Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Misheppnaðar opinberar byggingar NÝLEGAR skemmdir á náttúru- gripum leiða hugann að niður- gröfnum kjallara Þjóðarbókhlöðu sem umflotin er kastalasíki. Það hefði betur átt við Alþingishúsið. Hvernig er varið hitaveitulögnum um sali Þjóðarbókhlöðu? Hin fárán- lega bygging Þjóðminjasafns með inndreginni hæð og lekastöðum á samskeytum sem orsaka vatns- skemmdir í gegnum árin á safninu og við endurnýjun hússins var bygg- ingaforminu ekki breytt. Þessi galli á byggingunni er búinn að kosta of- fjár í gegnum árin og skemmdum á munum og minjum. Reglur hafa orð- ið til þess að ekki hefur mátt breyta arkitektúr hússins. Hvað eru mis- heppnaðir arkitektar búnir að kosta þjóðina í gegnum árin? Einar Vilhjálmsson. Vel heppnuð árshátíð ÁRSHÁTÍÐ Félags eldri borgara var haldin í húsi Ferðafélags Íslands 3. nóv. sl. Þangað fórum við nokkrar vinkon- ur og sáum ekki eftir því. Dagskráin var öll hin vandaðasta. Þar voru flutt gamanmál o.fl., einsöngur Signýjar Sæmundsdóttur var alveg frábær. Hátíðarræðu flutti Guðrún Helga- dóttir, var hún hnit- miðuð og fyndin. Fjögur ungmenni sýndu dans, með miklum tilþrifum. Gaman var að sjá örygg- ið og ánægjuna í svip þeirra. Þau stóðu sig með prýði. Fleira var á dagskrá en svo fór að berast ilmandi matar- lykt. Þá vissum við að maturinn var á næsta leiti. Ekki urðum við vonsviknar því maturinn var huggulega fram bor- inn, sérstaklega var kjötið fínt skorið, sem gerði það enn lystugra. Þetta var vel útilátin mál- tíð. Svo fór að líða á kvöldið, byrjaði þá hljómsveitin að spila og hleypti fjöri í mannskapinn. Nokkrir herrar voru svo huggu- legir að bjóða okkur upp í dans, svo við þyrftum ekki að sitja allan tím- ann, eða dansa hver við aðra. Fyrir þetta vorum við þakklátar. Svo var dansleiknum lokið og við þrömm- uðum heim á leið. Saddar og sælar en allsgáðar eftir að hafa notið þess- arar frábæru skemmtunar. Þess vegna langar mig að koma á fram- færi litlum þakklætisvotti fyrir þessa ánægjulegu kvöldstund sem var þeim til sóma er að þessu stóðu. Kær kveðja, Sóley. Svartur leðurhanski týndist SVARTUR leðurhanski nr. 8, fóðr- aður með ull og með silfurlitaðri spennu, týndist sl. föstudag líklega í hverfi 104 eða á Skúlagötu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 898 4440 eða 553 5441. Gsm-sími í óskilum GSM-SÍMI var skilinn eftir hjá Kjartani Snorrasyni, Snorrabraut 56b, 8. hæð. Eigandi getur vitjað hans á staðnum eða haft samband í síma 561 0000. velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is. Hlutavelta | Þessir duglegu drengir, Sindri, 10 ára, og Magni, 8 ára, söfnuðu 5.375 kr. og færðu Rauða krossinum. Strákarnir héldu tombólu fyrir framan verslanir Krónunnar og 10–11 á Holt- inu í Hafnarfirði. Félagarnir söfnuðu dóti hjá íbúum í grennd við heimili sín og bjuggu svo til númer á allt dótið. Það var því allt eftir bókinni og tomból- urnar skiluðu þeim félögum þessum góða árangri. Á hverju ári leggur fjöldi barna Rauða krossinum lið með tombólu- haldi. Framlag barnanna sannar svo um