Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Randver ViggóAlfonsson eða Ranni eins og hann var alltaf kallaður fæddist í Dverga- steini í Ólafsvík 16. mars 1939. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 12. desember 2006. Foreldrar hans voru Alfons Krist- jánsson sjómaður, fæddur 8. desember 1905, dáinn 4. ágúst 1961, og Ásthildur Guðmundsdóttir húsfreyja í Ólafsvík, fædd 3. mars 1910, dá- inn 20. maí 1989. Systkini Rand- vers eru: Guðmundur, fæddur 27. ágúst 1933. Ingveldur, fædd 31. 1987. Systkini Ingibjargar eru: Kristín, Þorleifur, Sigríður, Ragnheiður, látin, Sigurður, Auð- ur, Daníel, Hólmfríður, Haukur. Hálfsystkini Ingibjargar eru Vil- borg, Ólafur, látinn, og Fjóla, lát- in. Börn Randvers og Ingibjargar eru: 1) Haukur, fæddur 26. júlí 1966, kvæntur Hrafnhildi Jóns- dóttur, fædd 26. ágúst 1973, börn þeirra eru: Vignir Gunnar, fædd- ur 18. desember 1992, og Arnar Ingi, fæddur 6. febrúar 2001. 2) Petrína Sæunn, fædd 1. apríl 1971, var gift Þórarni Þór Magnússyni, þau skildu, börn þeirra eru: Andri Þór, fæddur 9. september 1994, Randver Þór, fæddur 24. júlí 1996, og Vil- hjálmur Magnús Þór, fæddur 28. september 2000. Útför Randvers verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík fimmtudaginn 21. des- ember. ágúst 1935. Kristján, fæddur 26. mars 1937, dáinn 11. des- ember 1993. Svava, fædd 2. apríl 1940. Sigríður, fædd 19. febrúar 1945. Aldís, fædd 14. júní 1950. Randver ólst upp í föðurhúsum í Ólafs- vík. Randver kvæntist Ingibjörgu Hauks- dóttur 2. desember 1967. Foreldrar hennar voru Haukur Sigurðsson hreppstjóri, fæddur 22. desember 1897, dáinn 13. sept- ember 1982, og Petrína Guðríður Halldórsdóttir húsfreyja, fædd 24. september 1897, dáin 17. maí Ég sit og horfi út um gluggann þinn, ég horfi á hafið er við sigldum ávallt um, ég sé ei neitt er hjarta mitt gleður því sorgin er í öllu í kringum mig. Þetta er það fyrsta sem mér dett- ur í hug núna þegar ég sest og reyni að hripa eitthvað niður um mann sem átti svo mikið eftir. Þessi mað- ur, var ekki einhver maður, heldur er þetta minn albesti félagi og vinur, þetta er pabbi minn. Það hafa verið ófá skiptin í lífi okkar sem við höfum þurft að berjast við erfiðleika, börn- in mín gengu ekki heil til skógar þegar þau fæddust og þú og mamma voruð okkur alltaf innan handar í öllu sem við þurftum að fá styrk í. Í æsku minni varst þú alltaf númer eitt og ég veit að þegar ég fæddist þá varst þú á sjónum og þegar þú komst og sást mig þá fangaði ég hjarta þitt og það er sú besta veiði sem ég hef nokkurn tíma fengið. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir mömmu að þurfa að elta litla pjakk- inn sinn sem var bara um 3ja ára niður á bryggju í hvert sinn sem þú komst í land þegar þú varst á Matt- hildi með Kidda frænda og þegar ég trítlaði niður trébryggjuna með mömmu á hælunum og þú og Kiddi alltaf skælbrosandi um borð, og þegar ég stækkaði og fékk að fara með þér á sjóinn og sjóveikin náði tökum á mér þá fékk ég alltaf að vera í kojunni hans Kidda og þið komuð til skiptis alltaf að gá að mér, en sjóveikin hvarf og ég fékk líka að vera með Kidda til sjós en þá varst þú hættur en strákarnir hans voru þar og af öllum börnunum hans Kidda þá er ekkert þeirra sem ég hef ekki unnið með um ævina, strák- unum til sjós nema Dóra, við vorum saman hjá Erni Steingríms í vöru- flutningunum, og með stelpunum í salthúsinu og svo eftir að Kiddi kvaddi þennan heim þá kom hann oft til mín í draumi og sagði mér til þegar að ég fór að vera með okkar bát og það klikkaði aldrei það sem hann sýndi mér. Okkar útgerðar- saga var komin vel á 24. ár og hvern hefði órað fyrir því að þú værir að kveðja þennan heim, þú sem varst með mér á sjó síðast á laugardaginn 9. desember síðastliðinn. En það var samt alltaf jafn gaman að vera með þér því að fróðleikurinn minn kemur allur frá þér, allt sem ég lærði um