Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                 ! " !" !#               !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6  $ #  %& !! )7  " +   8  -   9: 5  ;0< $ =>   =>+++ 3 %3  ? %3  ! ' ( # )* 14 * + 13 -    +,' ( #  ($  -  ( 35   - (                                      !" #! # "$ %   #  " $%  %%  #  $                     (- 2 3#  - + ='3 @ # - +A .  1                                    2 2      2 2 2              2     2                2     ?3#  @ #B =( C  +   "5%- 3#            2 2   2 2 2 1@3  3# 3 9 - D 1E      F F "=1) G<     F F HH ;0< 1 ##     !  F F ;0< . % 9##     ! F F 8H)< GI J    !   F F ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,5 prósent í gær og var skráð 6.207,1 stig við lokun viðskipta. Velta á hluta- bréfamarkaði nam 3.495 milljónum króna en á skuldabréfamarkaði nam hún 4.776 milljónum króna. Hlutabréf 365 hf. (áður Dagsbrún) hækkuðu mest í gær eða um 5,5%. Hlutabréf Teymis hf. hækkuðu um 2,1% og bréf Atorku um 1,27%. Bréf Atlantic Petroleum lækkuðu um 2,63% og bréf TM um 2,56%. Hlutabréf hækka ● VOGUN, félag í eigu Kristjáns Loftssonar í Hval og Árna Vil- hjálmssonar, hef- ur aukið hlut sinn í HB Granda upp í 40,1% eftir kaup á 5,19% hlut Kjalars, fé- lags í eigu Ólafs Ólafssonar í Sam- skip. Andvirði viðskiptanna nemur um einum milljarði króna, en bréfin keypti Vogun á genginu 12,2. Með þessum kaupum er Vogun komið með yfirtökuskyldu í HB Granda en nýlega jók Kaupþing banki hlut sinn í félaginu upp í rúm 30% með kaupum á hlut Sjóvár. Vogun kaupir meira ● BOGI Nils Bogason, fram- kvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group, hefur ákveðið að láta af störf- um og verða starfslok hans um miðj- an desember. Bogi hefur gegnt starf- inu frá því í júní 2004. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands er Boga þakkað fyrir störf hans í þágu félagsins og honum óskað vel- farnaðar á nýjum vettvangi sem skýr- ist fljótlega hver verður. Hættir hjá Icelandic VIÐSKIPTABLAÐIÐ veitti árleg Viðskiptaverðlaun sín í gær, í ell- efta sinn, og fyrir valinu urðu bankastjórar stóru viðskiptabank- anna; Bjarni Ármannsson hjá Glitni, Hreiðar Már Sigurðsson, Kaupþingi banka, og Sigurjón Þ. Árnason, Landsbankanum. Í um- sögn blaðsins segir m.a. að banka- stjórarnir hafi stýrt bönkunum fag- lega í gegnum mikið umrót á árinu. Þá var íslenski tölvuleikjafram- leiðandinn CCP, sem framleiðir Eve Online, valinn frumkvöðull árs- ins. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra afhenti verðlaunin. Bankarnir verðlaunaðir Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÁRNI Magnússon, forstöðumaður á fjárfestinga- og alþjóðasviði Glitnis, og Jóhannes Hauksson, viðskipta- stjóri, áttu í vikunni viðræður við áhrifamenn í orkumálum á banda- ríska þinginu. Segir Árni að bankinn muni vinna mjög ákveðið að því að bjóða fram þekkingu sína á fjár- mögnun á sviðum er snúa að nýtingu jarðhita vestra. Eins og frá var greint í síðasta Við- skiptablaði Morgunblaðsins er Glitn- ir nú í viðræðum við orkufyrirtæki í Kaliforníu um að reisa þar 50 mega- vatta jarðvarma-orkuver, en þetta er fjárfesting sem getur numið á bilinu 100–300 milljónum dollara, eða 7–21 milljarði króna. Árni sagðist í sam- tali við Morgunblaðið ekki geta tjáð sig frekar um þessar viðræður. Banki með reynslu Þeir Árni og Jóhannes sátu í vik- unni ráðstefnu samtakanna Americ- an Council on Renewable Energy, sem Glitnir á aðild að. Á ráðstefn- unni var fjallað um orkuþörfina vest- anhafs, hvernig hún muni þróast á næstu 25 árum og hvernig henni verði mætt. Þeir hittu m.a. lögfræði- legan ráðgjafa fulltrúadeildarþing- manns repúblikana fyrir Texas, Ralph M. Hall, sem er formaður nefndar um orkumál. „Það er þó ekki hvað síst mikil- vægt að við hittum nánasta sam- starfsmann Harry Reid, sem er ný- kjörinn leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings,“ seg- ir Árni. „Hann er að öðrum ólöstuð- um einn harðasti talsmaður jarðhita á bandaríska þinginu.