Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 44

Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 44
44 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UTANRÍKISRÁÐHERRA Ís- lands, Valgerður Sverrisdóttir, hélt þrumuræðu úr ræðu- stóli á Alþingi þann sextánda þessa mán- aðar um utanríkismál. Ráðherra fjallaði m.a. um aðgerðir gegn svo- kölluðum sjóræn- ingjaveiðum og lét eft- irfarandi ummæli falla: „Hugsanlegt er að við stöndum frammi fyrir því að heyja nýtt þorskastríð til varnar fiskimiðunum um- hverfis landið gegn taumlausri rányrkju. Þá hlýtur að koma til álita að beita öllum tiltækum ráðum – og verða togvíraklippurnar sem nýttust vel í fyrri þorskastríðum ekki und- anskildar í þeim efnum.“ Þann 13. september síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu grein eftir undirritaðan sem bar heitið Þorska- stríðsþráhyggja. Í þeirri grein var bent á að róttækar aðgerðir, þar sem togvíraklippur koma við sögu, gagn- vart svokölluðum sjóræningjaskipum á úthafinu væru ekki einungis í ósam- ræmi við reglur þjóðaréttarins held- ur einnig íslenskan rétt, stefnu ís- lenskra stjórnvalda í málefnum hafsins og afstöðu þeirra til úthafs- veiða í Smugudeilunni. Nú gerir undirritaður sér grein fyrir að ráðherra hafi ýmislegt annað að gera en að lesa greinar í dag- blöðum eftir hina og þessa. Hins veg- ar má ætla að ráðherra viti svona nokkurn veginn hvað birtist á vefsíðu utanríkisráðuneytisins eftir lyk- ilstarfsmenn þess. Til að upplýsa ráðherra, ef hann skyldi ekki hafa litið á síðuna nýlega, þá er þar að finna ræðu Tómasar H. Heiðars, þjóðrétt- arfræðings ráðuneyt- isins, sem hann flutti þann 19. október síðast- liðinn á aðalfundi LÍÚ. Í þeirri ræðu fjallaði Tómas um ýmsa athygl- isverða þætti sem tengj- ast sjóræningjaveiðum, m.a. eftirfarandi: „Sú spurning vaknar þá til hvaða aðgerða sé unnt að grípa gagnvart skip- um er stunda sjóræningjaveiðar á út- hafinu og hvaða ríki geti gripið til slíkra aðgerða. Hér komum við að sérstöku eðli þjóðaréttarins. Ólíkt því sem gildir almennt um framfylgd laga og viðurlög við brotum að lands- rétti er ekki til að dreifa neinni al- þjóðalögreglu sem kemur almennt lögum yfir þá sem brjóta gegn reglum þjóðaréttar. Lögsögureglur þjóðaréttarins takmarka og í mörg- um tilvikum möguleika eins ríkis til að grípa til fullnustuaðgerða gagn- vart þegnum annars ríkis [...] Sam- kvæmt meginreglu hafréttarsamn- ingsins, sem leiðir af frelsi ríkja til siglinga á úthafinu, hefur fánaríki einkalögsögu yfir skipum sínum þar. Ríkjum er því almennt ekki heimilt að grípa til aðgerða gagnvart fiski- skipum sem sigla undir fána annars ríkis á úthafinu, jafnvel þótt fyrir liggi að viðkomandi skip hafi gerst sekt um ólöglegar veiðar þar.