Morgunblaðið - 26.11.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 26.11.2006, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ I an Fleming Publications hefur tilkynnt að ráðinn hafi verið „þekktur og virt- ur“ rithöfundur til þess að skrifa bók um James Bond. Þar er þá kominn fjórði maðurinn, sem fetar í fótspor Ian Fleming. Bókin á að koma út í maí 2008, þegar 100 ár verða frá fæðingu Fleming, og verður sú 35. í röðinni um ævintýri þessa heimsþekkta njósnara hennar hátignar. Reyndar eru bækurnar fleiri, þegar með eru teknar þær fimm, sem skrifaðar voru upp úr kvik- myndahandritum. James Bond birtist heiminum fyrst 1953 í bókinni Casino Royale. Í ævisögu Ian Fleming segir John Pearson að Fleming hafi lokið við Casino Royale árið áður; 18. marz 1952, sex dögum fyrir brúðkaup þeirra Ann Rothermere. Önnur kvikmyndin sem gerð er eftir þessari sögu er nú sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi og kynnir til leiks „nýjan Bond.“ Daniel Craig er sjöundi leikarinn til að túlka Bond á hvíta tjaldinu, þegar David Niven er talinn til hópsins fyrir leik sinn í fyrri kvik- myndinni eftir Casino Royale, en reyndar er sú kvikmynd jafnan talin utangarðs, þegar rætt er um Bond-seríuna á hvíta tjaldinu. Sean Connery er sá, sem fyrstur færði okkur Bond og lagði sterkar línur um það, hvernig náungi njósnarinn er. Hinir leikararnir fjórir; George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan hafa allir staðið í skugga hans með sínar útgáfur. Með nýju myndinni er Bond færður nær upprunanum og um leið kemst Daniel Craig næst því að fara í föt Connery. En hann vantar mikið upp á litbrigði raddarinnar. Ian Fleming skrifaði fjórtán bækur um James Bond á árunum 1953–1966, þar af voru tvær með smásögum og sú seinni út að höf- undinum látnum. Með hverri bók jukust vinsældir njósnarans og þar sem Fleming var svo forsjáll að Fleming, Ian Fleming James Bond 007 Sean Connery lagði sterkar línur um það hvernig náungi njósnari hennar hátignar, James Bond 007, er. BÆKUR » Í HNOTSKURN» James Bond birtist heim-inum fyrst 1953 í bókinni Casino Royale eftir Ian Flem- ing. » Daniel Craig er sjöundileikarinn til að túlka Bond á hvíta tjaldinu í annarri kvik- myndinni sem gerð hefur ver- ið eftir fyrstu sögunni. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is John Gardner Charlie HigsonIan Fleming Reymond BensonKingsley Amis F ólk hugar fyrr að sum- arleyfisferðum til út- landa en áður. Algeng- ast er að fjölskyldufólk fari í tveggja vikna sól- arlandaferðir, en áður fyrr voru þriggja vikna ferðirnar algengari. Hins vegar fer fólk núna oftar til út- landa en áður. Foreldrar, sem fara með börnum sínum í tveggja vikna sólarlandaferð á ári hverju, eru lík- legir til að skreppa líka í borgarferð og e.t.v. bætist líka við ferð með vinnufélögum eða vinahópi. Sumir láta borgarferðirnar eiga sig, en skreppa tvisvar til sólarlanda og þá í skemmri ferðir, til dæmis viku að vori og viku að hausti. Kaupmáttur hefur aukist og verðið að sama skapi lækkað, svo þeir eru að verða vand- fundir sem aldrei bregða sér úr landi. Hvers vegna þessar vangaveltur um sumarleyfi, þegar enn er vika í aðventu? Svarið er, að margir telja ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það virðist alla vega vera viðhorf ferða- skrifstofunnar Heimsferða, sem dreifði í liðinni viku bæklingi, þar sem vakin er athygli á tveimur áfangastöðum ferðaskrifstofunnar næsta sumar, grísku eyjunni Rho- dos og spænsku eyjunni Mallorca. Tómas J.Gestsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, segir að vissulega sé ferðaskrifstofan snemma á ferðinni. „Við fórum sömu leið í fyrra. Núna eru Heimsferðir hluti af skandinavískri samstæðu og bæði Danir og Svíar huga mjög snemma að sumarleyfisferðum. Okkur fannst því líklegt að Íslend- ingar tækju þessu vel.