Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ nefndi áðan, um grundvallargildi samfélagsins. Umboðsmaður barna kallaði líka á ráðstefnu í Vídal- ínskirkju í liðinni viku eftir umræðu á milli heimila og skóla vegna langrar viðveru barna og misvís- andi skilaboða sem börnin eru kannski að fá vegna ólíkra uppeld- isaðferða á heimilinu og í skólanum. Ég skynja þetta sem ákall.“ Náungakærleikur? Hún segir að margir unglingar virðist til að mynda ekki komast að því hvað náungakærleikur er fyrr en þeir lendi í öngstræti í lífinu og leiti á náðir AA-hreyfingarinnar og uppgötvi hann því í gegnum tólfta sporið sem kennir fólki að hjálpa öðrum. „Ég segi að AA-hreyfingin á Ís- landi hafi hreinlega skipt sköpum á seinni hluta 20. aldar hvað þetta varðar. Þegar ég hitti unglinga sem hafa þessa hugsjón er það nánast undantekningalaust vegna þess að þeir hafa farið í meðferð, þeir hafa hreinlega allt aðra sýn á lífið. Mörg hver upplifa í fyrsta skipti að þau hafi hlutverki að gegna í gegnum þessa tólfsporavinnu og maður spyr sig hvað það þýðir fyrir þjóðina til framtíðar ef fjöldi barna og ung- linga upplifir það, að hafa ekki hlut- verk? Þegar ég var að alast upp voru börn svo mikill hluti af at- vinnulífinu, maður ræktaði kart- öflur og rak rollur svo dæmi séu tekin. Ég var alltaf í samfélagi við fullorðið fólk sem var að vinna sín verk, en að móta þjóðfélagsþegn í leiðinni. Maður sat við fætur þessa fólks í pásum og hlustaði á það lýsa viðhorfum sínum til samfélagsins og líðandi stundar, maður mátti líka leggja eitthvað til málanna og það var hlustað. Ég hef spurt mig, í hverju felst hamingja mín? og ég held að hún felist meðal annars í því að ég fékk í mínu uppeldi að eiga samskipti við alls kyns full- orðið fólk sem hafði mótandi áhrif á mig.“ Jóna Hrönn segir virka hlustun fullorðins fólks líka hafa verið sína stærstu gæfu á meðan hún var að alast upp. „Ég hef reynt að gefa börnunum mínum það sama, en stundum stendur maður sig að því að vera að gera eitthvað annað á meðan börnin eru að tala við mann og það er alls ekki nóg. Þó að ég væri í sex systkina hópi gáfu for- eldrar mínir sér tíma til þess að tala við mig og það var horft í aug- un á mér á meðan og hlustað á það sem ég sagði.“ Í Garðaprestakalli hefur verið bryddað upp á kærleiksþjónustu í samstarfi við skóla, svokallaðri Vinaleið, en hún gengur út á sál- gæslu og forvarnastarf fyrir börn og unglinga í skólunum. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl fyrir þá sem eru að ganga í gegnum erfiða lífsreynslu og sjá þjónar kirkj- unnar, prestar og djáknar um að tala við börnin. En hvers vegna skyldi kirkjan finna sig knúna til þess að bjóða upp á sálgæslu og samtöl í skólum? Jóna Hrönn segir, að við stefnu- mótun fyrir söfnuð Garðasóknar þegar hún kom til starfa fyrir ári síðan, hafi komið fram mjög skýr krafa til kirkjunnar, frá fjölda ein- staklinga úr bæjarfélaginu sem leit- að var til, um að lagður yrði metn- aður í forvarnastarf sem byggði á gildum kristinnar siðfræði. „Við sem höfum leiðtogahlutverk í kirkj- unni eða annars staðar í þjóðfélag- inu, þurfum að opna augu fólks fyr- ir þessari umræðu um gildi og viðmið og vegvísa, en þó svo að þjónusta af þessu tagi sé veitt, er hún einungis hugsuð sem stuðn- ingur við heimilin, því hið raunveru- lega samtal milli barna og foreldra þarf að eiga sér stað