Morgunblaðið - 26.11.2006, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÁ HÖFUNDI
DA VINCI LYKILSINS
HRINGUR TANKADOS EFTIR DAN BROWN
ÓUMDEILDUR
MEISTARI HINNAR
ÚTHUGSUÐU
SPENNUSÖGU
SELD Í
MEIRA
EN
1.000.0
00
EINTÖK
UM
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Yf i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Menning 62
Staksteinar 8 Leikhús 68
Veður 8 Myndasögur 70
Daglegt líf 34/39 Krossgáta 72
Forystugrein 32 Dægradvöl 73
Viðhorf 34 Staður og stund 74
Umræðan 44/54 Dagbók 76
Bréf 48/49 Víkverji 76
Auðlesið 55 Velvakandi 76
Hugvekja 56 Bíó 74/77
Minningar 56/59 Ljósvakamiðlar 78
* * *
Innlent
Jón Sigurðsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, sagði í ræðu sinni á
miðstjórnarfundi flokksins í gær að
forsendur fyrir stuðningi Íslands við
innrásina í Írak hefðu verið rangar
og að ákvarðanir íslenskra stjórn-
valda í málefnum Íraks hefðu verið
rangar eða mistök. Ákvarðanaferl-
inu hefði einnig verið ábótavant. » 1
Pólverjar tækju undir óskir um
aukið lofthelgiseftirlit ef Íslendingar
legðu fram óskir þess efnis á vett-
vangi Atlantshafsbandalagsins.
Ekkert lofthelgiseftirlit hefur verið í
Færeyjum og á Grænlandi um nokk-
urt skeið og nú hefur Ísland bæst í
hópinn. » Baksíða
Karl Steinar Valsson aðstoðaryf-
irlögregluþjónn segir að tilkynn-
ingum lögreglunnar í Reykjavík til
barnaverndaryfirvalda hafi fjölgað
tvöfalt á árunum 1999 til 2005 auk
þess sem komið hafi upp tilvik á liðn-
um árum sem hafi verið óþekkt áður.
Tilkynningarnar hafi verið 1.146
1999 en 2.331 í fyrra. » Baksíða
Formaður Framsóknarflokksins,
Jón Sigurðsson, sagði á miðstjórn-
arfundi flokksins í gær að nauðsyn-
legt væri fyrir flokkinn að aðgreina
sig skýrlega frá öðrum flokkum.
Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn hefðu ólíkar
áherslur í ýmsum málum og djúp-
stæður ágreiningur væri við stjórn-
arandstöðuna. » 4
Hver lögreglumaður í fullu starfi
á Blönduósi gaf að meðaltali út 361
sektarboð í fyrra. Það er átta sinn-
um fleiri en lögreglumaður í öðrum
embættum gaf út að meðaltali. » 4
Forsvarsmenn Sjóvár og VÍS
telja mikilvægt að óvátryggð öku-
tæki séu tekin úr umferð og lýsa
vilja sínum til að stuðla að sem best-
um árangri lögreglunnar í viðleitni
hennar við að hafa uppi á þessum
tækjum. » 6
Rekja má að minnsta kosti átta
banaslys til þess að ökumaður sofn-
aði undir stýri í umferðinni á Íslandi
1998 til 2005. Talið er að um 13%
umferðarslysa, þar sem um fram-
anákeyrslu sé að ræða, séu vegna
syfju. » 6
Undirskriftalisti hefur verið sett-
ur af stað á Fljótsdalshéraði þar sem
skorað er á ríkisvaldið og sveitarfé-
lagið að koma heilbrigðisþjónustu á
svæðinu til betra horfs. » 4
Áhugafólk um verndun gamla
barnaskólans á Hólmavík hefur á
nýjan leik hafið undirskriftasöfnun
en nú er óskað eftir því að sveit-
arstjórn Strandabyggðar verndi
húsnæði skólans. Fyrr í vikunni
samþykkti sveitarstjórnin að verða
við áskorun frá um sjötíu íbúum þar
sem farið var fram á að veittur yrði
frestur á niðurrifi hússins. » 8
Erlent
Síðari umferð forsetakosninga
fer fram í Ekvador í dag og stendur
valið á milli Alvaro Noboa og Rafael
Correa. Noboa fékk 26,8% í fyrri
umferðinni og Correa 22,8%. » 22
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„ÞETTA mun óhjákvæmilega leiða
til þess að ódýrara léttvín mun
hækka í verði,“ segir Andrés Magn-
ússon, framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra stórkaupmanna, um ákvörð-
un fjármálaráðherra að hækka
áfengisgjald á sama tíma og virðis-
aukaskattur verður lækkaður í 7%
en breytingin er gerð til að sam-
ræma álagningu virðisaukaskatts á
vörur og þjónustu hjá hótelum og
veitingastöðum.
Andrés segist geta slegið því föstu
að um áttatíu prósent af því léttvíni
sem almenningur kaupi sé undir
1.300 krónum og því muni þessi
breyting hafa áhrif á pyngju almenn-
ings. Hann segir gagnrýnivert að á
meðan virðisaukaskatturinn sé
lækkaður sé laumað inn verðhækkun
á áfengi í söluhæstu flokkum.