vélarnar lærði ég hjá þér, þó svo að ég hefði eytt tveimur árum í skóla, og held ég að enginn geti kennt mér meira núna. En núna ert þú farinn frá mér og ég sit einn eftir í áhöfn okkar, nú er ekki lengur neinn sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af, um það hvort verkið sé ekki rétt unnið um borð því þú sást um þetta allt, allt er sneri að veiðarfærum en ég sá um vélbúnaðinn og tækin. Manstu eftir því í sumar þegar við vorum á skakinu og komum við á nýjum hól sem við skírðum í höfuðið á Jón Steini frænda og við kölluðum alltaf „Jonnann“ það brást ekki að ef það var sunnan þá var fiskur þar og við fórum ófár ferðirnar þangað og þeg- ar við vorum í suðurkantinum og vorum í stórufsanum þá var sko gaman að vera til. Ég er hræddur um að það verði ekki gaman að þessu lengur þegar þú ert farinn, en hver veit, kannski tek ég gleði mín aftur og byrja bara uppá nýtt, því ég þarf að segja mínum strákum frá öllu því er þú sagðir mér, sögunum af Leifi, Kristmundi og Jón Steini og líka af kökunni frægu hans Pét- urs Boga, og ekki má ég nú gleyma ykkur Gvendi Sveins, þær voru yf- irleitt skemmtilegastar, enda voruð þið þeir bestu félagar alla þína tíð og á ég þeim Möggu og Gumma örugg- lega mitt líf að þakka. Svona er þetta nú, allt sem byrjar tekur ein- hvern tíma enda og það er sárt að lífið sé svona stutt miðað við hvað al- heimurinn er gamall, en kannski endurfæðumst við bara og hittumst bara aftur, allavega vona ég það að ég eigi eftir að sjá þig aftur. Það verður erfitt hjá litla orminum mín- um næst þegar hann kemur til ömmu og enginn afi til að kubba með og enginn til að teikna bíla og báta fyrir hann og sá eldri, hann er eins og við öll hin í algjöru losti yfir því að missa þig svona snemma frá okkur, akkúrat þegar við ætluðum að fara að hægja á okkur og hafa það rólegt í ellinni þinni. Þú varst tekinn frá okkur alltof fljótt, en við eigum alltaf mömmu eftir og við þurfum að passa hana því enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur, þannig var það með þig. Ég vil kveðja þig, elsku pabbi, með orð- um Hrafnhildar: Okkar stund var alltof stutt þessar stundir koma ei aftur en ávallt munum við muna þær með hlýju í brjóstum okkar. Haukur Randversson Elsku pabbi. Ég vil ekki trúa því að þú sért farinn frá okkur. Hvað verður um okkur? Þú hefur alltaf verið okkar stoð og stytta í öllu og séð til þess að okkur hafi aldrei skort neitt, og á erfiðum tímum varstu alltaf tilbúinn að gera allt fyrir okkur. Betri mann var ekki hægt að finna. Þegar ég fæddist 1. apríl 1971 þá hringdi Sigga frænka kl. 10 um morguninn til að segja þér fréttirn- ar og sagði þér að það væri komin stelpa í heiminn og svarið sem hún fékk var: „Það þýðir nú ekkert fyrir þig að segja þetta við mig, ég veit sko alveg hvaða dagur er í dag“, þar sem hann talaði við mömmu kvöldið áður um miðnætti og ég virtist ekk- ert vera á leiðinni. Honum fannst ótrúlegt að heyra að það væri komin stelpa þar sem þau áttu strák fyrir og svo var auð- vitað 1. apríl. En ég var nú samt fædd með öllum mínum kostum og göllum og eitt sinn þegar þú fórst á þvottaplanið að þvo Volvoinn þá sat ég inni og var að leika mér og tók svo eftir að lykillinn var í og ég snéri lyklinum og lenti á krananum á þvottaplaninu og var þar með búin að merkja hann, en þú lagaðir þetta og enginn tekur eftir þessu nema að viðkomanda sé bent á. Þessi bíll hef- ur alltaf verið annar gullmolinn þinn og svo varstu líka búinn að fá þér Bens. Volvoinn geymdur í beitn- ingaskúrnum og hinn í bílskúrnum og fékk ekki að fara út nema á sunnudögum og helst í sól og blíðu. En það vantaði ekki að ef bílarnir okkar biluðu þá var sparibílnum hent út og okkar inn og þar með varst þú kominn í viðgerðir. Þegar ég var um 5 ára aldur þá fékk ég hjól, og þú fórst í bílskúrinn til að setja hjálpardekkin á, en á meðan þú dundaðir við það var ég úti að