Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 57 út en vildir ekkert segja mér hvert, heldur bast trefil fyrir augun á mér og hálft andlitið. Síðan vorum við sótt og við enduðum niðri í bæ á einum af betri stöðum bæjarins og hef ég sjaldan skemmt mér jafnrosalega vel og var leikurinn gerður til að ég yrði ekki spurður um skilríki og kæmist nú örugglega inn á skemmtistað á af- mælinu, fallega hugsað af þér, Begga mín. Það einkenndi þína hlýlegu og upp- lífgandi persónu að þegar maður var búinn að vera í kringum þig í stutta stund var maður kominn í frábært skap, það var einhver undarleg orka sem fylgdi þér hvert sem þú fórst og sú orka smitaði út frá sér. Eitt gat maður alltaf sagt sér fyrir víst er maður var að fara að hitta þig að þá var alltaf von á hlátri og miklu af hon- um. Jafnskemmtilegri og hressri stelpu og þér hef ég aldrei kynnst og býst ekki við að gera í framtíðinni. En ég get þó huggað mig við það að þú ert komin til Sæunnar núna, sem þú saknaðir svo rosalega mikið og veit ég að það hafa orðið miklir fagnaðar- fundir. Þú trúir ekki hvað ég sakna þín mikið, Begga mín, og ég sakna þín enn þá meira þegar rifjast upp fyrir mér allar skemmtilegu stundirnar sem ég sé fyrir mér þegar ég skrifa þessa grein. Ég trúi því að það sé eitthvað gott eftir þetta líf og maður hitti aftur þá sem manni þykir vænt um þannig að maður verður að stappa í sig stálinu og halda áfram þó svo að það sé erfitt að sætta sig við að hlutirnir hafi farið eins og þeir fóru. Sveifstu til himna morgun eftir nótt í kyrrð í svefni er allt var hljótt. Vaknaðir þú með englum allt of fljótt. Nú vakir þú yfir okkur, allt er rótt. Þinn vinur að eilífu Reynir Eyjólfsson. Það er rosalega margt sem kemur upp í huga manns þegar maður stendur frammi fyrir því að skrifa minningarorð um besta vin sinn sem er farinn frá manni að eilífu. Eitt það fyrsta sem ég man var af okkar allra fyrstu kynnum á gamlárs- kvöld árið 1996. Allt í einu stóð fyrir framan mig þessi stórskrítna stelpa sem var vinkona hennar Ólafar og þegar við byrjuðum að tala saman komumst við að því hvað við áttum rosalega margt sameiginlegt. En allra helst var sameiginleg ást okkar á Ísfólksbókunum, nornum og eld- heitum trúarmálum. Þessi ást okkar á bókaflokki varð að tíu ára langri og góðri vináttu. Ég hef aldrei upplifað jafnmikil tengsl við neina manneskju eftir fyrstu kynni og þegar ég hitti þig fyrst og ég mun meta þau kynni eins lengi og ég lifi. Vinátta okkar var sterk og góð þó að það hafi stundum liðið langur tími á milli þess að við hittumst. Tilfinn- ingin var samt alltaf eins og enginn tími hefði liðið frá því við hittumst síð- ast. Við vorum svo líkar að svo mörgu leyti og hugsuðum svo rosalega svip- að og mér leið alltaf eins og þú skildir mig best af öllum þegar við vorum yngri. Og því var alltaf sérstaklega gaman að hitta þig og eiga með þér tíma. Þegar ég loka augunum og hugsa til þín ertu brosandi og hlæj- andi þínum smitandi hlátri að segja mér eitthvað rosalega fyndið sem þú hefur nýlega heyrt og augun þín titra af lífsgleði og hamingju. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt þér hversu mikið ég mun sakna þín og hversu mikið mér þykir vænt um þig. Þú gafst mér svo margt og ef það hefði ekki verið fyrir þig hefði ég ekki kynnst manninum mínum og eignast yndislega barnið mitt. Ég mun alltaf kunna að meta það augnablik þegar ég hitti þig í síðasta skipti þó mig óraði ekki fyrir því að það væri þinn síðasti dagur í þessu lífi. Það gefur mér svo mikið að geta sagt með fullri sannfæringu að ég hafi aldrei séð þig hamingjusamari og ástfangnari. Þú varst svo glöð og full bjartsýni á lífið og tilveruna að í hvert skipti sem ég hugsa til þess dags finn ég fyrir gleði í hjarta mínu yfir því hvað þér leið vel þinn allra síðasta dag í