Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
28. nóvember 1976: „Spurn-
ingin nú er því sú með hverj-
um hætti unnt er að tryggja
kjarabætur án þess að um
miklar beinar launahækkanir
verði að ræða. Þetta er í raun-
inni spurning, sem snýr ekki
sízt að ríkisstjórninni. Það hef-
ur jafnan á hinum síðari árum
verið stefna Alþýðusambands-
ins að það skipti ekki höf-
uðmáli í hvaða formi kjarabót-
in komi og telja verður að sú
stefna sé óbreytt. Nú þurfa
menn að átta sig á því í sam-
einingu, hvort unnt er að
tryggja hinum lægst launuðu,
sem eru fyrst og fremst
ákveðnir hópar ófaglærðra
verkamanna, iðnverkafólk,
ákveðnir hópar í verzl-
unarmannastétt og meðal op-
inberra starfsmanna og ýmsir
lífeyrisþegar kjarabætur, þótt
aðrar og betur launaðar stéttir
geti ekki búizt við kjarabótum
til jafns við þá sem best eru
settir. Hér kemur margt til
greina. Hugsanlegt er að ná
fram kjarabótum með skatta-
lækkunum. Vandinn er sá, að
hinir lægst launuðu borga lít-
inn sem engan tekjuskatt. Út-
svarið, sem er brúttóskattur,
kann hins vegar að vera orðið
þessu fólki nokkur byrði.“
. . . . . . . . . .
23. nóvember 1986: „Þess má
sjá ýmis merki, að hætta er á
því, að verðbólgan aukist á ný
og efnahagsmálin fari úr bönd-
um. Tvö ríkisfyrirtæki hafa til-
kynnt að þau muni óska eftir
gjaldskrárhækkunum á næst-
unni, Landsvirkjun og Póstur
og sími. Landsvirkjun lækkaði
gjaldskrá sína hinn 1. marz sl.
um 10% og byggði þá á þeirri
forsendu, að verðbólgan í ár
mundi nema um 7–9%. Nú tel-
ur Landsvirkjun að verðbólg-
an í ár verði um 14% og stefnir
að 10–16% hækkun um ára-
mót. Póstur og sími telur sig
þurfa 30–40% hækkun á gjald-
skrá til þess að mæta fyr-
irsjáanlegum hallarekstri á
þessu ári.
Um næstu mánaðamót hækka
laun almennt um 2,5% skv.
þeim kjarasamningum, sem
gerðir voru fyrr á þessu ári. Til
viðbótar ber sameiginlegri
launamálanefnd ASÍ og VSÍ
að ræða um hugsanlega launa-
hækkun vegna þess, að hækk-
un framfærsluvísitölu hefur
orðið meiri en gert var ráð fyr-
ir í samningsgerðinni. Leiði
þær viðræður til almennra
kauphækkana þýðir það að
kaup hækkar almennt um nær
4,6% eftir rúma viku.“
. . . . . . . . . .
24. nóvember 1996: „Evrópu-
sambandsríkin stefna mark-
visst að því að taka upp sam-
eiginlegan gjaldmiðil eftir tvö
ár. Hvert ríkið á fætur öðru
gerir nú ráðstafanir til þess að
uppfylla þau skilyrði, sem sett
eru fyrir þátttöku frá upphafi.
Umræður um áhrif sameig-
inlegs gjaldmiðils á hagsmuni
okkar Íslendinga hafa verið
mjög takmarkaðar. Þess
vegna er það fagnaðarefni, að
Íslandsbanki hf. og Lands-
nefnd Alþjóða verzlunarráðs-
ins hafa haft frumkvæði um
það síðustu daga að efna til
kynningarfunda um hinn sam-
eiginlega gjaldmiðil og áhrif
hans.
