Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menningstaðurstund Vernharður Linnet fer yfir þrjár djassplötur sem koma út fyrir þessi jól og virðist nokkuð sátt- ur við safnið. » 55 djass Söngkonan Britney Spears þykir ekki góður hundaeigandi og hið sama gildir um vinkonu hennar, Paris Hilton. » 59 fólk Ólöf Helga Einarsdóttir segir að fyrsta plata Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og Víkings Heiðars Ólafssonar sé vel heppnuð. » 53 tónlist Hinir geðþekku Radíusbræður ætla að koma saman að nýju og skemmta gestum á Hverf- isbarnum í kvöld. » 56 grín Á næsta ári verða 100 ár liðin frá fæðingu Hergé, höfundar Tinnabókanna, og stendur ým- islegt til á afmælisárinu. » 55 bókmenntir Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Ég var að koma heim íjólafrí,“ segir tónlist-arkonan RagnheiðurGröndal hress þegar blaðamaður hringir í hana einn drungalegan desembermorgun. Ragnheiður getur ekki annað en ver- ið ánægð með lífið þessa dagana enda hefur nýjasti geisladiskurinn hennar, Þjóðlög, fengið frábærar viðtökur og henni líður vel í New York, þangað sem hún flutti í haust. „Ég er í New School of Jazz and Contemporary Music sem er á besta stað í Greenwich Village á Manhatt- an. Það er rosalega gaman að vera í New York, þar er svo margt að ger- ast og mikið af áhugaverðu fólki. Námið tekur þrjú ár og ef ég klára það fæ ég BFA gráðu en ég er ekki að stefna að því, ætli ég klári ekki eina eða tvær annir í viðbót og sjái svo til hvað ég geri.“ Það er auðheyrt á Ragnheiði að hún er mjög hrifin af New York, enda segir hún áhrif frá borginni nú þegar byrjuð að koma fram í tónlist- arsköpun sinni. „Ég er búin að semja fullt af nýjum lögum í NY, þar er gott að vera skap- andi,“ segir Ragnheiður sem ætlar að leyfa landanum að heyra aðeins í sér um jólin. „Ég verð með tónleika á Þorláks- messukvöld í sal SÁÁ í Efstaleiti. Þar mun ég flytja þjóðlögin í bland við jólalög. Svo verð ég á Bolungarvík 28. desember og eftir áramót held ég kannski djass- og blústónleika. Ég er í algjörri spilaþörf enda ekki spilað neitt opinberlega í langan tíma.“ Krefjast tærleika Diskur Ragnheiðar, Þjóðlög, fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins og var sagður einn af bestu diskum árs- ins. Að vonum er Ragnheiður mjög ánægð með öll þau góðu viðbrögð sem hún hefur fengið við disknum. „Þetta verkefni hafði blundað lengi í mér og Hauki bróður sem vann diskinn með mér. Við reyndum að vinna hann eins vel og við gátum og umgangast efnið af virðingu en samt koma með eitthvað nýtt inn í það. Í bland við þjóðlögin eru þrjú lög eftir sjálfa mig á disknum og reyndi ég að hafa þau í sama þjóðlagastíl.“ Spurð hvers vegna ung og vinsæl söngkona gefi út íslensk þjóðlög, hvort það sé ekki svolítið gamaldags hlær Ragnheiður og segir það ekki vera. „Ég og Haukur vorum búin að skoða þessi þjóðlög í dálítinn tíma. Okkur fannst þau falleg, með flotta texta og svolítið tregafull, mér fannst það í takt við Ísland fyrri tíma og langaði að minnast þess. Ég vona líka að diskurinn veki áhuga hjá yngra fólki á íslenskri tónlistarhefð.