“ Ráðherra hlýtur að geta fallist á að mikilvægt sé fyrir smærri ríki að halda sér innan marka þjóðaréttarins í stað þess að tefla á tæpasta vað í heimi alþjóðastjórnmálanna. Jafn- framt hlýtur ráðherra að geta fallast á að í baráttunni gegn svokölluðum sjóræningaveiðum hljóti að teljast skynsamlegast að nota fyrst og fremst löndunarbönn, bannlista og þær undantekningar frá meginregl- unni um einkalögsögu fánaríkis sem til staðar eru. Allt tal um róttækari aðgerðir en heimilaðar eru að þjóðarétti eru firra. Orð ráðherra geta því varla talist annað en vanhugsuð tilraun til að skapa þjóðrembingslegan æsing með það að markmiði að hífa upp fátæk- legt fylgi Framsóknarflokksins. Þorskastríðsþráhyggja Bjarni Már Magnússon fjallar um þjóðarétt og gerir athugasemd við ummæli utanríkisráðherra um sjóræningjaveiðar »Ráðherra hlýtur aðgeta fallist á að mik- ilvægt sé fyrir smærri ríki að halda sér innan marka þjóðaréttarins í stað þess að tefla á tæp- asta vað í heimi al- þjóðastjórnmálanna. Bjarni Már Magnússon Höfundur er lögfræðingur og stundar LL.M-nám í hafrétti við háskólann í Miami og MA-nám í alþjóða- samskiptum við HÍ. BARÁTTAN fyrir bættum kjör- um aldraðra og ör- yrkja hefur oft verið nokkuð samofin en vissulega er um margt ólíku saman að jafna. Sannarlega hefur margt áunnist en alltof oft má segja um fetin fram á við: Of seint – of lítið. Hafandi starfað um langt skeið að mál- efnum öryrkja er mér óhætt að fullyrða að einhver stærsti áfangasigurinn hafi unnist undir forystu Garðars Sverr- issonar sem formanns Ör- yrkjabandalagsins þegar sam- komulag náðist við ríkisstjórnina um aldurstengda örorkuuppbót sem næmi jafngildi grunnlífeyris ör- yrkja til þeirra sem öryrkjar hefðu verið alla tíð en uppbótin fór svo stiglækkandi eftir því sem örorkan kom til seinna á lífsleiðinni. Að vísu gerðist það dapurlega að rík- isstjórnin stóð ekki að fullu við loforð sín svo stiglækkunin varð mun meiri en samið hafði í raun verið um. En fyrir stóran hóp öryrkja var hér um dýrmæta kjarabót að ræða og það fólk sem glímt hafði lengst við örorku fékk sinn hlut stórbættan. Ekki skal hér farið í þessa van- efndasögu en hennar má gjarnan minnast. Erindið með þessum línum var hins vegar það að vekja athygli á þeirri oft afar tilfinn- anlegu kjaraskerðingu sem ör- yrkjar verða fyrir við það eitt að eldast, þ.e. að verða 67 ára, verða sem sé „löggilt gamalmenni“. Þá fellur nefnilega aldurstengda ör- orkuuppbótin niður því samkvæmt laganna hljóðan þá er viðkomandi ekki lengur öryrki heldur ellilífeyr- isþegi og brúttótalan getur sem sé lækkað um meira en 24 þúsund á mánuði og það munar um minna. Bæði Öryrkjabandalagið og sam- tök eldri borgara hafa knúið á um leiðréttingu, ranglætið verið við- urkennt, en enn ekkert verið að- hafzt. Ekki þyrfti nú annað ákvæði inn í tryggingalöggjöfina okkar margbættu en svo einfalt viðbót- arákvæði að saman mættu fara bætur ellilífeyrisþega og aldurs- tengd örorkuuppbót. Eru mér þá Karvelslögin svokölluðu í fersku minni, sjúklingatryggingin svokall- aða, þar sem réttlát og eðlileg framkvæmd strandaði á að ekki var til ákvæði sem heimilaði bætur samkvæmt lögunum og almennar örorkubætur. Þetta þýddi sem sagt að öryrkjar sem fyrir viðbót- arheilsutjóni urðu fengu ekki bætur samkvæmt sjúklingatryggingu Kar- velslaganna, svo hlálega sem það nú hljómar. Þessu var loks kippt í liðinn og öllum þótti sjálfsagt rétt- lætismál þegar upp var staðið. Hvaða aðferð sem notuð kann að verða til leiðréttingar nú skiptir ekki máli heldur það að öryrkjar verði ekki sviptir þeim tekjum sem þeir fyrir 67 ára aldur áttu laga- legan rétt til. Ég skora á Alþingi og stjórnvöld