Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
legrar skoðunar. Einn viðmælandi
Morgunblaðsins sagði þó að hafa yrði
í huga að Ísland væri ekki eini stað-
urinn þar sem dregið hefði verið úr
viðbúnaði í Evrópu frá lokum kalda
stríðsins. Þetta ætti við um öll ríkin,
ekki síst Þýskaland.
Hermönnum hefði fækkað, að ekki
væri talað um kjarnorkuvopn. Engu
að síður væri litið svo á í öllum þess-
um aðildarríkjum NATO að varn-
arskuldbindingin samkvæmt fimmtu
grein sáttmálans um bandalagið væri
virt að fullu. Hins vegar væri NATO
lamað ef vörnunum væri enn hagað
með sama hætti og í kalda stríðinu.
Slíkur varnarviðbúnaður myndi að-
eins ýta undir spennu í Evrópu auk
þess sem hann myndi lama NATO og
koma í veg fyrir að bandalagið gæti
látið að sér kveða annars staðar í
heiminum.
Öryggi í orkumálum er eitt þeirra
atriða, sem tekin verða til umræðu á
leiðtogafundi Atlantshafsbandalags-
ins í Riga síðar í þessari viku. Marg-
ar ástæður eru fyrir því að þessi mál
verða þar í deiglunni, þótt ekki verði
þau efst á baugi.
Þótt Bretar séu sunnar en Norð-
menn skiptir öryggi í höfunum þá
samt máli. En hvernig á því að vera
háttað, spyr breskur stjórnarer-
indreki í samtali við Morgunblaðið.
Margir eigi hagsmuna að gæta og
spurning hvort NATO eigi þar
stærstan hlut að máli. Gæta þurfi ör-
yggis, en á hvers könnu eigi það að
vera? Þá verði að meta það hvort
myndast hafi eyður og sé svo hver
eigi að fylla upp í þær. Hins vegar sé
fimmta greinin í fullu gildi og það
muni ekki breytast.
Hann segir að í umræðunni um ör-
yggi í orkumálum eigi það að vera
grundvallaratriði að afskipti NATO
verði þar sem bandalagið hafi ein-
hverju við að bæta. Ef hins vegar sé
um að ræða innanlandsmál sé
ábyrgðin viðkomandi stjórnvalda.
„Hér verður að velta fyrir sér ógn í
stærra samhengi,“ segir hann. „Það
þarf að nota peningana til að verjast
alvarlegri ógn og þetta þarf að vega
og meta í sambandi við Ísland.“
Hér má velta fyrir sér við hvað sé
átt, það mætti hugsa sér að til staðar
þurfi að vera dráttarbátar og annar
búnaður til að bregðast við skapist
neyðarástand vegna olíuflutninga á
Atlantshafi.
Hvaða öryggisvandi?
Franskur stjórnarerindreki í
Brussel vildi í samtali við Morg-
unblaðið sem minnst um öryggismál í
Atlantshafi segja. „Öryggismál í
Norður-Atlantshafi eru ekki á dag-
skrá,“ sagði hann. „Þau hafa ekki
komið upp á formlegum fundum. Ég
get ekki tjáð mig um tvíhliða sam-
skipti við Bandaríkjamenn, en það
hafa engar ábendingar komið frá
okkar hernaðarráðgjöfum um að
huga þurfi að þessum málum.“
Hollendingar líta þannig á málin
að hjá NATO þurfi ræða þörfina á ör-
yggi í orkumálum og þar á meðal
flutningum. Vita þurfi hvar skip séu,
hvaðan þau komi og hvert för þeirra
sé heitið. Þetta eigi ekki aðeins við
um skip, sem flytji eldsneyti, heldur
allar siglingar. Slíkt eftirlit fari þegar
fram í Miðjarðarhafinu, en gæti orðið
erfitt að yfirfæra á stærra svið og
óhjákvæmilega myndi vakna spurn-
ingin um það hvers vegna NATO
ætti að taka slíkt verkefni að sér.
Eftirlit úr lofti mikilvægt
Linas Linkevicius, sendiherra
Litháens hjá Atlantshafsbandalag-
inu, sagði þegar hann var spurður
um þessi mál að hann teldi að eftirlit
úr lofti væri mikilvægt og vísaði til
þess samkomulags, sem í gildi væri
um eftirlit yfir Eystrasaltsríkjunum.
„Þetta ætti að gilda um alla lofthelgi
Atlantshafsbandalagsins,“ sagði
hann. Það yrði að sýna að hryðju-
verkaógnin væri tekin alvarlega,
sagði sendiherra Litháens og bætti
við að sömu viðmið skyldu eiga við
um alla í NATO.
