Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SMÁSALAR óttast að verða gerðir að blórabögglum vegna verðhækk- ana sem nú streyma inn frá fram- leiðendum og innflutningsfyr- irtækjum. Þeir telja að hækkanir á innkaupsverði muni leiða til hækk- unar á matvælaverði skömmu áður en lækkanir á virðisaukaskatti og niðurfelling vörugjalda koma til framkvæmda 1. mars nk. Samkvæmt upplýsingum frá stórmörkuðum hafa fjölmargir framleiðendur og heildsalar til- kynnt um hækkanir á matvörum. Sumir hafa þegar hækkað verð en aðrir hafa tilkynnt verðhækkun frá og með 1. janúar nk. Algengt er að verðhækkanir framleiðenda eða innflytjenda séu á bilinu 3–5%. Einn heimildamaður hjá stórri versl- unarkeðju sagði innflytjendur yf- irleitt hækka verð um 2–4%, en inn- lend framleiðsla hækki í kringum 5%. „Við höfum verið að benda á hversu framleiðendur og heildsalar bera litla tilkynningaskyldu út á við í þessum málum. Hér hellast yfir okkur hækkanir og almenningur fær aldrei skýringar á því,“ segir Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss. Hann segir að stærstu heildsalarnir hafi verið boðaðir á fund eftir áramót til að ræða þessa þróun. Skelfilegar hækkanir „Þessar hækkanir sem eru yf- irvofandi eru skelfilegar,“ segir Guðmundur. Sem dæmi megi nefna að verð á grænmeti hafi hækkað um tugi prósenta í þessari viku samanborið við síðustu viku. Skýr- ingarnar séu gríðarleg eftirspurn á erlendum mörkuðum og valið ekki neitt; annað hvort kaupi stórmark- aðirnir inn á þessu hækkaða verði eða hafi ekki vöruna í sölu. Smásalarnir standa í stöðugri baráttu við verðhækkanir, segir Eysteinn Helgason, framkvæmda- stjóri Kaupáss – sem rekur m.a. Krónuna, 11–11 og Nóatún. Hann segir að sumir framleiðendur og heildsalar séu sjálfum sér sam- kvæmir, lækki þegar tilefni er til og hækki þegar nauðsyn krefji. Aðrir séu hins vegar gjarnir á að hækka við minnsta tilefni en lækka ekki þegar svigrúm gefist og þeim reyn- ist erfitt að rökstyðja hækkanir nú. „Það virðist vera mikil hækk- unarþörf, sérstaklega hjá inn- lendum framleiðendum,“ segir Ey- steinn. Hann bendir á að á sama tíma verður til hækkunarþörf hjá smásölunni, þar sem sífellt hækk- andi launakostnaður komi sér jafn illa fyrir smásöluna og framleið- endur. Eysteinn segir að þessi þróun hafi enn ekki orðið til þess að verð hækki almennt í smásölu, sam- keppnin geri það að verkum að smásalar taki hækkanir á sig eins lengi og hægt sé. Ef skoðuð er þró- un vísitölu neysluverðs án húsnæðis á undanförnum mánuðum hefur hún staðið í stað frá nóvember til desember, en lækkað um 0,2% milli október og nóvember sl. Skuldinni skellt á smásala? Hækkanir heildsala og framleið- enda nú munu væntanlega hafa þau áhrif að verð hjá smásölum mun hækka, segir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Hann segist óttast afleiðingarnar af hækkunum nú fyrir smásöluna, þar sem fyrir hinn almenna neytanda geti málið litið þannig út að smásalar noti tækifær- ið til að hækka verð áður en lækkun á virðisaukaskatti og niðurfelling vörugjalda tekur gildi 1. mars nk. „Menn sjá fram á erfiða tíma í janúar og febrúar, einmitt vegna þess að fólk hlýtur að verða vart við að vörurnar hækki. Þá skellir það skuldinni á smásöluna, það er það sem menn eru ekki ánægðir með,“ segir Sigurður sem óttast að smá- salar verði gerðir að blórabögglum. „Forstöðumenn stóru keðjanna hafa lýst því yfir, m.a. í Morg- unblaðinu, að þeir ætli sér að láta þessar lækkanir skila sér til neyt- enda og ætli að kappkosta að gera það. Enda held ég að það væri al- gert sjálfsmorð að gera það ekki því þeir verða undir smásjánni á þessu tímabili,“ segir Sigurður. Hann segir að sú aðferð sem rík- isstjórnin notaði, að tilkynna fyr- irfram um lækkanir á virð- isaukaskatti með nokkurra mánaða fyrirvara sé ekki gallalaus. „Fram að framkvæmdartímanum getur það kallað á að menn geri eitthvað til þess að bæta sína stöðu.