Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 32
lífshlaup
32 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Í
ár koma út tvær bækur eftir
Kristínu Steinsdóttur, önn-
ur er barnabók; Hver étur
ísbirni? en Kristín er þekkt-
ur og mikilvikur barnabóka-
höfundur. Hin bókin er skáldsaga
fyrir fullorðna, önnur slík frá hendi
hennar.
„Ég er heppin hvað ég hef góða
aðstöðu,“ segir Kristín og horfir út
að Miklatúni frá glugga vinnu-
herbergis síns á efri hæð við Flóka-
götu, þar sem hún býr ásamt fjöl-
skyldu sinni. Í morgunbirtunni
blikar á bláan skjá tölvunnar – hinu
ómissandi tæki rithöfundarins, á
veggjum eru innrammaðar við-
urkenningar fyrir framlag hennar til
barnabókmennta og bak við okkur
bíður stofan með stóru sófaborði
fullu með bollum og ilmandi brauði.
„Þetta brauð bakaði ég í nótt,“
segir Kristín um leið og ég sest í sóf-
ann sem er með óþægilega djúpri
setu, að sögn eiganda. Til að bæta úr
því fæ ég kodda við bakið, kaffi í
bollann og upplýsingar um hina
ágætu brauðvél heimilisins, sem hef-
ur þjónað Kristínu og hennar fólki í
heil tuttugu ár – eða álíka lengi og
húsfrúin hefur sinnt ritstörfum.
Það lá svo sem ekki í augum uppi
að ritvöllurinn yrði vettvangur
Kristínar Steinsdóttur, enda var leið
hennar þangað vörðuð ýmsum við-
burðum, svo sem skólagöngu, gift-
ingu, fæðingu þriggja barna og
kennslustarfi.
Á eigin vegum
Á sófaborðinu liggur nýjasta bók
Kristínar; Á eigin vegum. Framan á
henni sér á baksvip konu með dökka
regnhlíf. Ég tek bókina og gríp niður
í byrjun hennar:
„Sigþrúður skaust inn í Háteigs-
kirkju rétt fyrir klukkan eitt. Hún
tók af sér kápuna og hengdi hana
upp en hélt sjalinu, leit í spegil og
strauk andaratak yfir hárið til að
lagfæra það sem vindurinn hafði
fært úr skorðum. Síðan gekk hún
hægt en örugglega inn kirkjugólfið,
hélt vinstri handleggnum þétt upp
að síðunni og settist fyrir miðju
hægra megin.
Þótt hún liti ekki við vissi hún að
bekkirnir voru að fyllast, fann það á
fótatakinu, heyrði það á margrödd-
uðum hósta og ræskingum. Kirkju-
gestir kokuðu ævinlega síðustu mín-
úturnar áður en forspilið hófst.
„Það mætti halda að þeir ætluðu
að syngja einsöng,“ hugsaði hún og
brosti með sjálfri sér. Vissi sem var
að það yrði lítið um undirtektir, gróf
vasaklút upp úr veskinu og kom hon-
um fyrir í lófa vinstri handar. Hann
var drifhvítur með mjórri heklaðri
blúndu.“
Blaðberinn Sigþrúður í „Á eigin
vegum“ og aðrar sögupersónur
Kristínar, svo og saga hennar sjálfr-
ar, voru enn í „hugskoti Guðs“ 11.
mars 1946, þegar hún fæddist á
Seyðisfirði.
„Ég var friðarbarn,“ segir Kristín
hlæjandi.
