Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 6
6 C SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Smiðir
Vegna vaxandi verkefna óskar Lauffell ehf.
byggingaverktakar eftir vönum smiðum í
verkstjóra/hópstjórastöður. Góð kjör í boði.
Spennandi verkefni framundan.
Vinsamlegast sendið umsókn til
lauffell@laufell.is eða hafið samband við
Rúnar í síma 892 1001.
Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is
- vi› rá›um
Forritari
Point á Íslandi ehf. vill rá›a forritara til starfa sem fyrst vegna
mikilla verkefna.
Viltu taka flátt í spennandi vi›fangsefnum me› frískum vinnufélögum?
Vi› leitum a› forritara sem vinnur vel í hóp og á au›velt me› mannleg samskipti.
Vi›komandi flarf a› hafa a.m.k. 2-3ja ára reynslu í forritun í C++ og C#. Bakgrunnur
í kerfisumsjón er kostur.
fiér b‡›st gó› vinnua›sta›a í umhverfi flar sem ríkir líflegur vinnuandi og
starfsmönnum er treyst til gó›ra verka.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 10. desember nk.
Númer starfs er 6114.
Uppl‡singar veitir Gu›n‡ Sævinsdóttir. Netfang: gudny@hagvangur.is
Point á Íslandi ehf er hluti af öflugri
skandinavískri samsteypu me›
starfsemi í 6 löndum. Fyrirtæki›
sérhæfir sig í rafrænni grei›slumi›lun,
innflutningi posavéla og flróun
hugbúna›ar fyrir posa og mi›læga
grei›slufljónustu. Point fljónustar
flest stærri fyrirtæki landsins var›andi
rafræna grei›slumi›lun.
www.point.is
Lager og útkeyrsla
Heildverslun leitar eftir traustum og áreiðan-
legum starfsmanni til lager og útkeyrslustarfa.
Hæfniskröfur:
- Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum
samskiptum.
- Almenn tölvukunnátta.
- Stundvísi og reglusemi.
- Snyrtimennska og heiðarleiki.
- Reyklaus.
Starfssvið
Tiltekt vörupantana - móttaka vörusendinga.
Almenn lagerstörf - útkeyrsla og önnur
tilfallandi störf.
Vinnutími er frá kl. 9.00-14.00, möguleiki á fullu
starfi.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsókn með mynd sendist til auglýsinga-
deildar Mbl. eða á box@mbl.is sem fyrst,
merkt: ,,Útkeyrsla - 19325’’.
Verkefnastjóri Matís
í Vestmannaeyjum
Matís ohf. auglýsir eftir verkefnastjóra í Vest-
mannaeyjum. Hlutverk verkefnistjórans er að
stjórna og vinna að verkefnum á vegum Matís
ohf. í Vestmannaeyjum en þau fela m.a. í sér:
● Umsjón með daglegum rekstri, öflun verk-
efna og áætlanagerð.
● Samstarf við fyrirtæki og einstaklinga um
verkefni.
● Vinna við verkefni er tengjast rannsóknum og
þróun á sviði matvæla.
● Kortlagning á tækifærum.
● Kynna verkefni og tækifæri í umhverfinu.
Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. meistara-
prófi í raunvísindum eða verkfræði.
Umsækjendur þurfa að hafa frumkvæði og sjálf-
stæði í vinnubrögðum, gott vald á ensku og
íslensku og lipurð í mannlegum samskiptum.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og
starfsreynslu, auk meðmæla sendist til Matís
ohf., Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2006.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
1. janúar 2007.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson,
gudjont@rf.is, sími 860 4748 og Ragnar
Jóhannsson, ragnar@rf.is, sími 861 9695.
Matís ohf. er nýtt hlutafélag í eigu ríkisins sem tekur við starfsemi
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsókna Keldnaholti
(MATRA) og Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar. Tilgangur félagsins
er að sinna rannsóknum og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnu-
lífsins, lýðheilsu og matvælaöryggis.
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is - www.job.is
Lindaskóli
Aðstoðarskólastjóri
• Staða aðstoðarskólastjóra við Lindaskóla í
Kópavogi er laus til umsóknar.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur
reynslu af kennslu. Viðkomandi einstak-
lingur þarf að búa yfir góðum skipulags-
hæfileikum og vera góður í samskiptum.
