Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 39 Jólakaffi Hringsins verður haldið á Broadway á morgun, sunnudaginn 3. desember kl. 13:30 Hljómsveitin Barduka leikur nokkur lög Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór syngur Nemendur úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna dans Karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Jóns Kristins Cortes Örn Árnason leikari skemmtir ungum sem öldnum Jónas Þórir og Hjörleifur Valsson leika ljúfa tónlist á fiðlu og píanó Hringskonur Girnilegt kaffihlaðborð – Glæsilegt happdrætti Nú geta allir haft aðgang að skrifstofuumhverfi á sanngjörnu verði. Með Open- Hand nýtir þú núverandi netfang áfram en færð dagatal, tengiliði og önnur gögn í farsímann og tölvuna líkt og þú værir hluti af stóru skrifstofuumhverfi. OpenHand geymir öll gögnin þín á öruggum stað. Ef farsíminn eða tölvan glatast er ávallt til öruggt afrit hjá okkur. Hver kannast ekki við að týna símanum og öllum tengiliðum í leiðinni? Slík leiðindi eru úr sögunni með OpenHand. Ef þú þarft aukið skipulag í þínum rekstri, aðgengi að gögnum á ferðinni og öruggan stað til að geyma þín gögn þá er OpenHand lausnin fyrir þig. Líttu við hjá Hátækni og leitaðu nánari upplýsinga. SoHosted ÖRUGGT • ÓDÝRT • SVEIGJANLEGT P I P A R • S ÍA • 6 08 55 TÖLVUPÓSTUR Í SÍMANN ÞINN www.openhand.isÁrmúli 26 www.hataekni.is Í DAG fer fram for- val meðal félagsmanna í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á höf- uðborgarsvæðinu. Við vinstri græn förum nýjar leiðir í þessu for- vali, því það er sameig- inlegt fyrir þrjú kjör- dæmi, Reykjavíkurkjör- dæmin tvö og einnig Suðvest- urkjördæmi, Kragann svokallaða. Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyr- ir og er ljóst að aðrir stjórn- málaflokkar líta m.a. til þess hver reynsla okkar verður í forvalinu nú. Meginhugsunin með því að slá sam- an forvali fyrir þessi þrjú kjördæmi er að þau mynda nú þegar eitt heild- stætt svæði í atvinnu-, búsetu- og þjónustulegu tilliti og hagsmunir þeirra er mjög líkir. Fyrir íbúa svæðisins er enginn grundvall- armunur á því hvort þingmenn þeirra búa í Mosfellsbæ, Grafarvogi, Breiðholti, Vesturbæ, á Kársnesi í Kópavogi eða á Völlunum í Hafn- arfirði. Við erum sannfærð um að með þessari aðferð muni takast að mynda sterka samhenta heild á svæðinu öllu og það muni styrkja málstað flokksins og treysta stöðu hans hér á suðvesturhorninu, þar sem búa um 60% landsmanna. Þrír tugir kvenna og karla gefa kost á sér í forvalinu, sumir með mikla reynslu af störfum á vettvangi stjórnmálanna, aðrir að hasla sér völl á þessu sviði í fyrsta skipti. Er ótvírætt að hópurinn er afar breiður og endurspeglar fjölbreyttan bak- grunn og reynslu sem tvímælalaust mun nýtast okkur í komandi kosn- ingabaráttu. Reglur forvalsins gera ráð fyrir svokölluðum fléttulista, en með því er tryggt að hlutfall kynja verði jafnt, ekki bara á framboðslist- unum í heild, heldur einnig í efstu sætunum sérstaklega. Ég leita eftir stuðningi félagsmanna í eitt af for- ystusætum á einum listanna þriggja, þ.e. sæti 1.– 2. Að mínum dómi eru mikilvægustu verkefni íslenskra stjórnmála næstu árin: Umhverfi og atvinna  Íslenskt atvinnulíf taki mið af hagsmunum komandi kynslóða og umhverfi og náttúruvernd verði alltaf leiðarljós  stefna í orkunýtingu taki mið af þeim verðmætum sem felast í verndun náttúru og umhverfis  forysta í þróun nýrra, um- hverfisvænna og endurnýj- anlegra orkugjafa  draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda, m.a. með stór- efldum almenningssam- göngum. Menntun og menning  Treysta stoðir allra skólastiga, jafnt í bóklegum greinum sem og list- og verkgreinum, og tryggja öllum jafnan aðgang að menntun  stórefla rannsóknir, vísindi og þróun á háskólastigi  styðja við listsköpun og menn- ingu og auka hlut þeirra í at- vinnulífi landsmanna. Jafnrétti og velferð  Standa vörð um eitt öflugt heil- brigðiskerfi fyrir alla lands- menn  útrýma launamun kynjanna og ráða niðurlögum kynbundins ofbeldis  fjölga tækifærum fatlaðra, inn- flytjenda o.fl. og tryggja jafnt aðgengi þeirra að samfélaginu öllu  treysta lýðræðislegt og efna- hagslegt sjálfstæði sveitarfé- laga og færa þjónustu og verk- efni nær íbúum. Ísland og alþjóðasamfélagið  Taka upp sjálfstæða og óháða utanríkisstefnu sem tekur mið af íslenskum hagsmunum, sjálfbærri þróun og félagslegu og efnahagslegu réttlæti  leggja lið baráttu kúgaðra og undirokaðra þjóða hvar sem er og stuðla að upp- byggingu lýðræð- islegra samfélaga  beina sjónum að vaxandi misskipt- ingu milli þjóða heims og leggja okkar lóð á vog- arskálina í barátt- unni gegn fátækt, kúgun, sjúkdóm- um og hungri. Ég hvet alla fé- lagsmenn í VG til að nýta sér rétt sinn til að velja sterka sigursveit í kjördæmunum þremur. Með sterka málefnastöðu, trúverðugan mál- flutning og öfluga talsmenn munum við standa uppi sem sigurvegarar kosninganna í vor. Íslenskt samfélag þarf á því að halda. Árni Þór Sigurðs- son kynnir stefnu- mál sín »Ég hvet alla fé-lagsmenn í VG til að nýta sér rétt sinn til að velja sterka sigursveit í kjördæmunum þremur. Höfundur er frambjóðandi í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu Veljum sterka sigursveit Árni Þór Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.