„Á Seyðisfirði var mikil herstöð,
flotastöð, fyrst Breta og síðan
Bandaríkjamanna. Sagt var að um
5000 manna setulið hafi verið í bæn-
um þegar mest var. Þetta var lítill
bær með 1000 manns svo þetta var
mikil viðbót. Mamma vann á sím-
stöðinni en það þýddi að hún mátti
aldrei yfirgefa símaborðið, þó svo að
gefin væru loftvarnarmerki, sem var
mjög oft gert, einkum sumarið 1941
þegar herskiptin urðu. Foreldrar
mínir ákváðu að ef þau lifðu af þess-
ar hörmungar þá myndu þau efna í
friðarbarn, sem yrði þá til eftir að
friður kæmist á. Ég er sem sagt
þetta barn. Fyrir áttu foreldrar mín-
ir Heimi og Iðunni, vinnukona var
með þau á daginn, meðan mamma
var að vinna á símstöðinni. Eftir að
stríðinu lauk og ég varð til hætti
mamma að vinna úti. Síðar komu
tveir bræður, Ingólfur og Stefán.
Mamma var heimavinnandi eftir
þetta, en hún tók mikinn þátt í fé-
lagsmálum á staðnum.
Faðir minn var kennari og varð
skólastjóri árið 1946, sú stöðuhækk-
un hefur kannski haft áhrif á þá
ákvörðun mömmu að gerast heima-
vinnandi húsmóðir.
Ömmu Guðrúnar sér víða stað
Amma mín, Guðrún Eiríksdóttir,
bjó á heimilinu hjá okkur. Í end-
urminningunni er hún ein besta
manneskja sem ég hef kynnst. Hún
var alltaf brosleit og jákvæð, með
spaugsyrði á vörum, hlý og góð og
fór á milli barna sinna, var þar sem
hennar var helst þörf.
Hún hafði áður verið búsett á
Seyðisfirði en varð snemma ekkja og
átti fimm börn á lífi. Þegar hún varð
ekkja flutti hún með ungan son sinn
inn til pabba og mömmu. Þetta
myndi kona í fullu fjöri með ung-
lingspilt varla gera nú.
Amma fékk sitt herbergi og þar
bjó hún með son sinn, svo fór hann í
skóla en amma hélt áfram að vera í
ömmuherbergi, þegar hún ekki var í
„pílagrímsferðum“ hjá hinum börn-
unum sínum.
Amma var stök bindindismann-
eskja á vín og tóbak og hún kyssti
heldur aldrei nema einn – afa. Hún
sagði við mig að maður fyndi sér ein-
hvern einn en væri ekki að kyssa
karlmenn út um allt. Þegar ég var
aðeins að byrja að vitkast var það
mín mesta skelfing; hvernig ég ætti
að fara að því að losna við að kyssa
karlmenn áður en hinn eini sanni
kæmi. Ég held að ég hafi ekki beðið
tjón af þessari innrætingu, nema síð-
ur væri. Ef ég skoða það sem ég hef
skrifað má sjá að þar gengur amma
aftur víða í einhverri mynd.“
Gerði enginn uppreisn gegn þess-
ari látlausu lífsmynd?
„Jú, vissulega, en það var svo gott
við ömmu að hún neyddi ekki sinni
lífssýn inn á aðra. En hún var fyr-
irmynd mín. Auðvitað hefur hún
bliknað með tímanum, hún dó 1970,
en hún hefur verið mjög nálægt mér,
einkum sé ég það á því hve oft hún
kemur upp í bókunum mínum. Eitt
fór þó mjög í taugarnar á mér í fari
ömmu, hún var trúuð mjög og sagði
gjarnan; ef Gvöð lofar. Það var ekki
hljóðvillan sem fór í taugarnar á
mér, heldur að þessi Gvöð ætti að
lofa alla hluti, af hverju átti hann að
gera það?“
Pólitík og starfsval
En skyldi það hafa haft áhrif á
starfsval Kristínar að faðir hennar
var kennari?
„Trúlega hef ég haft kenn-
arastarfið meira í huga vegna þess.
En það verður að segja hverja sögu
eins og er, pabbi var lítið heima.
