Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar @mbl.is
AIR Viking-flugfélagið var tekið til
gjaldþrotaskipta í marsmánuði 1976
að kröfu Olíufélagsins hf., sem
gjaldfelldi áður umsamda tveggja
mánaða eldneytisúttekt flugfélags-
ins. Mánuði síðar voru allar þrjár
flugvélar flugfélagsins komnar í
eigu Arnarflugs, nýstofnaðs flug-
félags, í eigu Olíufélagsins og fleiri
fyrirtækja á vegum Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga og forstjóri
Olíufélagsins orðinn stjórn-
arformaður hins nýja flugfélags.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í ævisögu Guðna Þórðarsonar í
Sunnu, sem er nýkomin út undir
heitinu Guðni í Sunnu. Þar er meðal
annars rakið gjaldþrot Air Viking,
flugfélagsins sem var í eigu Guðna,
og Alþýðubankamálið svonefnda í
aðdraganda gjaldþrotsins sem
ferðaskrifstofan Sunna tengdist
mikið.
Guðni segir að svo mikið hafi legið
á að koma gjaldþroti félagsins í
kring að borgarfógeti hafi verið lát-
inn stofna til næturfundar í skipta-
rétti af þessu tilefni og borgarfógeti
hafi síðar sagt sér að þetta hafi verið
í fyrsta og eina skiptið sem hann
hafi ekki haft svefnfrið fyrir ákaf-
anum í kröfuhafa. Til fundarins hafi
mætt þeir sem áttu kröfur á hendur
félaginu, þar á meðal Alþýðubank-
inn en enginn hafi gert kröfur um
gjaldþrotameðferð nema Olíufélag-
ið.
Guðni segir að skuldir flugfélags-
ins við Olíufélagið hafi numið 65–70
milljónum króna og þar sem Olíufé-
lagið hafi verið eini kröfuhafinn í bú-
ið hafi það fengið flugvélar félagsins
á silfurfati, þar sem ekkert uppboð
hafi þurft að fara fram sem hefði
getað hækkað verðgildi eignanna.
Þolinmæði borgar sig
„Þolinmæði borgar sig, það læra
þeir sem leggja sig eftir því að hirða
leifar og leggjast á hræ,“ segir
Guðni í bókinni. Arnarflug hafi feng-
ið vélarnar á 120 milljónir króna
sem hafi verið langt undir markaðs-
virði þeirra að hans mati og við lok
skiptameðferðar árið 1979 hafi kom-
ið í ljós að upp í 327 milljón króna
kröfur hafi fengist 135 milljónir
króna og meðal annars hafi allar
veðkröfur og forgangskröfur fengist
greiddar úr búinu.
Guðni rekur einnig í bókinni „Al-
þýðubankamálið“ svonefnda, en það
hófst í nóvember 1975 með bréfi
bankaeftirlits Seðlabanka Íslands til
bankastjórnar Alþýðubankans þess
efnis að ýmislegt væri athugavert í
útlánamálum bankans, samkvæmt
því sem komið hefði fram við reglu-
bundið eftirlit, og vísað til þess að
fáir og stórir aðilar hefðu fengið
mikil lán án þess að nægar greiðslu-
tryggingar væru fyrir hendi. Þar
væru efst á blaði hann og fyriræki
hans Sunna og Air Viking. Styðst
Guðni meðal annars við handskrifuð
minnisblöð Brynjólfs Ingólfssonar,
ráðuneytisstjóra í samgöngu-
ráðuneytinu, við frásögnina en þau
eru varðveitt á Þjóðskjalasafninu.
Fram kemur að bankastjórar
Seðlabankans komu að málinu og að
Sveinn Jónsson, aðstoðarbanka-
stjóri Seðlabankans og yfirmaður
bankaeftirlitsins, fundaði með
Brynjólfi af þessu tilefni. „Hafði
Sveinn meðferðis bráðabirgðayfirlit
frá Guðjóni Eyjólfssyni endurskoð-
anda yfir rekstur Sunnu, Air Viking
og persónuleg viðskipti mín sem
tengdust þessum fyrirtækjum. Guð-
jón gerði þetta að beiðni Alþýðu-
bankans en að kröfu bankaeftirlits
Seðlabankans og „í samráði og með
aðstoð löggilts endurskoðanda
Seðlabankans,“ eins og segir í yf-
irlitinu,“ segir Guðni í bókinni.
