Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 67
inn í undirdjúpin en skynsamlegt
var. Þótt vont sé að snúa frá hálf-
kláruðu verki varð hann að láta sig
hafa það enda ótækt að valda sam-
ferðafólkinu frekari áhyggjum.
Hægar var farið yfir til baka og bet-
ur kíkt í kringum sig. Ljóst var að
um mjög merkan hellafund var að
ræða. Eftir að hafa lent í vandræð-
um með að finna leiðina til baka,
gjótuna þröngu þar sem grjótið
hafði verið forfært, komst Björn þó í
íssalinn á ný og út undir bert loft,
þreyttur en kátur.
Eftir hellaferðina fór Björn til
Þorlákshafnar, heimsótti Guðmund
Brynjar og búralegur lýsti hann
hellinum sem Guðmundur Brynjar
hafði fundið þrettán árum áður án
þess að vita af því.
Glæsileikinn með ólíkindum
Sunnudaginn 8. maí 2005 var aft-
ur haldið í Búra. Saman í för voru
Albert Ólafsson, Björn Hróarsson,
Guðmundur Brynjar Þorsteinsson,
Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir,
Jóhanna Guðmundsdóttir, Ómar
Smári Ármannsson og Viktor Guð-
mundsson. Íssalurinn skartaði sínu
fegursta sem daginn áður og undr-
uðust hellafararnir stærð og mik-
ilfengleika hellisins. Þegar gengið
hafði verið nokkuð á aðra klukku-
stund var komið að „indjánanum“
eða stærðar steini sem tyllir sér
milli gólfs og loft og hefur lögun
ekki ósvipaða og fjöður. Á þessum
stað sneri Björn við daginn áður.
Aðeins um hundrað metrum innar
tók við upprunalegt gólf og á
löngum köflum er hellirinn ekkert
hruninn og allur hinn glæsilegasti.
Gífurlegar hvelfingar eru í honum
og aðeins örfáir hraunrásarhellar
hér á landi sambærilegir að stærð.
Þótt einstaka hrun sé í hellinum á
þessum kafla verður hann sífellt
heillegri eftir því sem innar dregur
og veggir hans ótrúlega glæsilegir.
Enn innar tók við gífurleg hvelfing
en síðan snarlækkar til lofts og frá
þessari hvelfingu halda göngin
áfram en lofthæðin er „aðeins“ fjórir
til fimm metrar. Glæsileikinn er
hins vegar með ólíkindum og allt
stráheilt þótt allir Suðurlands-
skjálftar í um 5000 ár hafi látið
þarna til sín taka. Í rásinni er fal-
Hvelfingar Í Búra eru víða gríðarlegar hvelfingar og miklir salir. Urð og grjót Búri er víða mikið hruninn og erfiður yfirferðar.
legur hraunfoss, nærri mannhæðar
hár.
Á vit ævintýranna
Enn kom hellirinn á óvart og nú
sem aldrei fyrr. Þegar komið var á
að giska rúman kílómetra inn stóðu
hellamenn á gati. Því betur ekki al-
veg í bókstaflegri merkingu en þótt
þakþykktin sé örugglega mikil og
þótt hæð hellisins sé um ellefu metr-
ar skammt frá þessum stað blasti nú
við mikill svelgur. Hann er alveg
lóðréttur, um 5 metrar í þvermál og
17 metra djúpur. Niðri í undirdjúp-
unum, þess vegna á um 50 metra
dýpi í hrauninu, mátti glögglega sjá
hvar hellirinn heldur áfram – á vit
ævintýranna. Engin lína eða sigtæki
voru með í för auk þess sem farið
var að draga af mannskapnum enda
ekkert áhlaupaverk að koma sér á
þennan stað og morgunljóst að ann-
an daginn í röð þyrfti að snúa frá
hellinum án þess að hafa farið hann
á enda.
Svelgurinn er með miklum hraun-
taumum og hinn glæsilegasti og á
sér ekki hliðstæðu í öðrum hraun-
helli á Íslandi.
Svelgurinn vekur margar spurn-
ingar sem enn er ósvarað. Ljóst var
að þótt hellirinn væri ekki fullkann-
aður og enginn vissi hvert hann lægi
eða hvað hann hefði að geyma þá
var hann samt sem áður einn
stærsti og merkilegasti hraunhellir
á Íslandi. Ferðin til baka gekk vel
en það voru þreyttir hellafarar sem
upp komu.
Laugardaginn 21. maí var haldið í
Búra á ný með það að markmiði að
fara niður hraunfossinn innst í hell-
inum og kanna hvað þar væri undir.
Leiðangursmenn voru Ásbjörn
Hagalín Pétursson, Björn Hróars-
son, Daði Hrannar Aðalsteinsson,
Guðmundur Brynjar Þorsteinsson
og Pétur Ásbjörnsson yfirklifrari.