Per Poulsen-Hansen, sendiherra
Dana hjá Atlantshafsbandalaginu,
sagði að Danir hefðu fylgst með þeg-
ar samkomulagið var gert við Banda-
ríkjamenn um brottför varnarliðsins
og einnig umræðunni á Íslandi í kjöl-
farið. „Við skiljum þær áhyggjur,
sem Íslendingar lýstu yfir vegna
þessara breytinga og stöðu öryggis-
mála í kjölfar þess að Bandaríkja-
menn ákváðu að draga orrustuþot-
urnar burt frá Keflavík,“ sagði hann.
„Ég held að við og aðrir höfum litið á
þetta sem tvíhliða mál. Það var
greinilega einnig vilji íslenskra
stjórnvalda að ganga frá þessu máli
við Bandaríkjamenn í þessum samn-
ingum og nú liggur fyrir nýr grunnur
til samstarfs án þess að það hafi áhrif
á varnarsamninginn.“
Hann sagði Danir væru ánægðir
með að náðst hefði samkomulag við
Bandaríkjamenn og gagnkvæmur
skilningur. „Auðvitað eru hagsmun-
irnir aðrir en á dögum kalda kalda
stríðsins, enda eru lok þess rótin að
þessum breytingum. En við eigum
einnig hagsmuna að gæta á þessu
svæði vegna Færeyja og Grænlands.
Um Grænland gildir einnig tvíhliða
varnarsamningur við Bandaríkja-
menn og þar hefur jafnframt verið
smám saman dregið úr viðbúnaði
Bandaríkjamanna.“
Hann benti á að af varnarviðbún-
aði Bandaríkjamanna á Grænlandi
væri nú aðeins eftir ratsjárstöðin í
Thule, sem hefði hnattrænu hlut-
verki að gegna fremur en stað-
bundnu.
„Sú staðreynd að við erum á þessu
svæði skiptir máli og við fylgjumst
því með þeim samskiptum, sem hafa
átt sér stað milli ykkar og Banda-
ríkjamanna,“ sagði hann.
Poulsen-Hansen sagði að Danir
hefðu ekki skoðað öryggismál í Norð-
ur-Atlantshafi með sama hætti og
Norðmenn. „Það sem við höfum
skoðað er breytt staða frá kalda
stríðinu. Hvað varðar flutningaleiðir
fyrir eldsneyti sjá allir fyrir sér
aukningu og þetta hefur verið rætt
aðeins hér undir formerkjum öryggis
í orkumálum, sem er nýtt viðfang í
alþjóðlegum orkumálum.
Engin áform um aukið
lofteftirlit hjá Dönum
Öryggisþátturinn varðar varnir
gegn hryðjuverkum, sem gætu átt
sér stað gegn flutningaskipum. Ég
tel að bandalagið ætti að skoða þau
mál betur. Eins og þú veist höfum við
engar orrustuvélar staðsettar til
frambúðar á Atlantshafi. Við erum
með eftirlit með veiðum úr lofti frá
Grænlandi. Við erum því í þeirri
stöðu þar sem segja má að hlutar
NATO – því að bæði Færeyjar og
Grænland eru hluti af NATO – hafa
ekki haft beint lofthelgiseftirlit. Það
eru engin áform um að breyta því í
núverandi stöðu,“ sagði hann.
Poul-Hansen sagði að kæmu Ís-
lendingar fram og lýstu yfir því að
þeir væru berskjaldaðir og vildu loft-
helgiseftirlit líkt og önnur bandalags-
ríki ætti NATO að taka á málinu.
„NATO á alltaf að hlusta á áhyggjur
aðildarríkjanna,“ sagði hann. „Þegar
staða ákveðins lands er rædd er
meginatriðið hvernig landið, sem um
ræðir, upplifir sína öryggisstöðu. Ef
síðan það væri upplifun íslenskra
stjórnvalda að Ísland væri að ein-
hverju leyti berskjaldað vegna þess
að ekki væru orrustuþotur staðsettar
á landinu yrði það tekið alvarlega. Ég
held þó að í upphafi yrði litið á það
sem tvíhliða mál vegna varnarsamn-
ingsins við Bandaríkjamenn, en það
er hins vegar rétt að bandalagsríki
án flughers hafa notið verndar sam-
kvæmt sérstöku samkomulagi. Ítalir
sjá um lofthelgiseftirlit í Slóveníu og
síðan er samkomulag við Eystra-
saltsríkin um lofthelgiseftirlit. Þarna
er þó bæði landfræðilegur og sögu-
legur munur. Málið hvað varðar nýju
aðildarríkin er að þeim var ráðið
gegn því að nota peninga til að koma
sér upp flugherjum, sem getur verið
ákaflega dýrt. Um leið myndi sam-
eiginlegt loftvarnarkerfi NATO ná til
þeirra allan sólarhringinn alla daga
vikunnar.“
Poul-Hansen benti einnig á að loft-
varnir Dana hefðu breyst. Áður fyrr,
þegar þýska alþýðulýðveldið var við
þröskuldinn, hefði viðbragðstími
flughersins verið nokkrar mínútur,
en nú væri öldin önnur og áherslur
breyttar í danska hernum. Minni
áhersla væri lögð á hinar eiginlegu
landvarnir og aukinn kraftur settur í
að búa herinn þannig að hann gæti
tekið þátt í verkefnum um víða ver-
öld.
