Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 57 menning Að morgni þakkargjörð-ardagsins í Bandaríkjunumlést í Los Angeles ein helsta djasssöngkona allra tíma, Anita O’Day, áttatíu og sjö ára gömul. Hún er eina hvíta djasssöngkonan sem nefnd er í sömu andrá og Ella, Billie og Sarah og með henni er lok- ið hinu glæsta skeiði stórsveita- söngkvennanna, sem seinna hösl- uðu sér völl með eigin meðleikurum og báru hróður djassins um heim allan, ekki síður en einleikararnir miklu.    Anita O’Day varð heimsþekkt erhún söng með stórsveit tromm- arans Gene Krupa á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þar blés og söng þá meistaratrompetleikarinn Roy Eldridge, einn fyrsti blökku- maðurinn er lék með hvítri stór- sveit, og varð dúett þeirra: Let Me Off Uptown, geysivinsæll. Anita söng um skeið með stór- sveit Stans Kentons og hafði mikil áhrif á June Christy og Chris Con- nor. Hún sló síðan rækilega í gegn á Newportdjasshátíðinni 1958, sem sjá má í kvikmyndinni Jazz On a Summer’s Day, er á sínum tíma var sýnd í Austurbæjarbíói. Þaðan eru eftirminnilegustu atriðin er Louis Armstrong og Jack Teagarden syngja Rockin’ Chair, Mahalia Jack- son beljar Didn’t It Rain í hellirign- ingu og Anita O’Day, með barða- stóra hattinn sinn, syngur með ógnarhraða Sweet Georgia Brown, án þess að sveiflan falli nokkru sinni um millimetra og fraseringarnar svo rýþmískar að aðeins Ella Fitz- gerald hefði leikið það eftir. Plötur hennar, sem NormanGranz gaf út á Verve, seldust í stórum upplögum á þessum árum og gera enn. Þær má nú fá á geisla- diskum og kannski er Anita Sings The Most frá 1957 mögnuðust þeirra allra. Þar er Oscar Peterson píanistinn og stundum reynir hann hvað hann getur til að klekkja á Anitu í firnahröðu tempói, en hún stenst allar raunir. Þar er líka að finna yndislegan ballöðusöng og hvíldi Peterson þá trommara sinn. Eitt af meistaraverkum djasssöngs- ins.    Eftir áramót er von á heim-ildamynd um Anitu O’Day og geta áhugasamir farið á heimasíðu hennar, www.anitaoday.com, og séð brot úr myndinni, en ævisögu sína hafði hún gefið út. High Times Hard Times nefnist hún og er ótrú- leg lesning. Í 15 ár háði þessi mikla listakona baráttu við fíkniefnadjöf- ulinn og hafði sigur. 86 ára gaf hún út síðustu skífuna en þá var röddin farin að gefa sig. Hvorki hún né Ella léku það eftir að geta haldið hlust- andanum föngnum til hins síðasta – þar var Billie Holiday ein á báti djasssöngkvenna. Djassdrottning fallin Drottningin Anita O’day Vernharður Linnet Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MYNDLISTARSÝNINGAR lýsa vetrarmyrkrið nú sem endranær, margar í gangi og bætist enn við í dag. Samræmi-Identity, kallar Gunn- hildur Þórðardóttir sýningu sína sem hún opnar í Suðsuðvestur í Reykjanesbæ kl. 16 í dag en þetta er fyrsta einkasýning hennar á Ís- landi. Það sérstaka við verk Gunn- hildar er að hún vinnur þau út frá hugmyndum rússnesk-bandaríska sálfræðingsins Abrahams Maslows um þarfapýramídann og notar til þess liti og hluti eða tákn tengd hversdagsleikanum. Mér segir svo hugur að með þessu sé átt við hug- myndir um þarfir okkar fyrir nær- ingu, öryggi, félagsleg tengsl, sjálfsvirðingu, lífsfyllingu og slíka þætti. Vísbendingarnar segja að verk hennar séu í formi skúlptúra og málverka og flest eru unnin á þessu ári. Suðsuðvestur er á Hafn- argötu 22 í Reykjanesbæ. Óræðar myndasögur Við tökum strikið norður