðvikudags-
morgnum aftur.
Gunnar sagðist aðspurður sann-
færður um að það væri góður rekstr-
argrundvöllur fyrir strandflutning-
um. Það sæist best á þeim miklu
þungaflutningum sem færu fram um
þjóðvegina á þessu svæði. „Hafi fyr-
irtæki á annað borð áhuga á að nýta
sér strandflutninga er þetta mjög
auðvelt og hægt að gera á ódýrari
hátt en fyrirtækin eru að kaupa þjón-
ustuna á í dag,“ sagði Gunnar.
Hann sagði að til viðbótar kæmi
þjóðhagslegur sparnaður, sem fælist í
minna sliti á vegum, færri slysum og
fleiru, en þeir væru auðvitað ein-
göngu að skoða þetta út frá eigin
rekstrarforsendum. „Við erum til-
búnir að fara af stað og ræða við við-
skiptavini um hvort þeir hafi áhuga á
að undirrita samninga við okkur um
strandsiglingar.“
Gunnar sagði að þeir vildu fá skuld-
bindingar um flutning á tilteknu
magni.
Atlantsskip hyggjast
hefja strandsiglingar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Siglingar Atlantsskip hyggjast hefja strandflutninga í ársbyrjun 2007.
Í HNOTSKURN
» Um árabil hafa engarreglulegar strandsiglingar
verið og flutningar við það
færst yfir á þjóðvegina.
» Hekla og Askja, sem voruskip Ríkisskips og gerð út
af stjórnvöldum, fóru áður
fyrr reglubundið um hafnir
landsins og það gerðu einnig
önnur skipafélög, ekki hvað
síst til að ná í frystan fisk.
» Atlantsskip hófu siglingartil og frá landinu 1998.
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
RÍKISSJÓÐUR Íslands lauk í gær
skuldabréfaútboði sínu á Evr-
ópumarkaði, að því er kemur
fram í fréttatilkynningu frá
Seðlabankanum. Fjárhæð útboðs-
ins var einn milljarður evra, jafn-
gildi 90 milljarða íslenskra
króna. Skuldabréfin bera fasta
vexti og eru með gjalddaga 1.
desember árið 2011, en kjör bréf-
anna eru 0,01% undir milli-
bankavöxtum í Evrópu.
Samkvæmt frétt Seðlabankans
var mikill áhugi á útboðinu meðal
fjárfesta, en kauptilboð, að fjár-
hæð um 1,7 milljarðar evra, bár-
ust frá 60 aðilum. Þá segir að
fjárfestahópurinn sé breiður en
flestir kaupendur bréfanna eru
frá Evrópulöndum.
Lánið verður að fullu notað til
styrkingar á gjaldeyrisforða
Seðlabanka Íslands.
Skuldabréfaútboði
ríkisins á Evr-
ópumarkaði lokið
ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið
Standard & Poor’s (S&P) hefur
hækkað matseinkun norska trygg-
ingafélagsins Nemi úr BBB- í BBB.
Matseinkunnin var einnig tekin af
svonefndum lánshæfislista S&P (e.
Credit Watch) og segir að horfur
séu stöðugar. Frá þessu er greint í
tilkynningu frá Tryggingamiðstöð-
inni (TM) til Kauphallar Íslands, en
Nemi er að fullu í eigu TM.
Segir í tilkynningunni að í rök-
stuðningi S&P komi fram að ástæða
hafi þótt til að hækka matseinkunn
Nemi í framhaldi af jákvæðri nið-
urstöðu nýafstaðinnar hlutafjár-
aukningar TM og breytinga á
hlutafjársafni félagsins.
Matseinkunn
Nemi hækkuð
BAKKAVÖR Group hefur náð sam-
komulagi um kaup á öllu útgefnu
hlutafé Fresh Cook Limited, að því
er kemur fram í fréttatilkynningu
frá Bakkavör. Fresh Cook hefur
verið samrekstrarfélag Bakkavarar
og Rannoch Foods frá október 2004
en verður hluti af samstæðu Bakka-
varar frá kaupdegi. Kaupin eru fjár-
mögnuð með handbæru fé og er
kaupverðið trúnaðarmál. Í frétta-
tilkynningunni segir að kaupin muni
hafa óveruleg áhrif á afkomu Bakka-
varar á þessu ári.
Starfsemi Fresh Cook er staðsett
í Lincolnshire í Bretlandi og hjá fé-
laginu starfa um 360 starfsmenn.
Félagið framleiðir einkum rétti sem
„tilbúnir eru til eldunar“ fyrir Marks
& Spencer, en þeir eru frábrugðnir
hefðbundum tilbúnum réttum.
Markaðurinn fyrir þessar vörur hef-
ur vaxið hraðar en markaðurinn fyr-
ir tilbúna rétti í heild, eða um 6% á
fyrstu níu mánuðum ársins. Í kjölfar
kaupanna mun Bakkavör Group
verða með um 11% markaðs-
hlutdeild á þessu sviði.
Sérhæfing Fresh Cook sérhæfir sig
í tilbúnum réttum.
Bakkavör
kaupir
Fresh Cook