Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 10
H
ver er staða öryggismála
í Norður-Atlantshafi
þegar bandaríska varn-
arliðið er farið frá Ís-
landi? Þegar tómarúm
skapast getur það virkað
eins og opið boðskort, bæði til þeirra,
sem kunna að hafa eitthvað misjafnt í
huga, og hinna, sem kunna að vilja
taka upp þráðinn. Það er því ekki víst
að allir, sem skoði boðskortið, séu
velkomnir. Norðmenn voru fyrstir til
að bregðast við brottför varnarliðsins
frá Keflavík og eru þeir tilbúnir að
auka samstarf við Ísland í öryggis-
og varnarmálum og jafnvel að senda
orrustuþotur og eftirlitsvélar reglu-
bundið til landsins. Í Morgunblaðinu
fyrir viku kom skýrt í ljós að þeim er
fullkomin alvara og telja að aukið eft-
irlit á Atlantshafi þjóni þeirra örygg-
ishagsmunum. Á föstudag tilkynntu
Geir H. Haarde forsætisráðherra og
Jens Stoltenberg, hinn norski starfs-
bróðir hans, að formlegar viðræður
milli Íslands og Noregs myndu hefj-
ast um þessi mál nú fyrir jól.
Ekki eini staðurinn þar sem
dregið hefur úr viðbúnaði
Aðrir bandamenn Íslendinga eru
mun skemmra á veg komnir en
Norðmenn í greiningu sinni á örygg-
ismálum norður í Atlantshafi, ef þeir
eru þá farnir að leiða hugann að
þeim. Það er hins vegar ljóst að
fimmta grein stofnsáttmála Atlants-
hafsbandalagsins, sem kveður á um
varnarskuldbindingu gagnvart ein-
stökum ríkjum þess, er í þeirra huga
í fullu gildi og leggi Íslendingar fram
erindi þar sem fram kemur að á Ís-
landi hafi vaknað áhyggjur um að ör-
yggi landsins sé ógnað vegna skorts
á eftirliti verður það tekið til ræki-
NATO MUN HLUSTA
Öryggismál í Norður-Atlants-
hafi eru ekki efst á baugi í um-
ræðum innan Atlantshafs-
bandalagsins um þessar
mundir. Í höfuðstöðvum banda-
lagsins í Brussel fer þó ekki á
milli mála að telji Íslendingar
að þeir séu nú berskjaldaðir og
taki öryggismál sín upp á vett-
vangi NATO verði því erindi
tekið af alvöru. Misjafnt er eftir
því við hverja er talað hvort tal-
in er ástæða til að Bandaríkja-
menn verði með einhverjum
hætti leystir af hólmi. Pólverjar
myndu líta slíkt erindi með
miklum velvilja, en Frakkar
segjast engar vísbendingar
hafa um að öryggismálum sé
áfátt á þessum slóðum.
EPA
Breytt bandalag Viðfangsefni Atlantshafsbandalagsins hafa breyst eftir lok kalda stríðsins. Nú eru
hryðjuverk talin helsta hættan, sem steðji að aðildarríkjum NATO. Hér er flaggað í hálfa stöng í höf-
uðstöðvum NATO í Brussel eftir að hryðjuverkamenn sprengdu sprengjur í þremur neðanjarðarlestum
og strætisvagni í London í júlí í fyrra.
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
UTANRÍKIS- OG
ÖRYGGISMÁL ÍSLANDS
Minni viðbúnaður Herflugvélar á
Thule-flugvelli. Danir vekja athygli
á því að dregið hafi úr viðbúnaði
víðar en á Íslandi, m.a. á Græn-
landi, þar sem nú sé aðeins ratsjár-
stöðin í Thule eftir. » 14
Eftirlit á hafi Norsk Orion-
eftirlitsflugvél á herflugvelli á Sik-
iley. NATO hefur haldið uppi eft-
irliti á Miðjarðarhafi til að sporna
gegn hryðjuverkum og glæpum.
Bandalagið vill auka vitneskju sína
um það, sem er að gerast á höf-
unum. » 16
Samskiptin við Rússland Fram-
kvæmdastjóri NATO, Jaap de Hoop
Scheffer, fundar með Vladímír Pút-
ín Rússlandsforseta. Ólík sjónarmið
eru uppi meðal NATO-ríkja varð-
andi samstarf við Rússa. » 16
Skip eða leiðsla? Rússar hyggjast
nú flytja gas um leiðslu til Evrópu
fremur en með skipum til Banda-
ríkjanna. Það hefur áhrif á matið á
stöðunni á N-Atlantshafi. » 16