Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 22
22 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Erlent | Alvaro Noboa og Rafael Correa berjast um forsetaembættið í Ekvador. Bækur | Ráðinn hefur verið
„þekktur og virtur“ rithöfundur til að skrifa bók um James Bond og er hann sá fjórði sem fetar í fótspor Ian Flem-
ing. Sumarið 2007 | Fólk hugar fyrr að sumarleyfisferðum en áður og algengast er að fjölskyldur fari í tveggja vikna sólarlandaferðir.
VIKUSPEGILL»
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
F
rambjóðendurnir eru
báðir vændir um lýð-
skrum og það næstum
því ábyggilega með
réttu. Þeir eru auðfundn-
ir sem halda því fram að síðari um-
ferð forsetakosninganna í dag,
sunnudag, í Suður-Ameríkuríkinu
Ekvador muni litlu breyta fyrir
landsmenn. Því er jafnframt spáð að
úrslitin reynist ekki fallin til að
tryggja stöðugleika í stjórnmálum
landsins; þrír forsetar Ekvador hafa
verið hraktir frá völdum á síðustu tíu
árum.
Mikil kosningaalda hefur riðið yfir
Rómönsku-Ameríku á undanliðnum
mánuðum. Hún hófst í nóvember í
fyrra og nú í desember munu forseta-
kosningar hafa farið fram í 12 ríkjum
álfunnar og öllum þau stærstu að
Argentínu undanskilinni. Vinstri
menn eru í mikilli sókn í Rómönsku-
Ameríku og er nú svo komið að hægri
sinnaður forseti er aðeins við völd í
einu af stærri ríkjum álfunnar. Þar
ræðir um Alvaro Uribe, forseta Kól-
umbíu.
Kosningar fara fram í Hondúras í
vikunni en athyglin beinist nú einkum
að Venesúela auk Ekvador. Kjósend-
ur ganga að kjörborðinu í Venesúela
um næstu helgi og kemur þá í ljós
hvort hinn umdeildi forseti landsins,
Hugo Chavez, fær áfram umboð til að
gera Bandaríkjastjórn lífið leitt. Cha-
vez lítur á sig sem leiðtoga hinna fá-
tæku og forsmáðu í álfunni og hefur
notað mikinn olíuauð Venesúela til að
flytja út byltingarhugsjón sína. Cha-
vez hefur nú myndað bandalag með
öðrum leiðtogum sem lengst eru til í
vinstri í Rómönsku-Ameríku, þeim
Fídel Castro Kúbuleiðtoga og Evo
Morales, forseta Bólivíu. Fyrr í mán-
uðinum var byltingarleiðtoginn gamli
Daniel Ortega kjörinn forseti Ník-
aragva en hann naut stuðnings Cha-
vez þótt óvíst sé að hann hyggist
fylgja forseta Venesúela. Og vera
kann að bandalaginu bætist einn liðs-
maður til viðbótar fari Rafael Correa
með sigur af hólmi í kosningunum í
Ekvador í dag.
Correa hefur líkt og Chavez and-
styggð á stjórn George W. Bush
Bandaríkjaforseta. Þetta nægir Cha-
vez og hefur hann í hvívetna leitast
við að styðja vin sinn í Ekvador.
Segja má að forsetakosningarnar í
dag snúist ekki síst um samskiptin
við Chavez og Venesúela. Chavez hef-
ur verið vændur um óeðlileg afskipti
af innanríkismálum Ekvador og
hljóma þær ásakanir heldur kunnug-
lega. Forseti Venesúela hefur ítrekað
verið sakaður um slík afskipti í kosn-
ingalotunni miklu í Rómönsku-Amer-
íku.
Í kosningunum í dag stendur valið
á milli þeirra Alvaro Noboa og Rafael
Correa. Þeir urðu efstir í fyrri um-
ferðinni sem fram fór 15. fyrri mán-
aðar. Þá hlaut Noboa 26,8% atkvæða
en Correa 22,8%.
Baráttan fyrir síðari umferðina
hefur verið geysilega hörð og ein-
kennst af prýðilega hugvitsamlegum
svívirðingum og lygabrigslum.
„Sendiboði Guðs“
Alvaro Noboa hefur tvívegis áður
boðið sig fram í forsetakosningum í
Ekvador, 1998 og 2002. Ættarveldi
eru mjög mótandi í stjórnmálum
Ekvador og hann tilheyrir einu slíku.
Faðir hans byggði upp mikið banana-
, flutninga- og bankaveldi og var einn
af auðugustu mönnum Rómönsku-
Ameríku.
Noboa er 56 ára gamall, trúmaður
mikill og svarinn andstæðingur
kommúnisma. Hann tilheyrði löngum
Roldosista-flokknum en hefur nú
stofnað eigin samtök sem bera langt
nafn og illþýðanlegt og kölluð verða
hér „Endurnýjunar- og þjóðarátak-
sflokkurinn“ ( á spænsku „Partido
Renovador Institucional de Acción
Nacional“ ). Noboa telst nú auðugasti
maður Ekvador og hefur ekki frekar
en í fyrri tilraunum sínum til að
hreppa forsetaembættið hikað við að
nota silfrið til að auka sigurlíkur sín-
ar. Líkt og 1998 og 2002 hefur hrís-
grjónum og beinhörðum peningum
verið útdeilt á kosningafundum hans.
