Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Þorláks-son bóndi fædd- ist á Hrauni í Ölfusi 18. febrúar 1913. Hann lést 23. nóv- ember síðastliðinn. Ólafur var sonur hjónanna Vigdísar Sæmundsdóttur, húsfreyju og síðar bónda á Hrauni, f. 23. desember 1877, d. 5. október 1965, og Þorláks Jóns- sonar, bónda á Hrauni, f. á Hrauni 26. desember 1872, d. 11. maí 1915. Vigdís var dóttir Sæmundar Eiríkssonar, bónda í Vindheimum í Ölfusi, og konu hans, Elínar Magnúsdóttur, bónda á Grund undir Eyjafjöllum. Þorlákur var sonur Jóns, bónda á Hrauni, Hall- dórssonar bónda og formanns í Þorlákshöfn og víðar, og konu hans Guðrúnar bónda á Hrauni Magnúsdóttur bónda á Litlalandi í Ölfusi, síðar á Hrauni. Systkini Ólafs: Sæmundur, garðyrkju- bóndi, Sandi, Eyrarbakka, f. 15. september 1903, d. 14. desember 1985; Elín, ljósmóðir, Reykjavík, f. 29. október 1904, d. 10. júlí 1997; Guðrún, húsmóðir í Hveragerði, f. 9. janúar 1906, d. 29. maí 1989; Þorlákur Axel, f. 18. júlí 1907, d. 10. janúar 1908; Karl, bóndi á Hrauni, f. 20. janúar 1915, d. 1. september 1995. Ólafur kvæntist hinn 16. desem- ber 1939 Helgu Sigríði Eysteins- dóttur, f. 2. júlí 1916. Hún er dóttir Eysteins, bónda á Guðrún- þeirra eru Elísabet Agnes, gift Magnúsi Páli Sigurjónssyni, þau eiga eina dóttur, Elísabet átti eina dóttur fyrir; Einar Freyr, kvæntur Gyðu Gunnarsdóttur, þau eiga tvö börn; og Sverrir Steinn. 5) Þór- hildur, bóndi og framkvæmda- stjóri, Hrauni, gift Hannesi Sig- urðssyni útvegsbónda. Börn þeirra eru Katrín Ósk, gift Smára Birni Smárasyni; og Ólafur. 6) Herdís, skrifstofumaður í Reykja- vík, gift Þórhalli Jósepssyni fréttamanni. Börn þeirra eru Helga Sigríður; Jósep Birgir; og Margrét Þórhildur. Ólafur bjó allan sinn aldur á Hrauni. Hann stundaði þar búskap frá unga aldri, fyrst í félagsbúi með móður sinni og Karli bróður sínum, en 1944 stofnaði hann ný- býlið Hraun II og gerðist sjálf- stæður bóndi. Hann gekk í barna- skólann á Hjalla í Ölfusi og fór í Héraðsskólann á Laugarvatni 1930–’32. Nokkrar vertíðir stund- aði hann sjómennsku í Þorláks- höfn og víðar. Ólafur var smiður góður og vann á stríðsárunum sem múrari og smiður hjá setuliðinu. Hann starfaði nokkur ár sem eft- irlitsmaður hjá Nautgriparækt- arfélagi Ölfusinga. Ólafur var framfarasinnaður og mjög áfram um góða menntun æskunnar, hann var einn stofnenda Ungmenna- félags Ölfusinga og var tíðum í fararbroddi við innleiðingu nýrrar tækni og búskaparhátta í sinni sveit. Ólafur var veiðimaður af lífi og sál, allt fram á efstu ár, jafnt á byssu, öngul og net. Útför Ólafs fer fram frá Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hjallakirkju- garði. arstöðum í Vatnsdal, Björnssonar bónda í Grímstungu og víðar, Eysteinssonar, og konu hans Guðrúnar Gestsdóttur, klæð- skera í Reykjavík. Foreldrar Helgu skildu. Börn Ólafs og Helgu eru: 1) Þórdís, bóndi á Valdastöðum í Kjós, gift Ólafi Þór Ólafssyni bónda á Valdastöðum. Börn þeirra eru Ólafur Helgi, í sambúð með Önnu Björgu Sveinsdóttur og eiga þau tvö börn, Ólafur átti eina dótt- ur fyrir; Ásdís, gift Hauki Þ. Sveinbjörnssyni, þau eiga tvö börn; Vigdís, gift Ásgeiri Þór Árnasyni, þau eiga tvö börn; og Valdís, í sambúð með Jóhanni Davíð Snorrasyni. 2) Guðrún, hús- móðir í Þorlákshöfn, gift Helga Ólafssyni fv. verkstjóra hjá Ölf- ushreppi. Börn þeirra eru Vigdís, hún á tvær dætur; Sigríður Mar- grét, í sambúð með Hjalta Egg- ertssyni, þau eiga tvö börn, Sigríð- ur átti tvö börn fyrir; Sveinn, kvæntur Borghildi Kristjáns- dóttur, þau eiga þrjú börn; og Ing- unn, unnusti Einar Rúnar Magn- ússon. 