Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, EMILÍA BIERING, sem lést laugardaginn 5. nóvember verður jarð- sungin frá Áskirkju mánudaginn 4. desember kl. 15.00. Rafn Biering Helgason, Ásthildur Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra JÓNS GUNNARS JÓNSSONAR, Skarði, Skarðsströnd. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Kristinn Jónsson, Þórunn Hilmarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GYLFA GRÖNDAL rithöfundar, Hlíðarvegi 40, Kópavogi. Sérstakar þakkir til Óskars Þórs Jóhannssonar, krabbameinslæknis, og Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins. Þóranna Tómasdóttir Gröndal, Gerður Gröndal, Þórður Þórðarson, Sigríður Gröndal, Ingólfur Bender, Gylfi Freyr Gröndal, Jóhann Gröndal og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, KARL GUNNLAUGSSON, Garðarsbraut 28, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 5. desember kl. 14.00. F.h. aðstandenda, Hörður Már Karlsson, Anna Lilja Guðjónsdóttir, Berglind María Karlsdóttir, Kristinn Einarsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST STEINDÓRSSON, Hraunbraut 26, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 29. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Friðsemd Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og tengdasonur, KJARTAN ÖRN JÓNSSON, lést á Central Sygehuset í Randers á Jótlandi, Danmörku, að morgni fimmtudagsins 30. nóvember. Kjartan Örn verður jarðsettur í Danmörku. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. Irena Erlingsdóttir, Erla Björk Kjartansdóttir, Ágúst Hilmar Jónsson, Ottó Erling Kjartansson, Jón Þór Ágústsson, Inga Hilmarsdóttir, Jón Ingvarsson, Vilma Mar, Erling Ottósson og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkonan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR BOATWRIGHT, Hulduhlíð 11, Mosfellsbæ, áður búsett á Akranesi og í Bandaríkjunum, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi fimmtudaginn 30. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. David E. Boatwright, Helen Kuszmaul, Brad Kuszmaul, Jónína Chamberlain, Jon Chamberlain, Sigrún H. Boatwright, Halldór Ingi Haraldsson, David J. Boatwright, Lenna Boatwright og barnabörn. ✝ Örn Steinar Ás-bjarnarson fæddist á Sjúkra- húsinu á Hvamms- tanga 6. september 1978. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 21. nóvember síðastliðinn. Örn ólst upp á Þor- grímsstöðum á Vatnsnesi og átti þar heimili alla tíð. Foreldrar hans eru Kristín Ragnheiður Guðjónsdóttir, f. 11. maí 1953, og Ásbjörn Jóhannes Guðmundsson, f. 24. janúar 1943. Foreldrar Kristínar eru Guðjón D. Jós- efsson, f. 11. apríl 1909, d. 20. október 1989, og Sigrún Sigurð- ardóttir, f. 26. apríl 1917. For- eldrar Ásbjarnar voru Guð- mundur B. Jóhannesson, f. 30. maí 1895, d. 10. september 1983, og Þorbjörg Valdimarsdóttir, f. Laugarbakkaskóla í Miðfirði árið 1994. Árið 1998 lauk hann námi af tölvubraut frá Iðnskólanum í Reykjavík og 1999 stúdentsprófi frá sama skóla af tæknibraut. Haustið 2002 útskrifaðist Örn með B.Sc. í tölvunarfræði frá Há- skóla Íslands. Hann byrjaði að vinna hjá Forsvari ehf. á Hvammstanga sumarið 2001 og fékk þar aðstöðu til að vinna lokaverkefni sitt í tölvunarfræði sumarið 2002. Eftir útskrift starf- aði Örn í fullu starfi hjá Forsvari sem tölvunarfræðingur meðan heilsa hans leyfði. Örn hafði alla tíð mikinn áhuga á náttúru Íslands, náttúruvernd- un, útivist og ferðalögum. Tónlist skipti Örn miklu máli, hann hafði sterkan og ákveðinn tónlist- arsmekk, ásamt því að spila bæði á píanó og gítar. Örn