í land, í Café Karólínu á Akureyri, en kl. 14 í dag opnar Stefán Boulter þar sýningu á verkum sínum, sýningu sem hann kallar Ósagðar sögur. Nafnið er viðeigandi, og gefur fyr- irheit um hlutverk áhorfandans – að hann fái hugsanlega að spinna með sjálfum sér einhvern þráð út frá myndefninu. Verk Stefáns á sýningunni eru allt teikningar, sem eiga sér þann möguleika að verða að myndasögum, en mynda- sagan er gleðiríkt sköpunarform sem margir njóta. Listamennirnir í Hoffmannsgall- eríi tóku smávegis forskot á helg- arsæluna með því opna sýningu sína í fyrradag. Þetta eru þau Ein- ar Garibaldi, Einar Falur Ingólfs- son, Georg Guðni, Guðmundur Ingólfsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Kristín Hauksdóttir, Ragnar Axelsson, Sigurlaugur Elí- asson og Sigurður Árni Sigurðs- son. Sýningarstjóri er Einar Falur Ingólfsson. Sýning þeirra heitir Vegvísar og voru listamennirnir níu valdir saman með hliðsjón af því að öll hafa þau fengist við „ferðalagið“ í verkum sínum. Í pistli með sýningunni skrifar Einar Falur: „Á þessari sýningu eru vegvísar níu listamanna. Þeir eru jafn ólíkir og staðirnir sem þeir vísa á og sýna. Sumir eru framandi, aðrir standa okkur nær. Hvert verk er eins og ferð, ýmist erfiðið sjálft eða upplifunin sem ferðalangur stendur frammi fyrir við ferðalok; áður en snúið er við og haldið heim aftur.“ Hoffmannsgallerí er í húsnæði ReyjavíkurAkademíunnar að Hringbraut 121. Eilífðarmál í Skaftfelli Austfirðingar geta líka notið myndlistar um helgina, því kl. 16 í dag verður opnuð í Skaftfelli á Seyðisfirði sýning á verkum Har- aldar Jónssonar. Sýning Haraldar heitir Framköllun, og í sýning- arskrá skrifar Kristín Ómarsdóttir skáld undir yfirskriftinni Eilífð- armál. Grípum niður í texta henn- ar: „Eilífðin bankaði upp á vinnu- stofu Haraldar Jónssonar og rað- aði sér upp í líki litríkra plastbala, eða skúringarfatna, og myndaði úr þeim myndarlega súlu sem gnæfir hátt í herberginu og krýnir sig með titlinum Pípa. Ekki þarf að snúa höfðinu til að skynja óravídd- ir nafngiftarinnar. Þá krumpaði hún sig saman, eilífðin, skrapp saman, hnipraði sig og lagðist hringandi sig eins og syfjaður hundur, í gólfið: Krumpað myrkur. Á meðan fiðrildin leggjast á gluggann í kalklituðum bókstöfum sem munu fá að veðrast undir áhrifum frá samlituðum vindinum og hverfa, eins og eilífðin, en ekki út um dyrnar, eins og gestir yf- irleitt, heldur eitthvað sem manns- andinn veit ekki hvert. Því Har- aldur hleypur ekki á eftir henni með gulan eða rauðan eða bleikan eða grænan bláan háf á lofti.“ Vegvísar og Ósagðar sögur Auðnudís Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir grafíkmyndir af kvenlíkömum í Dalí galleríi á Ak- ureyri. Sýning verður opnuð í dag og stendur til 17. desember. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 11 /0 6 Greenland dúnúlpa frá The North Face Jólatilboð 22.990 kr. verð áður 26.990 kr. BARNABÓKAVEISLA! Búkolla Glæsilegar myndir Kristins G. Jóhannssonar prýða Búkollu og gera hana að sannkallaðri listaverkabókfyrir börnin. Ævintýri Nonna Æsispennandi Nonnaævintýri prýtt fallegum myndum Kristins G. Jóhannssonar. Bestu barnabrandararnir Bestu barnabrandararnir - að sjálfsögðu bók fyrir börn á öllum aldri, enda hafa allir gott af því að skellihlæja. Spurningabókin 2006 Er hægt að hnerra með opin augu? Ómissandi bók við öll tækifæri. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.