Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 33 SPARISJÓÐURINN hefur að undanförnu beint sjónum sínum og okkar landsmanna að mikilvægi góðrar geðheilsu. Átak Sparisjóðs- ins felur í sér að landsmenn þeirra velja sér félag til að styrkja sem hafa þótt framsækin í nálgun sinni í tengslum við geðheilbrigði. Allir geta tekið þátt en viðskiptavinur Sparisjóðsins þarf ekki að greiða neitt, eingöngu að velja félag og mun Sparisjóðurinn leggja fram 1.000 krónur fyrir hvern við- skiptavin. Auglýsingaherferð átaksins hefur minnt okkur á að geðheilsa varði okkur öll. Hver fjölskylda á ein- hvern sem þarfnast stuðnings og hvatningar til að takast á við lífið og tilveruna og að í hverri fjölskyldu eru englar sem aldrei missa trúna á að betri tímar séu í vændum. Spari- sjóðurinn bendir einnig á að við séum ein stór fjölskylda sem eigi að láta sig geðheilbrigði varða og hvert og eitt okkar velur sér sína leið til að taka þátt. Hugarafl er eitt af þeim félögum sem hlotnaðist sá heiður að vera með í átaki Sparisjóðsins. Við í Hugarafli viljum þakka Sparisjóðnum fyrir framtakið sem hvetur menn til dáða, heldur um- ræðunni gangandi og minnkar for- dóma. Við óskum þeim félögum sem leitað var til í átakinu góðs gengis, en þau eru auk Hugarafls, Speg- ilinn, Forma, Geðhjálp, Rauði kross- inn, Ný leið, Geysir og ADHD- samtökin. Ef viðskiptavinur Spari- sjóðsins eða aðrir velunnarar góðrar geðheilsu velja Hugarafl munu skapast a.m.k. tvö störf fyrir ein- staklinga sem eiga sér þann draum að geta farið af örorku og hafið al- menn störf. Hugarafl hefur starfað í þrjú ár og hefur m.a. gefið út fræðsluefni í tengslum við bataferli geðsjúkra og valdeflingu. Á haustdögum gaf Hug- arafl út Vegvísi sem er upplýs- ingabæklingur um þá þjónustu sem er að finna ef leita þarf aðstoðar vegna geðraskana. Einnig hefur verið haldin ráðstefna og námskeið sem miða að því að varpa ljósi á bataferli og batahvetjandi leiðir úr frá reynslu geðsjúkra. Hugarafls- menn hafa verið virkir í umræðunni um geðheilbrigðismál, skrifað grein- ar, farið í viðtöl í ljósvakamiðlum, tekið þátt í kennslu heilbrigðisnema og halda erindi um reynslu sína. Starfsemi margra grasrótahreyf- inga hafa gert það að verkum að geðsjúkir eru sýnilegri í um- ræðunni, rödd þeirra verður sterk- ari og áhrifamenn hvattir að auka val og áhrif geðsjúkra um eigin málaflokk. Fyrirmyndir hafa stigið fram sem gefa ungu fólki von um betri tíð og bata. Þær hafa jafnframt sýnt fram á að bati sé einstaklingsbundið ferli og mismunandi leiðir eru færar í bata- ferlinu. Stofnun Hlutverka- seturs er ein af þeim leiðum sem Hugarafl hefur stefnt að und- anfarin ár. Geðsjúkir í bata og iðjuþjálfar hafa í samvinnu mótað hugmyndir um at- vinnuendurhæfingu sem byggist m.a. á reynslu geðsjúkra á hvað virki í bataferlinu. Hlutverkasetrið setur á oddinn að auka hlutverk, áhrif og þátttöku fólks með geðræn vanda- mál til aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Hlutverkasetrið verð- ur dæmi um á hvern hátt geðsjúkir geta mótað þjónustu, tekið þátt í ný- sköpun og skapað störf sem þeirra sérþekking verður nýtt. Hlutverka- setrið verður vinnustaður þar sem geðsjúkir og iðjuþjálfar vinna á jafn- ingjagrundvelli þar sem sérþekking beggja fær að njóta sín. Vinnustað- urinn mun þjónusta almenning s.s. kaffihúsarekstur, en einnig verða gerðar úttektir fyrir heilbrigðis- og félagsmálayfirvöld í tengslum við gæðaþróunarverkefni, námskeið verða haldin sem og útgáfustarfsemi og jafningja- og ráðgjafarstarf. Meginmarkmiðið með rekstri Hlutverkaseturs er að efla virkni og þátttöku fólks. Náin