“ Ragnheiður segir að hún hafi ekki kunnað mörg af þessum þjóðlögum áður og því hafi verið ánægjulegt að kynnast þeim. „Ég og Haukur fórum í gegnum Búlgarskur söngur, kántrí eða blús? Morgunblaðið/Kristinn Heimsborgari Ragnheiður býr nú í New York, og líkar vel. Þjóðlagasafnið hans Bjarna Þor- steinssonar í leit að lögum. Þjóðlögin eru yfirleitt einföld og stutt þannig að það var vinna að finna lög sem hent- uðu. Að syngja þessi lög er líka eitt það erfiðasta sem ég hef gert söng- lega séð, þetta eru einföld lög sem þarf að syngja með ákveðnum tær- leika. Ég hef alltaf hlustað mest á djass, blús og íslensk dægurlög sem liggur nærri mér að syngja en mig langaði að reyna að ná valdi á þessum þjóðlagasöngstíl.“ Heimildarmynd um Þjóðlög Þjóðlög var tekin upp í Danmörku, á Íslandi og í Búlgaríu og segir Ragn- heiður Búlgaríuferðina vera ein- staklega eftirminnilega. „Við fórum til Búlgaríu og ætl- uðum að taka þar upp strengjakvart- ett en enduðum á því að taka bara upp slagverksleik. Það voru ekki al- veg þau gæði á strengjakvartettinum sem við vildum, það var óheppni en líka fyndið. Það fylgdi okkur tökulið út sem náði þessu öllu á spólu, en Elsa María Jakobsdóttir hjá Sjónvarpinu er að vinna heimildarmynd um gerð Þjóð- laga sem verður líklega sýnd eftir áramót. Það komu upp ýmis vandamál við gerð plötunnar sem flest áttu rætur sínar að rekja til Búlgaríu, en allt endaði þetta vel,“ segir Ragnheiður sposk. Blús og kántrí Ragnheiður vill sem minnst um það spá á hverju sé von frá henni næst. „Nú er ég komin með eitthvað ann- að á heilann en íslensk þjóðlög. Hauk- ur hefur mikinn áhuga á búlgarskri þjóðlagatónlist og hefur smitað mig af honum og mig langar mikið til Búlgaríu til að læra búlgarskan söng. Ég er líka mikið að spá í að skoða blús næst, svo hefur dvöldin í Bandaríkj- unum kveikt áhuga hjá mér á kántrí og „bluegrass“. Ég er með margar hugmyndir í gangi og vona að ég nái að hrinda þeim öllum í framkvæmd,“ segir Ragnheiður sem er aðeins 22 ára og getur því líklega prófað hinar ýmsu tónlistarstefnur mörgum sinn- um áður en tónlistardagar hennar verða taldir. Í nóvember kom í búðir fjórða sólóplata hinnar ungu og hæfileikaríku tónlist- arkonu Ragnheiðar Gröndal. Þjóðlög nefnist sú plata og inniheldur eins og nafnið bendir til nokkur íslensk þjóðlög og eitt sænskt í bland við þrjú frum- samin lög eftir Ragnheiði sjálfa. Ragnheiður er nú í námi í New York en mun halda nokkra tónleika hér á landi yfir jólahátíðina, m.a á Þorláksmessukvöld. Tónlist | Ragnheiður Gröndal er komin heim í jólafrí og gleður aðdáendur með tónleikum Tónleikar Ragnheiðar Gröndal á Þorláksmessu hefjast kl. 21 og fara fram í Von, Efstaleiti 7. Miða- sala er á www.midi.is. Í HNOTSKURN »Ragnheiður stundar tón-listarnám í New School of Jazz and Contemporary Music í New York. »Hún kláraði söngnám fráF.Í.H. vorið 2005 og tók einnig nokkra píanótíma. »Þjóðlög er fjórða sólóplataRagnheiðar á jafn mörg- um árum. Haustið 2003 kom út platan Ragnheiður Gröndal. Árið 2004 kom Vetrarljóð út og veturinn 2005 var það Af- ter the Rain , sem inniheldur eingöngu frumsamin lög Ragnheiðar. »Ragnheiður er 22 ára gömul. »Ragnheiður sigraði ísöngvakeppni Samfés þeg- ar hún var fimmtán ára gömul og sautján ára var hún farin að reka eigin djasssveit. » Hún var söngkona hljóm-sveitarinnar Ske frá 2002 til 2005. »Aðdragandinn að Þjóð-lögum var tvö ár, 12 Tónar gefur plötuna út. »Þjóðlög fékk fimm stjörn-ur af fimm mögulegum hjá tónlistargagnrýnanda Morg- unblaðsins. »Meðal laga á Þjóðlögumer: Gefðu að móðurmálið mitt, Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda-Rósu og sálmurinn Allt eins og blómstrið eina. »Heimasíða RagnheiðarGröndal er: www.rgron- dal.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.