að láta þessa ósvinnu ekki líðast og leiðrétta það sem auðvitað á að vera meginsjónarmið að ekki sé unnt að hrifsa bætur af fólki sem það hefur réttilega notið aðeins af því að það er komið á vissan aldur. Grunngildi aldurstengdu örorku- uppbótarinnar fer þá vissulega fyrir lítið ef ekki verður leiðrétt. Aldurstengd örorkuuppbót og 67 árin Helgi Seljan skrifar um kjarabætur eldri borgara » ...að vekja athygli áþeirri oft afar tilfinn- anlegu kjaraskerðingu sem öryrkjar verða fyr- ir við það eitt að eld- ast... Helgi Seljan Höfundur er varaformaður FEB í Reykjavík. Til sölu er félagsheimilið Hellubíó á Hellu. Húsið er byggt úr steinsteypu og holsteini árið 1951 og er heildar- gólfflötur 435 fermetrar. Húsið skiptist í anddyri, sem er á tveimur hæðum, tvö salerni eru á jarðhæð, lítinn veit- ingasal með eldhúsi og salarbyggingu með sviðsbyggingu. Kjallari er undir sviðsbyggingunni. Húsið er skemmt eftir jarðskjálftana árið 2000. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Áskilið er að tilboðsgjafar geri grein fyrir fyrirhug- aðri nýtingu hússins. FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur Sími 487 5028 Hellubíó til sölu Nánari upplýsingar á www.fannberg.is og á skrifstofu Símar : 551 7270, 551 7282 og 893 3985 Þjónustusími utan skrifstofutíma 893 3985 Öndverðarnes 1 Orlofsheimili múrara, 3 sumarhús Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. skipasali hibyliogskip@hibyliogskip.is • www.hibyliogskip.is Hús 32B sem er stofa með eld- húsi, tveimur svefnherbergjum, svefnlofti og snyrtingu. Húsið er 37,4 fm byggt 1980, hitaveita og rafmagn er í húsinu. Stór verönd er við húsið. Hús 32C sem er stofa með eld- húsi, tveimur svefnherbergjum og snyrtingu. Húsið er 37,4 fm byggt 1980, hitaveita og rafmagn er í húsinu. Stór verönd er við húsið. Hús 32D sem er stofa með eld- húsi, tveimur svefnherbergjum, svefnlofti og snyrtingu. Húsið er 34,1 fm. byggt 1984, hitaveita og rafmagn er í húsinu. Stór verönd er við húsið. Öndverðarnes er með glæsilegustu sumarhúsabyggðum landsins, með golfvelli, sundlaug o.fl. Húsin eru öll vel staðsett á útsýnislóðum. Óskað er tilboða í húsin. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu og í síma 893 3985. Myndir á heimasíðu. Stærð: 69,3 fm Herb: 2 Byggt: 1992 Verð: Tilboð óskast Í dag kl 17 - 18 SLÉTTUVEGI 17, RVK Fyrir 55 ára og eldri Falleg 2ja herbergja íbúð á 3. hæð miðsvæðis í Reykjavík. Innréttingar úr beyki, parket og flísar á gólfum. Góðar svalir til suðurs með miklu útsýni. Ýmis þjónusta á svæðinu. Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl. og löggiltur fasteignasali sýnir íbúðina. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 126 fm mjög góð 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í nýlegu þriggja hæða fjölbýlishúsi. Glæsilegt útsýni. Íbúðin skiptist í anddyri, rúmgóða stofu, eldhús með borðkrók, þvottahús, baðher- bergi og þrjú svefnherbergi. Í kjallara er sérgeymsla. Sérinngangur. Verð 29,3 millj. 7972 Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00. Íbúð 106. Kristnibraut 51A – Opið hús – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! –

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.