Hann bætir því við að það veki at-
hygli sína nú að Seðlabankinn hafi
sent starfsmann sinn inn í einkafyr-
irtæki til að yfirfara bókhald. Varla
hafi það samrýmst lögum um Seðla-
banka Íslands.
Fram kemur einnig að Brynjólfur
fór, að beiðni þáverandi samgöngu-
málaráðherra Halldórs E. Sigurðs-
sonar, á fund með öllum þremur
bankastjórum Seðlabankans, að-
stoðarbankastjórum og lögfræðingi
bankans. Til stóð að svipta Sunnu
ferðaskrifstofuleyfi, en af því varð
ekki. Hélt Guðni blaðamannafund af
þessu tilefni þar sem fram kom að
hann teldi um að ræða glórulausar
ofsóknir byggðar á óeðlilegum
tengslum Seðlabankans og Flug-
leiða. Í greinargerð sem hann birti á
blaðamannafundinum sagði hann að
sér væri kunnugt um að Seðlabank-
inn hefði seilst inn í samgöngu-
ráðuneytið til að koma fram ofstæk-
isaðgerðum sínum. „Ég sé nú að þau
orð áttu við rök að styðjast og tel að
þar hafi Seðlabankinn farið út fyrir
valdsvið sitt. Bankaeftirliti Seðla-
bankans var vissulega heimilt að
rannsaka bókhald viðskiptabank-
anna hvenær sem ástæða þótti til,
gera athugasemdir ef eitthvað óeðli-
legt kæmi fram og tilkynna þær ráð-
herra viðskiptamála. Þetta var bein-
línis tekið fram í lögum um
Seðlabankann. En ég fæ ekki séð að
lögin hafi heimilað Seðlabankanum
að beita sér á svo róttækan hátt
gagnvart mér og fyrirtækjum mín-
um sem raun bar vitni,“ segir Guðni
einnig í bókinni.
Hörð gagnrýni á hlut Seðla-
banka í „Alþýðubankamálinu“
Guðni Þórðarson í
Sunnu lætur þung orð
falla í garð Seðlabank-
ans sem hann segir að
hafi staðið vörð um
hagsmuni valdablokka í
íslensku samfélagi í ný-
útkominni ævisögu.
Sólarferð Air Viking flutti m.a. farþega Sunnu til sólarlanda, þ.á m. til
Mallorca þar sem þessi mynd er tekin af einni þriggja véla félagsins.
Í HNOTSKURN
» Fram kemur að banka-stjórar Seðlabankans hafi
borið ábyrgð á herferð á hend-
ur Guðna og flugrekstri hans
frá því hann hóf flugrekstur
árið 1970 og komið í veg fyrir
að Air Viking fengi eðlilega
gjaldeyrisfyrirgreiðslu.
» „Gæludýr geta ekki lifaðein og óstudd í villtri nátt-
úru, þar er gömul saga og ný,“
segir Guðni um brotthvarf
Kolkrabbans og Sambandsins
úr íslensku viðskiptalífi.
RÍK áhersla verður lögð á að „fella
lóðir, byggingarreiti og götur að
landi, umhverfi og náttúrulegum
staðháttum“, á fyrirhuguðu atvinnu-
svæði í Hólmsheiði, að því er fram
kom í tilkynningu sem skipulagssvið
Reykjavíkur sendi fjölmiðlum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, for-
maður skipulagsráðs Reykjavíkur,
segir að með þessu sé verið að vísa til
þess að á svæðinu séu trjálundir og
græn svæði sem ætlunin sé að fái að
halda sér að mestu leyti. Ef fjar-
lægja þyrfti gróður vegna fram-
kvæmda yrði hann gróðursettur aft-
ur innan svæðisins. Gróðurinn og hið
náttúrulega umhverfi styrkti svæðið
og mundi laða fyrirtæki að því.