þessu lífi. En þá er komið að kveðjustund í bili og við hittumst svo seinna í eft- irlífinu og setjumst niður og ræðum saman um ísfólkið og allar kisurnar þínar sem þú elskaðir svo mikið og fékkst aldrei nóg af að segja mér frá og tala um. Þín vinkona Sunna. Það hvarflaði ekki að mér þegar ég hitti þig síðast að það yrði allra síð- asta skiptið sem ég fengi að sjá þig. Þú hefur alltaf verið til staðar þó að það líði langur tími á milli skiptanna sem við hittumst. Ég trúi þessu ekki ennþá, þetta getur ekki verið því mér líður enn eins og við eigum eftir að hittast aftur. Ég veit ekki hvað það tekur mig langan tíma að trúa því að ég er bú- inn að missa mína bestu vinkonu en sá tími er ekki liðinn. Við erum búin að þekkjast í ein 12 ár og að trúa því að þau verði ekki fleiri er erfitt. Þú kynntir mig fyrir konunni minni og ef ekki hefði verið fyrir það þá ætti ég ekki hana Klöru mína og fyrir það verð ég þér þakklátur að eilífu. Þegar ég hugsa um þig ertu bros- andi eða hlæjandi og þannig ertu og hefur alltaf verið. Að sjá þig þennan dag sem var svo þinn síðasti er mér ómetanlegt. Ég mun aldrei gleyma því hversu hamingjusöm þú varst þegar þú sagðir mér að þú værir búin að trúlofa þig og ég þakka fyrir að þú hafðir fundið þinn eina sanna í þessu lífi. Þú varst yndisleg manneskja og að vita það að ég muni ekki fá að sjá þig aftur er svo erfitt en það er nokkuð sem ég verð að sætta mig við. Þú hef- ur upplifað það að missa kæran vin og veist að það er nokkuð sem ekki er hægt að komast yfir því það er alltaf eitthvað sem vantar og ekkert kemur þess í stað. Ég sakna þín og mun allt- af gera. Það er líf eftir þetta líf og ég veit að lífsgleðin sem þú hafðir mun lýsa upp þann stað sem þú ert á núna, hvar sem hann er. Ég bið að heilsa Sæunni og veit að hún er glöð að sjá þig. Hugsið vel um hvor aðra og ekki gleyma að taka vel á móti mér þegar minn tími kemur. Þinn vinur, Jón Reynir. Elsku Begga mín. Við kynntumst þegar við vorum að vinna saman á Hótel Kirkjubæjarklaustri 2003. Man einn dag í vinnunni, þá vorum við í hádegismat. Þú komst inn í staffa með súpuna þína og fórst svo fram aftur til að ná í eitthvað að drekka. Á meðan tók ég saltið og salt- aði súpuna þína ótæpilega. Svo komst þú inn aftur inn, tókst saltið og salt- aðir meira yfir, byrjaðir svo að borða og fannst ekkert athugavert. Þú tókst svo eftir hvað allir horfðu á þig. Þá fattaðir þú auðvitað að ég hafði gert eitthvað við súpuna þína, borðaðir hana samt. Við hlógum mikið að þess- ari sögu, fannst hún alltaf fyndin. Svona var þetta samt yfirleitt hjá okkur, fundum okkur alltaf eitthvað til að hlæja að. Ég held að ég hafi aldrei kynnst manneskju með jafn- mikla réttlætis- og jafnréttiskennd og þér. Ef þú hafðir eitthvað að segja náðir þú að rökstyðja það svo vel og lengi að maður varð að vera sammála þér. Þú hefðir pottþétt orðið prýðis forseti. Þú hafðir svo gott lag á að láta manni líða vel, alltaf að hrósa og segja hversu ánægð þú værir með það sem maður var að gera. Ef ég sagði: „Æi maður þyrfti kannski að fara í megr- un,“ þá sagðir þú: „Tinna! Ég gæfi allt fyrir að vera með rass eins og þú,“ Allt í þessa áttina. Í einni heimsókn til þín gat sjálfið farið frá tám til nefs, haha. Sama hversu illa þér leið, það var aldrei erfitt að fá þig til að brosa. Það var alltaf svo stutt og brosið þitt. Það gat auðvitað líka verið stutt í hitt skapið, þá yfirleitt þegar átti að vekja þig, svo fyndið. Hitti þig einu sinni í Mosó. Þú varst með hlöllabát með engu nema beik- oni, ekki einu sinni sósa, bara brauð og mjög mikið af mjög stökku beik- oni, enginn fékk sér það nema þú, svo fyndið. Ef þú hefðir fengið að velja jólamatinn þá hefði það verið beikon og kók.Viku áður en þú fórst hitti ég þig á Hótel Sögu. Þú varst svo fín í rauðum síðum galakjól