samvinna verð- ur við fyrirtæki á almennum vinnu- markaði sem vilja skapa ein- staklingum með skerta starfshæfni brautargengi út í atvinnulífið. Kæru landsmenn, við hvetjum ykkur til að taka þátt í átaki Spari- sjóðsins, annaðhvort sem við- skiptavinir eða með því að velja fé- lag með eigin fjárframlögum. Gleðileg jól. „Geðveikir englar“ Auður Axelsdóttir og Nanna Þórisdóttir skrifa um stuðning við geðsjúka » Við í Hugarafli vilj-um þakka Sparisjóð- unum fyrir framtakið sem hvetur menn til dáða, heldur um- ræðunni gangandi og minnkar fordóma. Nanna Þórisdóttir Höfundar starfa í Hugarafli. Auður Axelsdóttir OKKUR hjá Iceland Express barst óskemmtileg kveðja frá Oddi Helga Halldórssyni á Akureyri í Morg- unblaðinu á laugardag. Frá því að Iceland Ex- press hóf að fljúga milli höfuðstaðar Norður- lands og höfuðborgar Danmerkur hafa við- skipti okkar við Ak- ureyringa og nærsveit- armenn gengið prýðilega og viðbrögð heimamanna frábær. Þeim mun ein- kennilegra er að kjör- inn fulltrúi í bæj- arstjórn Akureyringa leggi nú lykkju á leið sína til að bregða fæti fyrir uppbyggingarstarf Iceland Express á Norðurlandi. Til að byrja með vil ég algjörlega vísa til föðurhúsanna fullyrðingum Odds, um að flug Iceland Express milli Akureyrar og Kaupmannahafn- ar einkennist af „eilífum seinkunum á flestum flugleiðum“. Þetta er af og frá. Flug milli þessara staða hefur gengið með ágætum og tafir síst meiri en gengur og gerist. Auk þessa þvættings heldur Odd- ur fram heimatilbúnum skýringum á einni umtalsverðri töf sem varð á flugi frá Kaupmannahöfn til Ak- ureyrar 12. nóvember síðastliðinn og þeirri ákvörðun að lenda í Keflavík. Hvorki seinkun né breyting á lend- ingarstað er neitt nýtt í flugheim- inum. Í umræddu tilviki var veð- urútlit á Akureyri hins vegar óásættanlegt við flugtak miðað við þau viðmiðunarmörk sem flugstjórar félagsins setja sér. Með öryggi far- þega að leiðarljósi ákvað flugstjórinn því að fljúga til Keflavíkur, sem er eðlilegt vinnulag. Þótt heimamönn- um á Akureyri hafi þótt ágætis veður í sínum fagra bæ á þeim tíma sem vélin átti að lenda, þá er það sem bet- ur fer ekki sá mælikvarði sem flug- stjórar farþegavéla miða við. Fyrir utan augljós óþægindi fyrir farþega í þessu flugi, er því við að bæta að kostnaðarauki flug- félagsins vegna þess- arar ákvörðunar flug- stjórans hleypur á milljónum króna, þann- ig að ekki voru það sparnaðarsjónarmið sem réðu þessari ákvörðun eins og Odd- ur ýjar því miður að í grein sinni. Oddur leitar líka langt yfir skammt til að koma höggi á Iceland Express í gagnrýni sinni á verðlagn- ingu flugmiða Iceland Express og segir félagið auglýsa flugsæti á 7.995 krónur aðra leiðina með sköttum, en þau hafi verið uppseld þegar hann gáði að. Í þessu felst einmitt sérstaða Iceland Express. Hún byggist á því að flugsæti í hverri ferð eru seld á mismunandi verði. Þeir snjöllustu og snörustu hreppa því ódýrustu sætin, næstu sæti kosta aðeins meira og þar fram eftir götunum. Þótt Oddur hafi misst af ódýrustu sætunum, þá er al- gjör óþarfi að spilla gleði þeirra Norðlendinga sem fengu og munu fá í framtíðinni. Til að bæta gráu ofan á svart bætir Oddur við miklum heilaspuna um að annarleg sjónarmið búi að baki þeirri ákvörðun að breyta áður áætluðum flugdögum milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar. Því er til að svara að Iceland Express leigir flugvélar til starfsemi sinnar. Á umræddum dög- um buðust okkur Boeing 737-500 vél- ar en leigusalinn, flugfélagið Sterl- ing, leggur hins vegar blátt bann við því að vélar þess af þeirri gerð lendi á Akureyri. Þess