Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 34

Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 34
bækur 34 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Guðrún Jónína Halldórs-dóttir, skólastjóri Náms-flokka Reykjavíkur, varðsjötug 28. febrúar 2005. Henni voru haldnar margar veislur af því tilefni og margir vildu fá að heiðra hana og þakka henni fyrir vel unnin störf. Borgarstjórn stóð fyrir einni þessara veislna sem fór fram í hátíðarhúsinu Höfða. Guðrún var að vonum glöð og ánægð með veisluhöldin en þegar hún vaknaði upp að þeim loknum fannst henni sem hún fengi blauta tusku í andlitið. Ákveðið hafði verið á æðstu stöðum að gjörbreyta Námsflokkum Reykjavíkur og færa verkefni þeirra annað. Frá þessu er ítarlega sagt í sam- talsbókinni við Guðrúnu J. Hall- dórsdóttur, „Að opna dyr. Í þeim kafla bókarinnar sem hér fer á eftir segir Guðrún frá sínum sjónarmiðum í þessu máli. Heiðruð þrátt fyrir allt Guðrúnu Jónínu finnst núna, eft- ir að allt er yfir gengið að hljóm- urinn hafi verið dálítið holur þegar frammámenn borgarinnar heiðruðu hana á þeim tímamótum þegar hún varð sjötug og lét af störfum hjá Námsflokkunum. – Eftir afmælið þarna um vet- urinn og allan þann vináttuvott sem mér var sýndur, flögraði að mér að ég hefði kannski ekki starfað til einskis. Það var góð tilhugsun. En afmælisfögnuðurinn rann þó fljótt af mér því ég var tæpast hætt þeg- ar farið var að tala um að gjör- breyta Námsflokkunum eða nánast leggja þá niður. Ég trúði ekki að svo færi vegna þess að helstu rökin fyrir þessari „breytingu“ voru ný samkeppnislög og gagnrýni á fjár- málastjórnina – eitthvað til að fara yfir, breyta, bæta og efla en ekki til að leggja af. Menn höfðu í gegnum tíðina spurt mig hvernig þetta og hitt gengi og ég svarað að það gengi „bara vel“. Þessir menn fóru svo út í bæ og settu upp sams konar nám- skeið. Þá hættum við einfaldlega. Mér var meðal annars bannað að halda úti tölvunámskeiðum á þeirri forsendu að aðrir byðu upp á slíkt. Það var í lagi mín vegna. Ég hef aldrei haft dálæti á samkeppni, ég vil veita þjónustu. Námsflokkarnir eiga ekki að keppa um nemendur heldur veita þá þjónustu sem þörf er á og þörfin er alltaf fyrir hendi, það er bara að finna hvar skórinn kreppir. – Þegar nemendum fór að verða ljóst að hverju stefndi heyrðust raddir sem sögðu: Ég get ekki hugsað mér að fara annað, ég vil vera í þessu andrúmslofti. Hvað var svona sérstakt við and- rúmsloftið í Námsflokkunum? – Ég held að þar hafi ríkt and- rúmsloft þar sem allir voru jafnir, kennarar jafnt sem nemendur, og að þeir hafi skynjað að við vorum þarna til þess að þeir hefðu not af því, hver á sinn hátt. Kannski höf- um við rekið þá tegund af skóla sem hvaða pólitískum flokki sem er hefði þótt sér sæma. En fólkið sem stjórnaði skildi þetta ekki því það þjónaði því ekki. Ég held að mennt- un sem gengur bara eins og eftir erfðaskrá eða einhverjum sjálfsögð- um leiðum geri fólki ekki kleift að skilja að aðrir geti átt í erfiðleikum. Ég var til dæmis í þeirri sérstöku aðstöðu, þegar fólk kom til mín og sagðist vera lesblint, að geta sagt: Það er ég líka! Síðan varð bara að vinna með það. Þótt hér að framan hafi verið haft á orði að Guðrún Jónína sæti á friðarstóli skyldi enginn láta sér til hugar koma að hægt sé að ganga að henni vísri heima í sínum hæg- indastól frá morgni til miðnættis. Konan er nefnilega talsvert á ferð- inni á snaggaralega, skærgula bíln- um sínum. Fyrir utan alls kyns snatt, fundi í ótal félögum sem eru henni hjartfólgin og heimsóknir til vina og vandamanna, virðist hún Er ekki að kenna – bara Að opna dyr heita æviminningar Guðrúnar Jónínu Halldórsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, sem Hildur Finnsdóttir og Þorgrímur Gestsson skráðu og Æskan gefur út. Í nálægt aldar gömlu húsi við Aust- urgötu í Hafnarfirði situr töluvert yngri en samt margreyndur blaða- og fréttamaður af ýmsum fjöl- miðlum við