Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 29 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER KL. 19.30 – UPPSELT LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL. 17.00 – LAUS SÆTI hátíðartónleikar í háskólabíói „Ef mannsröddin getur snert mann þá mun Denyce Graves svo sannarlega hreyfa þig úr stað.“ ATLANTA JOURNAL-CONSTITUTION Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi söngstjarna heims um þessar mundir og því mikið fagnaðarefni að hún skuli koma fram á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ferill Graves hófst með miklum sprengikrafti, þegar hún debúteraði í hlutverkinu Carmen í Metropolitan-óperunni í New York, og hlaut ein- róma lof gagnrýnenda fyrir. Graves er eftirsótt af þekktustu óperuhúsum heims, enda hefur segulmagnaður sviðsþokki hennar og framkoma vakið gríðarlega eftirtekt. Efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og spennandi, enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi. Söngstjarna 21. aldarinnar „... með sláandi sviðsþokka og stórbrotinni túlkun tókst henni að halda áheyrendum hugföngnum í fjórum uppklöppum.“ NEW YORK TIMES jessye norman forfallast. Af óviðráðanlegum orsökum getur söngkonan Jessye Norman ekki komið fram á tónleikunum eins og fyrirhugað var. Þeim sem þegar hafa keypt miða á þessa tónleika er bent á að hafa samband við miðasölu í síma 545 2500 eða koma við á skrifstofunni í Háskólabíói, sé endurgreiðslu óskað. um. Enn hefur enginn fræðimaður neglt mig fyrir það. Ég var að vona að ég fengi á mig einhvers konar Hann- esarmál, því fæst er þarna frá sjálfum mér. Þetta eiga vel lesnir bókmennta- menn auðvitað að sjá í sjónhendingu. Heiti sögunnar, Hámenntaður ís- lenskur sveitamaður, er þannig feng- ið úr ummælum um annan mann, höf- und að nafni Halldór Laxness!“ Hvað annað? Óskar Magnússon segist hafa byrj- að að skrifa þessar sögur af því hon- um fannst það skemmtilegt. Söguefn- in séu gjarnan eitthvað sem hann heyrir eða sér og orkar skakkt á hann. „Ég skrifaði þetta mér til skemmtunar og sýndi svo Hrafnhildi minni. Hún er alin upp á rótgrónu sveitaheimili við mikinn lestur; ég held hún hafi lært að lesa um það leyti sem hún fæddist. Úr því hún hafði gaman af gekk ég skrefi lengra og sýndi vini mínum Sigurði G. Val- geirssyni án þess að hafa annað í huga en að hann kynni að meta sög- urnar ef þær væru í lagi. Þá var þetta komið út fyrir fjölskylduna og fyrst Sigurði fannst sögurnar í lagi var Guðmundur Andri Thorsson, sem er með ritfærustu mönnum, fenginn í liðið. Það var góð lífsreynsla og mikil skemmtun að vinna sögurnar áfram með þeim félögum, en krafðist tölu- verðs aga. Þá varð ég að horfast í augu við að verkið var bara hálfnað þegar mér fannst það vera tilbúið. Um tíma hélt ég reyndar að það væru samantekin ráð vina minna að láta mig halda að bók væri í uppsiglingu. Ég gæti alveg átt svoleiðis til sjálfur. Því er ég þægilega ánægður að í ljós hefur komið að þetta var staðreynd. Það var allan tímann verið að gera bók. Auðvitað er eitthvað af sjálfum mér í þessum sögum, skárra væri það, og stundum kannski mikið. En þessari útgáfu hafa ekki fylgt neinar skelfilegar innantökur. Ég hafði jafn- vel búist við þeim, en fyrst og fremst var ég þó dálítið feiminn. Hef ekki al- veg fótað mig í hlutverkinu enn þá.“ Hann segir að á þessu sköp- unarferli hafi það gefið sér mest og skemmt sér best að skrifa sögurnar og lesa þær fyrir konuna sína. Vinnan með yfirlesurunum hafi verið mikil og erfið en líka gefandi þegar upp var staðið. Forlagið, Citizen Press, er í eigu Björns Jónassonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar, sem báðir eru nú búsett- ir í London og teljast til vina Óskars. Þú þurftir ekki að ganga með handritið milli útgefenda, einsog margir, og reyna að fá það sam- þykkt? „Nei, nei,“ svarar Óskar hlæjandi. „Ég stillti þeim Birni og Sigurði Gísla bara upp við vegg. Þeir voru með út- gáfu. Ég hafði skrifað bók. Þar með lá í augum uppi að þeir gæfu hana út. Hvað annað?“ Eins og manni sýnist Bókmenntafræðingarnir eru ef- laust að spá í þessa bók, greina áhrif og þess háttar. En var kannski þinn helsti áhrifavaldur faðir þinn, Magn- ús Óskarsson, fyrrum borg- arlögmaður, sem þótti mikill og góður sögumaður? „Já, ég hugsa að fordæmi hans hafi að einhverju leyti verið mér hvatning, ekki síst að þora að gefa út. Ég var al- inn upp við lestur og sagnir. Svo fór ég útí blaðamennsku um tíma og fékk þá stöku sinnum að skrifa frá eigin brjósti. Og þegar strákurinn minn var pínulítill fannst honum barna- bækurnar svo smeðjulegar að ég fór að skrifa fyrir hann öflugri barnasög- ur með meiri hremmingum. Þessar sögur gaf ég honum og börnum vina minna á jólunum. Þetta voru stílæf- ingar sem ég eflaust bý líka að núna.“ Óskar kveðst lesa mikið, ekki síst á ferðalögum, og þá alla flóruna. „Er með margar og ólíkar bækur í takinu samtímis og les þær eftir skapi. Núna er ég til dæmis að lesa bók eftir Auði Jónsdóttur og um leið mér til fróð- leiks fáránlega lýsingu á amerískum lögreglustjóra. Snemma las ég allan Hamsun og er óskaplega hrifinn af honum. Oscar Wilde …“ Já, þið nafnarnir hafið ekki ósvip- aða háðska lífssýn? „Já, já. Það má meira en vera. Svo hef ég auðvitað miklar mætur á stór- skáldum okkar, Laxness og Gunn- sveitamaður » „Nú ganga menn ámilli liða í viðskipt- um, einsog keyptir fót- boltamenn, og segja: Þetta er bara bissniss.“ Veiðimenn Með eiginkonunni, Hrafnhildi Ingu Sigurðardóttur, og afla úr Prestbakkaá: Mín veiðimennska gengur ekki útá að fiska sem mest... 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.