“ Sem þeir og virðast gera, alla vega er Tómas nokkuð lukkulegur með bókanir hingað til. Heimferðir eru ekki eina ferða- skrifstofan, sem farin er að huga að sumarferðunum á næsta ári. En þær eru ekki allar búnar að opna form- lega fyrir slíka sölu, þótt styttist í það. Færist sífellt framar Ekki er langt síðan ferðaskrif- stofur hér á landi höfðu þann háttinn á að kynna sumarbæklinga sína með pompi og prakt í kringum mán- aðamót janúar-febrúar. Þá var gjarnan blásið til ýmissa uppákoma á skrifstofunum og fólk hópaðist þangað, til að tryggja sér fyrstu ferðir á hagstæðu verði. Bækling- arnir voru nánast eins og mynd- arlegar bækur, þar sem allt var tínt til og væntanlegir ferðalangar gátu gleymt sér tímunum saman við að spá og spekúlera. Mörgum þótti reyndar ansi snemmt að huga að sól- arlandaferðum í byrjun árs, en nú þykir greinilega ekkert tiltökumál að huga að næstu ferð nánast strax í kjölfar síðasta ferðalags. Skemmri fyrirvari Laufey Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Plúsferða, segir reyndar að tilhneiging ferðaskrif- stofa til að kynna sumarferðir sínar sífellt fyrr stangist á við breytta hegðun viðskiptavinanna. „Vissu- lega eru ýmsir hópar þegar farnir að bóka ferðir hjá okkur fyrir næsta sumar, en einstaklingar bóka núna með skemmri fyrirvara en áður. Áð- ur kom fólk í febrúar, þegar allir sumarbæklingar voru tilbúnir, og þá var ferðin fastsett og gengið frá henni. Sex manna fjölskyldur fóru í sínar þriggja vikna ferðir til Spánar. Núna hefur þetta breyst svo um munar. Fjölskyldan fer kannski eina viku hingað og aðra þangað og svo bætist ef til vill borgarferð við. Þar sem fólk ferðast svo mikið er því meira sama en áður nákvæmlega hvert ferðinni er heitið. Það vill bara sitt sumarfrí. Og þess vegna kemur fjölskyldan kannski með viku fyr- irvara að kaupa ferðina sína, eitt- hvert í sólina.“ Fyrir þá sem vilja bóka snemma er sá hængur á, að margir vita ekki fyrir víst hvenær þeir geta tekið sumarfrí, en það hindrar þá samt ekki í að festa sér flugsæti og gist- ingu á þeim tíma sem þá langar mest að fara. Það er svo kannski hægt að hnika því til þegar nær dregur, ann- að hvort ferðinni eða úthlutuðu sum- arleyfi. Kosturinn við að bóka snemma er að ferðaskrifstofurnar bjóða oft þeim fyrstu sérstakt til- boðsverð, sem freistandi er að stökkva á. Tómas hjá Heimsferðum segir að þar á bæ hafi menn litið svo á að ekki væri eftir neinu að bíða, allt hafi ver- ið klárt til að hefja sölu og betra að vekja athygli á áfangastöðum í nóv- ember, áður en fólk gleymdi sér í jólaundirbúningi. „Mér finnst ekki ólíklegt að innan örfárra ára gæti allur sumarbæklingurinn borist fólki í nóvember.“ Laufey hjá Plúsferðum, sem tekur vissulega undir að ferðaskrifstofur séu alltaf fyrr og fyrr á ferðinni, seg- ir að aðilar í ferðaþjónustu um allan heim séu samt sem áður flestir sam- mála um að ferðamunstur fólks sé að breytast á þann hátt, að það bóki með skemmri fyrirvara en áður. „Þetta er vissulega verðugt rann- sóknarefni. Hótel úti í heimi segja að þessi breyting hafi orðið eftir 11. september 2001, en ég er nú ekki sannfærð um að sú skýring eigi við hér á landi.“ Eldra fólk er lengur úti Þótt starfsmenn ferðaskrifstofa séu á einu máli um að fólk ferðist oft- ar en áður, en dvelji þá styttri tíma í útlöndum hverju sinni, þá er einn hópur gjarn á að fara í lengri ferðir. Það er elsti hópurinn, fólk sem sest er í helgan stein og vill gjarnan vera í mildu loftslagi í 3-5 vikur og jafnvel lengur. Þessi hópur fer til dæmis til Kanaríeyja upp úr áramótunum. Og þetta er líka sá hópur sem bókar með mestum fyrirvara, enda þarf hann ekki að bíða og sjá hvort eða hvenær hann fær leyfi í vinnunni. Íslendingar sækja vissulega í sól- ina og þarf engan að undra. Í ná- grannalöndum okkar, t.d. Dan- mörku, er sala á sólarlandaferðum miklu sveiflukenndari en hér. Skýr- ingin er sú, að þegar gott sumar er í Danmörku, þá halda Danir sig heima, enda óþarfi að fara úr blíð- unni þar í sambærilega blíðu annars staðar. Hér á landi þýðir gott sumar ekki að menn sitji heima. „Sumarið verður aldrei svo gott hérna að jafn- ist á við sólardaga á suðlægari slóð- um,“ segir Tómas hjá Heimsferðum og hittir þar að sjálfsögðu naglann á höfuðið. Slæm sumur hafa hins vegar sín áhrif. Laufey hjá Plúsferðum segir að miklar rigningar virki afar hvetj- andi á fólk að skreppa aðeins til heit- ari landa. „Þegar fólk sér fram á að eyða sumarfríinu í hellirigningu í fellihýsinu söðlar það gjarnan um og kaupir ferð til útlanda.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Til minnis: Kaupa sólar- ferð og jólaljós SUMARIÐ 2007» » Fjölskyldan fer kannski eina viku hingað og aðra þangað og svo bætist ef til vill borgarferð við. Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.