Morgunblaðið - 26.11.2006, Síða 65
Í safni drottningar í nágrenni
Viktoríustöðvarinnar í London,
dvaldi ég langalengi við skoðun sýn-
ingar á teikningum meistarans fyrir
liðlega ári sem ég greindi seinna frá
í Sjónspegli, en hyggst engan veg-
inn herma af henni hér. Vík aðeins
að viðamiklu úrvali bóka um lista-
manninn sem falar voru í sölubúð og
listaverkabókum yfirleitt. Bæk-
urnar voru af öllum stærðum og
gerðum, og hin viðamesta, mikil og
stór um sig og afskaplega vel hönn-
uð,væri í senn stöðutákn eigenda og
djásn hvers heimilis. En stærð og
flottheit bóka um listamenn er ekki
veigurinn heldur innihaldið og hönn-
unarleg útgeislun þeirra, jafnframt
sá áhugi sem þær kunna að vekja
hjá kaupandanum, og þannig séð er
ég að vissu leyti mun ánægðari með
litlu kiljuna en ég hefði nokkru sinni
orðið með þá stóru. Augljóst að ég
gæti ekki gengið með hana í vas-
anum, þyrfti helst hjólbörur til vilji
maður hafa slíka doðranta með-
ferðis, en engan veginn er ég að
lasta birtingarmyndina né prédika
einhvern sósíalisma í útgáfu bóka,
þar skal fjölbreytni ríkja …
Aðra kilju af svo til ná-kvæmlega sömu stærð enþriðjungi færri blaðsíður,rakst ég einnig á við til-
tektirnar og var þar komin: „Den
Munch jeg mødte“, eftir Inger Alver
Gløersen sem fjallar um ævilöng
kynni höfundar af málaranum. Þetta
var önnur dularfull tilviljun því
nokkur skyldleiki þykir með snill-
ingunum, þó helst hvað náðargáfu
og útlit snertir og prófíll þeirra
hafði augljósar hliðstæður. Nú
þekkti ég Aage Marcus ekki neitt en
listasaga Maríu Marcus, sem gæti
hafa verið eiginkona hans eða dóttir,
var með þeim fyrstu sem ég keypti
um dagana. Hugkvæmdist því miður
ekki að nota bókasafnið góða á Aka-
demíunni árin mín þar, áhugi minn á
þeirri hlið listnáms og listmiðlunar
öllu minni en seinna varð. Hins veg-
ar kynntist ég Inger í sambandi við
dvöl á heimili og vinnustofu vinar
míns, málarans Snorre Andersen í
Ramsnes, í nágrenni Åsgårdstrand,
staðnum sem Munch gerði ódauð-
legan í verkum sínum. Einn daginn
heimsóttum við Snorre gömlu kon-
una sem tók vel á móti okkur og gaf
mér bókina sína sem hafði komið út
1956 og endurútgefin 1962. Bókin
fékk mjög góða dóma og Jean Hei-
berg prófessor við listakademíuna í
Ósló lét svo um mælt, að hann hafi
trauðla lesið neitt sem jafnskil-
merkilega hafi greint sér frá mann-
inum að baki sköpunarferlinu. Inger
þessi var stjúpdóttir Sigurd Høst
málfræðings og lektors sem keypti
fyrsta málverkið sem Munch seldi
um dagana og fleiri eftir það. Ein-
dregin bakhjarl og ráðgjafi mál-
arans sem sjálfur var heimagangur í
húsi hans í Borre í nágrenni Åsgår-
dstrand, hvar Munch undi hag sín-
um mikið vel og átti sér uppáhalds-
hægindastól úr leðri. Gamla konan
vildi einhverra hluta vegna endilega
að ég settist í þennan stól en Snorre
hafði greint frá áhuga mínum á
listamanninum og að ég hafði skrif-
að nokkrar greinar um hann. Hún
sagði sig eiga safn merkilegra ljós-
mynda tengdar Munch sem aldrei
hefðu komið fyrir sjónir almennings
og fékk um leið þá hugmynd að ég
miðlaði þeim fyrstur manna svo
fremi sem ég hefði áhuga á að skrifa
bók um snillinginn. Ég kom alveg af
fjöllum en í framhaldinu vorum við í
bréfasambandi næstu árin, áður
hafði hún boðið Munchsafninu í Ósló