Frambjóðandinn heitir aragrúa
nýrra starfa og nánast íslensku „stór-
átaki“ í húsnæðismálum hinna efna-
minni. Hann hefur einnig komið upp
hreyfanlegum skoðunarstofum og
gert kjósendum kleift að fara til
læknis um leið og þeir hlýða á boð-
skapinn. Noboa rekur raunar fyrir
eigið fé stofnun sem stendur fyrir
margvíslegum félagslegum verkefn-
um í Ekvador og líkt og gildir um
flokk hans er sparsemi ekki ráðandi
þegar að nafninu kemur; „Krossferð
nýrrar mannúðar“ („Cruzada Nueva
Humanidad“) þótti eigandanum kom-
ast einna næst því að lýsa markmið-
inu.
Eftir því sem næst verður komist á
Noboa nú rúmlega eitt hundrað fyr-
irtæki. Kemur því vart á óvart að
hann er eindreginn talsmaður við-
skiptalífsins og hlynntur því að geng-
ið verði til fríverslunarsamstarfs við
Bandaríkin. Hann hefur hins vegar
jafnan gætt þess að reyna einnig að
höfða til hinna fátæku, þeirra sem
setið hafa eftir á því mikla umbreyt-
ingarskeiði sem riðið hefur yfir Ekva-
dor á síðustu 30 árum eða svo. Olíu-
vinnsla hefur margfaldast og
iðnvæðing mótar nú samfélag sem
áður var einkum grundvallað á land-
búnaði. Þessi umskipti hafa haft í för
með sér enn aukna misskiptingu
auðsins. Helmingur þjóðarinnar
dregur fram lífið undir fátæktar-
mörkum og millistéttin er hlynnt rót-
tækum breytingum. Valdastéttin
sem einkum á rætur að rekja til
Spánar hefur spjarað sig vel enda er
hún ráðandi í viðskiptalífinu en indí-
ánar og blendingar hafa setið eftir.
Noboa hefur gjarnan nýtt slagorðið
„Afl hinna fátæku“ og ekki verður
annað sagt en banana-auðkýfingur-
inn sé maður yfirlýsingaglaður. No-
boa hefur m.a. sagt að vilji almætt-
isins sé sá að hann verði forseti
Ekvador. „Ég er einn hinna fátæku
og ég er frambjóðandi hinna fátæku
vegna þess að Guð hefur sagt mér að
verða forseti.“ Á kosningafundi í höf-
uðborginni, Quito, í liðinni viku féll
Noboa fram á kné sér, hóf skjálfandi
hendur til himins og grátbað kjósend-
ur „í nafni Guðs“ að kjósa sig.
Í fótspor Berlusconi?
Fjendur Noboa vara við „ítölsku
ástandi“ í stjórnmálum landsins
hreppi hann forsetaembættið. Vísun-
in er augljós; Noboa minnir um
margt á Silvio Berlusconi, fyrrum
forsætisráðherra Ítalíu. Líkt og við á
um Berlusconi er iðulega erfitt að
gera greinarmun á hagsmunum fyr-
irtækjaveldisins sem Noboa stjórnar
og ríkisins. Noboa er sagður safna í
kringum sig já-mönnum sem telja
leiðtogann boðbera mikilla vísinda.
Varaforsetaefni Noboa er jafnframt
lögmaður hans.
Andstæðingar Noboa hafa einkum
leitast við að gera auð hans og við-
skiptaumsvif tortryggileg og í því efni
hefur Hugo Chavez, forseti Vene-
súela, ekki látið sitt eftir liggja. Fyrr í
Bananar og byltingarmóður
Síðari umferð forsetakosninga fer fram í Ekvador í dag og stendur valið á milli litríkra
stjórnmálamanna sem eiga það eitt sameiginlegt að vera vændir um lýðskrum
Reuters
Sendiboði Alvaro Noboa fellur fram á kosningafundi í Quito, höfuðborg Ekvador, og hvetur almenning til að fara að vilja Guðs og kjósa sig. Þessi fram-
ganga frambjóðandans var sennilega hápunktur kosningabaráttunnar. Noboa er enda einlægur trúmaður og segir andstæðing sinn fulltrúa „hins illa“.
ERLENT»
Í HNOTSKURN
»Í Ekvador búa rúmlega 13milljónir manna í ríki sem
er 272.000 ferkílómetrar að
stærð.
»Fylgiskannanir hafalöngum reynst óáreið-
anlegar í Ekvador auk þess
sem fyrir liggur að miklar
sveiflur verða iðulega þar
syðra skömmu fyrir kjördag.
» Fylgi Correa mældistlöngum meira en Noboa
fyrir fyrri umferð forseta-
kosninganna. Síðustu kann-
anir benda til þess að Noboa
fari með sigur af hólmi í dag
en verulegar fylgissveiflur
koma fram í þeim og eru þær
flestar Correa í hag.
Reuters
Byltingarmaður Rafael Correa ávarpar aðdáendur sína á kosningafundi í
borginni Santo Domingo um 90 kílómetra suður af Quito, höfuðborg Ekva-
dor. Correa varð óvænt í öðru sæti í fyrri umferð forsetakosninganna í
októbermánuði en þar eð enginn frambjóðenda hlaut meirihluta greiddra
atkvæða var nauðsynlegt að boða til annarrar umferðar líkt og kveðið er á
um í stjórnarskrá landsins.