Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 25
menntun MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 25 Morgunblaðið/RAX Lifandi mál Kjalar, Guðrún, Sölvi, Martin og Hekla. Barnastarfið í Hafnarfirði tekur að sér kennarahlutverkið. Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Þýskunámskeið Hollvina-félags Þýska bókasafnsinsfyrir 6–13 ára börn standanú til boða í Bókasafni Hafnarfjarðar. Hollvinafélagið samdi í vor við Hafnarfjarðarbæ um að hýsa safnið í kjölfar þess að starfsemi Goethe-stofnunarinnar var hætt. Einstaklingar þrýstu á um að halda starfinu áfram og nutu þar liðstyrks Oddnýjar G. Sverrisdóttur, formanns Hollvinafélagsins. Rík þörf er á nám- skeiðunum því töluverður fjöldi fólks með þýskan bakgrunn er búsettur hér á landi. Í fallegu húsi í vesturbæ Kópavogs býr fimm manna fjölskylda sem tekur þessum námskeiðum fagnandi. Þjóð- verjinn Martin Kollmar og Íslending- urinn Guðrún Árnadóttir eiga börnin Kjalar, sjö ára, Heklu, fjögurra ára, og Sölva, eins árs. Kjalar og Hekla sækja námskeiðin í Hafnarfirði og eru glöð yfir að geta hitt jafnaldra sína, talað þýskuna og jafnvel farið í leiki „upp á þýsku“. Þau eru ánægð með kennarann sinn, Katharinu Knoche. „Ein stelpa í hópnum heitir alveg eins og hún …“ segir Hekla og Kjalar botnar setninguna: „…og við köllum hana Katharinu litlu.“ „Kat- harina klein und Katharina gross,“ segir Hekla dreymin á svip. Þýsku „errin“ eru kröftug en um leið ósköp sæt í eyrum blaðamanns. Þessi unga stúlka skiptir auðveldlega á milli móðurmálanna. Fjölskyldan flutti til Íslands fyrir rúmu ári frá Freiburg í Þýskalandi og að sögn Martins býr þar fullt af Ís- lendingum. „Oft sá maður að hálf- íslensk börn töluðu ekki íslensku en skildu allt, mér fannst þetta svo fá- ránlegt því þegar þau koma heim til Íslands geta þau ekki talað við ömmu og afa.“ Martin talar mjög góða ís- lensku en síðastliðin 10–12 ár hefur hann komið hingað í sumarfrí og segir auk þess börnin og Guðrúnu góða kennara. Hann líkt og Guðrún talar eingöngu móðurmál sitt við börnin. Kjalar er jafnvígur á bæði tungumál en Hekla fór ekki í leikskóla úti og kann meira í íslensku. Að tala tvö tungumál er vinna Þau hjónin telja að það þurfi virki- lega að hafa fyrir því ef maður vilji að börn tali tvö tungumál þannig að vel sé. „Það er ekki nóg að fara einu sinni í viku á námskeið og segja: Nú læra börnin mín þýsku! Það þarf að sinna því á margvíslegan hátt,“ segir Martin og þau Guðrún segja barnastarfið í Hafnarfirði taka að sér kennsluna, þau séu ekki í hlutverki kennara því þá væri móðurmálið ekki lengur sjálf- sagt fyrir börnunum. Kársnesskóli í Kópavogi kom einnig vel til móts við Kjalar í fyrsta bekkn- um. „Honum var strax boðinn stuðn- ingur í íslenskunni en það voru fimm eða sex tvítyngd börn í bekknum af 20. Mér finnst mjög mikilvægt við framtak bókasafnsins að þau hitta þýsk börn og eru í umhverfi þar sem þýskan er lifandi mál. Hér heima er þetta meira sjálfsagður hlutur og þau kannski gera sér ekki grein fyrir að það sé einhver munur á málunum. Það skiptir ofsalegu máli að eiga leikfélaga sem talar tungumálið,“ segir Guðrún. Kjalar og Hekla hafa það á hreinu hvað skilur að löndin þeirra tvö, Þýskaland og Ísland. „Á sumrin er heitara í Þýskalandi en á Íslandi,“ segir Kjalar og Hekla útskýrir það nánar: „Já, þar fær maður að vera á tásunum.“ Systkinin segja veðrið gott úti en fullmikið sé af geitungum. Martin viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður áður en þau fluttu hingað. „Ég er svolítið svartsýnn eins og Þjóðverjum er tamt en það hefur allt gengið eins og í sögu. Það kom mér svolítið á óvart hvað mér finnst lítið mál að veðrið sé ekki eins gott og maturinn miklu dýrari. Það kemur svo mikið í staðinn sem er neikvætt og erfitt úti, eins og atvinnuleysi, og margt svo þungt í vöfum en hér redd- ast allt einhvern veginn, mér finnst það frábært! Það er mikil jákvæðni í fólkinu,“ lýsir Martin þjóðarsálinni. Að hans mati mætti samfélag þýsks fólks hér á landi vera öflugra. „Það er svo skrítið að ég var aldrei mikill Þjóðverji í Þýskalandi. Þjóðarstoltið er heldur ekki sterkt vegna atburð- anna fyrir rúmri hálfri öld. En núna segi ég: Ég er Þjóðverji, takk!“ Guðrún bjó í þrettán ár í Þýska- landi. „Eftir að ég eignaðist börnin var ég heimavinnandi og við vorum mjög dugleg að tala bæði tungumálin. Svo fann ég hjá Kjalari hve áhrif þýskunnar urðu alltaf sterkari en ég lagði mikið upp úr að lesa íslenskar bækur og hlusta á íslenska barna- tónlist.“ Martin segir barnaefnið líka hafa nýst sér vel. Fjölskyldan heldur því alveg opnu hvort hún fer aftur til Þýskalands, lykilatriðið sé að vera með hugann allan við ákveðinn stað; vera heima. Hjónin luma líka á leyndarmálinu um hvernig hægt er að öðlast mikla færni í nýju tungumáli: „Þetta er bara ástin sem gerir þetta. Ef Guðrún væri bara einhver kona þá myndi ég ekki nenna að læra íslensku,“ upplýsir Martin. Ómurinn af Lilla klifurmús berst ofan af lofti þegar blaðamaður kveður fjölskylduna. Skyldi hann tala þýsku jafnt sem íslensku? Leikur og ást handa tungumáli Jólastólar fyrir stelpur og stráka „Þér eruð salt jarðar“ Ekkert heimili má verða saltlaust: Gefðu gjafabréf frá Saltfélaginu Postulínið frá Prag: Klukka eða sparibaukur í kostulegan smápakka Bækur úr öllum hugsanlegum áttum til að setja í hillur af handahófi Stólajól fyrir stórt fólk: Allt í plasti – Eames plaststóll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.