Sigurður B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Verð-
bréfamarkaðar Íslandsbanka
hf., flutti afar athyglisverða
ræðu um þetta mál á aðalfundi
Landsnefndar Alþjóða verzl-
unarráðsins í fyrradag. Hann
sagði m.a.: „Þegar við bætist
að hagkerfið sjálft er það
minnsta í veröldinni með sjálf-
stætt peningakerfi svo og að
útflutningstekjur eru í eðli
sínu nokkuð sveiflukenndar, er
að mínu áliti erfitt að finna
nokkur haldbær rök af hálfu
jafnlítillar þjóðar og Íslend-
inga fyrir því að reka alveg
sjálfstætt myntkerfi.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VIÐRÆÐUR VIÐ NORÐMENN
Geir H. Haarde, forsætisráð-herra, skýrði frá því í gær, aðhann og Jens Stoltenberg,
forsætisráðherra Norðmanna, hefðu
komið sér saman um að formlegar
viðræður á milli Norðmanna og Ís-
lendinga um samstarf á vettvangi
varnar- og öryggismála hæfust fyrir
jól. Er gert ráð fyrir að fyrsti fund-
urinn verði í Ósló og að þeim komi af
okkar hálfu fulltrúar frá utanríkis-
ráðuneyti, forsætisráðuneyti og
dómsmálaráðuneyti. Þetta er mikil-
væg ákvörðun og ánægjulegt að svo
fljótt skuli brugðizt við breyttum að-
stæðum í öryggismálum okkar Ís-
lendinga.
Í ítarlegri úttekt Ólafs Þ. Stephen-
sen, aðstoðarritstjóra Morgunblaðs-
ins, hér í blaðinu fyrir viku kom fram,
að mikill áhugi er á því meðal stjórn-
málamanna og hernaðaryfirvalda í
Noregi að taka upp náið samstarf við
okkur Íslendinga á þessu sviði. Áður
hafði slíkur áhugi komið fram m.a. í
persónulegum viðtölum forsætisráð-
herra við norska ráðamenn.
Sameiginlegir öryggishagsmunir
okkar Íslendinga og Norðmanna á
Norður-Atlantshafi eru augljósir.
Um þá var fjallað ítarlega hér í Morg-
unblaðinu fyrir rúmum 30 árum, þeg-
ar miklar umræður fóru fram um
varnarmál Íslands vegna áforma þá-
verandi vinstri stjórnar um að loka
varnarstöðinni í Keflavík.
Þeir eru augljósir nú þótt með öðr-
um hætti sé en þá. Það sýnist nokkuð
ljóst að svarið við því, hvernig við eig-
um að tryggja öryggi okkar í framtíð-
inni eftir að bandaríska varnarliðið er
horfið af landi brott, felst meðal ann-
ars í nánara samstarfi við Norðmenn.
Gera má ráð fyrir, að í þeim við-
ræðum, sem fram fara á milli þjóð-
anna tveggja, komi upp alls kyns
vandamál, sem verður að leysa. Þess
vegna má vel vera að þessar viðræður
taki nokkurn tíma og ekki við öðru að
búast.
Um álitamálin í þessu sambandi
sagði Valur Ingimundarson, prófess-
or í sagnfræði við Háskóla Íslands,
m.a. á fundi um öryggismál Íslands
fyrir nokkrum dögum:
„Tveimur spurningum er ósvarað. Í
fyrsta lagi hvort íslenzk stjórnvöld
vilji gera þetta formlega innan loft-
ferðaeftirlits Nató eins og Norðmenn
vilja og leggja áherzlu á. Því hefur
ekki verið svarað. Í öðru lagi hvort
Bandaríkjamenn styðji málið eins og
þeir lofuðu árið 2004, en þetta kom
upp þá, þegar deilan stóð um orrustu-
þoturnar hér.“
Vafalaust munu viðræður okkar og
Norðmanna m.a. snúast um fyrra at-
riðið, sem Valur nefnir. Hitt liggur
ekki endilega í augum uppi að það
skipti máli hver afstaða Bandaríkja-
manna er til samstarfs okkar og
Norðmanna. Það er að vísu í gildi
varnarsamningur milli Íslands og
Bandaríkjanna en hann kemur ekki í
veg fyrir, að við tökum okkar eigin
ákvarðanir í öryggismálum óháð því
hver afstaða Bandaríkjamanna er til
þess. Ef varnarsamningurinn veldur
einhverjum vandkvæðum í því sam-
bandi er væntanlega hægt að breyta
honum.
