Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Laugardagur 2. 12. 2006 81. árg. lesbók ÞJÓÐ OG TUNGA EKKI LENGUR HÆGT AÐ BYGGJA ÍSLENSKA MÁLSTEFNU Á ÞEIM GRUNNI SEM LAGÐUR VAR Í SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNI » 10 Æ, hvaða mæða. Við erum rasistar.» 2 EINN lestur dugar ekki,“ segir Ást- ráður Eysteinsson í ritdómi um nýja skáldsögu Fríðu Á. Sigurðardóttur í Lesbók í dag og bætir við: „Þetta er saga sem þarf að lesa aftur. En það gildir um allar bækur sem skipta máli.“ Ástráður segir að lesandi bók- arinnar verði virkur þátttakandi í erðalagi sem liggur meðal annars um eyður milli tímabila og persóna en sagan sé trú þeirri staðreynd að maður lifir aldrei aðeins eigin lífi og afnframt því að innra með manni séu raddir og sjálfsmyndir frá mis- munandi skeiðum ævinnar. Bók Fríðu hefur fengið misjafna dóma hjá gagnrýnendum undanfarið en Ástráður er í megindráttum ánægður með verkið þótt hann sé gagnrýninn á sumt. Allsvakaleg skilaboð Hugleiks Geir Svansson skrifar gagnrýni um nýjustu bók Hugleiks Dagssonar í Lesbók í dag. Hann segir að skopið og formið í teiknimyndum Hugleiks eigi sumpart ættir að rekja vestur um haf, ekki síst til South Park- þáttanna kunnu. Hann segir: „Fígúrur Hugleiks ifa þó sjálfstæðu íslensku lífi og eru svona kröftug lágmarkshönnun sem dugar til að koma (allsvakalegum) skilaboðum á framfæri.“ Skilaboðin sem Geir talar um fel- ast einkum í svörtum og klámfengn- um húmor sem sköpunarverk Hug- leiks í þessari bók, Eineygði kötturinn Kisi, heldur úti. Geir segir um bókina: „Kisi og Hnakkarnir markar kannski ekki djúp spor í bókmenntasöguna en gefur þó nasa- sjón af ákveðnum menningar- straumum og tilheyrandi húmor, sem Freud hefði hugsanlega kennt við þarm-stigið.“ » 16 Einn lestur á Fríðu dugar ekki ljósmynd tag with 6 point dummy text. Fríða Á. Sigurðardóttir „Þetta er saga sem þarf að lesa aftur.“ „En það gildir um allar bækur sem skipta máli“ HVERT er hlutverk listgagnrýn- enda nú á tímum þegar breyttar áherslur myndlistar hafa snúið henni í átt til hvunndagsins, dæg- urmenningar, ímyndardýrkunnar og jafnvel andfegurðar? Þannig spyr Jón B. K. Ransu, myndlistargagnrýnandi á Morg- unblaðinu, í grein í Lesbók í dag en hann telur að áhrif og völd gagn- rýnenda hafi farið þverrandi und- anfarin ár og því spurning hversu margir, í raun, taki mark á áliti þeirra. Jón gerir grein fyrir þeirri til- hneigingu í gagnrýni hérlendis sem erlendis að gagnrýnendur lýsi því sem fyrir augu þeirra ber á mynd- listarsýningum með hlutlausum hætti en segi síður skoðun sína á listinni. Svo virðist sem slík gagn- rýni bæti engu við það sem skrifað sé um enda sé ritun gagnrýni fyr- irlitlegasta iðja sem til sé. En hver hefur þá valdið sem gagnrýnandinn hafði til að segja hvað sé góð list eða slæm og fella yfir henni dóm? spyr Jón. Hann segir að af greinum og bókum sem hann hafi lesið virðist menn sam- mála um að þetta vald hafi færst yfir til gallerista og sýningarstjóra. » 9 Áhrifa- leysi gagn- rýnenda Áhrif og völd gagnrýn- enda hafi farið þverr- andi undanfarin ár Morgunblaðið/Einar Falur Gyrðir Elíasson „Mér finnst að það mætti gera meira af því að þýða bækur sem eru ekki að vaða upp einhverja metsölulista.“ » 14 laugardagur 2. 12. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Hörð keppni fram undan um markakóngstitilinn >> 4 TAP GEGN PORTÚGAL DRAUMUR KVENNALANDSLIÐSINS Í HANDBOLTA UM AÐ KOMAST ÁFRAM ER NÁNAST ÚR SÖGUNNI » 2 RONALDINHO verður hvíldur í liði Evrópu- og Spán- armeistara Barcelona í leikn- um gegn Levante í kvöld. Börsungar eiga afar þýðing- armikinn leik fyrir höndum í Meistaradeildinni á þriðju- daginn þegar þeir taka á móti Werder Bremen en þann leik verður Barcelona að vinna til að komast áfram í 16 liða úr- slit keppninnar. Ronaldinho fær því gott tækifæri til að safna kröftum fyrir þann slag en Brasil- íumaður- inn hefur farið mik- inn í liði Börsunga í síðustu leikjum. Eiður Smári Guðjohn- sen verður í fremstu víglínu gegn Lev- ante og líklega stólar Frank Rijkaard á íslenska landsliðs- fyrirliðann að sjá um marka- skorun liðsins en hann og Ro- naldinho eru tveir markahæstu leikmenn liðsins. Ronaldinho hefur skorað 10 mörk, þar af fimm úr víta- spyrnum, og Eiður Smári hef- ur skorað fimm mörk. Líklegt er að Thigao Motta komi inn í byrjunarliðið í stað Ronaldin- hos en Börsungar tróna á toppnum, hafa eins stigs for- skot á Sevilla. Eiður Smári Guðjohnsen Rijkaard stólar á Eið Smára gegn Levante KVENNALIÐ ÍS í körfu- knattleik kvenna hefur samið við bandaríska leikmanninn Anabel Lucia Perdomo og mun hún leika með liðinu það sem eftir er keppnistímabils- ins. Hún er bakvörður og lék með Southern Connecticut- háskólaliðinu sl. vor. Per- domo er væntanleg til lands- ins í byrjun næstu viku og gæti leikið fyrsta leik sinn með félaginu gegn Keflavík á þriðjudaginn í 1. deild kvenna. Frá þessu er greint á fréttavefnum karfan.is. ÍS er í fjórða sæti af alls sex lið- um deildarinnar en liðið hef- ur unnið þrjá leiki af alls sjö í 1. deild. Öll lið í Iceland-Express deild kvenna í körfuknattleik eru nú með erlendan leik- mann í sínum röðum en Breiðablik er með tvo er- lenda leikmenn. Forráða- menn Hamars leita að nýjum leikmanni í stað Atari Parker sem lék fimm fyrstu leikina með liðinu en er nú farin til síns heima. Forráðamenn Hamars vonast til þess að nýr leikmaður verði kominn í raðir liðsins fyrir leik gegn Haukum hinn 10. desember. Þeir erlendu leikmenn sem leika í 1. deild kvenna eru: Ifeoma Okonkwo (Haukar), TaKesha Watson (Keflavík), Tamara Bowie (Grindavík), Tiara Harris og Vanja Per- icin (Breiðablik). Stúdínur fá liðstyrk – Atari Parker farin FJÖLNISMENN hafa ákveðið að skipta um þjálfara hjá úrvalsdeild- arliði sínu í körfuknattleik karla. Keith Vassell hefur verið leystur frá störfum og Bárður Eyþórsson ráðinn í hans stað. Forráðamenn Grafarvogsliðsins eru ekki ánægðir með uppskeruna eftir fyrstu átta umferðirnar í Ice- land Express-deild karla en Fjölnir er í 10 sæti með 4 stig líkt og fjög- ur önnur lið. Vassell var ráðinn til Fjölnis í sumar. Hann hafði þá dvalið er- lendis í nokkurn tíma, en hann lék með KR hér á landi áður en hann fór utan. Hann hefur spilað með Fjölni jafnframt því að þjálfa, en Vassell er með íslenskan ríkisborg- ararétt. Bárður hefur náð góðum árangri sem þjálfari hjá Snæfelli en ákvað að söðla um í vetur og tók við liði ÍR. Hann hætti þar fyrir skemmstu en hefur nú ákveðið að snúa á ný til Reykjavíkur og taka við Fjölni. Fjölnir skiptir um þjálfara „Mér leið vel og það var mikil orka í mér. Ég hef verið lengi í gang á þessu keppnistímabili eftir aðgerð á hné en ég finn að ég get treyst á styrkinn í hnénu,“ sagði Bryant en hann tróð nokkrum sinnum með miklum tilþrifum. Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, vakti athygli er hann faðmaði Bryant við hliðarlín- una er honum var skipt útaf í lokin. En Jackson er ekki þekktur fyrir að sýna tilfinningar í garð leikmanna á meðan leikurinn stendur yfir. „Það var frábært að horfa á Kobe í leiknum enda tókst honum vel upp í því sem hann reyndi að gera. Ég verð hinsvegar að hrósa öllu liðinu þar sem varnarleikurinn lagði grunninn að sigrinum,“ sagði Jack- son en Bryant er fyrsti leikmað- urinn í sögu NBA-deildarinnar ger- irtvívegis 30 stig í einum fjórðung. Pistons á sigurbraut Dwyane Wade náði ekki að bjarga málunum fyrir meistaralið Miami Heat en hann hitti ekki úr síðasta skoti leiksins gegn Detroit Pistons. Meistararnir töpuðu, 87:85, en Wade reyndi að jafna metin þeg- ar 2 sekúndur voru eftir en skotið geigaði. Þetta var sjöundi sigurleik- ur Pistons í röð en Miami hefur unnið 6 leiki en tapað 9 leikjum á keppnistímabilinu. Bryant var sjóðheitur KOBE Bryant skoraði 52 stig fyrir LA Lakers í NBA-deildinni í körfu- knattleik í fyrrinótt þegar liðið vann Utah Jazz 132:102. Bryant hitti úr öllum 9 skotum sínum utan af velli í þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 30 stig og jafnaði hann eigið met í stigaskorun í ein- um leikfjórðungi. Bryant hefur ekki skoraði jafn mikið í einum leik frá því hann skoraði 81 stig gegn Toronto Raptors á síðustu leiktíð. Morgunblaðið/ÞÖK Nýir tímar Þjóðminjasafn Íslands fékk í gær gamla bikarinn sem fylgt hefur nafnbótinni Íþróttamaður ásins í 50 ár og um leið var nýr gripur kynntur til sögunnar og er hann um margt frábrugðin þeim gamla. laugardagur 2. 12. 2006 íþróttir mbl.is                         ! "#$%"$$& enski boltinn Reading hefur komið skemmtilega á óvart í deildinni í vetur en félagið er í fyrsta skipti í hópi þeirra bestu. Þrátt fyrir að Steve Coppell tefli fram nánast sama liði og vann 1. deildina í fyrra hafa hans menn þegar unnið helming leikja sinna og hafa aðeins tapað fyrir liðum sem eru fyrir ofan þá á töflunni. Read- ing fær Bolton í heimsókn en þótt Bolton sé fjórum sætum ofar skilja aðeins tvö stig liðin að og með sigri gæti Reading farið alla leið upp í fjórða sætið. Ívar Ingimarsson verður á sínum stað í vörn Reading eins og í öllum öðrum leikjum liðsins á tímabilinu. Brynjar Björn Gunnarsson gæti komið inn í byrjunarliðið í dag í staðinn fyrir Steve Sidwell. Brynj- ar Björn leysti hann af hólmi í síð- asta leik, þegar Reading lagði Ful- ham á útivelli. Sidwell meiddist þá á mjöðm og það skýrist ekki fyrr en í dag hvort hann verður leikfær. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, sem mætir með sína menn á Madejski-leikvanginn í dag, segir að Reading sé með einn besta stjóra Englands í sínum röðum. „Ég hef alltaf talið Steve Coppell vera í hæsta gæðaflokki. Hann var nærri því horfinn um tíma sem hefði verið mikill missir fyrir fót- boltann,“ sagði Allardyce í gær. Sigurinn á Arsenal stígur okkur ekki til höfuðs Heiðar Helguson og félagar í Fulham fara norður til Blackburn í dag og eiga þar erfiðan leik fyrir höndum. Heiðar hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliði Fulham í síðustu sjö leikjunum og eftir sig- urinn á Arsenal í vikunni er ólík- legt að Chris Coleman geri breyt- „Leikurinn gegn Arsenal er að baki, við fáum engin stig fyrir hann í Blackburn. Við þurfum mikla ein- beitingu gegn öflugu liði Blackburn sem þarf á stigunum að halda. Ef okkur tekst að sigra verðum við tíu stigum á undan þeim. Við höfum sýnt að við getum unnið bestu liðin, en líka tapað fyrir þeim lökustu, og því fyrr sem við náum stöðugleika í okkar lið, því ofar endum við á töfl- unni í vor,“ sagði Coleman. Hermann Hreiðarsson verður í vörn Charlton sem hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fjórtán leikjum sínum og má engan veginn við því að tapa í Sheffield í dag. Jimmy Floyd Hasselbaink og Jerome Thomas verða ekki með Charlton vegna meiðsla. „Ef við leikum áfram eins og gegn Everton um síðustu helgi, spiluðum hraðan og góðan fótbolta, höfum við alla burði til að snúa blaðinu við,“ sagði Dennis Romme- dahl, danski kantmaðurinn í liði Charlton. Reuters Í sókn Ívar Ingimarsson hefur staðið sig vel í leikjum í vetur með Reading, er hér í leik gegn WBA á Madejski Stadium í Reading. Reading og Fulham geta komist í vænlega stöðu ÍSLENDINGALIÐIN Reading og Fulham eiga möguleika á að koma sér enn betur fyrir í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Reading er í áttunda sætinu og Ful- ham í því tíunda, og ef þau ná hag- stæðum úrslitum gegn Bolton og Blackburn komast þau enn ofar. Þriðja Íslendingaliðið, Charlton, situr hinsvegar á botninum og sæk- ir Sheffield United heim í sannköll- uðum sex stiga leik þar sem Her- mann Hreiðarsson og félagar þurfa á öllum þremur stigunum að halda. Í HNOTSKURN »Reading er í áttunda sæt-inu og tekur á móti Bolton sem er í fjórða sæti. Ívar Ingi- marsson verður með Reading og Brynjar Björn Gunnarsson gæti byrjað inná. »Heiðar Helguson verðurvæntanlega á vara- mannabekk Fulham, sem er í tíunda sæti, þegar lið hans sækir Blackburn heim. »Hermann Hreiðarsson ogfélagar í Charlton sækja Sheffield United heim í sann- kölluðum botnslag. HENRIK Larsson, einn besti knattspyrnumaður Svía á síðari árum, verður lánaður frá Hels- ingborg til Man- chester United frá áramótum og til 12. mars. Frá þessu var gengið í gær en Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, sér Svíann snögga sem góða lausn á framherjavandamálum sínum. Sem stendur eru aðeins Wayne Rooney og Louis Saha heilir heilsu af sóknarmönnum enska topp- liðsins en Ole Gunnar Solskjær er meiddur og Alan Smith á nokkuð í land með að ná fyrri styrk eftir slæm meiðsli. Henrik „Henke“ Larsson er 35 ára gamall og lék í sjö ár með Celtic í Skotlandi þar sem hann skoraði 242 mörk í rúmlega 300 leikjum. Þar er hann í miklum metum og talinn í hópi bestu leik- mannanna í sögu félagsins. Larsson lék síðan í tvö ár með Barcelona en hætti þar sem Evr- ópumeistari síðasta vor og hélt heim til Svíþjóðar. Larsson kom inn á sem varamaður hjá Barce- lona í úrslitaleik Meistaradeild- arinnar gegn Arsenal, í París, og átti þátt í báðum mörkum liðsins í 2:1-sigri. Larsson sagði í gær að Man- chester United hefði áður reynt að fá sig í sínar raðir, á meðan hann var leikmaður Celtic. „Það er skemmtileg tilfinning að fara