Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 28
|laugardagur|2. 12. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Ólafur Gunnarsson rithöfundur
býr á Stóru-Klöpp en þegar
hann var barn var það hans
annað æskuheimili. » 32
lifun
Undanfarið hefur stað-
ið yfir sýning á verkum
Páls Guðmundssonar
frá Húsafelli. » 29
bæjarlíf
Þegar veður eru válynd er betra
að klæða sig hlýlega og ekki er
verra að útivistarfatnaðurinn
fylgi tískulínunum. » 30
tíska
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Það er auðvitað mjögánægjulegt fyrir mig aðvera í hópi þessara fræguhönnuða,“ sagði íslenski
skartgripahönnuðurinn Hendrikka
Waage, í samtali við Daglegt líf í
gær, en hringur frá henni er meðal
sex hringa, sem að mati breska stór-
blaðsins The Times eru sex flottustu
kokkteilhringar komandi hátíða.
Hringar þessir komu á markaðinn
í haust og eru sérhönnun sem Hend-
rikka tók að sér fyrir fatatískuhúsið
PPQ í Bretlandi.
Í þessari skartgripalínu eru ein-
göngu hringar sem samanstanda af
gulli og gimsteinum af mismunandi
tagi, en skartgripirnir hennar Hend-
rikku eru yfirleitt stórir og með lita-
glöðum steinum í. „Innblásturinn
minn fær auðvitað að njóta sín í
hringunum, sem bera bæði rússnesk
og rómantísk áhrif.“
Hinir fimm skartgripahönn-
uðirnir, sem að mati The Times eiga
flottustu kokkteilhringana í ár, eru
ekki af verri endanum því þeir eru
frá Dior, Bulgari, Roberto Cavalli,
Glitzy og Kenneth Jay Lane. Dýr-
astur kokkteilhringanna sex er
hringur merktur Bulgari, en hann er
sagður kosta yfir hálfa milljón
króna. Hringarnir hennar Hend-
rikku kosta frá 40 þúsund krónum
og upp úr.
Hendrikka hefur hlotið mikið lof
fyrir hönnun sína úti í Bretlandi og
hafa helstu tískutímaritin fjallað um
skartgripina hennar, meðal annars
Vogue, Elle, Glamour, sem og Hello.
Hendrikka býr í Bretlandi þar
sem hún vinnur að hönnun sinni
og er með fólk í vinnu. „Í Bret-
landi er ég að byggja upp minn
markað enda vil ég hafa grunninn
góðan. Hér er af nógu að taka enn
sem komið er,“ segir Hendrikka
og bætir við að skartgripalín-
urnar hennar fáist líka á Íslandi.
Nýju kokkteilhringarnir fáist hins
vegar einvörðungu í versluninni
Leonard.
Kokkteilhring-
ur með gulli og
gimsteinum
www.waagejewellery.com
Hendrikka hefur
hlotið mikið lof
fyrir hönnun sína
úti í Bretlandi og
hafa helstu
tískutímaritin
fjallað um skart-
gripina hennar.
Ánægð Hringur Hendrikku Waage er í hópi sex flottustu kokkteilhringanna að mati The Times.
Áberandi Skartgripirnir hennar Hendrikku eru
yfirleitt stórir og með litaglöðum steinum í.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KANNANIR á hamingju standa
okkur Íslendingum nærri enda kom-
um við undantekningarlaust vel út
úr slíkum þótt við höfum oft ekki
hugmynd um hvers vegna. Sonja
Lyubomirsky, sálfræðingur við Há-
skóla Kaliforníu, segir afar fáar
rannsóknir hafa verið gerðar á því
hvernig fólk verður hamingjusam-
ara en er nú að rannsaka málið.
Ástæðuna segir hún vera þá að
margir vísindamenn hafa álitið
spurninguna gagnslausa. Í áratugi
hafi það viðhorf verið ríkjandi að
fólk fái í vöggugjöf eða verði í lífinu
fyrir lífsreynslu, sem marki svo
grunnhamingjustuðul þess í gegnum
allt lífið. Örlögin spili því mikið inn í.
