Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!" !"!#
!"
#
$ ## %
"&
' #
() # * +, -
. /+' #
& -' #, -
0
0 "
1 2$3 4"54'
6
$
# %&
!!
)7
" +
8 -
9:
5
;0<$
=>
=>+++ 3 %3
? %3
! ' (# )*
14 * +13 -
+,' (#
($ -
( 35
-(
!"
#!
#
"$
%
#
"
$%
%%
#
$
(- 2
3#
- +
='3@#- +A
. 1
2
2
2
2
2
2
2
2
?3# @#B
=(C
+ "5%-
3#
2
2
2
2
2
1@3
3# 3
9 - D
1E
F
F
"=1)
G<
F
F
HH
;0<1 ##
!
F
F
;0<.
%
9##
!
F
F
8H)< GIJ
!
F
F
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,5
prósent í gær og var skráð 6.207,1
stig við lokun viðskipta. Velta á hluta-
bréfamarkaði nam 3.495 milljónum
króna en á skuldabréfamarkaði nam
hún 4.776 milljónum króna.
Hlutabréf 365 hf. (áður Dagsbrún)
hækkuðu mest í gær eða um 5,5%.
Hlutabréf Teymis hf. hækkuðu um
2,1% og bréf Atorku um 1,27%. Bréf
Atlantic Petroleum lækkuðu um
2,63% og bréf TM um 2,56%.
Hlutabréf hækka
● VOGUN, félag í
eigu Kristjáns
Loftssonar í Hval
og Árna Vil-
hjálmssonar, hef-
ur aukið hlut
sinn í HB Granda
upp í 40,1% eftir
kaup á 5,19%
hlut Kjalars, fé-
lags í eigu Ólafs Ólafssonar í Sam-
skip. Andvirði viðskiptanna nemur
um einum milljarði króna, en bréfin
keypti Vogun á genginu 12,2. Með
þessum kaupum er Vogun komið
með yfirtökuskyldu í HB Granda en
nýlega jók Kaupþing banki hlut
sinn í félaginu upp í rúm 30% með
kaupum á hlut Sjóvár.
Vogun kaupir meira
● BOGI Nils Bogason, fram-
kvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic
Group, hefur ákveðið að láta af störf-
um og verða starfslok hans um miðj-
an desember. Bogi hefur gegnt starf-
inu frá því í júní 2004.
Í tilkynningu til Kauphallar Íslands
er Boga þakkað fyrir störf hans í
þágu félagsins og honum óskað vel-
farnaðar á nýjum vettvangi sem skýr-
ist fljótlega hver verður.
Hættir hjá Icelandic
VIÐSKIPTABLAÐIÐ veitti árleg
Viðskiptaverðlaun sín í gær, í ell-
efta sinn, og fyrir valinu urðu
bankastjórar stóru viðskiptabank-
anna; Bjarni Ármannsson hjá
Glitni, Hreiðar Már Sigurðsson,
Kaupþingi banka, og Sigurjón Þ.
Árnason, Landsbankanum. Í um-
sögn blaðsins segir m.a. að banka-
stjórarnir hafi stýrt bönkunum fag-
lega í gegnum mikið umrót á árinu.
Þá var íslenski tölvuleikjafram-
leiðandinn CCP, sem framleiðir
Eve Online, valinn frumkvöðull árs-
ins. Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra afhenti verðlaunin.
Bankarnir verðlaunaðir
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
ÁRNI Magnússon, forstöðumaður á
fjárfestinga- og alþjóðasviði Glitnis,
og Jóhannes Hauksson, viðskipta-
stjóri, áttu í vikunni viðræður við
áhrifamenn í orkumálum á banda-
ríska þinginu. Segir Árni að bankinn
muni vinna mjög ákveðið að því að
bjóða fram þekkingu sína á fjár-
mögnun á sviðum er snúa að nýtingu
jarðhita vestra.
Eins og frá var greint í síðasta Við-
skiptablaði Morgunblaðsins er Glitn-
ir nú í viðræðum við orkufyrirtæki í
Kaliforníu um að reisa þar 50 mega-
vatta jarðvarma-orkuver, en þetta er
fjárfesting sem getur numið á bilinu
100–300 milljónum dollara, eða 7–21
milljarði króna. Árni sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið ekki geta tjáð
sig frekar um þessar viðræður.
Banki með reynslu
Þeir Árni og Jóhannes sátu í vik-
unni ráðstefnu samtakanna Americ-
an Council on Renewable Energy,
sem Glitnir á aðild að. Á ráðstefn-
unni var fjallað um orkuþörfina vest-
anhafs, hvernig hún muni þróast á
næstu 25 árum og hvernig henni
verði mætt. Þeir hittu m.a. lögfræði-
legan ráðgjafa fulltrúadeildarþing-
manns repúblikana fyrir Texas,
Ralph M. Hall, sem er formaður
nefndar um orkumál.