“ Þær ástæður sem innflytjendur og framleiðendur nefna fyrir hækkunum eru margvíslegar. Vitn- að er í hækkandi kostnað innan- lands, aðallega launakostnað, sem hafi að jafnaði aukist í kringum 12% á árinu. Innflytjendur vitna hins vegar gjarnan í breytingar á gengi, sem Sigurður segir þó að hafi haldist stöðugt undanfarið. Hann bendir á að Alþýðu- samband Íslands hafi gert afar stóra verðkönnun í síðustu viku, þar sem kannaðar hafi verið um 800 vörutegundir, samanborið við 100–150 í venjulegri könnun. SVÞ hafi fengið upplýsingar um að nið- urstöður könnunarinnar verði ekki birtar, heldur verði þær notaðar við samanburð á verðum vegna lækk- unar á virðisaukaskatti í mars. Óraunhæfar væntingar „Þetta finnst okkur alveg út úr kú, því nú dynja á okkur hækkanir. Eina raunhæfa leiðin til að meta verðlækkanir í mars er að skoða verðið í lok febrúar,“ segir Sig- urður. Hann segir stjórnvöld e.t.v. hafa búið til óraunhæfar væntingar til verðlækkana, Geir H. Haarde for- sætisráðherra hafi nefnt að mat- vælaverð ætti að lækka um u.þ.b. 16%, og nýlega hafi Árni M. Mathie- sen fjármálaráðherra nefnt lækk- anir upp á 12–13% Sigurður bendir ennfremur á að tekið geti 1–11⁄2 mánuð að fá nið- urfellingu á vörugjöldum inn í verðlagið, fram til 1. mars séu enn tekin vörugjöld og því verði að selja þær birgðir sem keyptar eru með vörugjöldum eftir 1. mars. Verð- lækkun komi ekki fyrr en birgðir séu seldar. Óttast að verða gerðir að blórabögglum Fréttaskýring | Tals- verður fjöldi innlendra framleiðenda og inn- flytjenda hefur hækkað vöruverð og aðrir hafa tilkynnt um hækkun í byrjun næsta árs. Morgunblaðið/ÞÖK Hækkanir „Þessar hækkanir sem eru yfirvofandi eru skelfilegar,“ segir Guðmundur Marteinsson hjá Bónus. Hann segir verð á grænmeti hafa hækkað um tugi prósenta frá því í síðustu viku vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Í HNOTSKURN »Algengar verðhækkanir áinnfluttri vöru eru á bilinu 2–4%, en innlend framleiðsla virðist hækka í kringum 5%. »Mikil hækkunarþörf virð-ist hjá innlendum fram- leiðslufyrirtækjum og bera þau mörg fyrir sig hækkandi launakostnað. »Sama gildir um smá-söluverslunina, þar sem þrýstingur er á verðhækkun vegna launakostnaðar. HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann á þrítugsaldri til átján mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann var að auki dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,3 milljónir kr. í sakarkostnað. Fjölskipaður héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að um gáleys- isbrot væri að ræða varðandi stúlk- una en hann hélt því statt og stöðugt fram að hann hefði ekki vitað að hún væri 13 ára. Samræði þeirra var með hennar samþykki. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa í vörslum sínum kanna- bisefni og fyrir að hafa selt eða af- hent fíkniefni að minnsta kosti sjö einstaklingum. Rauf skilorð með brotunum Samkvæmt sakarvottorði hefur maðurinn alls fjórtán sinnum verið fundinn sekur um ýmist brot. Þar á meðal var hann dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir auðg- unarbrot í apríl 2005. Með brotum sínum rauf maðurinn því skilorðs- dóminn og bar að taka hann upp. Ekki þóttu skilyrði til að skilorðs- binda refsinguna. Héraðsdómarinn Ástríður Gríms- dóttir kvað upp