leika við Elsu Láru vinkonu mína og hún hafði fengið hjól líka og gat hjólað um allt án hjálpara- dekkja, og mín stökk á hjólið og lærði að hjóla einn tveir og bingó, þannig að þegar hjólið mitt var tilbúið og þú komst ánægður með það til mín þá var ég þegar búin að læra að hjóla svo að þú gast þá tekið hjálpardekkin aftur af. Alltaf varstu tilbúinn fyrir mig, ég man einnig eftir því að ef ég gerði eitthvað af mér og mamma skamm- aði mig þá hljóp ég alltaf á bak við þig og þú sagðir við mömmu „ekki vera að skamma hana“. Ég vissi allt- af hvert ég átti að fara, þú skamm- aðir okkur systkinin aldrei. En þrjóskur varstu samt og gast sann- fært mig um að hvítt væri svart og svo öfugt. Það verður skrýtið fyrir alla afastrákana fimm að koma til Ólafsvíkur og hafa þig ekki hér, Það er svo stutt síðan þú varst hjá okkur í Reykjavík og þegar þú fórst að sofa þá kom Vilhjálmur minn og stökk uppí rúm til þín og vildi lúlla hjá afa sínum, og eitt kvöldið þá skiptirðu um rúm og ákvaðst að sofa í Andra rúmi og Vilhjálmur var fljótur að stökkva til þín. Þeir dýrk- uðu allir að vera hjá þér og „vinna“ með afa, til dæmis var alltaf svo mikið sport að fá að fara í skúrinn með afa og þar varstu búinn að búa til á loftinu rólu og fleira sem þeir gátu leikið sér að svo tímunum skipti og alltaf komu þeir alsælir heim og sögðu ömmu allar fréttirn- ar. Það hefur margt verið kennt við þig, elsku pabbi minn, eins og t.d. afakexið og balabíllinn. Allir afastrákarnir þínir 5 lærðu að drekka kaffi hjá þér þegar þeir sátu hjá þér fyrsta árið sitt og sötr- uðu kaffi með teskeið og dýfðu afa- kexi ofan í. En afakex var nú bara ósköp venjulegt mjólkurkex, og þau urðu að vera ferköntuð. Ef við mæð- ur barnanna ætluðum að kaupa kex og keyptum kringlótt mjólkurkex þá var það ekki afakex, það voru ömmukex ásamt kremkexi. Afakex eru ferköntuð og hananú, allt átti sín heiti hjá þeim. Þegar ég skildi þá voruð þið mamma eins og klettur við bakið á mér á þeim erfiða tíma og þið voruð búin að panta ykkur ferð til Kanarí- eyja, ásamt Hauki bróður og hans fjölskyldu, og það stóð ekki á ykkur. Það var farið strax í það að finna miða til að bjóða mér og strákunum mínum með út, þið gerðuð allt til að létta lundina hjá mér og strákunum mínum, sú ferð verður geymd um alla eilífð í hjarta mér. Þú varst snillingur í sambandi við allar viðgerðir, hvort sem var um að tala vélar eða hálsfestar, það lék allt í höndunum á þér, alveg sama hvað ég kom með til þín, þú gast lagað það með þessum stóru höndum. Að lokum vil ég þakka séra Magn- úsi, Snorra lækni og Tóta sjúkra- flutningamanni fyrir alla þá aðstoð og styrk er þeir veittu móður minni á þessum erfiða tíma þegar faðir minn veiktist og yfirgaf þennan heim. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með trega í hjarta en ég mun hitta þig aftur þegar minn dagur að kveldi kemur. Megi algóður Guð geyma þig. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Petrína Sæunn. Elsku tengdapabbi minn, nú hef- ur þú kvatt þennan veraldlega heim og ert laus við allar þjáningar, en við sem eftir sitjum göngum á svo marga veggi því þú skildir eftir þig svo margar minningar, hvert sem við förum og horfum, þar eru minn- ingar. En lífið heldur áfram þó erfitt sé og allar góðu minningarnar um þig vekja bæði gleði og söknuð. Það var aldrei langt í grín hjá þér, og ef við báðum um aðstoð var svarið ætíð Hvenær á ég að koma? Einnig léstu barnabörnin þín aldrei bíða ef þeir báðu þig um eitthvað t.d. þegar Vignir Gunnar fór uppá Snæfells- jökul með þér og pabba sínum. Það hefur verið gaman því lengi vel tal- aði hann um það, og þegar Arnar Ingi kom með kubbana sína til þín sagðir þú yfirleitt Hvað eigum við að búa til? og svarið var yfirleitt „Hús, afi“. En það var ekki bara kubbahús sem þú byggðir fyrir mína fjöl- skyldu heldur líka heilt íbúðarhús, settir þökur á lóðina, hellulagðir innkeyrsluna og smíðaðir sólpall. Já, ég veit stundum ekki hvað þú gast ekki gert og hvert þú sóttir þessa þolinmæði, en það væri lygi að segja að þú hafir ekki verið stríðnispúki því það voru ófá skotin sem við feng- um, en öll í góðu, það seinasta sem ég man var það að ég ætlaði að sjá um matinn og þú og Haukur ætl- uðuð að fara að dytta að einhverju þegar ég mundi eftir heimalærdómi hjá Vigni, þá kom það „Hvað, ætlaði hún ekki að elda?