Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 76

Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 76
76 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK BÖRN eeee DV eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Jón Viðar – Ísafold eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL / AKUREYRI THE GRUDGE 2 kl. 8 - 10 B.I. 16 SANTA CLAUSE 3 kl. 2 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ ADRIFT kl. 10 B.I. 12 JÓNAS... m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / KEFLAVÍK ÓVISSUSÝNING kl. 11 CASINO ROYALE kl. 5 - 8 - 11 B.I. 14 SANTA CLAUSE 3 kl. 2 - 5:30 - 8 LEYFÐ JÓNAS... m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ ÓTEX TUÐ kvikmyndir.is eeee H.J. Mbl. 5 Edduverðlaun besta mynd ársins, besti leikar ársins, besti leikstjórinn, besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison) - ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ - 23. nóv - 3. des. THE DEPARTED kl. 3 - 6 - 9 B.i. 16 ára MÝRIN kl. 3 - 5 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára BÖRN kl. 8 B.i.12.ára A SCANNER DARKLY ÓTEXTUÐ kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 16.ára THE QUEEN kl. 3:30 B.i. 12.ára Drottningin ROFIN PERSÓNUVERND FRÁFÖLLNUHINIR FRÁFÖLLNUHINIR Í SAATeeeeeV.J.V. TOPP5.IS the last kiss síðasti kossinn eeee EMPIRE MAGAZINE eee L.I.B. Topp5.is Sýningartímar M.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið HAGATORGI • S. 530 1919 WWW.HASKOLABIO.IS IL CUORE ALTROVE (Með hjartað á öðrum stað) Sýnd kl. 5:50 L'UOMO IN PIÙ (Honum er ofaukið) Sýnd kl. 8 ZEDER (Hefnd hinna dauðu) Sýnd kl. 10:10 á allar sýningar merktar með appelsínugulu á laugardögum og sunnudögumSPARBÍÓ 450kr “Besta Bond myndin í áraraðir.„ eeee V.J.V. Topp5.is “Besta Bond myndin frá upphafi...„ eeee Þ.Þ. Fbl. “Ein besta myndin frá upphafi... „ eeee S.V. Mbl. á allar myndir sem sýndar eru á ítölsku kvikmyndahátíðinni Gegn framvísun miða sem er framan á morgunblaðinu í dag Býður áskrif- endum sínum í bíó1fyrir2 sagðar, eða um skemmdir á vatns- lögnum í húsum á Keflavíkurflugvelli. Húsum sem verða flest rifin áður en langt um líður. Ungt barnafólk myndi frekar vilja hlusta á alþingismenn sem boðuðu betri tíma, heldur en þá sem eru stöðugt að nöldra. x x x Ferð Víkverja tilSkotlands var ánægjuleg, en það var þó eitt sem var leið- inlegt við hana – það var að standa lengi í röð í flughöfn- inni í Glasgow, til að skrá sig í flugið heim. Ástæðan fyrir langri töf var að sumir kunna sér ekki hóf í verslun – voru með mikla yfirvigt. Sérstakar tafir voru þegar fimm til sex voru að bóka sig inn í einu og síðan fóru menn að þrasa um hver ætti að borga yfirvigt eða ekki. Fyrir utan að vera með of mikinn þunga í ferða- töskunum voru margir með þungan handfarangur sem þeir ætluðu sér að burðast með inn í farþegarými. Víkverji áttar sig ekki á hvers vegna margir þurfa að bóka sig inn saman, eins og um íþróttahópa sé að ræða – sem eru saman með búningatöskur. Víkverji brá sér tilSkotlands á dög- unum. Ferðin er ekki í frásögur færandi nema þá fyrir það að Víkverji hrökk við þegar hann gerði sér grein fyrir hvað verðmunurinn á barnafatnaði er mikill í Skotlandi og hér á landi, þar sem barna- fólk borgar nær þrefalt hærra verð fyrir barnafatnað heldur en Skotar. Það er því ekki nema vona að barna- fólk, sem hefur efni á, fari út fyrir landstein- ana til að versla – haldi í auknum mæli í víking til að kaupa fatnað á börnin sín. Þeir sem hafa ekki ráð á því – dvelja