Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 64
64 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Á
dögunum gerðist, að
tvær hillur í einum
bókaskápa minna létu
ófarvarandis undan
þunganum og bæk-
urnar út um allt gólf, en slíkt hefur
aldrei gerst fyrr í mínum húsum.
Áður hafði ein hillan bilað og þegar
ég vildi fá aðra hjá Ikea, skápurinn
enda nýkeyptur, var mér sagt að
framleiðslu á þessari tegund væri
hætt. Má vera meira en viturlegt,
enginn sæll sem verður undir slíkri
skriðu en sem betur fer var heim-
ilisfólkið víðs fjarri þegar atvikið
gerðist. Þetta er nú ekki til frásagn-
ar en er ég fór að koma skikk á
bókahrúguna rakst ég á litla kilju
um Leonardo da Vinci sem mér
þykir afar vænt um en var ein-
hverra hluta ekki á réttum stað í
kraðakinu. Þetta er ein af Uglubók-
unum svonefndu sem út komu á
vegum Gyldendals á sjötta og sjö-
unda áratugnum og fjalla vítt og
breitt um allt milli himins og jarðar
á hámenningarlega vísu; bók-
menntir, listir, heimspeki og sál-
arfræði, vísindi, sögu og samfélags-
sögu, trúarbrögð og stærðfræði o.fl.
Rakst á kiljuna á Borgarbókasafn-
inu fyrir nokkrum árum og hafði
verið með hana í láni trekk í trekk
er mér hugkvæmdist að leita að ein-
taki í fornbókaverslunum í Kaup-
mannahöfn. Eftir að hafa farið er-
indisleysu í allar þær helstu á
Fiolstræde, orðinn úrkula vonar og
á leiðinni til baka, varð mér gengið
framhjá einni ósjálegri sem ég hafði
ekki tekið eftir en sneri fljótlega við,
aldrei sakar að spyrja. Og nú var
heppnin með mér því á staðnum
leyndist eitt eintak, eins og það væri
að bíða eftir mér og hafði verið í
eigu einhvers Mal Mjølner sem
hafði merkt sér hana 3. mars 1972,
blessi hann allar vættir, hugsaði ég
með mér.
Höfundur bókarinnar Aage Mar-
cus var tengdur bókasafni Listaka-
demíunnar frá 1915, forstöðumaður
þess frá 1928–58, eða um þrjátíu ára
skeið og mun þar kominn heilinn á
bak við þetta frábæra safn. Eftir
hann liggja allnokkrar bækur um
listir og menningarsögu ásamt því
sem hann ritstýrði öðrum …
Þessi litla kilja, sem kemst fyrir í
jakkavasa, er 188 síður af verðmæt-
um fróðleik og jafnt nytsöm til að
glugga í af og til sér til fróðleiks og
andríkis og heildarlesturs. Leon-
ardo var í senn allistamaður, vís-
indamaður og heimspekingur, og
áhuginn á honum hefur trúlega
aldrei verið meiri en á síðustu árum,
fágætar sýningar á teikningum hans
settar upp austan hafs sem vestan.
Maður spyr sig stundum fyrir fram-
an rissin hvort það hafi virkilega
verið mennskar hendur sem fram-
báru þessar fínu línur sem hver og
ein er mettuð fjaðurmögnuðu lífi og
skynrænum yndisþokka, og hvort
hér sé á ferð sjötta skilningarvitið;
hið yfirskilvitlega.
Á einum stað er vitnað í Giorgio
Vasari, hinn mikla sagnfræðing end-
urreisnarinnar sem líka var drjúgur
málari: „Hann (Leonardo) braut
heilann um hlutina í náttúrunni, leit-
aðist við að skilja sérkenni jurtanna
og fylgdist stöðugt með hreyfingum
himinsins, leið tunglsins og braut
sólarinnar, af hverju hann í sál sinni
myndaði sér svo villutrúarlegan
skilning, að hann nálgaðist ekki
neina tegund trúarbragða þar sem
hann sá meiri tilgang í því að vera
heimspekingur en kristinn.“ Hér
kemur það fram að lífsmögnin sjálf
voru Leonardo meira undur en
trúarbrögð og annar veraldlegur
átrúnaður. Margur mætti og hefði
mátt hugleiða þetta á seinni tímum
þá menn keppast við að tengja listir
við skoðanadrögu sína, innsta eðli
skapandi athafna er nefnilega
hvorki að þjóna né drottna heldur
miðla,
Listaverkabækur/listmiðlun
Yfirskilvitlegt „Maður spyr sig stundum fyrir framan rissin hvort það hafi virkilega verið mennskar hendur sem
frambáru þessar fínu línur sem hver og ein er mettuð fjaðurmögnuðu lífi og skynrænum yndisþokka, og hvort hér
sé á ferð sjötta skilningarvitið; hið yfirskilvitlega.“
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
T
ónleikar Joanna New-
som í Fríkirkjunni fyrr
á árinu eru eft-
irminnilegir fyrir margt
og þá kannski helst það
að þeir voru einhvernveginn allt
öðruvísi en maður átti von á. Í stað
gelgjulegrar framúrstefnu, grípandi
léttra laglína, stuttra laga og eilítið
falsks söngs bauð hún upp á snúna
og víraða lagabálka, lög sem flækt-
ust um hugmyndafræðilegan orða-
skóg þar sem tónlistin nánast hvarf
í flóð orða, setninga sem brotnuðu
upp rétt þegar þær virtust nálgast
merkingarkjarna, hugsana sem
tvístruðust eins og stóðhestahópur
á ódáinsengi.