3) Hjördís, húsmóðir í Lúxemborg, gift Marc Origer, emb.m. hjá efnahagsbrotad. Rann- sóknarlögreglunnar í Lux- embourg, Hjördís á einn son, Sig- urð Tómas Valgeirsson, hann á þrjú börn. 4) Ásdís, íþróttakennari í Kópavogi, gift Sverri J. Matthías- syni viðskiptafræðingi. Börn Það var sorgarfrétt sem barst inn á heimili okkar hjóna að morgni 23. nóvember sl. Hún var sú að tengda- faðir minn og náinn vinur, Ólafur Þorláksson, sem var á 94. aldursári, hafði andast þá um nóttina. Ólafur stundaði búskap mestan hluta ævi sinnar á Hrauni í Ölfusi. Ég kynntist honum fyrst fyrir um 35 árum þegar ég var að fara á fjörurn- ar við Ásdísi dóttur hans. Ég hafði þá á tilfinningunni að hann hefði nú ekki mikið álit á þessum strák af mölinni og þætti hann hálf bús- kussalegur. Þetta átti nú reyndar eftir að breytast og urðum við hinir mestu mátar. Ég átti eftir að aðstoða hann við skýrslugerðir og síðan fór- um við að ferðast saman til útlanda. Það byrjaði með því að fórum í bændaferð á landbúnaðarsýningu í London. Þar fórum við m.a. í óperu- hús, snæddum síld á góðum rúss- neskum veitingastað og hlustuðum á fiðluleikara leika fyrir okkur tangó- lagið La Cumparsita samkvæmt pöntun tengdapabba en það lag var í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Í ferðinni keyptum við gullpening því tengdapabbi hafði alltaf séð eftir gullpeningnum sem móðir hans hafði átt þegar hann var lítill. Alls ferðuðumst við saman til menning- arheima 13 Evrópulanda og síðustu utanlandsferðirnar okkar voru til Vínarborgar þegar hann var á 89. aldursári og til Búdapest á 90. ald- ursárinu. Eftir það fóru fæturnir að gefa sig og hann treysti sér ekki í fleiri ferðir. Geri aðrir betur! Tengdapabbi var mikill óperuunn- andi og líkaði vel að hækka vel í hljómlistartækjunum þegar hann var að hlusta á sínar uppáhaldsaríur heima hjá sér. Í Vínarborg nutum við hverrar einustu mínútu á slóðum liðinna stórmeistara tónlistarsög- unnar, fórum í óperuhús og nutum góðrar tónlistar. Hann var mikill áhugamaður um landbúnað og ís- lenska náttúru, var veiðimaður af guðs náð og hafði unun bæði af stang- og skotveiði. Þá var hann vel að sér í flestu, því hann las mikið og hlutstaði á fréttir sem leiddi meðal annars til þess að hann var með þeim fyrstu til að tileinka sér nýj- ungar bæði á heimili og í rekstri. Fyrir utan tónlist hafði hann einnig áhuga á bókmenntum og ljóðum. Ljóð Einars Benediktssonar voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum og rifjaði hann gjarnan upp ýmsa speki úr þeim á góðum stundum. Tengda- pabbi hafði kynnst því á eigin skinni í æsku hvernig það var að hafa ekki ávallt nóg að bíta og brenna. Móðir hans hafði einsömul þurft að halda utan um barnahópinn sinn og þá gekk á ýmsu. Hann hélt því vel ut- anum fjármuni og gaf afkomendum sínum oft það ráð að þeir ættu ekki að eyða meiru en þeir öfluðu. Tengdapabbi var ráðagóður og hann gaf mikið af sér, var mikil fé- lagsvera, hafði unun af því að tala við fólk og þar voru börnin ekki undan- skilin. Hann kunni hvergi eins vel við sig og á æskuslóðum sínum að Hrauni og vildi hvergi annars staðar vera. Það er mikill söknuður í hjört- um fjölskyldu minnar við fráfall hans. Blessuð sé minning hans og megi góður guð varðveita hann. Elsku Helga mín, ég sendi þér mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sverrir Matthíasson. Við hittumst fyrst á