Kjarni málsins er sá, að ríkis-
stjórnin hefur tekið skjótar ákvarð-
anir til þess að koma í veg fyrir, að
tómarúm skapist í öryggismálum.
Því ber að fagna og ganga má út frá
því sem vísu að þessum viðræðum
verði hraðað eins og kostur er.
Í
Morgunblaðinu í gær, föstudag, birtist
frásögn af fundi, sem efnt var til undir
heitinu: Opinberar stofnanir í orrahríð
fjölmiðla og hagsmunasamtaka. Þar töl-
uðu þeir Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, og Magnús Pétursson,
forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, sem
báðir hafa reynslu af því að stjórna stofnunum í
„orrahríð fjölmiðla“, sem vafalaust er umtalsverð
lífsreynsla. Á fundi þessum beindi Magnús Pét-
ursson nokkrum orðum að Morgunblaðinu og um-
fjöllun þess um spítalann og það gerði Siv Frið-
leifsdóttir heilbrigðisráðherra raunar líka. Á
fundinum sagði Magnús Pétursson m.a.:
„Mér sýnist sumir fjölmiðlar, og ég nafngreini
Morgunblaðið, telji heppilegra að þeir veki við-
brögð lesenda við fréttum, umfjöllun og leiðurum
með því að taka afstöðu til manna og málefna
fremur en að setja fram hlutlausar fréttir.“
Forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss
bætti svo við: „Þetta má vel vera rétt afstaða fyrir
málefnalega, lýðræðislega umfjöllun í landinu – ég
er ekki að hafna þessu, en hitt þykir mér einnig
koma sterklega til álita að upplýstir lesendur
dragi mestar ályktanir af vönduðum fréttum þar
sem flestum hliðum mála er lýst og þær settar
fram. Fyrir minn smekk eru það vönduðustu fjöl-
miðlarnir, sem hafa burði til að varpa ljósi á sem
flestar hliðar mála og hafa rúm fyrir sjónarmið
fólks í samræmi við það.“
Og Magnús Pétursson sagði ennfremur: „Það
sem ég á við er það, að í þeirri greiningu, sem ég
hef fengið (frá Fjölmiðlavaktinni) kemur fram, að
Morgunblaðið er sá fjölmiðill, sem tekur mest af-
stöðu til málefna, sem varða heilbrigðismál eða
spítalann (LSH). Eitthvað af því er jákvætt, annað
neikvætt og annað er hlutlaust en ég hef ekki kom-
ið nálægt því hvernig það mat er unnið, ég verð
bara að taka því eins og nýju neti … Þar kemur
fram að 60% af umfjöllun Morgunblaðsins eru með
afstöðu. Það er hærra en annars staðar í öðrum
fjölmiðlum. Ríkisútvarpið sem kannski á að vera
hlutlaust er þó með um 40% þar sem er (gildis)
hlaðin afstaða … Ég hef ekkert á móti því að menn
hafi afstöðu, það er allt í lagi. En ég vil að lesand-
inn átti sig á því þegar fjölmiðill hefur afstöðu og
það eru margir vandaðir og góðir fjölmiðlar sem
hafa það en lesandinn verður að átta sig á því.“
Í frásögn af þessum umræðum hér í Morgun-
blaðinu segir jafnframt: „Í samtali við Morgun-
blaðið eftir fundinn, þar sem Magnús var beðinn
um að skýra þessa afstöðu nánar, sagði hann að
þegar hann segi, að 60% af umfjöllun Morgun-
blaðsins séu hlaðin afstöðu sé hann að vitna í út-
tekt sem Fjölmiðlavaktin vann fyrir LSH. Þar sé
ekki greint á milli aðsends efnis, forystugreina
blaðsins og frétta í blaðinu, inn í tölunni sé allt
þrennt. Spurður hvort hann telji að í fréttum um
LSH sem birtar eru í Morgunblaðinu sé tekin af-
staða sagði Magnús: „Ég held að það sé, já, ég geri
ekki lítið úr því. Ég tel að fréttir séu gildishlaðnar
og þær geta verið gildishlaðnar jákvætt eða nei-
kvætt.“
Og ennfremur segir: „Aðspurður hvort honum