innan veggja þeirra,“ segir hún. Kirkjan hefur til að mynda gert könnun á því hverjir biðja með börnum, segir Jóna Hrönn enn- fremur, þar sem kemur í ljós að foreldrum sem biðja fari fækkandi. „Að sama skapi hefur hlutverk presta hvað varðar andlegt líf barna og unglinga aukist. Þó að kirkjan bjóði upp á aukna þjónustu við börn og unglinga hyggst hún ekki taka yfir hlutverk foreldra og með því að senda þjóna kirkjunnar af stað með þessum hætti og bjóða upp á virka hlustun og sálgæslu er tilgangurinn líka sá að skapa um- ræðu um þróun sem er miður æski- leg. Við skulum rifja það upp með sjálfum okkur hver það var sem bað með okkur við rúmstokkinn í æsku, það var ekki sóknarprest- urinn! Það voru foreldrar, afar, ömmur eða eldri systkini. Við skul- um líka rifja upp hversu miklu máli það skipti og hvað það voru dýr- mætar stundir. Þar skapaðist svo sannarlega grundvöllur fyrir mjög mikilvæg samtöl,“ segir hún. Jóna Hrönn var miðborg- arprestur í Reykjavík um sjö ára skeið og kveðst hafa upplifað margt hræðilegt í lífi barna og unglinga á þeim tíma. „Yfir sum þeirra flæddi ljótleiki lífsins í sinni ömurlegustu mynd, þau voru fórnarlömb um- hirðuleysis og tilfinningalegrar van- næringar, en þótt aðstæður flestra séu betri en svo verðum við að við- urkenna að við mótum samfélag sem einkennist um of af hraða og tengslaleysi og gerir að verkum að börn og unglingar standa óvarin fyrir ljótleika lífsins. Hvert tólf ára barn hefur í gegnum allra handa fjölmiðlun fengið innsýn í hroðann og hrottaskapinn í ofbeldisheimi fullorðinna, matreiddan í neyslu- umbúðum. Frammi fyrir þessu stöndum við oft ráðalaus,“ segir hún. Jóna Hrönn segir að einhverjir hafi vissulega óttast árásir á kirkj- una út af Vinaleiðinni. „Ég geri það ekki, þótt þær geti vissulega verið óþægilegar, vegna þess að í rauninni er um að ræða spennandi tækifæri til þess að byrja mjög mikilvæga umræðu. Það er sama á hvern mað- ur hlustar, hvort sem það er skóla- fólk eða fólk inni í meðferðargeir- anum, fólk spyr, erum við orðin svo sundurleit sem þjóð að við eigum okkur ekki sameiginlegan grund- völl? Ég tala auðvitað sem prestur en fyrir mér er það algerlega ljóst hvaða grunn við eigum, hann er þús- und ára kristin hefð. Yfir 90% þjóð- arinnar skilgreina sig sem kristin með því að tilheyra þjóðkirkjunni og öðrum kristnum söfnuðum, en er þetta einhvern veginn á hreinu? Það er mín spurning. Þessi samtöl þurfa að eiga sér stað inni á heimilunum, en ekki síður úti í þjóðfélaginu og þar hafa fjölmiðlar stóru hlutverki að gegna. Hvaða gildum ætlum við að byggja líf barnanna okkar á og hjálpa þeim að byggja líf sitt á í framtíðinni? Er að koma fram kyn- slóð sem hefur engin mörk? Hvað er þá hægt að gera börnunum okkar? Og það er merki um hnignandi sam- félag ef fólk kemur ekki þeim sem eru í neyð úti á götu til hjálpar,“ segir séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Tvöfalt fleiri tilkynningar Karl Steinar Valsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn segir að lögreglan hafi vissulega velt fyrir sér því sam- félagi sem blasir við í gegnum við- fangsefni hennar, ekki síst í þétt- býli, og þá þróun sem orðið hefur á síðastliðnum tíu árum eða svo. „Ef verkefni lögreglunnar á und- anförnum misserum eru skoðuð kemur í ljós að fjöldi útkalla sem til- kynnt eru til barnaverndaryfirvalda er orðinn rúmlega