Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 27
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Söngur Jöklakórinn æfir stíft þessa dagana á Snæfellsnesi fyrir þrenna tónleika í upphafi aðventu. Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Jöklakórinn heldur þrenna tónleika á Snæfellsnesi í næstu viku. Það voru gömlu kór- félagarnir sem enn syngja í kirkju- kórunum sem fannst kominn tími til að taka upp þráðinn á ný og minn- ast þess að 20 ár eru liðin síðan Jöklakórinn tókst á við það stóra verkefni að heimsækja Ísrael um jól. Frá því í haust hafa kirkjukórar fjögurra prestakalla á Snæfellsnesi æft sameiginlega. Slíkur samsöngur kóranna hefur verið á döfinni öðru hverju um margra ára skeið og hef- ur hinn sameiginlegi kór gengið undir nafninu Jöklakórinn. Í desem- ber á þessu ári eru 20 ár liðin frá því að Jöklakórinn brá sér í tónleika- ferð til Ísraels um jól og kom við í páfagarði í Róm í bakaleiðinni þar sem sungið var fyrir páfann. Af þessu tilefni var blásið til leiks nú á haustdögum með það að mark- miði að æfa jólasöngskrá og flytja hana í þéttbýliskjörnunum á norð- anverðu Snæfellsnesi í byrjun að- ventu. Á milli 60 og 70 kórfélagar mynda Jöklakórinn og munu fyrstu tónleikar hans verða í Ólafsvík- urkirkju mánudaginn 4. desember kl. 20.30, daginn eftir verða síðan tónleikar á sama tíma í Grund- arfirði og þeir síðustu í Stykk- ishólmi miðvikudaginn 6. desember. Kórstjórar kirkjukóranna skiptast á um að stjórna og leika undir ásamt því að einn þeirra, Veronika Oster- hammer, sem stjórnar Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju, mun syngja ein- söng með Jöklakórnum. Aðrir stjórnendur eru Kay Wiggs, kór- stjóri Ingjaldshólskirkjukórs, og Tómas Guðni Eggertsson, sem stjórnar kirkjukórum Grund- arfjarðar- og Stykkishólmskirkju. Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana sem að sögn kórfélaga eru fyrst og fremst hugsaðir til að efla samhug og samvinnu kórfélaga á svæðinu og veita íbúunum innsýn í starf kóranna. Söngurinn sameinar Snæfellinga MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 27 LANDIÐ Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Menn voru blekkt- ir við undirbúning setningar þjóð- lendulaga, að mati Ara Teitssonar, fyrrverandi formanns Bænda- samtaka Íslands. Telur hann nauð- synlegt að endurskoða lögin. Ari var meðal ræðumanna á fundi um þjóðlendumál sem haldinn var í Mývatnssveit. Fundur um þjóðlendumál og kröfur ríkis á hendur landeig- endum var haldinn í fyrrakvöld í Skjólbrekku. Frummælendur voru Ólafur Björnsson, sem fór yfir það sem á undan er gengið í þessu máli, Guðný Sverrisdóttir, sem tal- aði sem sveitarstjórnarmaður, og Ólafur H. Jónsson, sem ræddi mál- ið frá sjónarhóli landeiganda, en hann boðaði til fundarins. Eftir framsöguræður töluðu Torfi Ragn- ar Sigurðsson, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Gunnar Sæ- mundsson, Jón Benediktsson, Ólöf Hallgrímsdóttir, Axel Ingvason, Katrín Eymundsdóttir, Halldór Segir blekkingum beitt við setningu þjóðlendulaga Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Hiti Fjölmenni var á fundi um þjóðlendumál sem haldinn var í Skjólbrekku í Mývatnssveit og kom fólk víða að. Framganga ríkisins gagnrýnd á fundi í Mývatnssveit Sigurðsson, Kristján Þór Júlíusson, Ari Teitsson, Ólafur Jónsson og Sveinbjörn Laxdal. „Eitthvað