Steinar verður jarðsung- inn frá Tjarnarkirkju í Vatnsnesi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 13. júlí 1916, d. 25. júní 1985. Systur Arnar eru Þorbjörg Inga, bóndi á Þorgrímsstöðum, f. 5. ágúst 1981, og Margrét Guðrún, í meistaranámi við Landbúnaðarháskóla Íslands, f. 5. ágúst 1981. Maki Þor- bjargar er Jóhannes Óskar Sigurbjörns- son, bóndi á Þor- grímsstöðum, f. 20. júní 1972. Sonur Þorbjargar frá fyrri sambúð er Ásbjörn Edgar Waage, f. 23. des- ember 1999, og sonur Þorbjargar og Óskars er Alexander Victor, f. 3. september 2005. Maki Mar- grétar er Þorvaldur Kristjánsson, M.Sc. í kynbótafræði og kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, f. 26. ágúst 1977. Sonur þeirra er Þorvaldur Örn, f. 30. mars 2004. Örn lauk grunnskólanámi frá Ég man lítinn nýfæddan dreng fyrir 28 árum. Strax á fyrsta augna- bliki mynduðust þessi einlægu, órjúfanlegu tengsl okkar á milli sem hafa haldist æ síðan og styrkst með árunum. Fyrsta og hálfa árið bjugg- um við hjá afa og ömmu á Ásbjarn- arstöðum sem ásamt okkur foreldr- unum önnuðust litla drenginn af allri þeirri ástúð og hlýju sem þau áttu til. Þar var fyrst lagður grunn- ur að því sem Örn var alla tíð: Traustur, heiðarlegur og vandaður drengur. Ég man fyrsta árið okkar á Þorgrímsstöðum, allar gönguferð- irnar okkar Arnar meðfram ánni þar sem fundust svo margir fallegir steinar að okkur þraut krafta að koma þeim öllum heim. Og svo var lagt á brattann og gengið á Kothól sem var talsvert fjall í augum lítils drengs. – Skokkað eftir kindagötum suður í Ausu, þá var líka gríðarlangt til baka heim, en tíminn var nógur, sumarið eilíft og hamingjan var okk- ar. Ég man drenginn minn tæplega þriggja ára koma með svo stóran blómvönd að varla sá í hann, að heilsa tveimur nýfæddum systrum á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Það má segja að frá þeirri stundu var hann stóri bróðirinn sem hafði svo ríka ábyrgðartilfinningu fyrir þeim tveim að varla passaði ungu barni. Ég man hann Örn minn að byrja í skóla. Strax þá komu í ljós þau sterku persónueinkenni sem fylgdu honum alltaf. Allt sem hann gerði var gert af stakri nákvæmni og ekki látið frá sér fara fyrr en hann var sáttur og gat ekki betur gert. Þann- ig sinnti hann sínum verkefnum hvort sem um var að ræða við nám eða önnur störf. Oft í seinni tíð þeg- ar hugur minn hefur leitað til baka þá finn ég hversu Örn var fljótur til sem barn að verða talandi og læs, hversu hugsandi og þroskaður hann var miðað við sinn aldur. Og ég spyr mig hvort hann hafi þurft að komast sem lengst af því tíminn var svo skammur sem hann átti úthlutaðan. Ég man ungan pilt sem fór til Reykjavíkur að afla sér menntunar. Á þeim tíma voru blikur á lofti því aðeins 15 ára greindist Örn með krabbamein í miðtaugakerfi og gekkst þá undir erfiðar læknismeð- ferðir. Og um 10 ára skeið lét sjúk- dómurinn ekki á sér kræla. Örn hélt sínum áætlunum og kláraði það nám sem hann hafði sett markið á. Steinninn sem settist áður í hjarta mitt léttist smátt og smátt á þessum fyrrnefndu 10 árum og mikil var gleðin þegar ungur og frískur Örn Steinar flutti heim og fór að vinna á Hvammstanga. Hamingjan var okk- ar á ný – en allt of stutta stund. Ég horfi í ljóssins loga sem lýsir í hugskot mitt og sé á björtum boga brosandi andlit þitt. (S.G.) Elsku hjartans drengurinn minn. Alllangan tíma höfum við gengið saman grýtta og erfiða braut því meinin tóku sig upp í líkama þínum. Á þessum tíma hafa skipst á ljós og skuggar og ég hef virt þig og dáðst að þér meira en nokkru sinni. Þú hélst sem