tvö þúsund á ári,“ segir hann. Og séu tilkynningarnar gaum- gæfðar nánar komi í ljós að lög- reglan fáist við mjög hátt hlutfall til- kynninga um hegðun barna og ungmenna sem berast barnavernd- aryfirvöldum. „Þá er ég að tala um mjög breitt svið, allt frá ábend- ingum um útivistartíma, þjófnaði og umferðarlagabrot út í tilvik þar sem við teljum að ástand á heimili sé þess eðlis að ástæða sé til þess að gera barnaverndaryfirvöldum að- vart eða hreinlega ræsa þau út. Til- vik af þessu tagi eru alltaf að koma upp.“ Karl Steinar segir að árið 1999 hafi tilkynningar lögreglunnar í Reykjavík til barnaverndaryfirvalda verið 1.146 og tvöfalt fleiri árið 2005, eða 2.331. „Hluti af skýringunni get- ur verið aukin samvinna lögreglu við barnaverndaryfirvöld, sem hefur verið að þróast í einhvern tíma, og breytt verklag og tölurnar eru ekki jafnaðar út miðað við fjölgun íbúa á tímabilinu, en aukningin er augljós.“ Karl Steinar segir jafnframt, að komið hafi upp tilvik á liðnum árum, sem hafi verið óþekkt hér áður fyrr. Skilin eftir „Við erum að tala um einstaklinga sem skilja mjög ung börn eftir í reiðileysi og þó að afleiðingarnar hafi ekki verið alvarlegar í þeim til- vikum var það ekki foreldrunum að þakka. Síðasta atvikið sem ég man eftir af þessu tagi varðaði ungbarn sem var skilið eitt eftir af því að móðirin fór út að skemmta sér. Ég man ekki eftir að hafa séð svona til- vik áður á þeim tuttugu árum sem ég hef starfað hjá lögreglunni. Sam- skiptamynstur hefur breyst líka og þrátt fyrir að rekinn hafi verið áróð- ur fyrir því að foreldrar fylgist vel með börnum, ekki síst unglingum, í hvaða félagsskap þeir séu og þess háttar að þá er fólk ekki alltaf að setja sig inn í nánasta umhverfi barnanna sinna og þyrfti í raun að gera miklu meira af því. Til dæmis er hætta á því að fjarlægð skapist milli barna og foreldra þegar fjöl- skyldur sundrast, því þá hafa for- eldrarnir ekki jafn góða yfirsýn yfir ferðir og háttalag barna sinna.“ Karl Steinar segir erfitt að full- yrða um afleiðingar breytts sam- félagsmynsturs á verkefni lögregl- unnar, en að eðli afbrota hafi vissulega breyst. „Ég held að ef við horfum á einstök tilvik sé hins vegar full ástæða til þess að við höldum vöku okkar fyrir því sem er að ger- ast í kringum okkur. Hvernig sam- félagið birtist lögreglunni segir auð- vitað ákveðna sögu um stöðu okkar og þarfnast frekari rannsóknar. Það er full ástæða til þess að rýna í það og byggja á niðurstöðunum þegar horft er til framtíðar,“ segir hann. „Harka og skeytingarleysi og sið- blinda í ofbeldisverkum gagnvart náunganum hefur vitanlega ekki farið framhjá neinum, sem rekja má til þróunar í fíkniefnaheiminum á liðnum árum og aukinnar neyslu á hörðum efnum á borð við amfetamín og kókaín,“ segir Karl Steinar jafn- framt. Hann segir líka farið að bera á því í vaxandi mæli að lögreglan hafi af- skipti af fólki vegna fíkniefnamála, jafnvel mjög ungu fólki, sem hafi „ótrúlega mikla peninga til umráða. Það er kannski með tugi og hundruð þúsunda á sér í reiðufé. Þetta sýnir hversu miklum fjárhæðum fíkni- efnaheimurinn veltir, að sá sem er þetta neðarlega í keðjunni geti borið svo mikið úr býtum.