Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 51
FRÉTTIR
kveikt á leiðum í Garðakirkjugarði kl.16.
BESSASTAÐAKIRKJA: Aðventusamkoma
kl.17. Álftaneskórinn og eldri barnakór
Álftanesskóla leiða lofgjörðina undir
stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista.
Sr. Bolli Pétur Bollason flytur hugleiðingu.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Gréta Kon-
ráðsdóttir djákni þjóna. Sunnudagaskóli
kl. 11 í sal Álftanesskóla í umsjón frá-
bærra leiðtoga.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa (alt-
arisganga) sunnudaginn 3.desember
kl.11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn
Natalíu Chow Hewlett organista. Með-
hjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir.
Sunnudagaskóli sunnudaginn 3.desem-
ber kl.11. Heimsóttur verður sunnudaga-
skólinn í Keflavíkurkirkju og verður farið
frá kirkjunni kl.10.50. Umsjón hafa María
Rut Baldursdóttir og Hanna Vilhjálms-
dóttir.
NJARÐVÍKURKIRKJA: (Innri-Njarðvík).
Sunnudagaskóli sunnudaginn 3. desem-
ber kl.11. Umsjón hafa Laufey Gísladótt-
ir, Elín Njálsdóttir, Dagmar Kunáková og
Kristjana Gísladóttir. Baldur Rafn Sig-
urðsson sóknarprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Erla Guðmundsdóttir stýrir
samkomunni ásamt sr. Skúla S. Ólafs-
syni. Aðventuhátíð sunnudag kl. 20.
Karlakór Keflavíkur, Kór Keflavíkurkirkju
og barnakór Keflavíkurkirkju syngja. Há-
kon Leifsson verður við hljóðfærið. Ólafur
Skúlason, biskup, prédikar. Prestur er sr.
Skúli S. Ólafsson.
HVALSNESKIRKJA: Laugardagurinn 2.
desember. Heimsókn í Kirkjuskólann í
Garði kl. 13. Boðið upp á veitingar,
skemmtun og fróðleik. Allir velkomnir.
Sunnudagurinn 3. desember. Hvals-
neskirkja. Fyrsti sunnudagur í aðventu.
Guðsþjónusta kl. 11. Kór Hvalsneskirkju
syngur. Organisti Steinar Guðmundsson.
Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagurinn 2.
desember. Kirkjuskólinn kl. 13. Barna-
starfið í Sandgerði kemur í heimsókn.
Boðið upp á veitingar, skemmtun og fróð-
leik. Allir velkomnir. Sunnudagurinn 3.
desember. Fyrsti sunnudagur í aðventu.
Guðsþjónusta kl. 14. Kvenfélagskonur
annast ritningarlestra. Kór Útskálakirkju
syngur. Organisti Steinar Guðmundsson.
Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson.
Garðvangur: Helgistund kl. 15:30. Sókn-
arprestur Björn Sveinn Björnsson.
AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.
Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Einsöngur
Vilhjálmur Sigurjónsson tenór. Kristín Sig-
urjónsdóttir leikur á fiðlu. Allur kirkjukór-
inn syngur. Fjölmennum.
BORGARPESTAKALL: Borgarneskirkja:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Messa kl.
14. Kór eldri borgara syngur undir stjórn
Jóns Þ. Björnssonar. Messukaffi í safn-
aðarheimili að lokinni athöfn. Helgistund
á þriðjudag kl. 18.30. Borgarkirkja:
Messa kl. 16. Sóknarprestur.
SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Hátíðarmessa kl. 14. Kaffiveit-
ingar að messu lokinni. Sóknarprestur.
BAKKAGERÐISKIRKJA: Sunnudagur 3.
desember: Fyrsti sunnudagur í aðventu.
Messa kl 14. á 105 ára vígsludegi kirkj-
unnar. Vígslubiskup Hólastiftis hr. Jón Að-
alsteinn Baldvinsson prédikar og blessar
safnaðarheimili og heilsugæslusel í Heið-
argerði. Kirkjugestum boðið í kaffi eftir
messu. Allir velkomnir.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Aðventukvöld
sunnudag kl. 20.30. Kirkjukórinn syngur
undir stjórn Helgu Bryndísar Magn-
úsdóttur. Helgileikur fermingarbarna og
hljóðfæraleikur nemenda Tónlistarskóla
Eyjafjarðar. Hátíðarræðu flytur sr. Guðrún
Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur á FSA.