ritstörf. Þorgrímur Gestsson hefur verið einyrki í tæp tólf ár, annast útvarpsþætti, skrifað greinar og bækur og er nú með að minnsta kosti tvær í takinu. Önnur, samtalsbók þeirra Hildar Finns- dóttur við Guðrúnu Halldórsdóttur, verður í jólabókaslagnum, hin bíð- ur útkomu fram yfir áramót, saga Atvinnuleysistryggingasjóðs. Og sú þriðja, þýðing á bók Þorgríms Ferð um fornar sögur, verður í norska bókaflóðinu nú fyrir jólin. Gamla timburhúsið var heimili foreldra Þorgríms, listamannanna Gests heitins Þorgrímssonar og Sigrúnar Guðjónsdóttur. Hún er þekktust undir nafninu Rúna og býr nú í hliðarbyggingu sem áður var vinnustofa þeirra hjóna. „Skrif- stofan mín á jarðhæðinni er í raun- inni stássstofan sem foreldrar mín- ir innréttuðu, en þar var áður ýmis starfsemi, einsog saumastofa og mjólkurbúð sem lifir hér í eld- gömlu rauðu og gulu flísagólfi og var fyrir framan skenkinn. Ég er einn í nærri 50 fermetra húsi á þremur hæðum svo vinnuaðstaðan er ágæt. Vinnan og einkalífið renna að vísu saman, svo ég veit ekki hvort ég á að kalla þetta vinnustaðstöðu með stássstofu eða öfugt.“ Auk frágangsmála varðandi sam- talsbókina hefur Þorgrímur verið að fara yfir norsku þýðinguna og útvega myndir og kort. Ferð um fornar sögur kom út hjá Hinu ís- lenska bókmenntafélagi árið 2003 í samvinnu við Sögufélag, og er þetta í fyrsta skipti sem bók frá þessum útgáfum er gefin út á er- lendu tungumáli. „Ég ók sumarið 2001 um Noreg til að afla efnis um söguslóðir Heimskringlu. Í bókinni flétta ég saman ferðasöguna og ákveðna þræði frá Snorra en tók einnig með ýmsar Íslendingasögur sem ná til Noregs, Egils sögu, Gunnlaugs sögu Ormstungu, Vatns- dælu o.fl., og tel mig m.a.s. hafa fundið hauskúpu Gunnlaugs í Lev- anger. Áður en ég lagði af stað lá ég yfir Heimskringlu og sögunum í þrjá mánuði með vegaatlas við höndina. Í Noregi þefaði ég uppi alls konar fólk sem þekkti til og gat vísað mér á helstu staði. Í Voss kynntist ég Ole Didrik Lærum læknisfræðiprófessor og Johannes Gjerdåker fræðimanni, sem báðir eru Íslandsvinir miklir og tala ís- lensku. Það var þeirra mat að þessi bók yrði að koma út á norsku og komu henni á framfæri við útgáf- una Fagbokforlaget. Norski sendi- kennarinn hér, Gro-Tove Sand- smark, þýddi svo bókina. Ég er auðvitað bæði ánægður og stoltur yfir því að þetta samvinnuverkefni Þorra og Snorra er nú að koma út á söguslóðunum!“ Hann kveðst líta á Ferð um forn- ar sögur fyrst og fremst sem blaða- mennskubók, en ekki fræðirit. „Ég hef ekkert leyfi til að kalla mig sagnfræðing og dettur það ekki í hug. Sama gildir um sögu Atvinnu- leysistryggingasjóðs sem ég hef varið um einu og hálfu ári í, enda um gríðarlega heimildarvinnu að ræða. Þáverandi formaður sjóðsins, Þórður Ólafsson, bað mig að taka þetta verkefni að mér, kannski ekki síst í ljósi þess að ég þekkti „sögusviðið“ nokkuð frá því ég starfaði hjá ASÍ sem ritstjóri Vinn- unnar.“ Þorgrímur segir að það hafi komið sér mest á óvart hversu hlutverk Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs í uppbyggingu íslensks þjóðfélags sé vanmetið. „Hann hef- ur haft þar ótrúlega þýðingu, allt frá því hann var stofnaður uppúr verkfallinu stóra 1955 eftir um þriggja áratuga baráttu krata og verkalýðshreyfingar. Í góðu at- vinnuástandi bólgnaði sjóðurinn út og stjórnvöld fóru að skikka sjóðs- stjórnina til að standa straum af hinu og þessu. Til hans var jafnan gripið þegar styðja þurfti við fé- lagsleg umbótamál. Til dæmis var sjóðurinn látinn greiða framlag í lífeyrissjóð aldraðra verkamanna Blaðamennska frekar en fræðimennska Morgunblaðið/Sverrir Einyrkinn Þorgrímur „hlakkar til að losna af launaskrá á ný...“ Verkaskipting höfundanna að sam- talsbókinni Að opna dyr var dálítið óvenjuleg: Annar, Hildur Finns- dóttir, tók viðtölin við Guðrúnu Hall- dórsdóttur, hinn, Þorgrímur Gests- son, skrifaði textann af segulböndum og síðan unnu þau endanlegu útkomuna saman. Hildur lýsir hvernig samstarf við Guðrún getur byrjað: „Ert þú Gyða?