fyrr fast utan um okkur, þína nánustu, einnig skiptu öll sam- skipti þín við stórfjölskylduna þig miklu máli. Með ró og yfirvegun tókstu hverju áfalli, hugsaðir þig vel um og spurðir grannt út í allar meðferðir og lyfjagjafir. Tókst allar ákvarðan- ir með þá skýru lífssýn að tala, hugsa og horfa fram á veginn, fram til lífsins. Við ákváðum að fara þessa erfiðu ferð saman, gleðjast yfir öllu jákvæðu og góðu og styðja hvort annað. Reyndar hallaði á mig í þeim efnum því þú varst alltaf sá sterki sem hvattir mig og taldir í mig kjark. Þannig fetuðum við okkur áfram með von og trú að leiðarljósi og böndin milli okkar urðu sterkari og sterkari. Nú eru allar minningarnar um þig fjársjóður; frá ferðalögunum, bíltúr- unum, gönguferðunum, vélsleða- ferðunum, öllum stundunum okkar saman heima í dalnum og annars staðar. Hjarta mitt er fullt af sorg og kvöl af því þú ert farinn en það er líka fullt af gleði og eilífri þökk fyrir að hafa átt ævina þína alla með þér og alla þá tryggð og ástúð sem við áttum hvort í öðru. Elsku Örn minn. Í hjarta mér og með mér lifir þú ætíð og ég trúi að við hittumst á ný. Það bíða mín breyttar aðstæður og á þeirri göngu minni mun ég reyna að tileinka mér það sem þú kenndir mér, þína ein- stöku lífssýn og viðhorf. Ég bið Drottin að leiða og vernda þig eilíf- lega vinur minn. Ég elska þig alltaf. Þín mamma. Við fáum ei skilið hví fjólan grær og fellur í duftið aftur. Við getum ei ráðið rúnir þær sem ritar hinn æðsti kraftur. (Jón Bergmann) Að missa barnið sitt er það sem maður reiknar ekki með að gerist. Það er svo óraunhæft en það gerist samt. Manni finnst tilveran slitna í sundur og ekki finnst neitt hald til að grípa í. Það eina sem hægt er að leita til eru minningarnar og í mínu tilfelli er af nægu að taka. Frá barnsárum þínum varstu alltaf að spekúlera í hinum ólíklegustu hlut- um og spurðir mikið. Þú spáðir í skýin, stjörnurnar, af hverju kom ekki vindurinn alltaf úr sömu átt- inni? Og þegar við fórum niður í fjöru opnaðist nýr heimur, margar voru spurningarnar og oft varð þá fátt um svör. Þú varst ekki gamall þegar þú gerðir þér grein fyrir því að svör við spurningum sem faðir þinn gat ekki veitt þér gastu fundið í bókum. Snemma byrjaðirðu að lesa mikið og það gerðirðu allt þitt líf. Þegar þú stækkaðir og fórst að vera með mér við hin ýmsu störf bentirðu mér oft á það að það væri betra að gera hlutina öðruvísi en ég gerði, t.d. að taka ekki upp hluti með beinu baki heldur að beygja sig í hnjánum. Eða þegar tengd voru tæki við trak- torinn þá lá alltaf ljóst fyrir þér hvernig best væri að gera. Ég var nú ekki tilbúinn að hlýða þessu strax, en sá fljótt að þetta var alveg rétt hjá þér og allar þessar ábend- ingar settirðu fram með svo mikilli hógværð að það var ekki hægt ann- að en að taka eftir þeim. Það er orðið langt síðan að ég gerði mér grein fyrir því að eftir ég varð fullorðinn þá hefur enginn kennt mér jafn mik- ið og þú, í víðri merkingu. Þegar þú greindist með krabba- mein fyrir þrettán árum þá breyttist allt. Fyrst stór aðgerð og geislameð- ferð en meinsemdin varð ekki öll numin burt. Þó komu nokkur góð ár en ógnin hvarf aldrei úr augsýn. Svo tók hún sig upp og þá varð ekki við neitt ráðið hvað sem okkar færasta fólk reyndi. Ég mun aldrei geta skil- ið það þrek og þá ró sem þú sýndir í þinni baráttu, alltaf horfðirðu fram á veginn fullur bjartsýni, hvað sem á dundi og varst sterkastur af öllum. Nú þegar baráttunni er lokið kemur mér í hug eitt af mínum uppáhalds- Örn Steinar Ásbjarnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.