Helgistund. Mætum öll og njótum sannr-
ar jólastemmningar í húsi guðs. Sókn-
arprestur og sóknarnefnd.
HRÍSEYJARKIRKJA: Aðventukvöld kl.
19.30.
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Svavar A. Jónsson. Kór Akureyr-
arkirkju syngur. Organisti Eyþór Ingi Jóns-
son. Súpa og brauð (kr. 300) eftir guðs-
þjónustu. Sunnudagaskóli kl. 11.
Aðventukvöld Akureyrarkirkju kl. 20.30.
Sr. Svavar A. Jónsson. Ræðumaður Björn
Þorláksson, fréttamaður og rithöfundur.
Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur. Stjórn-
andi Eyþór Ingi Jónsson.
GLERÁRKIRKJA: Barnsamvera og messa
kl. 11. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja.
Organisti Hjörtur Steinbergsson. sr. Arn-
aldur Bárðarson þjónar. Aðventukvöld kl.
20.30. Ræðumaður er Hannes Garð-
arsson, ritstjóri. Mikill og góður söngur,
helgileikur og ljósahátíð.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl.
17. Sigurður Ingimarsson talar. Kl. 20
Gospel kirkja. Allir velkomnir.
LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja:
Kyrrðarstund mánudagskvöld 4. desem-
ber kl. 20.30.
VALLANESKIRKJA: 2. desember: Íhug-
unaræfing kl. 11-14. Léttur málsverður í
boði sóknarinnar og leiðbeiningar um
kristna íhugun. Alllir velkomnir. Sókn-
arprestur.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Barnakórinn leiðir söng-
inn. Kyrrðarstund mánudag kl. 18. Sókn-
arprestur.
VALLANES- og ÞINGMÚLASÓKNIR: Að-
ventuhátíð í Þingmúlakirkju 3. desember
kl. 16.30. Ath. breyttan tíma. Fjölbreytt
dagskrá á 120 ára afmæli kirkjunnar.
Veitingar á eftir í félagsheimilinu. Sókn-
arprestur.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 16. Stúlknakórinn
Hekla leiðir safnaðarsöng undir stjórn
Nínu Maríu Morávek. Sr. Guðbjörg Arn-
ardóttir, sóknarprestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 14. Skálholtskórinn syngur. Sókn-
arprestur.
SAFNKIRKJAN í Árbæ: Aðventu-
guðsþjónusta nk. sunnudag kl. 14. Ein-
stakt tækifæri fyrir börn og fullorðna til
að upplifa einfaldan jólaundirbúning og
andblæ liðins tíma. Almennur söngur.
Organisti: Sigrún Steingrímsdóttir. Prest-
ur: sr Kristinn Ág. Friðfinnsson.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 14. Ath.
breyttan messutíma. Veislukaffi eftir at-
höfnina. Kirkjukór Selfoss. Organisti Jörg
E. Sondermann. Mæður fermingarbarna,
Lára Ólafsdóttir og Sigríður Sigurjóns-
dóttir, lesa ritningartexta. Fermingarbörn
og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til
þess að koma til kirkju. Barnasamkoma í
lofti safnaðarheimilisins kl. 14. Kirkju-
skóli þriðjudag kl. 14.15. Foreldramorg-
unn miðvikudag kl. 11. Jólaföndur, opið
hús, hressing og spjall.
HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Aðventukvöld kl. 20.
Jón Ragnarsson.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messa á fyrsta
sunnudegi í aðventu 3. des. kl. 14. Bene-
dikt Kristjánsson syngur einsöng. Blás-
arasveit nemenda úr Tónlistarskóla
Garðabæjar aðstoðar við messuna
ásamt kennara sínum Guðmundi Vil-
hjálmssyni, organista og leikur einnig
nokkur lög í kirkjunni að messu lokinni.
Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari.