“ „Já.“ „Talarðu taílensku?“ „Jaá.“ „Geturðu komið og byrjað að kenna klukkan korter yfir fimm?“ „Jaá.“ Þetta samtal átti sér stað fyr- irtæpum tuttugu árum og enn er Gyða að kenna taílensku en viðmæl- andinn, Guðrún Jónína Halldórs- dóttir, þáverandi skólastjóri Náms- flokka Reykjavíkur, er sest í helgan stein – eða svo á að heita. Sjálf þurfti ég að hafa fyrir því að koma mér á framfæri við frúna. Það var vorið 2001. Ég hringdi úr ein- hverju útlandi, sagðist vera að flytj- ast til Reykjavíkur með haustinu og hefði brennandi áhuga á að komast í hennar lið sem kennari. Jú, hún hafði nú heyrt margt vitlausara og bað mig blessaða að hafa samband þegar ég mætti á svæðið. Það er ekki að orðlengja það að ég lenti í Keflavík um hádegi, fékk skilaboð um að hafa samband við Guðrúnu hið bráðasta og var farin að messa yfir nemendum klukkan korter yfir fimm, rétt eins og Gyða og ótal margir fleiri í tímans rás. Mér leið strax eins og heima hjá mér við hirð þessarar makalausu konu og þetta urðu fjögur frábær ár, full hlýju, umhyggju og heilmikils metnaðar. Þótt ég hafi víða tekið til hendinni hefur mér aldrei fundist ég gera jafnmikið gagn. Þannig var andinn í kringum Guðrúnu Jónínu, tónninn sem ég þykist vita að hún hefur alla tíð slegið. Það var svo frá- bært að stinga sér inn í hlýjuna í Miðbæjarskólanum að áliðnum degi og byrja á því að heilsa upp á Guð- rúnu, sem maður gat næstum geng- ið að vísri í græna hægindastólnum sem samstarfsmenn hennar höfðu gefið henni í afmælisgjöf með því fororði að hann yrði ekki fjarlægður af kennarastofunni fyrr en hún yf- irgæfi hana sjálf fyrir aldurs sakir. Gefendurnir vissu sko alveg hvað þeir voru að gera því konan hafði áratugum saman haldið sig á svæð- inu nánast frá morgni til miðnættis og hafði því ekkert að gera með leisí- boj heima í Mjölnisholtinu – fyrr en nú þegar hann þjónar sem friðarstóll roskinnar konu sem getur ruggað sér með reisn og horft stolt yfir svið- ið, á milli þess sem hún þeytist um á litla gula bílnum sínum út um borg og bý. Þótt ég þættist vita að þessi kona væri til alls líkleg brá mér í brún þegar hún spurði hvort ég væri ekki til í að aðstoða hana við að skrá ævi- minningar sínar. Mér vafðist vægast sagt tunga um tönn en benti henni loks á þá einföldu staðreynd að ég hefði aldrei nálægt slíku komið – hefði reyndar aldrei skrifað staf- krók. „En hefurðu ekki verið að lesa yfir og lagfæra texta annarra alla þína tíð?“ spurði hún snöggt og beið ekki eftir svari. „Þú hlýtur þá að minnsta kosti að vita hvernig á ekki að gera þetta!“ Og svo hló hún dátt. Ég var hundaskítsmát og þannig byrjaði þetta ball sem stóð linnu- laust í allt sumar. Ég var reyndar ekki vitlausari en svo að ég sagðist þurfa manninn með mér – og það ekki hvaða mann sem væri heldur kæmi bara einn til greina. Sá héti Þorgrímur Gestsson og væri ætt- aður úr Húnavatnssýslunni eins og hún. Það var nú í fínu lagi hennar vegna. Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er algeng vinnuaðferð en ég mæli sterklega með henni. Það þurfti ekki einu sinni að ræða verka- skiptinguna – allir gerðu einfaldlega það sem þeir voru bestir í. Ég fjár- festi í haug af kassettum en Guðrún í kaffi og sviðakjömmum og við létum dæluna ganga og bandið rúlla. Þorri tók svo við og færði samtöl okkar í læsilegan búning. Að lokum fengum við skrásetjararnir útrás við að skrifa sinn „eftirmálann“ hvor. Það er svo lesenda að dæma um útkom- una en ef þeir skemmta sér hálft eins vel við lesturinn og ég gerði meðan á verkinu stóð, er ég meira en ánægð. Þetta var ný og skemmtileg reynsla sem gaf mér mikið. Það er mann- bætandi að komast í tæri við Guð- rúnu Jónínu Halldórsdóttur, þótt ekki sé nema á prenti!“ Við hirð Guð- rúnar Jónínu Á söguslóðum í Skagafirði Skrásetjararnir Þorgrímur og Hildur og við- fangsefnið Guðrún J. Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.