Eða eins og tveir vísindamenn orð-
uðu það árið 1996: „Það að reyna að
verða hamingjusamari, gæti verið
jafngagnslítið og að reyna að verða
stærri.“
Sveigjanlegri mælikvarði
Nýlegar, langtímarannsóknir hafa
hins leitt í ljós að mælikvarðinn á
hamingju er sveigjanlegri en vinsæl-
ar kenningar hafa haldið fram,
a.m.k. hvað varðar ýktustu mynd-
irnar. „Örlög fólks ráða ekki upp-
hafsstaðsetningu,“ segir sálfræðing-
urinn Ed Diener við Háskólann í
Illinois. Niðurstöður rannsóknar,
sem gerð var á þúsundum Þjóðverja
sem fylgt var eftir í 17 ár, sýndu að
grunnafstaða ¼ hópsins breyttist á
tímabilinu verulega hvað varðaði
ánægju þeirra með lífið. Afstaða
nærri því 1⁄10 þátttakanda breyttist
um 3 stig eða meira á 10 stiga lista.
En hvernig getur maður þá orðið
hamingjusamari? Lyubomirsky við-
urkennir að það virðast ekki vera
nein flókin stjörnustríðsvísindi að
ræða. Æfingar eins og að hugsa um
þrjá jákvæða hluti sem muni gerast í
dag, sýna öðrum tillitssemi og
hjálpa, vera opinn, áhugasamur og
vera ákveðinn í því að læra eitthvað
nýtt á hverjum degi eru á meðal
þess sem koma þeim sem vilja ofar í
mælikvarðanum – og verða ham-
ingjusamari.
Við getum orðið
hamingjusamari
Reuters
Hamingjusöm til æviloka? Mælikvarðinn á hamingju er sveigjanlegri en
vinsælar kenningar hafa hingað til haldið fram.
NÚ fer að hilla undir þá tíma að
karlar þurfi að fara að passa upp
á að taka pilluna því breskir
vísindamenn eru að þróa nýja
getnaðarvarnapillu, sem ætluð er
karlmönnum til inntöku. Það gæti
án efa kætt margar konurnar, sem
í áraraðir hafa mátt passa upp á
þessi mál. Ekki er talið óraunhæft
að ætla að pillan verði komin á
markaðinn innan 5 ára. Karlapill-
an, sem er án hormóna og taka
þarf inn nokkrum klukkustundum
fyrir samfarir, kemur í veg fyrir
sáðlát, en hefur að öðru leyti ekki
áhrif á framgang fullnæging-
arinnar. Dr. Christopher Smith
sagði í samtali við netmiðil NBC, í
vikunni að hér væri hvorki um
hormónameðferð að ræða né
stoppaði pillan sæðisframleiðsluna.
Pillan héldi hinsvegar aftur af
vöðvanum, sem stjórnaði sáðlátinu
og fyrir vikið yrði til það sem kall-
að er „þurrt“ sáðlát.
Vísindamenn segjast hafa fundið
uppskrift að karlapillunni eftir að
hafa tekið eftir að lyf sem notað
er í baráttu við geðklofa og háan
blóðþrýsting, hefði líka þau áhrif
að koma í veg fyrir sáðlát og telja
þeir nýju pilluna því geta verið
mun notendavænni en aðrar
getnaðarvarnir sem gagnast
karlmönnum, s.s. sáðgangsrof og
inngræðsla. Innan 12 tíma frá inn-
töku pillunar er sæðið nefnilega
komið á fulla ferð á ný.
Standist nýja pillan prófraun,
gæti hún orðið mikil hagsbót fyrir
þá, sem óttast langtímaáhrif
hormóna. Þar sem margir karlar
muna ekki eftir því að fara út með
ruslið, hafa vísindamenn nokkrar
efasemdir um að karlmenn muni
eftir því að taka pilluna sína í
tíma. Auk þess gætu margir karl-
menn hreinlega neitað allri pillu-
inntöku af ótta við að karl-
mennskan færi í vaskinn.
Pilla fyrir karla
Reuters
Rannsókn Karlapillan kann að
koma á markað innan fimm ára.