í stað fengum við vél- ar af gerðinni Boeing 737-700 á mánudögum og miðvikudögum, en þær geta athafnað sig á Akureyr- arflugvelli eins og Oddur bendir á. Þess vegna fljúgum við á þeim dög- um til Akureyrar. Egilsstaða- flugvöllur er stærri og betur búinn og því fljúga 737-500 vélarnar þang- að. Eins og margir aðrir vonum við hjá Iceland Express að brátt verði framkvæmdir hafnar við nauðsyn- legar endurbætur á Akureyr- arflugvelli til að hægt sé að nýta að fullu öll þau tækifæri í ferða- mannaþjónustu sem bjóðast á svæð- inu. Eins og áður sagði hafa Norð- lendingar tekið flugi Iceland Express milli Akureyrar og Kaupmannahafn- ar fagnandi og lofar það góðu fyrir þau auknu umsvif og þjónustu Ice- land Express á landsbyggðinni sem fyrirhuguð eru. En hví skyldi þá bæj- arfulltrúi Akureyringa bera slíkar aðdróttanir á borð? Til hvers að gera Iceland Express tortryggilegt? Til að spilla þessu uppbyggingarstarfi? Það er mín ósk, og eflaust Norðlendinga allra, að Oddur Helgi Halldórsson finni þarfari verk fyrir skriffæri sín en að ráðast á Iceland Express. Óhróðri svarað Matthías Imsland svarar grein Odds Helga Halldórssonar um Iceland Express » ...að kjörinn fulltrúi íbæjarstjórn Ak- ureyringa leggi nú lykkju á leið sína til að bregða fæti fyrir upp- byggingarstarf Iceland Express á Norðurlandi. Matthías Imsland Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Express. MORGUNBLAÐIÐ hefur haldið því mjög á lofti að öryggi Íslands sé ógnað eftir að Kaninn kvaddi. Glæt- an í sortanum séu Norðmenn sem hafi greint ástandið rétt en önnur ríki í NATO séu mislangt á veg komin með að finna þessa yfirgefnu eyju á kortinu. Eða einsog segir í umfjöllun blaðs- ins: „Aðrir bandamenn Íslendinga eru mun skemmra á veg komnir en Norðmenn í grein- ingu sinni á öryggis- málum norður í Atl- antshafi, ef þeir eru þá farnir að leiða hugann að þeim.“ Til að mynda virðast njósnadufl Frakka hvorki hafa greint rödd Bin Ladens né Pútíns á hafsvæðinu, eða eins og segir í um- fjölluninni: „Frakkar segja eng- ar vísbendingar hafa komið fram um að ör- yggismálum sé áfátt á þessum slóðum“. En nú þarf bara að gráta hátt, helst með norskum hreim, eða eins og segir í blaðinu: „Og leggi Íslendingar fram erindi þar sem fram kemur að á Íslandi hafi vaknað áhyggjur um að öryggi landsins sé ógnað vegna skorts á eftirliti verður það tekið til rækilegrar skoðunar.“ Fréttablaðinu tekst 9. des. sl. að veita Mogganum nokkra samkeppni varðandi birtingu á raupi úr her- búðum norska utanríkisráðuneyt- isins þar sem segir að Norðmenn telji sig fara með fullveldisyfirráð yfir um 30% af heildar land- og hafsvæðum Evrópu!! Stóran hluta hafsvæðisins hafa Norðmenn sölsað undir sig í trássi við rétt nágranna sinna og al- þjóðalög, eins og undirritaður fjallaði um í grein í blaðinu fullveldisdaginn 1. desember sl. undir nafninu „Út- þenslustefna Norðmanna“. Er ekki rétt af ísenskum ráðherrum að staldra aðeins við áður en þeir vinda ofan af rauðum dregli við fætur norskra sendinefnda á Keflavík- urflugvelli? Bandaríkjamenn telja að or- ustuþotur séu ekki nauðsynlegar til að verja öryggi Íslands. Hví skyldu Mogginn og Norðmenn hafa meira vit á því en Bandaríkjamenn með yfir hálfrar aldar reynslu í að gæta ör- yggis Íslands einsog það var kallað. Þó er ástæðulaust að gera lítið úr því að Mogginn og fleiri finni til ein- hvers ótta sem ekki er hægt að út- skýra eða benda á, það er eins og með myrkfælnina sem stafar af ótta við eitthvað sem í rauninni er ekki til. En að þiggja aðstoð við ótta af slíkum toga hjá norska flughernum er tæp- lega rétta leiðin, miklu nær væri að banka uppá hjá sálfræðingi. Morg- unblaðið hefur þetta eftir breskum stjórnarerindreka: „Hér verður að velta fyrir sér ógn í stærra samhengi. Það þarf að nota peningana til að verjast alvarlegri ógn og þetta þarf að vega og meta í sambandi við Ísland.