hér heima í átthagafjötrum. Það er sorglegt að vita til þess hvað ungt barnafólk þarf að greiða mikið fyrir fatnað sem nýtist ekki lengi þar sem börnin vaxa hratt og fötin verða því fljótt of lítil. Er það ekki miklu meira baráttu- mál fyrir alþingismenn að hlúa að æsku Íslands með því leggja til að enginn virðisaukaskattur verði á barnafötum eins og þekkist í ná- grannalöndum okkur, frekar en að vera endalaust að þrefa um hluti eins og hvalveiðar, sem eru sjálf-         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. (1Pt. 1, 6.) Í dag er sunnudagur 26. nóvember, 330. dag- ur ársins 2006 Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is RÚV sem öryggisnet fyrir landið? ÉG VAR á ferðinni aðfaranótt sunnudagsins þegar mjög slæmt veður var og margt fólk í vandræð- um í miðbæ Reykjavíkur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins er með fréttir kl. 5 að morgni og kl. 6 og það var ekki minnst einu orði á vont veður í Reykjavík eða nágrenni. Ein- ungis voru lesnar erlendar fréttir. Ég hélt að Ríkisútvarpið ætti að vera eins konar öryggisnet fyrir landið og flytja fréttir af svona lög- uðu. Það hefur stundum þurft minna tilefni til að segja frá. Eins vil ég benda á að ekki var byrjað að ryðja göturnar fyrr en kl. 6 um morguninn og var mér sagt að það væri ekki byrjað fyrr en kl. 6 um helgar. Óli Þór. Bílastæðin við Sigtún ÉG BÝ í Sigtúni 21 en það er síðasta húsið í götunni, næst Kringlumýrar- braut. Það er orðið vita vonlaust að fá bílastæði fyrir framan húsið sitt hér í götunni því það er stöðugur straumur af fólki á ráðstefnur og aðra viðburði á Grand Hóteli í Sig- túni. Nýlega var búið að leggja fyrir innkeyrsluna hjá okkur og bíllinn sem var inni í innkeyrslunni var lok- aður inni og við lentum í vandræðum með að komast frá húsinu út á göt- una. Ég held að við sem búum þarna eigum forgang í bílastæðin fyrir framan húsin. Laufey Sólveigardóttir, Sigtúni 21. Pólitíkusar gleyma – en þó ekki sér VIÐ fjárlagagerð er í mörg horn að líta og gleymast þar sumir en svo er að sjá að pólitíkusarnir gleymi ekki sjálfum sér. Að undanförnu hafa blöðin verið hlaðin endalausum áróðri bæði í greinum og auglýsingum og enn skal seilst í vasa skattgreiðenda svo unnt verði enn að auka þennan ófögnuð. Vissulega er lýðræðinu hætt þeg- ar miklu fjármagni er veitt í þennan ófögnuð en nú er ljóst að flestir landsfeðranna sameinast um að bæta í. Vissulega vil ég sem kjósandi vita deili á þeim er bjóða fram krafta sína í þágu landsins en sú kynning þarf að vera einföld og aðgengileg. Okkar landsfeður gætu t.d. sett reglur um að hætta áróðri en gefa hins vegar frambjóðendum kost á að kynna sig og sín fyrri afreksverk í sameiginlegu riti sem væri öllum að- gengilegt og láta síðan okkur kjós- endur í friði fyrir frekari áróðri. Með því má gefa kjósendunum frið til að átta sig á mannvalinu og gera upp hug sinn varðandi frambjóðendur og hvaða frambjóðendum þeir treysta best fyrir málefnum samfélags okk- ar. Vert er að benda á að lestur dag- blaðanna yrði mun ánægjulegri þeg- ar áróðurinn væri á bak og burt. Steinar Steinsson. Skemmtileg og fræðandi saga ÉG VONA að sem flestir er heima sitja á daginn hafi hlustað á Harald Bessason frá Kýrholti í Skagafirði flytja sína frábæru sögu, „Bréf til Brands“, sem brátt lýkur. Hún er upplýsandi, fræðandi, skemmtileg og mjög vel flutt á fagurri íslensku. Ég vil þakka Haraldi fyrir skemmtilega og fræðandi sögu. Ingibjörg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.