Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 53 dægradvöl 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rf3 Be7 8. Bc4 0–0 9. 0–0 Rc6 10. He1 b5 11. Bb3 Hb8 12. Bg5 Rd7 13. Bxe7 Dxe7 14. Rd5 Dd8 15. c3 Rc5 16. Bc2 a5 17. b4 axb4 18. cxb4 Re6 19. Bb3 Red4 20. Rxd4 Rxd4 21. Re3 Be6 22. Bd5 Hc8 23. a4 bxa4 24. Dxa4 Dg5 25. Hf1 Hb8 26. Kh1 Dh4 27. Hae1 Hfc8 28. Hb1 h6 29. b5 Bd7 30. Da7 Bxb5 31. Rf5 Rxf5 32. exf5 Df6 33. Hb3 Ha8 34. Dxf7+ Dxf7 35. Hxb5 Ha2 36. Bxf7+ Kxf7 37. Hd5 Staðan kom upp á rússneska meist- aramótinu sem er nýlokið í Moskvu. Alþjóðlegi meistarinn Ildar Khariullin (2.543) hafði svart gegn stórmeistar- anum Dmitry Jakovenko (2.671). 37. … Hxf2! 38. Kg1 Hxf1+ 39. Kxf1 Ke7 40. Ke2 Hc5 og hvítur gafst upp enda hróksendataflið gjörtapað. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Samgöngubót. Norður ♠G42 ♥D3 ♦D7 ♣Á98632 Vestur Austur ♠1085 ♠D96 ♥G92 ♥K65 ♦G10965 ♦8432 ♣G4 ♣D107 Suður ♠ÁK73 ♥Á10874 ♦ÁK ♣K5 Suður spilar 3G og fær út tígulgosa. Eigi að gera út á hjartalitinn þarf legan að vera góð, helst kóngur þriðji í vestur eða KGx í austur. Laufið er lík- legri líflitur en vandinn er sá að sam- göngur við blindan eru ótraustar og alltof hægfara því vörnin er þegar komin vel á veg með að fría tígulinn. Samgönguvandann má þó leysa á ódýr- an máta með því að nýta tíguldrottn- inguna: Sagnhafi tekur tvo efstu í laufi, spilar þriðja laufinu og hendir hátígli heima! Ef austur á þriðja laufið vinnst geimið örugglega því hann verður að gefa sagnhafa innkomu hverju sem hann spilar. Lendi vestur inni gæti hann kannski klórað í bakkann með því að spila hálit en í flestum legum næði sagnhafi að byggja upp níu slagi í rólegheitum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 geðrík, 8 brest- ir, 9 starfað, 10 ætt, 11 slitna, 13 afkomenda, 15 höfuðfats, 18 drengur, 21 kriki, 22 kroppi, 23 vafinn, 24 sljór. Lóðrétt | 2 skarð milli fjalla, 3 böggul, 4 ásynja, 5 atvinnugrein, 6 espar, 7 starf, 12 hef gagn af, 14 greinir, 15 fornafn, 16 mannsnafn, 17 vitur, 18 áfall, 19 borðhaldinu, 20 framkvæma. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 flagg, 4 afber, 7 Leifs, 8 úlfúð, 9 súð, 11 rödd, 13 áran, 14 Íraks, 15 fugl, 17 tólf, 20 ess, 22 riðil, 23 kot- ið, 24 kenna, 25 penna. Lóðrétt: 1 falur, 2 aðild, 3 góss, 4 alúð, 5 bifar, 6 rúðan, 10 úrans, 12 díl, 13 ást, 15 fersk, 16 gæðin, 18 óttan, 19 fiðla, 20 elja, 21 skip. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Sif Sigmarsdóttir hefur sent frásér bók um unga stúlku fyrir ungar stúlkur og gefur Edda bókina út. Hver er titill bókarinnar? 2 Hverjir voru kjörnir leikmenn árs-ins af Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu í kvenna- og karlaknatt- spyrnu? 3 Bond-myndin missti toppsætið áíslenska bíólistanum. Hver skákaði henni? 4 Varasamt „æði“ hefur gripið umsig hjá krökkum á Akureyri. Hvað kallast það? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Bilun í sæstrengnum milli Kanada, Danmerkur, Þýsklands og Bretlands með leggjum til Íslands og Færeyja hefur valdið erfiðleikum. Hvað kallast sæstrengurinn? Svar: Cantat-3. 2. Unnið er að nýrri orða- bók, þ.e. á íslnsku annars vegar en á hvaða tungumál hins vegar? Svar: Kata- lónsku. 3. Framsóknarflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli um helgina og formaðurinn og varaformaðurinn blésu á kerti afmælis- kökunnar ásamt ritara flokksins. Hver er ritarinn? Svar: Sæunn Stefánsdóttir. 4. Norðmenn urðu Evrópumeistarar í hand- knattleik kvenna og með þeim fagnaði ís- lenskur aðstoðarþjálfari liðsins. Hver er hann? Svar: Þórir Hergeirsson. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    ÞAU Víkingur Heiðar Ólafsson og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir eru flestum landsmönnum kunn enda má segja að þau teljist til óskabarna þjóðarinnar í hinum klassíska heimi tónlistarinnar. Enda hafa þau bæði hlotið verðskuldaða athygli fyrir af- burðahæfileika, dugnað og afköst og náð frábærum árangri á alþjóðlegum vettvangi snemma á ferlinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau leiða hesta sína saman, en þetta mun þó vera þeirra fyrsta plata saman. Flytja þau tvo ljóðaflokka Frauen- liebe und -leben op. 42 eftir Robert Scumann og Haugtussa op. 67 eftir Edward Grieg auk fjögurra sönglaga eftir Grieg. Það er ferskur blær yfir plötunni, eins og hafi tekist að fanga þann mikla karakter sem bæði búa yfir á sviði. Hljóðblöndunin er góð, þannig bæði fá að njóta sín til fulls, eins og við á í ljóðasöngvum sem þessum þar sem tónskáldið gerir píanóinu og röddinni jafn hátt undir höfði. Guðrún Jóhanna er með sér- staklega fallega rödd sem hún hefur mikið vald á. Hún er listfeng og mjög glögg á túlkun og tilfinningar. Hún syngur alveg klukkuhreint og býr að auki yfir mikilli snerpu, eins og heyra má glögglega t.d. í hinum fjörlega Killingdans (Kiðlingadansi) í ljóða- flokki Grieg, Haugtussa (Huldan) sem er ævintýralegt ferðalag um krassandi náttúrustemningar, ástir og tilfinningar norskrar smalastúlku. Guðrún Jóhanna er sannfærandi sögumaður og tekur hlustandann svo sannarlega með sér á ferðalag, með dyggri aðstoð Víkings Heiðars, sem hefur augljóslega glöggan skilning á efninu sem skilar sér í hverri nótu. Í lok Haugtussa hefði mátt vera að- eins lengra bil á undan næsta lagi til aðgreiningar frá hinum sönglögunum eftir Grieg. Af þeim finnst mér Vorið (Våren) sem sungið er í íslenskri þýð- ingu Þorsteins Gylfasonar alveg sér- staklega fallegt, hrífandi söngur og gullfallegur píanóleikur frá upphafi til enda. Ég hjó þó eftir því að engin ensk þýðing var á því ljóði í bækl- ingnum, en þýðingar eru á öllum hin- um ljóðunum bæði á íslensku og ensku. Solveigs sang í flutningi Vík- ings og Guðrúnar er mjög líklegt til að verða klassík, lag sem flestir kann- ast við, flutt á lævísan og lipran hátt þar sem mild raddfegurð Guðrúnar Jóhönnu nýtur sín sérstaklega vel. Í Frauenliebe und -leben Schu- manns er viðfangsefnið kvenlegar til- finningar eins og í Haugtussa. Lögin falla einstaklega vel að rödd Guð- rúnar Jóhönnu sem skilar þeim frá sér á næman og afslappaðan hátt. Samspil þeirra Víkings er ótrúlega nákvæmt og fullt af litlum augnablik- um þar sem þau eru eins og ein manneskja í styrkleikabreytingum og hraða. Víkingur Heiðar spilar ótrúlega fallega á allri plötunni, hann hefur sérstaklega tæran tón og ferska tján- ingu sem einkennist af skýrri meðvit- und um tempó, styrkleika og lit. Hon- um er greinilega margt til lista lagt eins og lipurlega skrifuð umfjöllun hans um verkin í bæklingnum ber glöggt vitni. Hún gefur hlustand- anum mikilvæga innsýn í verkin, sem og þýðingarnar á textunum sem gam- an er að fylgja gegnum plötuna og vera þannig fyllilega með á nótunum um söguþráðinn. Í stuttu máli er fyrsta plata Guð- rúnar Jóhönnu og Víkings Heiðars mjög vel heppnuð, aðgengileg og eiguleg í alla staði. Vonandi verða þær fleiri. Vel að verki staðið Ólöf Helga Einarsdóttir TÓNLIST Geisladiskur Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópr- an og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik- ari flytja ljóðasöngstónlist eftir Grieg & Schumann. Hljóðritað í Salnum 10. og 11. júlí 2006 af tæknirekstrardeild Rík- isútvarpins. Tónmeistari; Bjarni Rúnar Bjarnason. 12 tónar gefa út. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson – Grieg & Schumann Eitt „Þau eru eins og ein manneskja í styrkleikabreytingum og hraða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.