með glimmeri og bara svo glæsileg. Miðvikudagurinn 1. nóv. var síðasti dagurinn sem ég hitti þig. Ég fór í flýti í Kringluna og hitti þig þar sem þú varst að koma úr mat. Spjölluðum í smá stund saman og hlógum eins og vanalega. Svo heyrði ég í þér á föstu- dag og þú ætlaðir að vera í bandi þeg- ar þú vaknaðir á laugardag. Aftur á móti fékk ég annað símtal á laugar- dag, símtal sem ég bjóst ekki við. Þegar ég skellti á var ég svo viss um þetta væri lygi, ég var búin að plana hvað ég ætlaði að segja við þig þegar þú segðir mér að þetta væri bara grín. Á svona tímum þegar allt er í rúst þá hefði verið svo gott að tala við þig, en núna þegar manni líður sem verst og langar bara að tala við Beggu sína þá er svo erfitt að sætta sig við þá staðreynd að það er ekki hægt. Þú varst alltaf svo sæt, fín, hress og fjörug og alltaf til staðar. Ég veit að þér líður vel núna, þið Særún fylgist vel með okkur og hlæið eflaust að okkur. Elsku Begga mín, þó ég hafi ekki þekkt þig lengi, þá er ég fegin að hafa átt þig sem vinkonu. Ert ein besta stelpa sem ég hef kynnst og þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Guð blessi þig, kæra vinkona. Við hittumst á ný þegar að því kemur, Larfa-baun. Þín vinkona Tinna. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, JÓHANNA OLGA ZOËGA BJÖRNSDÓTTIR HJALTALÍN, Öldutúni 12, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudag- inn 27. nóvember kl. 13.00. Sigurður Trausti Sigurðsson, Olga S. Zoëga Jóhannsdóttir, Alejandro Sua’rez, Bryndís Erla Zoëga Jóhannsdóttir, Þórður Örn Hjaltalín, Guðjón Þór Hjaltalín, systkini, ömmubörn og aðstandendur. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR MAGNÚSDÓTTIR, Tunguvegi 3, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi miðviku- daginn 15. nóvember síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Stefán Kristmundsson, Magnús Stefánsson, Margrét Þórðardóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Rut Erla Magnúsdóttir, Þórarinn Líndal Steinþórsson, Stefán Magnússon, Unnur Erla Þóroddsdóttir, Gunnar Örn Hjálmarsson, Margrét Hrönn Þóroddsdóttir og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR ÞORVARÐARDÓTTIR, dvalarheimilinu Seljahlíð, andaðist laugardaginn 11. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð og vinarhug. Eva D. Þórðardóttir, Kristján J. Bjarnason, Valdís Þórðardóttir, Þórður Þórðarson, Þorvarður Þórðarson, Guðríður Vestars, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför GUNNARS HELGASONAR frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Sigríður Pálmadóttir, Már Gunnarsson, Steinunn Hreinsdóttir, Unnur Gunnarsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Björn Jóhann Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN ÞORLEIFSSON, Maríubaugi 123, Reykjavík, varð bráðkvaddur föstudaginn 17. nóvember. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 28. nóvember kl. 15.00. Hulda Fríða Ingadóttir, Þorleifur Sigurbjörnsson, Catherine Elisabet Batt, Magna Huld Sigurbjörnsdóttir, Ármann Fr. Ármannsson, Ingi Guðmundsson, Hildur Pálsdóttir, Jón Ó. Guðmundsson, Erla Guðný Gylfadóttir, Andri Ingason, Birta Ingadóttir, Sara Huld Ármannsdóttir, Thelma Huld Ármannsdóttir, Alexander Batt Þorleifsson, Guðný Dís Jónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR A. ÁSGEIRSSON, Suðurtúni 3, Álftanesi, sem lést fimmtudaginn 16. nóvember, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudag- inn 29. nóvember kl. 15.00. Jóhanna Dahlmann, Sigurður Bragi Guðmundsson, Irina Kiry, Gunnar Karl Guðmundsson, Hrefna L. Hrafnkelsdóttir, Ásgeir Heimir Guðmundsson, Margrét Helgadóttir, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Bertrand Lauth, Bryndís Guðmundsdóttir, Ívar Kristjánsson og afabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.