hlaðinu á Hrauni, sá er þetta ritar og Ólafur Þorláksson, sem kvaddur er í dag. Ólafur var með gríðarstóran lax í fanginu, sennilega ætlaðan í reyk á leið út í reykhús. Hann horfði á mig, að mér fannst, með ákveðinni tor- tryggni eða fyrirvara, gleypti ekki við hverjum sem var. Síðan eru liðin rúm þrjátíu ár og fór alla tíð vel á með okkur tengdafeðgum. Það er ekki hægt að segja að Ólaf- ur hafi fæðst með silfurskeið í munni. Ólafur ólst upp föðurlaus með móður og 4 systkinum. Sennilega hefur stundum verið þröngt í búi, en Ólafur minntist bernsku sinnar allt- af með ánægju og rakti sparsemi sína og nýtni til þess tíma. Sjó- mennska, bretavinna og annað þess- háttar var það sem Ólafur fékkst við áður en hann tók það skref að gerast bóndi og hefja búskap á Hrauni. Í eðli hans var mikil sjálfsbjarg- arviðleitni og hann vildi sækja sem minnst annað. Hann var laginn bæði á tré og járn. Átti hann því auðvelt með smíðar og allar viðgerðir og kom það sér vel við búskapinn. Það hefur þurft mikinn dugnað og elju að rækta tún á Hrauni, þar er sáralítið ræktanlegt land aðallega sandur og hraun, en Ólafur lét sér ekkert vaxa í augum og vann stór- virki í ræktun á þess tíma mæli- kvarða. Í búskapartíð Ólafs varð ein- hver mesta bylting í tæknivæðingu landbúnaðarins sem um getur og á meðan Ólafur var á sínum bestu ár- um var hann allra manna fyrstur að taka upp nýjungar sem hann taldi passa sínum búskap. Ólafur var ostamaður mikill og var einn af frumkvöðlum í að betrumbæta osta- gerð þess tíma. Frá unglingsárum hafði hann mikinn áhuga á veiðum. Var hann góð skytta og dró björg í bú með skotveiðum, skotveiðar stundaði hann mest á sínum yngri árum. Ólafur var á Laugarvatni í skóla og gat hann lagt með sér afrakstur skotveiðanna sem greiðslu við uppi- hald í skólanum. Hann var alltaf stoltur af þessu og minntist oft á þetta þegar Laugarvatnsdvölina bar á góma. Síðar tók við lax- og silungsveiði, ýmist á stöng eða í net. Hann var sleipur með flugustöngina, einkum á Hamarendum við Ölfusá og var þar aðallega veidd bleikja. Sjóbirtings- veiðar með stöng neðst í Ölfusá voru honum ákveðin skemmtun og ekki skemmdi fyrir ef barnabörnin voru með í för. Þrátt fyrir dálæti hans á stangaveiðinni tók hann laxveiðar í net fram yfir allt og var mikill tals- maður netaveiða. Netabændur hafa mátt búa við ómaklegar árásir frá andstæðingum netaveiða og var Ólafur ólatur við að verjast á opin- berum vettvangi, bæði í ræðu og riti. „Margar skemmtilegustu stundir ævi minnar hef ég átt hér við ána,“ sagði Ólafur mér eitt sinn er við vor- um staddir niðri í á að vitja um net. Og víst er um það, að fátt jafnast á við þá náttúrufegurð sem er þar að hafa og svo bætti um betur þegar áin kraumaði af stórlaxi. Þá fylltist Hraunsbóndinn þeirri sælukennd sem getur fylgt því að draga björg í bú á einum fegursta stað Suður- lands. Að leiðarlokum vil ég þakka ánægjulega samfylgd, velvild og hlýju. Hvíl í friði. Hannes Sigurðsson, Hrauni Mikill bóndi er kvaddur í dag. Ólafur Þorláksson, sem alla ævi bjó á Hrauni, þaðan sem víðsýnt er um Suðurland austur til jökla og Hekla blasir við. Sjóndeildarhringurinn víður og fjölbreytt sýn yfir fagurt land. Þetta hlýtur að hafa markað Ólaf, sem þrátt fyrir búannir fann tíma til að afla sér fróðleiks og njóta fagurra lista. Hann var prýðilega heima um flest málefni heimsins og síþyrstur eftir nýjum fróðleik, stál- minnugur og skilmerkur í frásögn. Fyrstu kynni mín af Ólafi bónda á Hrauni