Hann var bæði skólastjóri og tók
þátt í bæjarpólitíkinni. Hann hét
Steinn Stefánsson og lést fyrir 15 ár-
um. Hann var úr Suðursveit, fór til
Reykjavíkur í Kennaraskólann og
kom svo austur nýútskrifaður kenn-
ari. Hann var mjög litaður af sósíal-
ískri hugsun – kom austur sem
kommúnisti. Það var gaman að
ömmu og pabba, þau gátu ekki á
sárs höfði setið og voru endalaust að
stríða hvort öðru í léttum dúr, en
þótti þó mjög vænt hvoru um annað.
Stalín var í augum ömmu eitthvert
hið mesta villidýr sem sögur fóru af
– en hann var á vissum tíma hreint
ekkert villidýr á okkar heimili. Aldr-
ei man ég eftir að þau hækkuðu róm-
inn, allar viðræður fóru fram með
mikilli virðingu, þetta fólk bjó saman
með nokkuð ólíkar skoðanir en samt
var allt í friði og spekt. Þetta hafði
áhrif á mig.
Mamma var stórveldi
Mikil voru líka áhrif mömmu. Hún
var stórveldi. Hún hét Arnþrúður
Ingólfsdóttir og féll frá langt um ald-
ur fram . Ég var 18 ára þegar hún
lést. Bók mín; Sólin sest að morgni,
sem ég skrifaði fyrir tveimur árum,
er í minningu hennar og lýsir nokk-
uð uppvexti okkar systkinanna.
Mamma var sterk kona og tals-
verður leiðtogi, hún var mikið í kven-
félagasamtökum, gegndi formanns-
störfum og kom á orlofsnefndum,
barðist fyrir réttindamálum kvenna
eins og þau voru á þessum tíma.
Konur fóru þá í orlofsviku á Hall-
ormsstað, hittust þar og hlógu í viku.
Á þessum tíma voru ekki komnir
leikskólar sem þýddi að í hennar
kvenfélagi var verið að vinna að því
að koma á fót róluvelli, svo konur
kæmust svolítið frá á daginn.
Mamma las mikið og var hraðlæs
bæði á ensku og dönsku og hafði þó
bara barnaskólamenntun. Hún sá
um heimilið af miklum skörungs-
skap, saumaði allt á okkur krakkana
og eldaði og bakaði eins og þá var
siður.“
Skuggahliðar æskunnar
Var engin skuggahlið í þessari
æskuveröld þinni?
„Jú, sú að við vissum að mamma
var hjartveik. Hún hafði 16 ára feng-
ið skarlatsótt sem gekk mjög nærri
henni. Þá biluðu hjartalokurnar í
henni og þetta versnaði eftir því sem
á leið ævi hennar. Hún fékk yfirlið
og uppköst. Hún var send suður
þegar ég var 8 ára gömul. Þá vildi
sérfræðingur að hún færi í uppskurð
til útlanda en mamma vildi það ekki,
besta vinkona hennar hafði lent í því
sama og var nýlega dáin eftir aðgerð
í Svíþjóð. Mamma sagði lækninum
að hún hefði ekki tíma til að deyja
strax, væri með fullt hús af börnum.
Hún átti eitt barn eftir þetta og dó
þegar það var sex ára gamalt. Það
munaði 21 ári á yngsta og elsta barni
hennar þannig að það hefur ekki
verið sama sýnin sem við öll höfðum
á mömmu. Þegar ég lít til baka er
þetta skuggahlið æsku minnar.
Þá átti ég leik …
Það hlógu margir á
sýningunum á Síldin
kemur og síldin fer.
Annar höfundur þess
leikrits er Kristín
Steinsdóttir. Guðrún
Guðlaugsdóttir ræddi
við Kristínu um æsku-
árin, kennarastarfið og
rithöfundaferilinn, en í
ár koma út tvær bækur
eftir Kristínu, skáld-
sagan Á eigin vegum
og 32. barnabókin
hennar.
Morgunblaðið/Ásdís
»Ef ég skoða það sem
ég hef skrifað má sjá
að þar gengur amma
aftur víða í einhverri
mynd.
Friðarbarn Foreldrar Kristínar ákváðu að ef þau lifðu af þessar hörmungar þá myndu þau efna í friðarbarn.