finnist Morgunblaðið skera sig úr hvað þetta varð-
ar, sagði Magnús: „Samkvæmt því, sem ég hef um
þetta er allt sem í blaðinu er gildishlaðnara en hjá
öðrum fjölmiðlum.““
Á umræddum fundi sagði Siv Friðleifsdóttir
heilbrigðisráðherra m.a.: „Ég hef tekið eftir því,
að Morgunblaðinu er frekar uppsigað við Land-
spítalann og við ýmislegt, sem átt hefur sér stað í
heilbrigðismálum. Ég hef ákveðnar skýringar á
því sem ég ætla að halda fyrir sjálfa mig.“
Síðan segir í frásögn Morgunblaðsins af fund-
inum: „Siv tók sem dæmi að Morgunblaðið hafi
haldið því á lofti að andrúmsloft þöggunar ríkti á
LSH. Blaðið hafi einnig tekið með fremur órétt-
mætum hætti upp úr viðhorfum landlæknis, þar
sem aðeins hafi verið fjallað um það sem var
óþægilegt fyrir LSH en ekki það sem var já-
kvætt.“
Það er erfitt að finna orðið gildishlaðið í orða-
bókum en ummæli Magnúsar Péturssonar verða
ekki skilin á annan veg en þann, að hann sé að
halda því fram að fréttir Morgunblaðsins af mál-
efnum spítalans séu litaðar, í fréttunum komi fram
afstaða blaðsins til þeirra mála, sem um er fjallað
og að hann beiti Fjölmiðlavaktinni fyrir sig í þessu
sambandi og telji sig hafa undir höndum skýrslu
eða greiningu frá því fyrirtæki, sem sýni fram á
þetta. Ummæli hans benda til þess að hann hafi
ekki sjálfur farið rækilega ofan í þessa skýrslu
heldur tekið henni eins og „nýju neti“, svo vitnað
sé til orða hans sjálfs. Það geta nú varla talizt
vönduð vinnubrögð hjá forstjóra Landspítala – há-
skólasjúkrahúss að koma fram með alvarlegar
ásakanir á hendur Morgunblaðinu á opinberum
vettvangi án þess að hafa farið rækilega ofan í þau
gögn, sem hann leggur þeim ásökunum til grund-
vallar.
Hér með er skorað á Magnús Pétursson að
leggja þessa skýrslu fram, svo að hver og einn,
sem áhuga hefur á geti kynnt sér hvort forstjóri
spítalans fer með rétt mál þegar hann leggur
skýrslu Fjölmiðlavaktarinnar út á þennan veg. Er
ekki sjálfsagt að gera það?
Fáránlegur málflutningur
M
álflutningur Magnúsar Péturs-
sonar í garð Morgunblaðsins á
umræddum fundi var fárán-
legur eins og raunar kemur
fram í ummælum hans sjálfs. Í
orðum hans er allt sett í einn
stóran grautarpott, sem Magnús hrærir svo í. Í
stórum dráttum má segja, að fjallað sé á síðum
Morgunblaðsins um málefni Landspítala – há-
skólasjúkrahúss með þrennum hætti. Í fyrsta lagi
birtir blaðið fréttir af málefnum spítalans. Þar er
að finna upplýsingar um málefni spítalans og um-
sagnir nafngreindra aðila innan og utan spítalans
um þau málefni, sem fréttin snýst um. Það væri
fróðlegt að sjá, hvort Magnús Pétursson gæti sýnt
fram að fréttir Morgunblaðsins um málefni spít-
alans séu litaðar af skoðunum blaðsins. Svo er auð-
vitað ekki. Þegar fyrirtæki á borð við Fjölmiðla-
vaktina greinir fréttir í jákvæðar fréttir eða
neikvæðar fréttir, telst það t.d. „neikvæð“ frétt ef
Morgunblaðið birtir frétt um að spítalinn sé kom-
inn yfir mörk fjárlaga í rekstri sínum. Það liggur í
augum uppi, að ekki verður komizt hjá því að birta
slíkar fréttir og þær eru neikvæðar í þeim skiln-
ingi, að stofnunin stendur frammi fyrir ákveðnu
vandamáli en það er ekki neikvæðni af hálfu Morg-
unblaðsins í garð spítalans, að birta slíka frétt. Það
er einfaldlega sjálfsagt í opnu og lýðræðislegu
samfélagi að birta slíka frétt eða er Magnús Pét-
ursson ekki sammála því?