Viðmælandi Morgunblaðsins í
þýska stjórnkerfinu bar ákvörðun
Bandaríkjamanna um að hverfa með
varnarliðið brott frá Íslandi saman
við samdrátt bandarísks herliðs í
Þýskalandi eftir að kalda stríðinu
lauk. Viðmælandinn benti eins og
aðrir á að öryggi og orkumál væru til
umræðu innan NATO. Ekki væri
hægt að segja til um það fyrirfram
hvernig þýsk stjórnvöld myndu
bregðast við ef Íslendingar bæru sín
öryggismál upp innan bandalagsins,
en erfitt væri að sjá á hvaða forsendu
Þjóðverjar ættu að vera því andvígir
að Norðmenn tækju að sér vissa
þætti í öryggismálum í Norður-
Atlantshafi.
Pólverjar yrðu mjög hlynntir
óskum Íslendinga
Jerzy M. Nowak, sendiherra Pól-
lands, sagði að Pólverjar hefðu látið
sig spurninguna um að vernda loft-
helgi Eystrasaltsríkjanna miklu
varða. „Nú eru þær raddir uppi, sér-
staklega í Bretlandi, að það sé ekki
ástæða til að halda lofthelgiseftirlit-
inu áfram, að það sé engin ógnun,“
sagði hann. „Við teljum að ógnin geti
birst. Við kjósum að þessu verði
haldið áfram. Ég tel að þetta sé sam-
bærilegt. Við erum ekki að hugsa um
þessi mál núna vegna þess að það
hefur ekki komið upp, en komi fram
beiðni verða Pólverjar meðal þeirra,
sem munu verða mjög hlynntir.
Ástæðurnar eru tvær. Sú fyrri er að
við skiljum þetta mál mjög vel út frá
samhengi Eystrasaltsríkjanna. Sú
síðari að verndun flutninga á hafi
Hvar ertu nú? Orrustuþota af gerðinni F-16 flýgur skýjum ofar. Eftir að varnarliðið hvarf á braut hefur ekki verið eftirlit í íslenskri lofthelgi fremur en lofthelgi Færeyinga og Grænlendinga.
UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁL ÍSLANDS
Í HNOTSKURN
»NATO hefurséð Slóveníu
og Eystrasalts-
ríkjunum fyrir
lofthelgiseftirliti
frá því ríkin
gengu í banda-
lagið 2004. Önnur NATO-ríki
skiptast á um að senda flug-
sveitir. „Það er stefna [NATO]
að flugvélar séu við eftirlit all-
an sólarhringinn, alla daga
vikunnar, í öllum aðild-
arríkjum NATO,“ sagði Jeff-
rey Burns, núverandi aðstoð-
arutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og þáverandi
sendiherra hjá NATO í samtali
við Morgunblaðið haustið 2004.
„Þegar Eystrasaltsríkin gerð-
ust aðilar að bandalaginu fyrir
nokkrum mánuðum vorum við
sterklega þeirrar skoðunar að
þau ættu að eiga sama rétt og
allir aðrir.“
»„NATO áalltaf að
hlusta á áhyggj-
ur aðildarríkj-
anna,“ segir Per
Poulsen-Hansen,
sendiherra Dana
hjá NATO. „Ef síðan það væri
upplifun íslenskra stjórnvalda
að Ísland væri að einhverju
leyti berskjaldað vegna þess að
ekki væru orrustuþotur stað-
settar á landinu yrði það tekið
alvarlega.“
»Jerzy M. Nowak,
sendiherra Pól-
lands hjá NATO,
segir að Pólland
myndi taka vel í
íslenzka beiðni
um lofthelgiseftirlit. „Við erum
ekki að hugsa um þessi mál
núna vegna þess að það hefur
ekki komið upp, en komi fram
beiðni verða Pólverjar meðal
þeirra, sem munu verða mjög
hlynntir henni,“ segir Nowak.
»Um lofthelg-iseftirlit seg-
ir Linas Linkevi-
cius, sendiherra
Litháens: „Þetta
ætti að gilda um
alla lofthelgi
Atlantshafsbandalagsins.“