„Það er þó ekki hvað síst mikil-
vægt að við hittum nánasta sam-
starfsmann Harry Reid, sem er ný-
kjörinn leiðtogi demókrata í
öldungadeild Bandaríkjaþings,“ seg-
ir Árni. „Hann er að öðrum ólöstuð-
um einn harðasti talsmaður jarðhita
á bandaríska þinginu.“
Árni segir að þeir Jóhannes hafi
vakið athygli viðmælenda sinna á því
að Glitnir sé banki með reynslu af
nýtingu jarðhita. „Við munum vinna
mjög ákveðið að því að bjóða fram
þekkingu okkar á fjármögnun á svið-
um er snúa að nýtingu jarðhita. Það
er mjög vaxandi vitund um þessi mál
í Bandaríkjunum, einkum aukna
hlutdeild endurnýjanlegrar orku.
Þar virðist vera mikill samhljómur
með demókrötum og repúblikönum.“
Ræddu við áhrifamenn
Glitnir vinnur ákveðið að því erlendis að bjóða þekkingu sína í jarðhitamálum
Í HNOTSKURN
»Fulltrúar Glitnis áttu í vik-unni fundi með áhrifa-
mönnum í bandarískum
stjórnmálum vegna áforma
bankans um aðstoð við jarð-
hitaverkefni í Bandaríkjunum.
»Glitnir á í viðræðum viðorkufyrirtæki í Kaliforníu
um að reisa þar 50 MW jarð-
varmaorkuver, fjárfesting allt
að 300 milljón dollurum.
»Talsmenn bankans viljaekki tjá sig um þessar við-
ræður.
TEYMI hf. og 365 hf., sem skráð
voru á aðallista Kauphallar Íslands
við uppskipti Dagsbrúnar fyrir um
mánuði, tilkynntu endurskipulagn-
ingu og framtíðarhorfur fyrirtækj-
anna í gær. Þá voru birtir efnahags-
reikningar félaganna fyrir og eftir
uppskiptin, en bæði félögin hafa selt
eignir og lækkað skuldir í endur-
skipulagningunni.
LÍ sölutryggir Daybreak
Landsbankinn hefur sölutryggt
64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak
Acquisitions, sem á 100% eignarhlut
í breska félaginu Wyndham Press.
365 hf. hefur einnig komist að sam-
komulagi við Teymi hf. um sölu á
hlut í Hands Holding fyrir jafnvirði
600 milljóna króna, en eftir söluna
nemur eignarhlutur 365 í félaginu
30%. Þá tók Vodafone yfir rekstur á
dreifikerfi Digital Ísland fyrir skipt-
ingu Dagsbrúnar og hafi sú breyting
áhrif til lækkunar á vaxtaberandi
skuldum um 650 milljónir og skuld-
um við tengda aðila um 1.400 millj-
ónir.
Að lokinni þessari breytingu hafa
heildareignir 365 hf. farið úr 40,8
milljörðum í 21,2 milljarða. Og heild-
arskuldir fara úr 32,6 milljörðum í 12
milljarða.
Stjórnendur Teymis hf. hafa
gengið frá samkomulagi um sölu á
fasteignum félagsins fyrir tæpa 2
milljarða króna. Verður andvirðinu
varið til niðurgreiðslu skulda en í til-
kynningunni segir að lækkun á
skuldastöðu sé forgangsverkefni. Að
auki hefur Landsbankinn tekið að
sér endurfjármögnun á skammtíma-
skuldum félagsins að fjárhæð 8,4
milljörðum króna. Þá er stefnt að því
að auka hlutafé um fjóra milljarða
króna að markaðsvirði á fyrsta fjórð-
ungi næsta árs.
Teymi og 365
selja eignir
Eignasala liður í
endurskipulagningu
til lækkunar skulda
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
● SEÐLABANKI Íslands hóf í gær
að skrá daglega miðgengi 25
gjaldmiðla til viðbótar við opinbert
viðmiðunargengi þeirra tíu gjald-
miðla sem skráðir hafa verið til
þessa, þ.e. kaup-, sölu- og mið-
gengi þeirra. Af hálfu Seðlabank-
ans er athygli vakin á því að varð-
andi þá gjaldmiðla sem nú bætast
við er ekki um að ræða opinbert
viðmiðunargengi í skilningi lag-
anna heldur aðeins skráð mið-
gengi.
Miðgengi hinna 25 gjaldmiðla
verður birt daglega á heimasíðu
Seðlabankans en meðal þessara
mynta eru til að mynda kínverskt
júan, rússnesk rúbla, pólskt slot,
Ástralíudalur, ný-sjálenskur dalur,
suður-afrískt rand, mexíkóskur
pesi, tyrknesk líra, indversk rúpía
og tékknesk króna.
Miðgengi 25
mynta bætist við
● NORRÆNI fjárfestingarbankinn,
NIB, gaf í gær út krónubréf fyrir 3
milljarða króna til eins árs á föstum
12,75% vaxtagreiðslum. Bankinn á
fyrir eina útgáfu að nafnvirði 3 millj-
arða króna með gjalddaga í sept-
ember á næsta ári.
Heildarútgáfa krónubréfa nemur
nú rúmum 300 milljörðum sem eru
um 30% af vergri landsframleiðslu,
að því er Greining KB banka segir. Út-
gáfa krónubréfa hefur legið niðri frá
miðjum október en þá voru gefin út
bréf fyrir 17 milljarða króna.
Gefa út krónubréf