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER KL. 19.30 – UPPSELT
LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL. 17.00 – LAUS SÆTI
hátíðartónleikar í háskólabíói
„Ef mannsröddin getur snert mann
þá mun Denyce Graves svo sannarlega hreyfa þig úr stað.“
ATLANTA JOURNAL-CONSTITUTION
Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi söngstjarna heims
um þessar mundir og því mikið fagnaðarefni að hún skuli koma fram á
tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Ferill Graves hófst með miklum sprengikrafti, þegar hún debúteraði í
hlutverkinu Carmen í Metropolitan-óperunni í New York, og hlaut ein-
róma lof gagnrýnenda fyrir. Graves er eftirsótt af þekktustu óperuhúsum
heims, enda hefur segulmagnaður sviðsþokki hennar og framkoma vakið
gríðarlega eftirtekt. Efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og
spennandi, enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi.
Söngstjarna
21. aldarinnar
„... með sláandi sviðsþokka og stórbrotinni túlkun tókst henni
að halda áheyrendum hugföngnum í fjórum uppklöppum.“
NEW YORK TIMES
jessye norman forfallast. Af óviðráðanlegum orsökum getur söngkonan Jessye Norman ekki
komið fram á tónleikunum eins og fyrirhugað var. Þeim sem þegar hafa keypt miða á þessa tónleika er bent á að
hafa samband við miðasölu í síma 545 2500 eða koma við á skrifstofunni í Háskólabíói, sé endurgreiðslu óskað.
HRINGURINN heldur sitt árlega
Jólakaffi á Broadway sunnudaginn
3. desember kl. 13.30.
„Boðið er upp á glæsilegt kaffi-
hlaðborð, vandaða tónlist, danssýn-
ingu og söng, og margir listamenn
skemmta ungum sem öldnum.
Happdrætti er að venju, með fjölda
góðra vinninga, sem fyrirtæki og
einstaklingar hafa gefið af mikilli
rausn,“ segir í fréttatilkynningu.
Jólakaffið er einn liður í fjár-
öflun Hringskvenna fyrir Barna-
spítalann, auk þess eru verkefni
óþrjótandi við að bæta hag veikra
barna á Íslandi og aðstandenda
þeirra. Eins og alltaf áður gefa all-
ir listamenn vinnu sína. Öll fjár-
öflun Hringsins rennur óskipt til
Barnaspítalasjóðs Hringsins. Eins
og alltaf áður gefa allir listamenn
vinnu sína.
Jólakaffi Hringsins
Ljósin tendruð á
jólatrénu í Garðabæ
LJÓSIN á jólatrénu á Garðatorgi
verða tendruð í dag, laugardaginn
2. desember.
Hefð er fyrir því að tendra ljós-
in á jólatrénu á Garðatorgi fyrsta
laugardag í desember á hverju ári.
Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ
Garðabæjar í Noregi, og þetta er í
37. sinn sem Garðbæingar fá þessa
vinasendingu þaðan.
Athöfnin hefst rétt fyrir kl. 16
fyrir framan turninn á torginu og
stendur í u.þ.b. klukkustund. Blás-
arasveit Tónlistarskóla Garða-
bæjar leikur fyrir gesti og Sig-
urlaug Garðarsdóttir Viborg,
varaformaður Norræna félagsins í
Garðabæ, býður gesti velkomna.
Morten Strand, bæjarstjóri Asker,
afhendir tréð fyrir hönd Asker og
Páll Hilmarsson, forseti bæj-
arstjórnar Garðabæjar, veitir
trénu viðtöku.
Skólabörn úr Hofsstaðaskóla
syngja nokkur lög fyrir viðstadda
og að lokum má gera ráð fyrir því
að jólasveinarnir komi til byggða
og flytji jólalög.
Ýmislegt verður einnig um að
vera fyrr um daginn í miðbæ
Garðabæjar. Að venju er leiksýn-
ing á Bókasafni Garðabæjar og kl.
13.30 sýnir Möguleikhúsið leikritið
,,Höll ævintýranna“. Blásarasveit
Tónlistarskólans spilar einnig á
Garðatorgi fyrir gesti og gangandi
og flytur gömul íslensk jólalög á
torginu frá kl. 15. Jólamarkaður-
inn á Garðatorgi verður einnig
opnaður í dag.