“ Múgæsing „Mér finnst tilhneiging til ákveð- innar múgæsingar líka fara vaxandi og það er þróun sem lögreglan hef- ur orðið vör við í seinni tíð. Við- horfið til yfirvalda virðist vera að breytast og þess hvað sé réttlæt- anlegt að aðhafast í garð þeirra. Ég er alls ekki að tala um að lögreglu- yfirvöld séu hafin yfir gagnrýni, en það er einhver nýr tónn að koma upp í þessu tilliti sem maður áttar sig ekki fyllilega á. Er það vegna þess að samfélagssýnin sem heim- ilin og skólinn eru að miðla til barna og unglinga er á einhvern hátt að veikjast? Eða er það af því að svig- rúm einstaklingsins og tími til þess að fylgjast með hverju sem er, hvort sem er í gegnum netið eða með öðr- um leiðum, er að hafa áhrif á sýn ungs fólks? En kannski á það ekkert að koma okkur á óvart. Ef maður horfir á fyrirmyndir barna og ung- linga eins og þær birtast í kvik- myndum og tölvuleikjum eða öðrum miðlum, ganga þær út á endalausa samkeppni þar sem maður þarf að berja og ýta frá sér til þess að kom- ast á sinn áfangastað eða ná loka- takmarkinu. Ég er alveg sann- færður um það að allt í umhverfinu hefur áhrif á mann, en við tökum það mjög mismunandi inn og vinnum úr því á ólíkan hátt. Það sem ræður úrslitum um það hvernig manni tekst til við að lesa úr þessu áreiti og vinna úr því er jarðveg- urinn sem var fyrir hendi í uppeld- inu. Keppnisskap og heilbrigður metnaður er auðvitað af hinu góða, en þessi þróun er komin langt út fyrir það.“ Karl Steinar segir að vaxandi ein- staklingshyggja birtist meðal ann- ars í því að fólk svífist einskis til þess að reyna að komast undan af- leiðingum gerða sinna. „Þess vegna reyna menn að klína lögbrotum yfir á einhverja aðra, ef það er þeim sjálfum til framdráttar. Mér finnst það angi af þessu rosalega keppn- isumhverfi sem búið er að byggja upp og það virðast ekki allir fóta sig í því.“ Þá virðist tilfinning fólks fyrir sameiginlegri ábyrgð á samfélaginu Séra Jóna Hrönn Bolladóttir ásamt stúlknakór Garðabæjar. Morgunblaðið/Sverrir Karl Steinar Valsson Sigrún Julíusdóttir Er Ísland barnvænt samfélag? »Mér finnst tilhneiging til ákveðinnar múgæs-ingar líka fara vaxandi og það er þróun sem lögreglan hefur orðið vör við í seinni tíð. Við- horfið til yfirvalda virðist vera að breytast og þess hvað sé réttlætanlegt að aðhafast í garð þeirra. Það er einhver nýr tónn að koma upp í þessu tilliti sem maður áttar sig ekki fyllilega á. Er það vegna þess að samfélagssýnin sem heim- ilin og skólinn eru að miðla til barna og unglinga er á einhvern hátt að veikjast? Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. » Grundvallarþörf barns er að finna nálægð ogumhyggju í augnaráði foreldris sem hefur tíma til að horfa á það, foreldris sem er sjálfu sér samkvæmt og færir barninu sjálfstraust og ör- yggi með því að gefa því skýr boð um viðeigandi viðbrögð og hegðun. Þau eru barninu staðfest- ing á gildi eigin tilvistar, með því að því er ætlað rými og tími. Það er í tengslum foreldra og barna sem siðvitund og innra taumhald barnanna mótast. Sigrún Júlíusdóttir prófessor. » Fyrir hundrað árum vissi fólk hvaða gildivoru í heiðri höfð og þótt fólk hafi ekki alltaf sótt kirkju í gegnum tíðina áttum við sameig- inlegan siðferðilegan grunn. Ég get nefnt sem dæmi samtal sem ég átti við hóp af unglingum, þar sem talið barst að ofbeldi sem þau höfðu upplifað og allir höfðu flúið af hólmi. Og ég spurði, svo það hefur enginn viljað taka að sér hlutverk miskunnsama Samverjans? Þau hváðu bara og horfðu á mig tómum augum. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.