Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 27

Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 27
Innri fegurð Útskorin blóma- mynstur prýða Inner Beauty. Hekl Mismunandi handheklaðir dúkar, sem allir eiga sér sína sögu, skreyta Flatpack Antique húsgagnlínuna. þegar kemur að framleiðslu og mark- aðssetningu á hugviti og hönnun. „Í raun er það ekki hlutverk hönnuðarins að fylgja framleiðsluferlinu eftir, ef svo væri hefðu þeir ekki mikinn tíma fyrir hugmyndavinnu,“ segir hún og bætir við að hér skorti sérstakt „batt- erí“, sem sjái um þann þátt í hönn- unarferlinu. Henni finnst að Íslend- ingar gætu tekið margar erlendar þjóðir sér til fyrirmyndar í markaðs- setningu hönnunar. „Víða um heim er markaðssetning fyrir hönnuði mjög vel heppnuð, til að mynda hjá Droog Design og Mooi í Hollandi. Droog De- sign hafði veigamikil áhrif á hönnun í alþjóðlegu samhengi á tíunda ára- tugnum og hefur í gegnum tíðina verið góður stökkpallur fyrir upprennandi hönnuði. Hollensk hönnun hefur svo sannarlega komist á kortið á heims- mælikvarða, og það má segja að Dro- og Design hafi átt stóran hlut í því ferli.“ Hún nefnir einnig að hollenska hönnunartímaritið Frame, sem dreift er víða um heim, sé fjármagnað af rík- inu til að viðhalda góðri og vandaðri umfjöllun um hönnun og styðja við bakið á hollenskri hönnun. „Ég hef alltaf haft áhuga á að skapa og verið forvitin um hvernig til tekst,“ segir Guðrún Lilja, sem helgar sig al- gjörlega starfi sínu. Hún kveðst varla hafa tekið sér frí síðan hún kom heim frá hönnunarnámi í Hollandi fyrir tveimur árum. Þá stofnaði hún hönn- unarfyrirtækið Studiobility ásamt manni sínum Jóni Ásgeiri Hreinssyni, grafískum hönnuði, og síðan kom Ólafur Ómarsson, hönnuður, inn í fyr- irtækið. Þessa dagana hefur Guðrún Lilja í nógu að snúast, því ný hönnun eftir hana mun líta dagsins ljós í versl- uninni Saltfélaginu í byrjun desember. Verkið samanstendur af ævintýra- legum hillum; annars vegar Fairy tale hillu og hins vegar hillum sem nefnast Heklað stál. Fairy tale hillan er ætluð fyrir eina bók – þá bók sem verið er að lesa. Hún er á við meðalstóra bók og er þannig úr garði gerð að þegar bók- in liggur flöt hylur hún hilluna. Þegar svo bókin er tekin upp lifnar hillan við og myndar skugga á veggnum. „Pabbi minn sagði mér alltaf að það væru ljósálfar í bókahillunni og svona sá ég þá,“ segir Guðrún Lilja glöð í bragði og lýsir hillunum sem hún nefnir Heklað stál og eru úr lökkuðu stáli, sem er gatað eins og gamalt hekl- munstur. „Hugmyndina fékk ég af blúnduköppunum, sem voru settir framan á hillur hér áður fyrr til þess að skreyta skápana,“ segir hún. Markmiðið með hilluverkefninu segir hún hafa verið að hanna vörur sem hægt væri að framleiða með ís- lenskum fyrirtækjum. Önnur verkefni sem Studiobility er að vinna að eru m.a. Gestastofan í Ásbyrgi og er hún unnin fyrir Umhverfisstofnun. „Þetta er upplýsingamiðstöð og sýning í gömlu fjárhúsi og hlöðu, sem er búið að gera upp. Afar skemmtilegt og fræðandi verkefni,“ segir hún. Þre- menningarnir sjá alfarið um hönnun sýningarinnar ásamt innréttingum og verður sýningin opnuð í apríl á næsta ári. „Hönnuðir þurfa mikið fé og mikinn tíma til að fylgja eftir hugmyndum,“ segir Guðrún Lilja, sem veit að þeir einir fiska sem róa. Flatar einingar Flatpack Antique hentar vel þörfum nútimans. Ævintýrahillur Skuggar og mynstur birtast í Fairy tale hillunni þegar bókin er tekin af hillunni. Tilfinningar Inn- er Beauty hús- gagnalínan fjallar um til- finningar sem bærast með okk- ur og allt það sem leynist und- ir yfirborðinu. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 27 Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á lögheimili ber að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Þjóðskrár. Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni www.thjodskra.is/flutningstilkynning Þjóðskrá Borgartúni 24, 150 Reykjavík, sími 569 2900, bréfasími 569 2949.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.