Í Morgunblaðinu í gær sagði Árni
Mathiesen fjármálaráðherra að
verðbreytingar yrðu ekki stórvægi-
legar. „Álagningin sem er óháð verð-
inu hækkar en álagningin sem er háð
verðinu lækkar. Áfengi sem er þá
dýrara lækkar en það sem er ódýr-
ara hækkar innan sömu áfengisteg-
undar.“
Andrés segir þetta vera afturför
þar sem afgerandi þáttur í ákvörðun
viðskiptavina við val á víni sé verðið.
Án þess að hafa forsendur frum-
varpsins fyrir framan sig segist hann
telja að hækkun á flösku af léttvíni
sem kostar þúsund krónur í dag
myndi nema um hundrað krónum.
„Vín sem kostar í kringum þúsund til
tólf hundruð krónur hækkar hlut-
fallslega meira en dýrara vín og þá
kemur þetta til með að hafa bein
áhrif á neytandann,“ segir Andrés og
bætir við að neytandinn hefði frekar
átt að njóta góðs af breytingunum.
Leiðir til verðhækkana
í flokki ódýrari léttvína
Ákvörðun ráðherra um hækkun áfengisgjalds gagnrýnd
Í HNOTSKURN
»Samkvæmt frumvarpifjármálaráðherra lækkar
virðisaukaskattur á áfengi í
7% þrep 1. mars nk.
»Á móti á áfengisgjald aðhækka og mun líkast til
skila 3,8 milljörðum í rík-
iskassann.
»Þetta mun leiða af sér aðdýrara vín lækkar í verði
en ódýrara vín innan sömu
áfengistegunda hækka.
ÞÓTT kuldaboli hafi ráðið ríkjum á landinu undan-
farna daga stöðvar það ekki hörkutól sem hjóla um
borgina. Veður ætti þó að fara hlýnandi á næstu dögum
og stefnir í rigningu um miðja næstu viku. Það er trú-
lega verra en frost og stillur undanfarinna daga fyrir
hjólreiðamenn og aðra sem njóta útivistar.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Hjólað um borgina í frosti og logni
ODDVITI Samfylkingarinnar í bæj-
arstjórn Kópavogs segir ummæli
Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra
Kópavogs, þess efnis að Samfylking-
unni sé margt betur gefið en að segja
sannleikann, dæma sig sjálf.
„Gunnar hefur þennan háttinn á
þegar hann verður rökþrota, að
segja menn bulla og ljúga, slík um-
mæli bæjarstjórans dæma sig sjálf,“
segir Guðríður Arnardóttir, oddviti
Samfylkingarinnar í Kópavogi. „Við
erum einfaldlega með gögn sem hafa
verið lögð fram í skipulagsnefnd og
bæjarstjórn, og við lesum þessar töl-
ur beint upp úr þeim. Maður þarf
ekki annað en að kunna að lesa til að
geta skilið þessi gögn.“
Samfylkingin deildi á mikla fjölg-
un íbúa í vesturbæ Kópavogs, og
gagnrýndi kynningu á skipulags-
breytingunum. Bæjarstjórinn hafn-
aði þessum mál-
flutningi, og sagði
staðreyndina þá
að fækkað hefði
um 400 íbúa í
vesturbæ Kópa-
vogs.
„Það skiptir
engu máli þótt
íbúum á Kársnesi
hafi fækkað á
undanförnum ár-
um. Staðreyndin er sú að miðað við
núverandi íbúafjölda og þau gögn
sem liggja fyrir, gæti íbúafjöldi allt
að tvöfaldast,“ segir Guðríður.
Kynningarferli snúið við
Þetta velti þó á því hvers konar
byggð myndist þarna, en í útreikn-
ingum sínum sé miðað við fjölda
íbúða sem fyrirhugað sé að reisa á
svæðinu, og einfaldlega reiknað með
þremur íbúum í hverri íbúð.
Gagnrýni Samfylkingarinnar hef-
ur einnig beinst að því að kynning-
arferli fyrir íbúa hafi verið snúið við.
„Það var samþykkt um miðjan ágúst
í sumar að byrja á því að kynna
rammaskipulag fyrir þessar viða-
miklu breytingar sem standa til úti á
Kársnesi. Í framhaldi af því átti að
fara í að auglýsa breitt deiliskipulag
á ákveðnum reitum innan þess
rammaskipulags. Það sem gerist svo
er að rammaskipulaginu er frestað í
kynningu, en þessir litlu reitir innan
skipulagsins eru reknir í gegn í aug-
lýsingum.“
Af þessu leiði að fólk nái ekki að
meta heildarmyndina, heldur þurfi
að mynda sér skoðun á áhrifum
breytinganna miðað við einn reit í
einu, segir Guðríður.
Hafnar ásökunum um
lygar Samfylkingarinnar
Guðríður
Arnardóttir