munar að margt smátt gerir eitt stórt því í ár verður tombólupeningum þessa árs varið til verkefna fyrir börn í Síerra Leóne. Víkverji dagsins erannálaður ritsóði, en hefur engu að síður unun af að hafa skoðun á íslensku máli og láta meðferð þess fara í taugarnar á sér. Hafi lesandinn ekki þegar getið sér þess til eru orðin hér fyrir ofan vitaskuld inngangur að nöldri – í þessu tilfelli málfarsnöldri. Víkverji lætur nefnilega sér- staklega fara í taug- arnar á sér ofnotkun á orðalaginu „það var jón, sem gerði hitt og þetta“. Til hvers að skrifa: „Það var Jón Jónsson, sem stofnaði fyrirtækið Svik og prettir hf. árið 1714,“ þegar sýnu einfaldara er að segja: „Jón Jónsson stofnaði fyrirtækið Svik og prettir hf. árið 1714“? Er fyrri útgáfan gáfulegri? Þykir þetta slíkt stílbragð að líkja megi við sniðglímu á lofti? Eða er hér einfaldlega á ferðinni hugsunar- leysi og máldoði? x x x Fyrir margt löngu var Víkverjakennt að ekki mætti leggja að jöfnu „þó“ og „þó að“ eða „þótt“. Þetta er hins vegar gert í gríð og erg í íslensku máli og gera þetta jafnt annálaðir pennar sem minni spá- menn. Var Víkverja sagt að þó væri notað í sömu merkingu og samt. Nota mætti dæmið „Sæmundur kemur seint í ver en siglir þó.“ Rétt eins mætti segja „siglir samt“. Orðið „samt“ mundi hins vegar seint ganga í málshættinum „margur er knár þótt hann sé smár“, svo dæmi sé tekið. x x x Í aðdraganda fæðing-arhátíðar Krists er við hæfi að velta fyrir sér uppruna orðsins „jól“. Orðið er notað á Norðurlöndum og heyrist reyndar í ensku (yule), en á sér hins vegar ekki rætur í kristni heldur heiðni. Í orðsifjabók Ásgeirs Blön- dals Magnússonar er gefið að eldri merking sé heiðið miðsvetrarblót, en sé ætlað að um geti verið að ræða hljóðfirringarmynd af orðinu hjól og upphafleg merking sé því vetrar- sólhvörf eða árshringur. Kannski er þetta dæmi um það hvernig ákveð- innar íhaldssemi þarf að gæta þegar leiddur er inn nýr siður. x x x Það var Víkverji, sem skrifaðiþennan pistil. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is      Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp- lokið verða. (Matt. 7, 7.) 80 ára afmæli. Í tilefni 80 ára af-mæla sinna á þessu ári, Gest- heiðar Guðrúnar Stefánsdóttur sem verður 80 ára hinn 21. desember og Elinbergs Sveinssonar, sem varð 80 ára hinn 14. júlí sl. efna þau hjónin til kaffisamsætis fyrir vini og vandamenn, nær og fjær, fimmtudagskvöldið 21. desember kl. 20–23 á Hótel Ólafsvík. eee SV, MBL BNA GEGN JOHN LENNON THE U.S. VS. JOHN LENNON TÓNLISTARMAÐUR. MANNÚÐARVINUR. ÞJÓÐARÓGN. "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 DÉJÁ VU kl. 6:15 - 9 - 10:30 B.i. 12 ára BOSS OF IT ALL kl. 5:50 - 8 - 10:10 THE U.S. VS. JOHN LENNON kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 5:50 LEYFÐ THE NATIVITY STORY kl. 5:50 - 8 B.i. 7.ára MÝRIN kl. 8 - 10:10 B.i. 12.ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16.ára DENZEL WASHINGTON VAL KILMER KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeeee Jón Viðar – Ísafold Frá framleiðendum og eeee S.V. -MBL eeee V.J.V. TOPP5.IS GÓÐA SKEMMTUN! GLEÐILEG JÓL VIÐ PÖSSUM BÖRNIN Á MEÐAN ÞÚ VERSLAR Í KRINGLUNNI BÍÓPÖSSUN JÓNAS : SAGA UM ... m.