“ Og aðstoð- arritstjórinn bætir við: „Hér má velta fyrir sér við hvað er átt, það mætti hugsa sér að til staðar þurfi að vera dráttarbátur og annar búnaður til að bregðast við skapist neyðarástand vegna olíuflutninga á Atlandshafi“. Loksins virtist vera að rofa til hjá Morgunblaðinu, en það stóð ekki lengi. Í leiðara Morgunblaðsins 27.11.06 er í umvöndunartón spurt hversu lengi ein ríkasta þjóð heims geti komist upp með það að verja miklu lægra hlutfalli af þjóð- arútgjöldum okkar til varna og öryggis en önnur NATO-ríki. Og leiðarhöfundur vill að komandi viðræður snú- ist einnig um það hvað við getum lagt af mörk- um til sameiginlegra varna bandalagsins. Það er að vonum að eftirfarandi ummæli forsætisráðherra Geirs H. Haarde séu valin af Morgunblaðinu í dálk- inn ummæli vikunnar í 4. viku nóv sl.: „Auðvit- að getum við ekki leng- ur ætlast til þess, eins og við höfum gert ára- tugum saman, að aðrir standi straum af öllum okkar vörnum“. En það er bara eng- inn að borga fyrir okk- ur í dag. Kaninn sem hefur borgað fyrir okk- ur í áratugi er farinn. Svekktur lýsir ritstjóri Morgunblaðsins því yf- ir í Kastljósþætti að sér finnist Bandaríkjamenn hafa komið illa fram við okkur. Nokkur (norsk- ur?) hluti ríkisstjórnar Íslands virð- ist líka hálfsvekktur eða eru það bara látalæti? Af hverju taka menn því ekki fagnandi þegar Bandaríkja- menn meta það svo að herþotueftirlit sé ekki lengur nauðsynlegt yfir Ís- landi. Það er ekki hægt að senda þær gegn landhelgisbrjótum, eitur- lyfjasmyglurum, vélarvana olíu- skipum við Íslandsstrendur né gegn hryðjuverkamönnum, hvað þá draugum. Íslendingar þurfa að velja réttu aðferðirnar og tólin við mögu- legum hættum á eigin forsendum á hverjum tíma.Við fundum upp og beittum árangursríku vopni í land- helgisstríðunum, togvíra-klippunum frægu. Breski flotinn átti ekkert svar við þessu vopni, a.m.k. ekki sem hann gat siðferðislega réttlætt að beita. Herflugvélar eiga ekkert erindi á alþjóðaflugvöll einsog Keflavík- urflugvöll. Norskar orustuþotur veita aðeins falskt öryggi og það í enn ríkari mæli en nagladekk. Það er mikið í húfi fyrir Íslendinga að Norðmenn komist ekki upp með það að beina olíu- og gasflutn- ingaskipaumferðinni of nálægt ströndum landsins. Við eigum að nota peningana í að styrkja Land- helgisgæsluna til muna, bæði í lofti og á legi en ekki kasta þeim á glæ í herþotuhít Norsara eða NATO. Íslendingar hafa nú frábært tæki- færi til að sýna umheiminum fram á að hernaðarsýndarmennska er ekki lykillinn að því að verja fullveldi þjóðar og hagsmuni, heldur góð framkoma og festa í alþjóðlegum samskiptum. Það væri sorglegt ef ráðamenn þjóðarinnar sýndu það hugleysi að ræna þjóðina þessu sögulega tæki- færi. Norskættaður hræðsluáróður Daníel Sigurðsson skrifar um hugmyndir um varnarsamstarf Íslands og Noregs Daníel Sigurðsson »En að þiggjaaðstoð við ótta af slíkum toga hjá norska flughernum er tæplega rétta leiðin, miklu nær væri að banka uppá hjá sálfræðingi. Höfundur er sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur. Sést hefur: Í dag er framleiddur mikill fjöldi atómsprengja og eld- flaugna. RÉTT VÆRI: Nú á dögum er framleiddur mikill fjöldi atómsprengna og eldflauga. BETRA VÆRI ÞÓ: Nú er framleitt mikið af atóm- sprengjum og eldflaugum. Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.