Lindaskóli er einsetinn skóli með 590 nem-
endur í 1. – 10. bekk.
Skólinn er vel búinn kennslutækjum og
starfsaðstaða er mjög góð.
Við skólann er unnið metnaðarfullt starf
þar sem lögð er áhersla á góða kennslu og
góða samvinnu skóla og heimila. Lindaskóli
er umhverfisvænn skóli og tekur þátt í verk-
efninu Skólar á grænni grein.
Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launa-
nefndar sveitarfélaga.
Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um
starfið.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri
Gunnsteinn Sigurðsson
í síma 554-3900
eða 861-7100.
Umsóknarfrestur er til
12. desember 2006
Gagnaveita Orkuveitu
Reykjavíkur leitar að
vörustjóra fyrirtækjalausna.
Orkuveita Reykjavíkur er framsækið þjónustu-
fyrirtæki sem aflar og dreifir vistvænni orku á sem
hagkvæmastan hátt og í sátt við umhverfið.
Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur
íslensku þjóðarinnar.
Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum sínum
bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir ódýrri orku
sem framleidd er úr endurnýjanlegum íslenskum
orkulindum. Þannig stuðlar fyrirtækið að aukinni notkun
hreinnar innlendrar orku og leggur um leið sitt af
mörkum til nýsköpunar og framfara í landinu.
Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks
með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í
fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og
möguleika starfsfólks á að samræma vinnu og
fjölskylduábyrgð eins og kostur er.
Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut
kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan
fyrirtækisins.
Fyrirtækið er:
Sveigjanlegt, það lagar sig að breyttum aðstæðum
Sýnir frumkvæði og er opið fyrir nýjungum
Sækir fram af eldmóði
Traust og starfar í sátt við umhverfið
Gagnaveita OR er sjálfstætt starfandi svið innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR)
sem verður að sjálfstæðu hlutafélagi í eigu OR frá og með janúar 2007.
Gagnaveitan hefur með höndum uppbyggingu, rekstur og þjónustu á gagna-
flutningskerfi OR. Gagnaveita OR vinnur að því að ljósleiðaravæða heimili á
veitusvæðum OR undir vörumerkinu SAMBAND OR. Gagnaveitan rekur
einnig dreifikerfi fyrir Internet-, síma- og sjónvarpsdreifingu, sem byggt er á IP
samskiptatækni yfir ljósleiðara. Sjálfstæðir þjónustuaðilar á markaði nýta sér
dreifikerfi OR til miðlunar á efnis- og þjónustuframboði sínu til heimila.
Vörustjóri fyrirtækjalausna starfar á viðskiptadeild. Viðskiptadeild Gagnaveitu
hefur umsjón með uppbyggingu, sölu og markaðssetningu þjónustuframboðs
Gagnaveitu. Jafnframt hefur deildin umsjón með samstarfi við þjónustu og
efnisveitur, þróun þjónustu með sveitarfélögum og leitar nýrra viðskipta-
tækifæra.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Markaðs- og kynningarmál
• Umsjón með samstarfi við fjarskiptafyrirtæki
• Uppbygging vöruframboðs
• Þróun þjónustu með sveitarfélögum
• Undirbúningur söluherferða
• Ábyrgð á innri ferlum, eftirfylgni og framkvæmd frávikagreiningar
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði viðskipta, rekstrarfræði eða sambærilegt
• Gráða í vörustjórnun kostur
• Starfsreynsla æskileg
• Reynsla af samningagerð og verkefnastjórnun
• Góð ensku- og dönskukunnátta kostur
• Samstarfshæfni, metnaður, frumkvæði, agi og sjálfstæði í vinnubrögðum
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
V
35
20
7
11
/0
6
Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir
(helga.jonsdottir@capacent.is) og
Herdís Rán Magnúsdóttir
(herdis.magnusdottir@capacent.is)
hjá Capacent Ráðningum. Umsóknar-
frestur er til og með 17. desember nk.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um
að sækja um starfið á heimasíðu Capacent
Ráðninga, www.capacent.is og senda
jafnframt starfsferilskrá.
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100