ísl. tali kl. 14:45 LEYFÐ VALIANT m.ísl. tali kl. 13:00 LEYFÐ JÓNAS : SAGA UM ... m.ísl. tali kl. 18:30 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m.ísl. tali kl. 16:40 LEYFÐ FRÁ JERRY BRUCKHEIMER (“PIRATES OF THE CARIBBEAN”) ÓBORGANLEG GRÍNMYND EFTIR LARS VON TRIER UM ÁREKSTRA ÍSLENDINGA OG DANA, ÞAR SEM FRIÐRIK ÞÓR OG BENEDIKT ERLINGS STELA SENUNNI. LEIÐIN TIL BETLEHEM BNA GEGN JOHN LENNON HINIR FRÁFÖLLNU JÓLASVEININN 3 FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS ENDURUPPLIFUNIN eeee KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL. FRÁ TONY SCOTT LEIKSTJÓRA „CRIMSON TIDE“ árnað heilla ritstjorn@mbl.isdagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er miðvikudagur 20. desember, 354. dagur ársins 2006 Þeir félagar Steinn ÁrmannMagnússon og Davíð Þór Jóns- son, sem þekktir eru sem Radíus- bræður, munu leiða saman hesta sína í kvöld. Þeir hafa verið í löngu fríi og því mun endurkoma þeirra ef- laust gleðja marga. Radíusbræður eru þekktir fyrir að fara með gam- anmál af ýmsu tagi, meðal annars í útvarpi og sjónvarpi. Radíuskvöldið verður haldið á Hverfisbarnum í kvöld og hefst það klukkan 21. Að- gangseyrir er 1.000 krónur og fylgja léttar veitingar með.    Breski söngvarinn Robbie Willi-ams vill hætta að reykja. Willi- ams er steinhættur að drekka áfengi og nota eiturlyf, en hann reykir hins vegar um 60 sígarettur á degi hverj- um. Hann var sektaður fyrir að reykja á sviði í Ástralíu á dögunum, og hann er nú svo ákveðinn í því að hætta að hann hefur pantað tíma hjá dávaldi á gamlárskvöld. „Mig langar alveg að hætta að reykja árið 2007. Mér finnst því góð hugmynd að heimsækja dávald á gamlárskvöld,“ sagði Williams, sem hefur oft reynt að hætta að reykja. Hann hefur hins vegar alltaf byrjað aftur, meðal ann- ars vegna þess að hann hefur áhyggjur af því að fitna ef hann hættir að reykja. „Ég reyki alveg rosalega mikið og mig langar virki- lega að hætta. En ég er samt mjög hræddur við að hætta. Ég er mjög feitur að innan og um leið og ég hætti að reykja bæti ég á mig kílóun- um.“ Þá hefur Williams, sem er 32 ára gamall, sagt að hann hafi engan áhuga á að eignast börn. Hann þjáð- ist eitt sinn af þunglyndi og hann segist ekki hafa nokkurn áhuga á að sjá börnin sín ganga í gegnum það sama og hann gerði. „Ég trúi því ekki að eina leiðin að lífshamingj- unni sé að eignast börn. Til hvers í ósköpunum ætti maður þá að gera það?“ Kryddpíanfyrrverandi Geri Halliwell hefur að undan- förnu hjálpað annarri fyrrver- andi Kryddpíu, Mel B, eftir að hin síðarnefnda hætti með banda- ríska leikaranum Eddie Murphy. Halliwell, sem er 34 ára gömul, var í svipuðum sporum og Mel B fyrr á þessu ári þegar hún hætti með sín- um kærasta, Sacha Gervasi, skömmu eftir að hafa eignast þeirra fyrsta barn. Hún var því fljót til þeg- ar Mel B hætti með Murphy, en Mel er sem kunnugt er barnshafandi og Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.