Ef Morgunblaðið birtir t.d. frétt um það að spít-
alanum hafi tekizt að eyða einhverjum biðlistum er
það „jákvæð“ frétt í skilningi Fjölmiðlavaktarinn-
ar en hefur ekkert með að gera hvort blaðið sem
slíkt er jákvætt eða neikvætt í garð spítalans. Það
er einfaldlega frétt, sem sjálfsagt er að birta.
Nátengt fréttum eru svo fréttaskýringar um
málefni spítalans, sem Morgunblaðið birtir stöku
sinnum. Fréttaskýringar eru skrifaðar undir nafni
viðkomandi blaðamanns og í fréttaskýringum hef-
ur blaðamaðurinn svigrúm til að koma fram með
sínar skoðanir, þótt því sé haldið í lágmarki. Fyrir
tæpum tveimur árum fól ritstjórn Morgunblaðsins
einum hæfileikaríkasta blaðamanni yngri kynslóð-
arinnar á blaðinu, Sunnu Ósk Logadóttur, að
vinna ítarlega úttekt á málefnum Landspítala –
háskólasjúkrahúss. Blaðamaðurinn lagði í þetta
mikla vinnu og einbeitti sér nær eingöngu að þessu
verkefni í þrjá mánuði. Úttektin birtist hér í
blaðinu snemma sumars árið 2005. Blaðamaðurinn
fékk sérstök verðlaun fyrir þessa úttekt. Varla
getur það verið gagnrýnisvert að Morgunblaðið
leggi svo mikla vinnu í umfjöllun um eina mik-
ilvægustu stofnun landsmanna?
Í öðru lagi lýsir Morgunblaðið stöku sinnum
skoðunum sínum á málefnum Landspítala – há-
skólasjúkrahúss. Það er gert í forystugreinum
blaðsins, hér í Reykjavíkurbréfum og jafnvel í
Staksteinum. Í þessum tilvikum er um ritstjórn-
argreinar að ræða og lesendum blaðsins ljóst að
þar er Morgunblaðið sjálft að lýsa skoðunum sín-
um til þessara málefna. Ekki fer á milli mála hver
ábyrgð ber á þessum skrifum. Nafn hins sama er
birt í blaðinu dag hvern
Í þriðja lagi birtir Morgunblaðið aðsendar
greinar frá fólkinu í landinu um málefni Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss. Þar birtast skoðanir við-
komandi einstaklinga, sem Morgunblaðið hefur
ekkert með að gera. Það getur komið fyrir í stöku
tilvikum, að ritstjórn blaðsins geri athugasemdir
við framsetningu greinahöfunda, fyrst og fremst
þó ef talið er að greinahöfundar séu að brjóta
meiðyrðalöggjöf, en einnig ef nafngreindir ein-
staklingar eru uppnefndir í viðkomandi greinum.
Sumt af þessu eru greinar, sem starfsmenn Land-
spítala – háskólasjúkrahúss skrifa, í öðrum tilvik-
um fólk, sem hefur átt samskipti við spítalann og í
enn öðrum tilvikum eru þessar greinar eftir fólk,
sem hefur einfaldlega áhuga á málefnum spítalans
og nýtir sér lýðræðislegan rétt sinn til að láta
skoðun sína í ljós. Er Magnús Pétursson ekki sam-
mála því, að það sé sjálfsagt að fólk innan og utan
spítalans lýsi skoðunum sínum?
Í Morgunblaðinu í gær, föstudag, kemur fram
að Magnús Pétursson blandar þessum efnisþátt-
um öllum saman. Með því að blanda saman frétt-
um, leiðurum og aðsendum greinum fær hann út
þá niðurstöðu, að umfjöllun Morgunblaðsins sé
það, sem hann kallar „gildishlaðin“.
Þetta er svo ótrúleg vitleysa, að engu tali tekur.
Er forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss að
Laugardagur 25. nóvember
Reykjavíkur