ljósmyndirnar til kaups en það hafði
ekki sýnt tiltakanlegan áhuga sem
fór bersýnilega illa í hana. Safnið
mun hafa fengið ávæning af þessu
og seinna frétti ég að það hafði fest
sér myndirnar og um leið hætti
gamla konan að skrifa mér. Helstur
grunnur hugmyndarinnar um að ég
skrifaði bók um listamanninn um
leið brostinn, en gaf hana þó ekki al-
veg upp á bátinn, aðrar og nærtæk-
ari ástæður komu til …
Fór að hugsa til þess að við-líka kiljur um íslenskamyndlistarmenn eru allsóþekktar á Íslandi, og ef
það væri í farvatninu að skrifa um
einhvern settu menn sig í hátíðlegar
stellingar. Fræðileg úttekt er í senn
góð og gild, hitt ekki síður að bregða
upp mynd af persónunni að baki
listaverkanna þótt ekki sé um neina
beina ævisögu að ræða heldur op-
inskáa og gagnsæja úttekt. Þannig
bækur, einkum ef þær væru skrif-
aðar á lifandi máli, myndu trúlega
ganga mun betur út en hinar stóru
og íburðarmeiri sem margur kaupir
frekar til gjafa en af ástríðu. Eru þá
nokkurs konar sýndarmennska og
stöðutákn eins og til að mynda einn
metri af Laxness og Gunnari Gunn-
arssyni í bókahillunni.
Kjarvalskver Matthíasar Johann-
essen kemst næst slíku útgáfuferli
en það er öðru fremur um sam-
talsbók að ræða en hugleiðingar og
úttekt Matthíasar sjálfs á lista-
manninum. Hins vegar tel ég það
engan veginn slæma hugmynd að
gefa kverið út í kiljuformi og leggja
samtímis meiri áherslu á þesslags
kynningu á íslenskum listamönnum.
Allir hefðu efni á að nálgast slíkar
bækur án mikilla fjárútláta og hafa
þær í vasanum ef þeim hugnast svo.
Hér komin ein leið til að gera ís-
lenska myndlist gagnsærri – og ekki
vanþörf á.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 65
Myndir, lampar, vasar, skálar, úti- eða inniblómapottar...
OPIÐ
Í DAG
Ármúla 42
sími 895 8966
Opið alla daga frá kl. 10-18
MIKIÐ ÚRVAL AF EINSTÖKUM JÓLAVÖRUM
S. 568 1410 og 482 1210 - Grænir og góðir!
upplifðu
Gleðilegar jólaferðir!
Vinnustaðir!
Leiksskólar!
Grunnskólar!
Fjölskyldur!
Jólatré valin, jóla-
markaður Sólheimum,
jólalög og sögur í Skál-
holti og margt fl.
Sértilboð á allar
jólahlaðborðsferðir.
Sjá: www.gtyrfingsson.is
SJÖUNDU tónleikar tónleikarað-
arinnar Tónað inn aðventu í Nes-
kirkju verða í dag klukkan 17. Þá
mun organisti kirkjunnar, Stein-
grímur Þórhallsson, setjast fyrir
framan orgelið og halda sína árlegu
tónleika. Mun hann flytja verk eftir
J.S. Bach, Frescobaldi, A. Guilmant
og C. Franck.
Steingrímur er einnig listrænn
stjórnandi „Tónað inn aðventu“, en
markmið hátíðarinnar er að lista-
menn sem tengjast kirkjunni eða
vesturbæ á einhvern hátt hafi vett-
vang til að koma fram. Einnig er
markmiðið að setja á fót listahátíð
vesturbæjar með aðsetur í Nes-
kirkju, þar sem ungir og aldnir sýni
afrakstur vinnu sinnar.
Steingrímur lauk píanókenn-
araprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1998 og kantorprófi
frá Tónskóla þjóðkirkjunnar. Árið
2001 útskrifaðist hann með Magist-
ero di organo frá Kirkjutónlist-
arskóla Páfagarðs.
Haustið 2002 var Steingrímur
ráðinn organisti við Neskirkju eftir
að hafa starfað um tíma sem skóla-
stjóri Tónskólans á Hólmavík. Hann
hefur víða komið fram á tónleikum,
m.a. á Tónlistardögum Dómkirkj-
unnar.
Orgeltónleikar Steingríms
Þórhallssonar í Neskirkju