voru svo sem ekki uppörv- andi fyrir mig, hann var auðvitað kurteis og vinsamlegur, en vel fann ég að hann vildi fá að reyna þennan unga mann, sem var að eltast við yngstu dótturina á heimilinu, áður en allar dyr yrðu opnaðar fyrir hon- um. Þegar svo kom í ljós að við átt- um sameiginleg hugðarefni eins og alhliða fróðleiksgrúsk og áhuga á pólitískum væringum og að þar að auki gat ég bakkað traktor með kerru nokkurn veginn skammlaust, þá var ekki að því að spyrja að með okkur tókst hin ágætasta vinátta. Þá kynntist ég stórbóndanum Ólafi á Hrauni. Hann átti ættir sínar þarna allt um kring, aldir aftur í tímann, og var eins og samgróinn landinu. Ekki aðeins Hraunslandinu, sveitin öll var landið hans, lífið hans. Hann var sí- vakandi, ekkert fór framhjá honum, spurði ætíð um veður og færð á Fjallinu, fylgdist með umferð manna og dýra út um gluggann sinn á loft- inu, falli árinnar, ég held jafnvel hann hafi þekkt sérhverja plöntu í landi sínu. Veðurglöggur svo af bar og skeikaði aldrei um veðrabrigði. Við borgarbörnin héldum stundum hann væri að rausa þegar hann lét taka saman heyið í hvelli og sól skein í heiði. Svo fór að rigna á okkur við lokahandtökin. Tvö sumur vann ég með Ólafi og Karli bróður hans að netaveiði í Ölf- usánni. Frá lögn til vitjunar var stundarhlé. Sá tími reyndist mér hinn besti háskóli um náttúrufar, búskaparhætti, lífsbaráttu, þjóð- hætti, um lífið og landið að fornu og nýju. Ólafur naut þess að segja frá á meðan við mauluðum nestið eða gengum um og í bland veltum við fyrir okkur nýjum atvinnuháttum eins og fiskeldi eða stórpólitískum straumum heima og erlendis eða gátunni um hver hefði skrifað Njálu. Þessar stundir liðu hratt. Ólafur var stórbóndi, þótt búið væri ekki stórt, hann nýtti landið og það sem jörðin gaf af sér, hann lagði aldrei árar í bát, skuldaði engum neitt. Þau hjón Ólafur og Helga á Hrauni voru einstaklega gestrisin, alltaf var pláss fyrir fleiri, hvort sem var við veisluborð hlaðið villibráð og afurðum búsins eða í hjörtum þeirra hjóna, og ekkert var sjálfsagðara en að barnabörnin fengju að kynnast sveitalífinu undir handarjaðri þeirra. Í seinni tíð voru þau tekin að gamlast og þurftu aðstoð. Tvær dætranna, þær Guðrún og Þórhild- ur, reyndust þeim þá ómetanlegar hjálparhellur. Með því síðasta sem Ólafur tjáði sig um í mín eyru og margra annarra var, hve þakklátur hann væri fyrir fórnfýsi þeirra, sér- staklega hve mikið þær legðu á sig við að annast móður sína. Ég er þakklátur að hafa fengið að kynnast og tengjast þeim hjónum og kveð nú með eftirsjá Ólaf tengdaföður minn, Guð blessi minningu hans og gefi Helgu styrk í sínum missi. Þórhallur Jósepsson. Já afi minn, 93 er ansi góð tala, það er sannarlega öfundsverður ald- ur. Þetta var þinn tími og þú varst ættarhöfðingi fram í andlátið, þú hafðir kennt okkur svo margt, og hafðir þó nóg eftir af fróðleik. Hvað segir maður þegar mikil- menni deyja, maður fellir tár, en minnist síðan allra góðu stundanna, sem við áttum saman og verð ég að telja mig heppinn að hafa fengið góðan tíma með þér. Viðurkenni ég það fúslega að ekki var ég sérlega kátur að þurfa að fara í fjósið þegar ég var yngri, en það er eitthvað sem maður verðmetur ekki, og er mjög hamingjusamur yfir að hafa gert. Er ég nú ánægðari með það að hafa fengið að kenna þér á tölvu. Það var eitthvað svo gaman við það að fá að kenna þér eitthvað, manninum sem var fullur af fróðleik. En ekki var það bara það að kenna þér, heldur einnig þau