og spila með stóru félagi á borð við United. Ég verð kannski ekki alltaf í byrjunarliðinu en þetta er spennandi. Ég þekki leik- menn liðsins, hef spilað gegn mörgum þeirra, og því ætti að reynast mér auðvelt að falla inn í hópinn. Mig langar að sjálfsögðu að spila eins mikið og mögulegt er en ég hef ekki hugmynd um hversu mikið þeir ætla að nota mig. Ég verð örugglega varamað- ur, allavega til að byrja með, og svo sjáum við til hvernig ég stend mig,“ sagði Larsson í gær. Larsson lánaður til Man.Utd Henrik Larsson Arsenal mætir Tottenham í N-Lundúnaslag á Emirates Stadium >> 4 KNATTSPYRNUUNDRIÐ FRÁ CARDIFF VAR LENGI ANDLIT ENSKU KNATTSPYRNUNNAR >> 2 GIGGS GEFUR EKKERT EFTIR Yf ir l i t                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                        Í dag Sigmund 8 Minningar 41/47 Staksteinar 8 Kirkjustarf 48/49 Veður 8 Messur 50/51 Viðskipti 16 Skák 55 Erlent 20 Menning 56/60 Menning 22/25 Myndasögur 60 Akureyri 26 Dægradvöl 61 Árborg 26 Staðurstund 62/63 Suðurnes 27 Dagbók 64/65 Landið 27 Víkverji 64 Daglegt líf 28/33 Velvakandi 64 Forystugrein 34 Bíó 62/65 Umræðan 3640 Ljósvakamiðlar 66 * * * Innlent  Aðrennslisgöng Kárahnjúka- virkjunar, sem liggja milli Hálslóns og stöðvarhússins í Fljótsdal, verða fullboruð á mánudag. Næstu mánuði tekur við að þétta þau og fóðra að innan þar til vatninu verður hleypt á virkjunina. » Forsíða  Viðræður um myndun nýs meiri- hluta í sveitarfélaginu Árborg hófust milli Framsóknarflokks, Samfylk- ingar og Vinstri grænna í gær. Þá hafði slitnað upp úr meirihluta- samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. » Baksíða  Alls er vitað um 205 eldgos hér á landi frá því land byggðist og að meðaltali hafa orðið 20–25 eldgos á hverri öld. Gosvirkni hér á landi er óvenju fjölbreytt fyrir úthafseyju og má finna hér nær allar gerðir eld- fjalla og eldgosa sem þekkt eru á jörðinni. » 6 Erlent  Mörg hundruð þúsund manns mótmæltu í gær ríkisstjórn Fuads Siniora í Líbanon, sögðu hana vera handbendi Bandaríkjanna og kröfð- ust afsagnar hennar. Hizbollah- samtökin stóðu fyrir mótmælunum en þau njóta stuðnings Sýrlendinga og Írana. Um tíma var setið um skrifstofur stjórnarinnar en fyrir milligöngu Sádi-Araba tókst að fá umsátrinu aflétt. »Forsíða  Óvild milli sjíta og súnníta, liðs- manna tveggja helstu greina íslams, virðist fara vaxandi í Mið-Aust- urlöndum. Súnnítar í arabalöndum óttast vaxandi styrk Írans þar sem sjítar eru ráðandi og saka súnnítar þá m.a. um að róa undir átökum í Írak. Þar er liðlega helmingur íbúa úr röðum sjíta, einnig er stór hluti Líbana sjítar. » 20 Viðskipti  Glitnir á í viðræðum við orkufyr- irtæki í Kaliforníu um byggingu 50 MW jarðvarmaorkuvers en um er að ræða fjárfestingu upp á allt að 300 milljónir dollara. » 16  Teymi og 365 hafa selt eignir og lækkað skuldir, að því er kemur fram í tilkynningu félaganna í Kaup- höllinni í gær. Landsbanki Íslands hefur m.a. sölutryggt 64% eign- arhlut 365 í Wyndham Press og Teymi hefur gengið frá sam- komulagi um sölu á fasteignum fyrir tvo milljarða króna. » 16 Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FELIPE Calderon bauð fyrrver- andi samnemendum sínum úr Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum að koma til Mexíkóborgar í gær þegar hann tók við embætti forseta. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, var bekkjarfélagi Calderon og skellti sér til Mexíkó til að sjá með eigin augum sögulega viðburði. „Ég er hér í hópi um 30 bekkjar- félaga Felipe úr Harvard, við vorum saman í bekk í mastersnámi, og út- skrifuðumst saman árið 2000,“ sagði Ásdís Halla í samtali við Morg- unblaðið í gær, á meðan hún beið eft- ir að Calderon gengi í salinn í þjóð- arleikhúsi Mexíkó og ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem forseti. Það gekk þó ekki átakalaust fyrir Calderon að sverja embættiseiðinn, enda hefur andstæðingur hans í for- setakosningunum, Andres Manuel Calderon myndi hafa nokkurn tíma til að hitta gamla bekkjarfélaga, enda hefði það skiljanlega forgang hjá honum að koma á friði í landinu. Hún sagði að allt hefði ætlað um koll að keyra þegar Calderon gekk í sal- inn í þjóðarleikhúsinu, en þar hefðu um 9.000 stuðningsmenn forsetans komið saman til að hlýða á ávarp hans, sem einnig var sjónvarpað til þjóðarinnar. „Já, það var gerlegt“ „Hér hrópa menn „Já, það var gerlegt“ vegna þess að andstæð- ingar hans sögðust ætla að útiloka að hann yrði forseti,“ sagði Ásdís Halla. Calderon sagðist í gær gera sér grein fyrir því hversu flókin pólitísk staða væri nú uppi, en sagði tíma til kominn til að ná sáttum. „Við erum að komast á nýtt stig og í þágu þjóð- arinnar ættum við að yfirstíga ágreining okkar,“ sagði Calderon. Gamlir bekkjarfélagar fögnuðu með Calderon Ásdís Halla Bragadóttir Felipe Calderon Lopez Obrador, forsetaefni vinstri- manna, sagt brögð í tafli í kosning- unum. Hann hefur staðið fyrir mót- mælum og lýst sig réttkjörinn forseta. Calderon sór embættiseið í afar stuttri athöfn í þinginu í gær, og vernduðu þingmenn honum hliðholl- ir hann frá þingmönnum hliðhollum Obrador, en þingmenn hafa átt í ryskingum í þingsal undanfarna daga vegna forsetakosninganna. Ásdís Halla sagði ekki ljóst hvort MÝFLUG tók í gær á móti fyrstu sérútbúnu sjúkra- flugvél Íslendinga. Flugvélin er af gerðinni Beechcraft Kingair 200 og tók Mýflug hana í notkun í febrúar síð- astliðnum og hefur notað á svonefndu norðursvæði landsins með hefðbundnum búnaði. Flugvélin kom til landsins í gær frá Danmörku og lenti á Reykjavíkurflugvelli eftir breytingar. Í Dan- mörku var settur í hana sérhæfður búnaður til sjúkra- flutninga frá Lifeport-fyrirtækinu og hefur hann hlotið viðurkenningu Flugöryggisstofnunar Evrópu. Ljósmynd/Mýflug Sérútbúin sjúkraflugvél HITAFAR í nóvembermánuði reyndist í meðallagi þegar upp var staðið þrátt fyrir mikla umhleypinga í mánuðinum og að minnsta kosti þrjú illviðri. Þá var mánuðurinn óvenju vætusamur, einkanlega norð- anlands og hitasveiflur óvenju mikl- ar en átján stiga munur var á heit- asta og kaldasta sólarhringnum í mánuðinum og tæpum 25 gráðum munaði á minnsta og mesta hita. Hitnn var 0,1 stigi yfir meðaltali í Reykjavík, þrátt fyrir mikið kulda- kast um miðbik mánaðarins, en á Ak- ureyri var meðalhitinn –1,1 stig, sem er 0,7 stigum undir meðaltali. Í kuldakastinu sem kom um miðj- an mánuðinn mældist minnsti hiti í Reykjavík 18. nóvember 13,6 stiga frost. Minnstur hiti á Akureyri mældist sama dag 15,2 stiga frost. Mesti hiti sem mældist á landinu var 14,8 stig, á Seyðisfirði 2. nóvem- ber. Minnsti