Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 69
menning
ÞETTA FÓLK Á SKILIÐ AÐ ÞJÁST
SKJÁREINN næst
í gegnum Skjáinn
og Digital Ísland
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
2
4
4
8
0
Sex frægir einstaklingar hafa
samþykkt að gangast undir
stranga meðferð sem breytt
getur lífi þeirra til framtíðar.
Komast þeir heilir í gegnum
dagskrána sem bíður þeirra í
einangrunarbúðunum í
Sólheimum í Grímsnesi?
SEX FRÆGIR EINSTAKLINGAR
bROTNIR NIÐUR OG
BYGGÐIR UPP AFTUR
Í KVÖLD
KL.20.30
! " # $ % " # & ! " '
() * (+) , ,&," -../
TÓNLIST sú er kennd er við djass-
sendiboða Art Blakeys ber hæst af
öllu sem leikið hefur verið í harð-
boppi. Bestu útgáfur sveitarinnar
eins og þær með trompet/tenór
framlínunum: Byrd/Mobley, Morg-
an/Golson og Hubbard/Shorter eru
einhverjar mögnuðustu hljómsveitir
djasssögunnar. Blakey kom tvívegis
til Íslands með sendiboða sína og
lék í Austurbæjarbíói 1979 og aftur
fyrir fullu húsi í Háskólabíói 1982.
Þar var m.a. á dagskrá ópus Wayne
Shorters, „One by One“, og það var
upphafslag Qvicks og félaga. Strax
mátti greina að þetta yrðu kraft-
miklir djasstónleikar, þó kraftbirt-
inguna og lífsháskann, sem ein-
kenndi Blakeysveitirnar jafnan,
vantaði. Shorterópusarnir urðu þrír
og var sá frægasti, „Lester Left
Town“, lipurlega leikinn af blásur-
unum og fjórir/fjórir spuni Snorra
og Eriks fínn. Annars sætti ekkert
annað tíðindum í fyrra settinu nema
skemmtileg spilamennska í
snilldarverki Bobby Timmons „Dat
Dere“. Snorri blés þar framúrskar-
andi sóló, kraftmikinn og hug-
myndaríkan.
Þeir félagar hófu leikinn eftir hlé
á Caravan Tizols og Ellingtons og
voru snúnir boppfrasarnir ágætlega
blásnir. Erik sló mikinn trommu-
sóló með öllu fíneríinu: pákukjuð-
um, olnbogaspili og klassísku þyrli.
Síðan gerðist fátt uns hljómsveitin
lék listavel eitt helsta meistaraverk
djassbókmenntanna: „Whisper
Not“ eftir Benny Golson. Lokalagið
var „Quicksilver“ eftir Horace Sil-
ver, sem stjórnaði djasssendiboð-
unum fyrstu árin ásamt Blakey.
Þar fór kollegi Silvers, Agnar Már,
á kostum þótt enginn væri flygill-
inn. Hann notaði nær allt tónsvið
píanósins í spunanum og skorti
hvorki kraft né hugmyndir. Ólafur
Jónsson blés trausta sólóa í hverju
lagi með glimrandi fínan Mobleytón
og bróðir hans Þorgrímur er að
verða einn fremsti bassaleikari okk-
ar og á það sameiginlegt með bróð-
urnum að hinn klassíski djass eftir-
stríðsáranna lætur honum best.
Tónninn fínn og kraftmikill. Það
væri gaman að heyra þessa sveit
aftur og þá mætti velja tónlistina
aðeins betur, sleppa því lítilfjörlega
og bæta við snilldarverkum eins og
„Nicás Dream“ eftir Silver, „Moan-
in“ eftir Timmons og Golsonópus-
unum „I Remember Clifford“ og
„Along Came Betty“. Blúsmars
Golsons er á efnisskrá sveitarinnar
þótt hann hafi ekki verið leikinn
þetta kvöld.
Að lokum: Ef DOMO á að verða
alvörutónlistarstaður verður að
vera þar alvöruhljóðfæri, en það
hefur einkennt íslenska veitinga-
staði að þar hefur ekki verið boðið
upp á annað en píanógarma sé
hljóðfæri þá á staðnum og er fræg-
asta dæmið flygillinn á Hótel Sögu
sem margir heimsfrægir píanó-
meistarar hafa slegið stillinguna úr
í fyrsta lagi.
Íslenskir
djasssendiboðar
DJASS
Múlinn á DOMO bar
Snorri Sigurðarson trompet, Ólafur Jóns-
son tenórsaxófón, Agnar Már Magnús-
son rafpíanó, Þorgrímur Jónsson bassa
og Erik Qvick trommum. 23. nóvember
2006 kl. 21:00
Hljómsveit Eriks Qvicks
Vernharður Linnet
Erik Qvick „Erik sló mikinn
trommusóló með öllu fíneríinu:
pákukjuðum, olnbogaspili og klass-
ísku þyrli,“ segir m.a. í dómnum.
Fréttir í tölvupósti