“ Árni segir að þeir Jóhannes hafi vakið athygli viðmælenda sinna á því að Glitnir sé banki með reynslu af nýtingu jarðhita. „Við munum vinna mjög ákveðið að því að bjóða fram þekkingu okkar á fjármögnun á svið- um er snúa að nýtingu jarðhita. Það er mjög vaxandi vitund um þessi mál í Bandaríkjunum, einkum aukna hlutdeild endurnýjanlegrar orku. Þar virðist vera mikill samhljómur með demókrötum og repúblikönum.“ Ræddu við áhrifamenn Glitnir vinnur ákveðið að því erlendis að bjóða þekkingu sína í jarðhitamálum Í HNOTSKURN »Fulltrúar Glitnis áttu í vik-unni fundi með áhrifa- mönnum í bandarískum stjórnmálum vegna áforma bankans um aðstoð við jarð- hitaverkefni í Bandaríkjunum. »Glitnir á í viðræðum viðorkufyrirtæki í Kaliforníu um að reisa þar 50 MW jarð- varmaorkuver, fjárfesting allt að 300 milljón dollurum. »Talsmenn bankans viljaekki tjá sig um þessar við- ræður. TEYMI hf. og 365 hf., sem skráð voru á aðallista Kauphallar Íslands við uppskipti Dagsbrúnar fyrir um mánuði, tilkynntu endurskipulagn- ingu og framtíðarhorfur fyrirtækj- anna í gær. Þá voru birtir efnahags- reikningar félaganna fyrir og eftir uppskiptin, en bæði félögin hafa selt eignir og lækkað skuldir í endur- skipulagningunni. LÍ sölutryggir Daybreak Landsbankinn hefur sölutryggt 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions, sem á 100% eignarhlut í breska félaginu Wyndham Press. 365 hf. hefur einnig komist að sam- komulagi við Teymi hf. um sölu á hlut í Hands Holding fyrir jafnvirði 600 milljóna króna, en eftir söluna nemur eignarhlutur 365 í félaginu 30%. Þá tók Vodafone yfir rekstur á dreifikerfi Digital Ísland fyrir skipt- ingu Dagsbrúnar og hafi sú breyting áhrif til lækkunar á vaxtaberandi skuldum um 650 milljónir og skuld- um við tengda aðila um 1.400 millj- ónir. Að lokinni þessari breytingu hafa heildareignir 365 hf. farið úr 40,8 milljörðum í 21,2 milljarða. Og heild- arskuldir fara úr 32,6 milljörðum í 12 milljarða. Stjórnendur Teymis hf. hafa gengið frá samkomulagi um sölu á fasteignum félagsins fyrir tæpa 2 milljarða króna. Verður andvirðinu varið til niðurgreiðslu skulda en í til- kynningunni segir að lækkun á skuldastöðu sé forgangsverkefni. Að auki hefur Landsbankinn tekið að sér endurfjármögnun á skammtíma- skuldum félagsins að fjárhæð 8,4 milljörðum króna. Þá er stefnt að því að auka hlutafé um fjóra milljarða króna að markaðsvirði á fyrsta fjórð- ungi næsta árs. Teymi og 365 selja eignir Eignasala liður í endurskipulagningu til lækkunar skulda Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is ● SEÐLABANKI Íslands hóf í gær að skrá daglega miðgengi 25 gjaldmiðla til viðbótar við opinbert viðmiðunargengi þeirra tíu gjald- miðla sem skráðir hafa verið til þessa, þ.e. kaup-, sölu- og mið- gengi þeirra. Af hálfu Seðlabank- ans er athygli vakin á því að varð- andi þá gjaldmiðla sem nú bætast við er ekki um að ræða opinbert viðmiðunargengi í skilningi lag- anna heldur aðeins skráð mið- gengi. Miðgengi hinna 25 gjaldmiðla verður birt daglega á heimasíðu Seðlabankans en meðal þessara mynta eru til að mynda kínverskt júan, rússnesk rúbla, pólskt slot, Ástralíudalur, ný-sjálenskur dalur, suður-afrískt rand, mexíkóskur pesi, tyrknesk líra, indversk rúpía og tékknesk króna. Miðgengi 25 mynta bætist við ● NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB, gaf í gær út krónubréf fyrir 3 milljarða króna til eins árs á föstum 12,75% vaxtagreiðslum. Bankinn á fyrir eina útgáfu að nafnvirði 3 millj- arða króna með gjalddaga í sept- ember á næsta ári. Heildarútgáfa krónubréfa nemur nú rúmum 300 milljörðum sem eru um 30% af vergri landsframleiðslu, að því er Greining KB banka segir. Út- gáfa krónubréfa hefur legið niðri frá miðjum október en þá voru gefin út bréf fyrir 17 milljarða króna. Gefa út krónubréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.