Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 15

Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 C 15 Öryggisstjóri og öryggisfulltrúi Norðurál óskar eftir að ráða öryggisstjóra og öryggisfulltrúa til framtíðarstarfa. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að takast á við krefjandi verkefni. Öryggisstjóri Öryggisstjóri ber ábyrgð á þróun og mótun öryggismála hjá fyrirtækinu í samráði við aðra stjórnendur og hefur yfirsýn og eftirlit með þessum málum. Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi hæfni og bakgrunn: l Háskólapróf sem nýtist í starfi l Sérhæfingu í áhættugreiningu og áhættumati l Hæfni í samskiptum og getu til að örva samstarfsfólk til dáða l Frumkvæði og skipulagshæfni l Góða almenna tölvukunnáttu l Nokkurra ára reynslu af öryggisstjórnun l Reynslu af vinnu í iðnaði Öryggisfulltrúi Öryggisfulltrúi tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum tengdum öryggismálum. Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi hæfni og bakgrunn: l Menntun sem nýtist í starfi l Góða samskipta- og samstarfshæfni l Góða almenna tölvukunnáttu l Reynslu af vinnu í iðnaði l Reynslu af starfi í öryggismálum (æskilegt) Æskilegt er að viðkomandi starfsmenn geti hafið störf sem fyrst. Jafnrétti Áhersla er lögð á jafna möguleika karla og kvenna til starfa hjá Norðuráli. Trúnaður Við förum með umsókn þína og allar persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál. Hvernig sækir þú um? Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir 18. desember næstkomandi. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið umsokn@nordural.is eða póstlagt umsóknina merkta: Öryggisstjóri eða öryggisfulltrúi. Nánari upplýsingar um störfin veitir Rakel Heiðmarsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, í síma 430 1000. Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is Norðurál Um þessar mundir er unnið að stækkun Norðuráls sem felur í sér að framleiðslugeta álversins verður aukin í 260.000 tonn árið 2007. Hjá okkur starfa nú um 360 manns að margvíslegum verkefnum og gert er ráð fyrir að starfsfólki fjölgi enn frekar næsta ári. Pípulagningamaður eða vélvirki óskast til starfa. Orkuveita Reykjavíkur er framsækið þjónustu- fyrirtæki sem aflar og dreifir vistvænni orku á sem hagkvæmastan hátt og í sátt við umhverfið. Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur íslensku þjóðarinnar. Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir ódýrri orku sem framleidd er úr endurnýjanlegum íslenskum orkulindum. Þannig stuðlar fyrirtækið að aukinni notkun hreinnar innlendrar orku og leggur um leið sitt af mörkum til nýsköpunar og framfara í landinu. Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks á að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Fyrirtækið er: Sveigjanlegt, það lagar sig að breyttum aðstæðum Sýnir frumkvæði og er opið fyrir nýjungum Sækir fram af eldmóði Traust og starfar í sátt við umhverfið Um er að ræða starf í Framkvæmdadeild Orkuveitunnar á Vesturlandi. Viðkomandi þarf að vera búsettur í Borgarbyggð. Framkvæmdadeild hefur með höndum viðhaldsverk, viðbrögð við bilunum og smærri nýlagnir í kerfum Orkuveitunnar og HAB (Aðveituæðin milli Deildar- tungu og Akraness). Um starfið gildir að viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að fást við öll þau fjölbreyttu verkefni sem upp geta komið. Við leitum að duglegum, samviskusömum einstaklingi með færni í mannlegum samskiptum. Ef þú ert einstaklingur með áðurnefnda hæfileika getur orðið um framtíðarráðningu að ræða. Umsækjendur um starfið þurfa að uppfylla eftirfarandi kröfur: Menntunar- og hæfniskröfur: • Sveinspróf í pípulögnum eða vélvirkjun • Haldgóð almenn tölvukunnátta • Aukin ökuréttindi æskileg Upplýsingar og umsjón með úrvinnslu umsókna hefur Sólrún Kristjánsdóttir (solrun.kristjansdottir@or.is) hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Umsóknarfrestur er til og með 17. desember nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Orkuveitunnar: www.or.is og senda jafnframt ferilskrá. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R V 35 23 0 12 /0 6 Framkvæmdasvið Orkuveitu Reykjavíkur óskar að ráða öflugan starfsmann í framtíðarstarf. Starfsmaðurinn mun starfa á athafnasvæði Orkuveitunnar á Vesturlandi. Vaktstýra óskast Samtök um kvennaathvarf leita að vaktstýru til starfa. Starfið er fjölbreytt og lifandi og felst einkum í umsjón með daglegu starfi Kvenna- athvarsins, m.a. í aðstoð við konur og börn sem þangað leita. Vaktstýra þarf að búa yfir nærgætni, hæfileikum til að vinna sjálfstætt og skipulega, og getu til að ráða við krefjandi aðstæður í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar fást í Kvennaathvarfinu, hjá Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru í síma 561 3740 og Þórlaugu Jónsdóttur rekstr- arstjóra í síma 561 3720. Umsóknum skal skilað í Kvennaathvarfið, pósthólf 1486, 121 Reykjavík, eða á netfangið thorlaug@kvennaathvarf.is í síðasta lagi þriðjudaginn 12. desember nk. Lífeindafræðingar Tvær stöður lífeindafræðinga eru lausar til umsóknar á klínískri lífefnafræðideild. Starfshlutföll 100% eða eftir samkomulagi. Störfin eru áhugaverð og felast m.a. í almennum efnarannsóknum og blóðsýnatöku á klíniskri lífefnafræðideild við Hringbraut og í Fossvogi. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og góða samskipta- hæfileika. Umsækjendur skulu hafa próf í lífeindafræði. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Umsóknir berist fyrir 18. des. nk. til Lísbetar Grímsdóttur, yfirlífeindafræðings klínískrar lífefnafræðideildar,K-bygg- ingu 2. hæð við Hringbraut og veitir hún upplýsingar í síma 825 5004, netfang lisbet@landspitali.is. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á svefnrannsóknareiningu lungnadeildar A-6 og göngudeildar A-3, Fossvogi. · Starfið felur í sér skipulagningu innlagna, móttöku og eftirfylgni við sjúklinga sem koma til greiningar, meðferðar og eftirlits vegna svefnháðra öndunartruflana. Skjólstæðingar einingarinnar eru sjúklingar með kæfisvefn, minnkaða öndunargetu (vanöndun) og öndunarbilun af ýmsum orsökum. · Lögð er áhersla á einstaklingahæfða og fjölskyldumiðaða hjúkrun. Veitt er fræðsla um sjúkdómana og gefnar leiðbeiningar um meðferð með öndunartækjum til sjúklinga og fjölskyldu. Stuðningur við sjúklinga eftir útskrift með svefnöndunartæki heima fer fram með símaviðtölum, næturmælingum og vitjunum. · Þjálfun og kennsla til starfsfólks og nema á A-6 og A-3, annarra deilda LSH og annarra stofnana. Hjúkrunarfræðingar á svefnrannsóknareiningu starfa í teymi með læknum, svefnrannsóknarmönnum og sjúkraliðum. Unnið er í dagvinnu. Um er að ræða starf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða og hæfileika til að vinna í hópi. Fræðsla og fjölskylduhjúkrun eru mikilvægur þáttur í starfinu. Grunnfærni í tölvunotkun er æskileg. Skemmtilegt, gefandi og krefjandi starf fyrir þá sem geta unnið sjálfstætt. Jákvætt andrúmsloft þar sem rannsóknir og nýjungar eru hluti af daglegu starfi. Umsóknir berist fyrir 18. des. nk. til Öldu Gunnarsdóttur, deildarstjóra A-6 og veitir hún upplýsingar í síma 543 6677, 825 5037, netfang aldagunn@landspitali.is. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliðar Endurhæfingardeild R-2 Grensási leitar eftir hjúkrunarfræðingi á næturvaktir. Einnig leitum við eftir sjúkraliðum. Unnið er samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun með virki þátttöku sjúkraliða. Á deildinni starfar samhentur hópur fagfólks að uppbyggingu og þróun hjúkrunar á sviði endurhæfingar. Deildin sérhæfir sig m.a. í endurhæfingu sjúklinga með fjöláverka, aflimanir, heila- og mænuskaða. Í boði er einstaklingshæfð aðlögun og skipulögð fræðsla. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Umsóknir berist fyrir 18. des. nk. til Þórveigar Huldu Bergvinsdóttur, deildarstjóra R-2 Grensási og veitir hún upplýsingar í síma 543 9150, 893 6248, netfang huldberg@landspitali.is. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.