Að þessu sögðu tók Joanna New-
som aðeins þrjú ný lög í Fríkirkj-
unni, þó maður muni eiginlega ekki
eftir nema þessum þremur lögum,
en þá er líka til þess að líta að þessi
þrjú lög tóku samtals rúman hálf-
tíma í flutningi og voru því helm-
ingur reglulegrar tónleikadagskrár
hennar.
Áratuga þroski í einni svipan
Fyrir stuttu kom út önnur breið-
skífa Joanna Newsom, Ys heitir sú
og hefur að geyma Fríkirkjulögin
og tvö lög til, hátt í klukkutíma af
tónlist alls. Eins og tónleikarnir
títtnefndu gáfu til kynna er sú Jo-
anna Newsom sem birtist okkur á
Ys, talsvert frábrugðin þeirri sem
heillaði okkur á The Milk-Eyed
Mender, víst er þetta sama lista-
kona, en það er eins og hún hafi
tekið út áratuga þroska á þeim
rúmum tveimur árum sem liðin eru
frá því The Milk-Eyed Mender kom
út.
Eitt af því sem vekur áhuga og
forvitni þeirra sem hagvanir eru í
tónlistarsögunni er að útsetningar á
plötunni, sem eru íburðarmiklar og
ævintýralegar á köflum, eru skrif-
aðar á Van Dyke Parks, sem er
einn sérkennilegasti og fremsti
upptökustjóri bandarískrar tónlist-
arsögu. Parks er frægastur fyrir að
hafa unnið með mörgum helstu tón-
listarmönnum vestan hafs og aust-
an, til að mynda Beach Boys, The
Byrds, Tim Buckley, Ry Cooder,
Ringo Starr, Gabby Pahinui og
Fiona Apple, en hann sendi líka frá
sér sólóskífur á árum áður, sem
sumar eru sannkölluð meistaraverk,
til að mynda Song Cycle, Discover
America og Jump!
Varla þarf að taka fram að Van
Dyke Parks er löngu hættur að
nenna að vinna nema þau verkefni
sem honum þykja skemmtileg og
kostar líka sitt að fá hann til starfa.
Joanna Newsom lýsti því í spjalli í
apríl sl. að hún hafi eiginlega ekki
gert sér grein fyrir við hvern hún
var að tala, þekkti Parks ekki nema
fyrir það sem hún hafði heyrt frá
honum og vissi ekki hversu mikils
metinn hann var almennt og fræg-
ur. Parks tók henni líka vel og eftir
að hún hélt prívattónleika fyrir
hann og konu hans, flaug til Kali-
forníu með hörpuna og spilaði lögin
nýju fyrir þau. Hann vildi ólmur
vinna með Newsom og sló af taxt-
anum þar til útgáfa hennar, smáfyr-
irtækið Drag City, hafði efni á að
ráða hann.
Póstmódernískt flóð
Þó erfitt sé fyrir hlustanda að
stíga inn í lögin á Ys grípur maður
lögin smám saman, úr textabrot-
unum, upp úr póstmódernísku flóð-
inu, stíga myndir. Newsom hefur
líka gefið lykla að verkinu í við-
tölum, þann helstan að lögin fjögur
Emily, Monkey & Bear, Sawdust &
Diamonds og Cosmia lýsa ári í lífi
hennar, fjórir af helstu viðburðum í
lífi hennar sem allir áttu sér stað
það ár. Fimmta lagið, Only Skin,
bindur síðan plötuna saman merk-
ingarlega, tengir saman lögin fjögur
í eina heild. Með þetta að leiðarljósi
er léttara að rata þó enn eigi maður
eftir langt ferðalag.
Að því hún hefur sagt vatt hvert
lag smám saman upp á sig og
lengdist eftir því sem hún mjakaðist
nær því sem hún vildi segja og eins
og hún nefndi í vor fór hljómsveit
snemma að hljóma í kolli hennar og
henni varð líka snemma ljóst að hún
þyrfti aðstoð til að búa lögin svo að
sómi væri að.
Hún ræður
Í fróðlegu viðtali í vefritinu Pitch-
forkmedia lýsir Newsom því hvern-
ig þau Parks unnu útsetningarnar
og fer ekki á milli mála að hún réð
ferðinni. Þannig sendi hún honum
punkta um hverja textalínu, hvað
hún sæi fyrir sér þegar hún syngi
hana, stemmningu, lit og áferð. Það
var síðan Parks að ná sýninni fram
á þann hátt að hún yrði sátt. Og
sátt var hún að eigin sögn, segir að
Parks hafi sjaldan viljað fara aðra
leið en hún lagði til en þegar hann
þráaðist við segist hún líka hafa
fljótlega áttað sig á að hann hafði
rétt fyrir sér.
Þegar Joanna Newsom kom
hingað var hún bara með hörpuna í
för með sér og því sérkennilegt til
að byrja með að heyra lögin komin í
fullan skrúða á Ys. Hún varð líka að
grípa til sparnaðarráðstafana þegar
hún lagði upp í tónleikaferð að
kynna plötuna – í stað strengja
koma cimbalon og harmonikka – en
einir tónleikar að minnsta kosti
verða með fullskipaðri sinfón-
íuhljómsveit því hún heldur tónleika
í Barbican í Lundúnum 19. janúar
næstkomandi með Sinfón-
íuhljómsveit Lundúnaborgar.
Hugmyndafræðilegur orðaskógur
Ljósmynd/Paul O’Valle
Orðaflóð Bandaríska söngkonan Joanna Newsom.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson
Með helstu plötum árs-
ins verður án efa Ys,
stórvirki Joanna New-
som sem kemur út hér
á landi í vikunni.