hiti mældist hinn 18. á Brúarjökli, –25,2 stig, segir í frétt frá Veðurstofunni. Úrkoma var 20% yfir meðaltali í Reykjavík, en á Akureyri var mikil úrkoma, eða 75% yfir meðallagi. „Illviðri voru tíðari en venja er í nóvember, töluvert tjón varð í fyrsta storminum sem kom í byrjun mán- aðarins. Mesti vindhraði mánaðarins mældist þann 5. nóvember, 44,9 m/s, á Gagnheiði og vindhviður náðu 56,8 m/s á sama stað. Mesti vindur í byggð þennan sama dag mældist 32 m/s á Stórhöfða og þar fóru vind- hviður upp í 43,3 m/s,“ segir Veð- urstofan einnig. Umhleypingar en hiti í meðallagi ÞAÐ er ekki lengur hægt að byggja hugmyndafræði íslenskrar mál- stefnu á þeim grunni sem lagður var í sjálfstæðisbaráttunni, segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum, í grein í Lesbók í dag, en þar fjallar hann um nýja bók, Þjóð og tunga, þar sem birtar eru greinar um íslenska tungu og mál- pólitík frá tímum sjálfstæðisbarátt- unnar. Gísli telur að endurskoða þurfi flest það sem áður var talið gefið og finna nútímalegri málstefnu hljóm- grunn í samtímanum og að tungan megi ekki lokast inni í fortíðinni, innikróuð af umræðum og deilum um lítilsverð smáatriði, „heldur viljum við að hún fylgi okkur áfram inn í þá fjölmenningarlegu tölvuöld sem nú er gengin í garð – með þeim breyt- ingum sem óhjákvæmilegar eru.“ Málstefna á nýjum grunni Þessi glaði jólasveinn er aðrenna sér á skautum. Það er auðvelt að teikna hann. Prófaðu bara. Fylgdu línum blýantsins og litaðu hann síðan. Teiknaðu jólasvein laugardagur 2. 12. 2006 börn VERUM Á VERÐI AÐGÁT SKAL HÖFÐ Á AÐVENTUNNI Í LEIK VIKUNNAR REYNIR Á ÞEKKINGU Í ELDVÖRNUM >> 2 Sköpunargleði í laufabrauðsgerð » 3 Góð viðbrögð voru við samkeppniBarnablaðsins. Frábærar teikn-ingar, sögur og ljóð bárust íkeppnina sem munu birtast í desember. Greinilegt er að út um allt land eru listrænir krakkar sem vanda vel til verka. Verðlaunahafar: Fyrir bestu jólasöguna Pappakassinn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur Jólasaga eftir Hlyn Frey Einarsson Jólin hennar Ásu eftir Hörpu Dís Hákonardóttur Fyrir besta jólaljóðið Bið eftir Söndru Lind Þrastardóttur Jólanótt eftir Tómas Zoëga Geirsson Jól eftir Hönnu Ágústu Olgeirsdóttur Fyrir bestu jólamyndina Hó, hó, hó eftir Sólrúnu Freyju Sen Stelpur og snjókarl eftir Ingunni Ingólfsdóttur Hljómsveit jólasveinanna eftir Viktor Rafn Ríkharðsson Til hamingju krakkar! Þið munuð fá end heim vegleg jólaverðlaun. Vinnings- hafar í jólakeppni Þú getur verið snögg/snöggur að búa til kastspil. Þú klippir jólasvein-ana út úr pappaspjaldi eins og mynd A sýnir. Síðan brýtur þú upp ájólasveinana, teiknar þá og litar þannig að þeir líti vel út. Merktu húfurnar og láttu hverja tákna ákveðin stig. Síðan klippir þú út pappa- hringi til að kasta á húfurnar. Teldu síðan stigin. Góða skemmtun. Hringjakast Hó,hó hó Þessi fallega mynd hlaut 1. verðlaun í samkeppni Barna- blaðsins. Sólrún Freyja Sen teikn- aði hana. Jóla- keppni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laufabrauðslist Arnar Páll Jóhannsson er flinkur við að skera út laufabrauð. Í Hofstaðaskóla er hefð fyrir því að foreldrar komi ásamt börnum sínum til að skera út og steikja laufabrauð. Mögum finnst það ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.