forréttindi að fá að sitja þér við hlið og hlusta á þig rifja upp hvað á daga þína hafði drifið, allt frá barnæsku og fram að okkar dögum. Eitt af því sem ég lærði hjá þér, var að vera sparsamur og hugsa af hagsýni um aurana, eins og þegar við gerðum við girðingar, þá mætti halda að baggabandið hefði verið besti vinur bóndans, það hélt girð- ingunum allavegana saman. En ætli menn sem hafa upplifað tímana sem þú hefur lifað, kunni ekki vel að nýta hvert einast snifsi. Já, það er margt sem hefur gerst á þínum tíma, og efast ég um að nokkur önnur kynslóð eigi eftir að lifa annað eins, þú varst tengiliður við fortíðina, og tengdir saman hinn gamla tíma og hinn nýja. Eitt er það þó sem við höfum kannski sameiginlegast og það er heyrnin, við erum nú ágætir saman, báðir hálf-heyrnarlausir, ef ég tek heyrnartækin mín af, þá heyri ég svipað og þú þegar þú varst með þín á. En burtséð frá vondri heyrn, þá heyr bæn mína, og lifðu ávallt í hjarta mínu, með ástvinum og ætt- ingjum. Vonandi hafið þið Hildur hist og njótið samverunnar sem ekki fékkst í lifanda lífi. Að sigra heiminn er eins og að spila á spil. með spekingslegum svip og taka í nefið, (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þó þú tapir, það gerir ekkert til því það var nefnilega vitlaust gefið. (Steinn Steinarr.) Ólafur á Hrauni. Elsku afi, ég hef ekki almennilega áttað mig á því að þú sért farinn frá okkur. Þegar mamma hringdi og vakti mig; ég svaf ekki meira þá nóttu. Ég var nýbúinn að sætta mig við það að sjá ekki mína nánustu aft- ur fyrr en á næsta ári og hafði þegar gert ráð fyrir því að koma heim og heimsækja ykkur hjónin að vanda. Mér varð hugsað til þín og ömmu fyrir nokkrum vikum þegar ég sá heilan haug af gæsum sem sátu á vatni skammt frá og biðu eftir „kalli“ náttúrunnar. Ég hugsaði reglulega um hversu gott það var að koma á Hraun með vinum mínum, sökkva sér ofan í skurð, ná í bráð og heitt kaffi þar á eftir hjá ykkur hjónunum sem alltaf voruð vakandi, full af áhyggjum, vitandi af borgarbúunum úti í mýri. Karlinn hann afi minn kom mér alltaf á óvart þegar veiðin var gerð upp – afi gerði alltaf betur og það í hinu versta veðri. Afi var góður og yndislegur afi, hann afi minn og langafi Helgu Þóreyjar og Matthíasar Arons. Elsku besti afi, við söknum þín ákaflega mikið, takk fyrir allan þann stuðning sem þú hefur veitt okkur í gegnum tíðina. Kveðja, Einar, Gyða og fjölskylda. Fimmtudaginn 23.nóvember síð- astliðinn var ég vakinn upp með þeim sorglegu fréttum að afi minn væri dáinn. Fréttir sem ég hafði ekki gert ráð fyrir að heyra í mörg ár til viðbótar þar sem afi minn virt- ist bæði hraustur og hress fram að leiðarlokum. Á uppvaxtarárum mínum eyddi ég mörgum sumrum uppi í sveit hjá ömmu og afa ásamt öðrum barna- börnum þeirra. Þar var alltaf líf og fjör, sama hvaða dag vikunnar talað er um. Afi gamli sá þó til þess að allir hefðu eitthvað gera, því aldrei þótti honum mikið til leti koma. Afi minn var atorkusamur og vildi helst hafa eitthvað fyrir stafni allan daginn. Ég minnist ferða minna í fjósið snemma á morgnana í myrkrinu á Hrauni. Dagurinn byrjaði með út- Ólafur Þorláksson Norðurljós skína, á okkur hér. Yfir ásjónu þína, líkt og himnanna her. Við stjörnurnar sáum og mátum hvern dag. Í myrkrinu lágum og undum okkar hag. Ég met það ævinlega að hafa átt með þér stund. Og kveð þig með trega, er þú ferð á hans fund. Takk fyrir allt og allt. Katrín. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.