Vegna klifurbúnaðar og þess að
hellafararnir bjuggust allt eins við
langri hellaferð voru þungar byrðar
á baki. Þrátt fyrir það hröðuðu
menn sér inn hellinn og að svelgnum
mikla. Innarlega í hellinum sést víða
hvar hrun er þakið hrauni. Greini-
legt er að töluvert hrun hefur átt sér
stað í hellinum meðan þar var enn
hraunrennsli. Síðan hefur hækkað í
hraunánni og hún húðað stórgrýtið.
Eru steinarnir með því þynnri
hraunhúð því ofar sem þeir eru og
ólíklegt að þeir hafi lengi verið á
kafi. Líklegra er að rennslið niður
hellinn hafi lent í teppu skamma
stund og þá hækkað svo í hraunánni
að hún náði að húða grjótið. Er
þetta enn eitt dæmið um að hrun í
hellum á sér yfirleitt stað skömmu
eftir að þeir myndast en eftir það
hrynur lítið eða ekkert.
Við svelginn hófu þeir feðgar,
Pétur og Ásbjörn, að undirbúa
ferðalagið niður hraunfossinn.
Sprungur eru nokkrar og því auð-
velt að koma fyrir festingum og ekki
leið á löngu þar til línan lá traust
niður á botn svelgsins. Björn Hró-
arsson fór fyrstur fram af brúninni
og lét sig síga til botns utan á glæsi-
legum hraunfossinum. Ekki var
hann raunar kominn langt þegar
Pétur Ásbjörnsson kallaði á eftir
honum: „Gaman að hafa kynnst
þér!“ Birni varð ljóst áður en botni
var náð að svelgurinn væri dýpri en
menn höfðu áætlað ofan frá. Mæling
gaf síðan til kynna að hraunfossinn
er um 17 metra hár. Lofthæðin í
svelgnum er því rétt um 20 metrar.
Fóru nú félagarnir niður í svelginn
einn af öðrum og er þetta nátt-
úruundur hið ótrúlegasta, hvar og
hvernig sem á það er litið. Fara má
undir veggi svelgsins, gegnt foss-
inum, og upp stórgrýtisbrekku fá-
eina metra en ekki fannst leið áfram
eftir rásinni. Vel má vera að þarna
mætti með réttum áhöldum færa til
grjót og finna leiðina áfram en það
tókst ekki að þessu sinni. Þar sem
leiðin lokast inn frá svelgnum eru
um fimm metrar niður á neðsta
hluta svelgsins en þar hefur hraunið
greinilega haldið áfram niður og þá
líklega þaðan áfram eftir hellisrás.
Hver hún er, hvar hún er og hvort
hún er enn til staðar er hins vegar
óvíst með öllu. Vel gekk að klifra
upp fossinn, taka saman klifurdótið
og arka út hellinn.
Búri kortlagður
Hellaferðin tók rúmar sex
klukkustundir og enn kom Búri á
óvart.
Búri var kortlagður 17. og 18. júní
2005. Þeir Björn Hróarsson og Guð-
mundur Brynjar Þorsteinsson fengu
til liðs við sig fimm þaulreynda
breska hellamenn til verksins, Ed
Waters, Hayley Clark, James Beg-
ley, Phil Collett og Phil Wharton.
Kortið er meðfylgjandi og reyndist
hellirinn 980 metrar á lengd. Enn
eru þó ókönnuð göng út frá hellinum
en þau eru í um 8 metra hæð frá
gólfi og er eftir að klifra þangað
Íslenskir hellar eftir Björn Hróarsson
er 674 blaðsíður í tveimur bindum og
prýdd fjölda ljósmynda, sem flestar
eru teknar af höfundi. Útgefandi er
Vaka-Helgafell – Edda útgáfa 2006.
Undirheimur Búri var kortlagður 17. og 18. júní árið 2005 og er heildarlengd hellisins um 980 metrar.
Hraunfoss Hraunfossinn innst í
Búra er um 17 metra hát.
Hellisbotn Innst í Búra er 17 metra djúpur svelgur.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 67
Þorleifur er sérfræðingur á sviði fisklífeðlisfræði hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Ísafirði.
Mánudaginn 27. nóvember flytur
Dr. Þorleifur Ágústsson erindi:
Rannsóknir á þorskeldi í sjókvíum.
Allir velkomnir.
Fræðsluerindi Landbúnaðarháskóla
Íslands á Keldnaholti
Erindið hefst kl. 3 e.h. og er haldið í fundarsal LbhÍ
á Keldnaholti, 3. hæð.
Stökksteikt andarbringa með volgri andarlifur,
mangó og sætum kartöflum í súrsaðri plómusósu
domo restaurant bar
þingholtsstræti
reykjavík
sími