„Við sjáum fyrir okkur mjög fjöl-
breyttar lóðir undir fjölbreytta at-
vinnustarfsemi,“ segir hún. Stærð
lóðanna yrði mjög mismunandi og
réðist að miklu leyti af eftirspurn.
Fyrirhugað atvinnusvæði á
Hólmsheiði er á fjarsvæði B vegna
vatnsverndar en Hanna Birna segir
að það hafi lítil áhrif á skipulagið.
Ekki þurfi að breyta aðalskipulagi
heldur nægi að fá samþykki um-
hverfisráðs. Þá hafi atvinnusvæðið
engin áhrif á hugmyndir um að
leggja nýjan Reykjavíkurflugvöll á
Hólmsheiði. Eiginleg skipulagsvinna
vegna svæðisins er ekki hafin en
Hanna Birna segir að nægur tími
gefist til vandaðrar vinnu fram til
áramótanna 2007 og 2008, þegar
vonast er til að úthlutanir hefjist.
Umhverfið varð-
veitt í Hólmsheiði
Morgunblaðið/RAX
Náttúra Ætlunin er að trjálundir og græn svæði fái áfram að setja svip
sinn á nýja atvinnusvæðið sem verður skipulagt í Hólmsheiðinni.
- The Sunday Times
www.jpv.is
GUÐNI rekur það í bókinni hvernig
atburðarásin var þegar til stóð að
svipta Sunnu ferðaskrifstofuleyfi, en
hann hafi fengið fregnir af því frá
starfsmanni samgönguráðuneytisins
að samgönguráðherra væri tilbúinn
með bréf þar sem fram kæmi að
ferðaskrifstofuleyfi Sunnu yrði aft-
urkallað þegar í stað.
Þetta var á sunnudegi í fyrrihluta
desember og segir Guðni að Sigrún
kona hans hafi þekkt vel Dóru Guð-
bjartsdóttur konu Ólafs Jóhann-
essonar, viðskiptaráðherra og for-
manns Framsóknarflokksins, í
gegnum sameiginlegt starf þeirra
innan Framsóknarflokksins. Hafi
hún hringt í Dóru og fengið síðan
samband við Ólaf sem hafi orðið
hissa á fregnunum og spurt ítrekað
hvernig hún vissi þetta. Hafi hann
sagst efast um að slík framkvæmd
stæðist lög og myndi tala við Halldór
samráðherra sinn.
„Síðan gerðist það að undir há-
degi á mánudag hringdi vel-
gjörðamaður okkar í samgöngu-
ráðuneytinu og sagði: „Þeir voru
víst að rífa þetta bréf sem átti að
senda.“ Hann bætti því við að verið
væri að setja saman nýtt bréf og það
stóð heima. Sunnu barst bréf frá
ráðuneytinu þar sem tilkynnt var að
ferðaskrifstofuleyfið yrði aft-
urkallað frá og með 15. janúar 1976
með tilvísun til laga um ferðamál, en
þar var ráðuneytinu veitt heimild til
slíkra aðgerða „ef fjárhagsstaða
ferðaskrifstofu er komin í óefni“
eins og segir í tilkynningunni,“ segir
Guðni í bókinni.
Hann segir að með því að aft-
urkalla leyfið ekki strax hafi Sunnu
gefist kostur á að ljúka fyrirhugaðri
ferð til Kanaríeyja og að jafnframt
hafi komið fram í tilkynningunni,
sem einnig birtist í dagblöðunum, að
ekkert lægi fyrir um rekstur Air
Viking sem gæfi tilefni til umræðna
um afturköllun flugrekstrarleyfis
þess.
Guðni segir síðar að hann hafi far-
ið til Englands í byrjun árs 1976 til
að ræða við viðskiptaaðila Sunnu um
fjaðrafokið og útskýra stöðu Sunnu.
Hann hafi þá fengið fréttir um að
samgönguráðuneytið væri hætt við
að svipta Sunnu leyfinu.
Hringt í konu
viðskipta-
ráðherra