dóminn og meðdóm- endur voru Hjörtur O. Aðalsteinsson og Ásgeir Magnússon. Kolbrún Sæv- arsdóttir saksóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og það var Sveinn Andri Sveinsson hrl. sem varði manninn. Vissi ekki að stúlkan var 13 ára  Kexsmiðjan hefur boðað 6,14% hækkun frá og með 1. janúar nk. Hjalti Nilsen framkvæmdastjóri segir skýringarnar tvíþættar. Annars vegar hafi launakostnaður aukist verulega á árinu, sér í lagi hjá þeim lægst launuðu. Hins veg- ar hafi svo hráefniskostnaður auk- ist verulega, t.d. hafi verð á hveiti hækkað í innkaupum yfir 10%.  Kexverksmiðjan Frón mun hækka verð um 5,29% frá og með 1. janúar nk. Hjalti Nilsen fram- kvæmdastjóri segir að þar séu sömu ástæður fyrir hækkunum og hjá systurfyrirtækinu, Kexsmiðj- unni. Ástæðan fyrir mismiklum hækkunum sé mismunandi sam- setning starfsmanna og tækja.  Kornax hækkaði verð á hveiti um 15% og rúgmjöli um 10% í október sl. Aðrar vörur hækkuðu í kringum 10%. Svava Liv Edgars- dóttir framkvæmdastjóri segir, að heimsmarkaðsverð á korni hafi hækkað um 40% á árinu og auk þess hafi gengið verið innflutn- ingsfyrirtækjum erfitt. Verð á hveiti hafi þegar hækkað tvisvar um 6% í apríl og maí en þrátt fyr- ir hækkanir nú tekur fyrirtækið á sig hluta af kostnaðarauka.  Myllan hækkaði verð á fram- leiðsluvörum sínum um 5,8% þann 1. desember sl. Tvennskonar for- sendur lágu að baki hækkuninni, segir Björn Jónsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs. Annars vegar hafi launa- kostnaður aukist mikið á árinu, t.d. í kjölfar sérsamninga ASÍ og SA um hækkun lægstu launa, auk þess sem launin muni hækka um 2,9% til viðbótar um áramótin. Hins vegar hafi orðið gríðarleg hækkun á heimsmarkaðsverði á hveiti, þar hafi bæði komið til upp- skerubrestur og nýtilkomin sam- keppni við framleiðendur lífræns eldsneytis. Björn segir, að allt hafi verið reynt til að hagræða svo ekki þurfi að koma til hækkana, en það hafi ekki reynst mögulegt.  Nathan & Olsen hækkuðu verð á vörum keyptum í dönskum krón- um og ensku pundi, öðrum en bök- unarvörum um 3,5% í byrjun des- ember og hafa tilkynnt um sambærilega hækkun á bök- unarvörum þann 1. janúar nk. Þorsteinn Gunnarsson sölu- og markaðsstjóri segir að þær vörur sem hafi hækkað séu t.d. hreinlæt- isvörur, sinnep, barnavörur, mat- arolía, og múslí. Verð á öllum þessum vörum hafi lækkað um 3,5% þann 23. október, en hækki nú aftur vegna þróunar á gengi dönsku krónunnar og enska pundsins.  Ora ætlar að hækka verð um 4,17% frá og með 1. janúar nk. Ei- ríkur Magnússon framkvæmda- stjóri segir skýringarnar marg- þættar. Launakostnaður hafi aukist mikið á árinu en auk þess hafi kostnaður við umbúðir aukist. Heimsmarkaðsverð á blikki og áli sé afar hátt vegna mikillar eft- irspurnar og verð á glerumbúðum hafi hækkað mikið vegna aukins orkukostnaðar í Evrópu. Einnig hafi orðið uppskerubrestur á grænmeti víðs vegar í Evrópu sem leiði nú til mikilla verðhækkana.  Ölgerðin Egill Skallagrímsson ætlar að hækka mismikið eftir flokkum, en að meðaltali hækka vörur um 4,9% frá 1. janúar nk. Andri Þór Guðmundsson forstjóri segir í raun þörf fyrir meiri hækk- un en fyrirtækið hafi tekið hluta af auknum kostnaði á sig í stað þess að velta honum út í verðlagið. Helstu ástæður hækkunarinnar segir hann hækkun launa á und- anförnu ári og umsamin 2,9% hækkun sem verði í byrjun næsta árs. Umbúðaverð hafi einnig rokið upp, bæði á áldósum og plast- flöskum. Heimsmarkaðsverð á sykri, malti og humlum hafi einnig hækkað mikið undanfarið. Segja að kostnaður hafi aukist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.