mikið að“ Í máli ræðumanna komu fram mikil vonbrigði og undrun yfir framgöngu ríkisins. Ari Teitsson taldi að menn hefðu verið blekktir á undirbúningsstigi lagasetning- arinnar og hún hefði mistekist. Það sýndu misvísandi dómar í héraði og fyrir Hæstarétti. Lögin þyrfti því að endurskoða. Jón Benediktsson og fleiri gagnrýndu öfuga sönn- unarbyrði í málum þessum, sem minnti á galdraákærur miðalda þegar mönnum var gert að sanna að þeir væru ekki galdramenn. Kristján Þór Júlíusson sagðist hafa verið settur vel inn í málið ný- lega af einum þeirra bænda sem það brennur á. Hann taldi að eitt- hvað mikið væri að þessari laga- setningu. Margir gagnrýndu fram- göngu fjölmargra þingmanna sem stóðu að setningu laganna, en standa nú upp á fundum og segjast ekkert hafa vitað hvað þeir voru að samþykkja. Hafa þó ekki dug til að breyta þessum ólögum. Tvær tillögur komu fram á fund- inum og voru báðar samþykktar sem ályktanir fundarins. Önnur er um stofnun samtaka á landsvísu til að verja málstað landeigenda. Hin tillagan er áskorun til fjár- málaráðherra um að aflétta þing- lýsingu af kröfum í lönd bænda en eftir að kröfum hefur verið þinglýst eru jarðir illseljanlegar og ekki veðhæfar og kemur það sér mjög illa fyrir marga. Fundurinn var málefnalegur og mjög vel sóttur, fólk kom víða að þrátt fyrir leið- indaveður. Fundarstjóri var Jón Illugason í Reykjahlíð. Mývatnssveit | Þeir eru komnir til byggða og kanna nú kynjaveröld mývetnskra hrauna, jólasveinarnir. Hér eru þeir að skoða gígborgina Tunnu í landi Álftagerðis. Staurfótur og Ketkrókur standa fyrir utan en þeir Stúfur og Kerta- sníkir eru komnir inn í borgina. Þeir segjast ætla í Jarðböðin á laug- ardaginn og mun ekki af veita. Þeir voru þar í baði fyrir síðustu jól en engar sögur fara af baðförum þeirra síðan. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Jólasveinar í kynjaveröld Bolungarvík | Bæjarstjórnir Bol- ungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarð- arðarbæjar hafa gert með sér sam- starfssamning um rekstur tæknideildar fyrir bæði sveit- arfélögin. Bæjarstjórarnir, Halldór Halldórsson á Ísafirði og Grímur Atlason í Bolungarvík, undirrituðu samstarfssamning við athöfn sem fram fór í Bolungarvík í gær. Í samningnum er gert ráð fyrir að starfsfók tæknideildar Ísafjarð- arbæjar sinni verkefnum í Bolung- arvík og þar verði það með fasta viðtalstíma og er áætlað að Bolung- arvíkurkaupstaður greiði fyrir þjónustuna um 324 þúsund kr. á mánuði. Mótttaka erinda og upplýs- ingagjöf verður í Bolungarvík. Áfram verður kannað hvort hægt sé að sameina tæknideildirnar að fullu og fram kemur í fréttatilkynn- ingu að einnig verði rætt um hugs- anlega fleti á frekara samstarfi og að sveitarstjóri Súðavíkurhrepps taki þátt í þeim viðræðum. Samstarf um rekstur tækni- deilda bæjanna : Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 Teg. 304055 Stærð 36-41 Litur Brúnt Verð 7.995,- Teg. 24402 Stærð 36-41 Litur Svart Verð 9.995,- Teg. 2216-701 Stærð 36-41 Litur Svart Verð 15.995,- Teg. 101-20 Stærð 36-41 Litur Svart Verð 19.995,- Teg. 217 B Stærð 36-41 Litur Svart og brúnt Teygjustígvél Verð 7.995,- Flottir skór Mikið úrval PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Glucosamine Glucosamine 1000 mg í hverri töflu Sodium- og skelfiskfrítt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.