“ og hló á eftir. Eitt sinn þegar þið voruð í bænum og ég fór að sækja Arnar Inga var það „Hvar er afi? Er hann heima?“ En svarið var ekki eins og sá stutti vildi hafa það, „Hann er hjá Petu“, og það var ekki hætt fyrr en ég keyrði hann þangað og þá var það „Viltu koma heim“, og eins og alltaf fyrir strákana þína var svarið já, þú stökkst úr sófanum og í úlpuna og gladdir lítið hjarta. Takk fyrir að vera okkur góður tengdapabbi og afi. Góður guð varðveiti þig. Hrafnhildur, Vignir Gunnar og Arnar Ingi. Elsku afi, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar, göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Þökk fyrir allt elsku afi okkar, þínir dóttursynir, Andri Þór, Randver Þór og Vilhjálmur Magnús Þór. Hann Ranni bróðir minn lést mjög snögglega þann 12. desember síðastliðinn, mér féllust hendur. Ég var í óða önn að undirbúa ferð fjöl- skyldu minnar til Íslands, þegar ég fékk þessar sorgarfréttir. Ranni var einn af sjö systkinum 3 bræður og 4 systur, fæddur og uppalinn í Ólafs- vík, sonur Alfonsar Kristjánssonar, sjómanns og Ásthildar Guðmunds- dóttur. Ranni var lærður vélstjóri og vann mikið til sjós. Ég á margar góðar minningar um Ranna, sem ég geymi í hjarta mínu. Hann reyndist mér alltaf hinn besti bróðir. Ég var ákaflega stolt af bræðrum mínum þrem, enda létu þeir mikið með litlu systir sína. Bernskuminningarnar eru af þeim í bílskúrnum, með smurningu upp fyrir haus, rífandi bílana í sund- ur og setja þá saman aftur eins og púsluspil. Þeir voru góðir bræður. Oft fékk ég að sitja í flottu bílunum þeirra, og varð ég stundum græn af öfund ef ég sá einhverja aðra krakka með þeim. Eitt sinn fékk ég meira að segja að rúnta með Ranna á bleiku drossíunni þegar hann var með full- an bíl af skvísum og gæum. Það var 11 ára aldursmunur á okkur Ranna. Hann var skemmtilegur í viðræðu, hnyttinn í tilsvörum og svakalega stríðinn. Stundum hræddi hann mig með fjörulöllunum eða hann gaf mér dýrindis gjafir eins og t.d. gullúrið, sem hann gaf mér þegar ég var 12 ára og ég varðveiti enn. Árið 1970 sigldi ég með Ranna á Matthildi SH, 100 tonna bát frá Ólafsvík til Grimsby í Englandi. Skipstjórinn var Kristmundur frændi, sonur hans Brynjar var kokkur, annar vélstjóri var Halldór frændi. Ranni var fyrsti vélstjóri og fékk ég að liggja í kojunni hans alla leiðina. Þetta var um 5 daga sigling og var ég ferlega sjóveik og hef ég aldrei heldur verið eins lífhrædd, báturinn var drekkhlaðinn af fiski og öldurnar voru eins og svört fjöll. Ég lá á bæn og mamma líka. Áhöfn- in var mér mjög góð nema þegar þeir skruppu allir á Rauða ljónið, pöbbinn og skildu mig eina eftir um borð, ég læsti mig inni í skipstjór- aklefanum, ég var hálfsmeik við „Tjallana“ sem voru að vinna í lest- inni. Ranni kom mér og stóra kass- anum í lest til London. Ég var nú ekki lengi hrædd við „Tjallana“, því ég giftist einum þeirra og eigum við 35 ára brúðkaupsafmæli í dag, þeg- ar þetta er skrifað þann 18. desem- ber. Við höfum mestmegnis búið í Bretlandi og eignuðumst þrjá drengi, sem þráðu að komast með mér til Ólafsvíkur á sumrin. Einn sona minna, Stefan, táraðist við að frétta um andlát Ranna, þeir gerð- ust góðir vinir eitt sumarið og spiluð oft „Yatzsy“ saman og svo var flikk- að upp á gamla BMX hjólið hans Hauks fyrir Stefan. Ranni og Inga voru hamingjusöm hjón og eignuðust soninn Hauk og dótturina Petrínu. Haukur og Ranni höfðu rekið bát saman í mörg ár og voru þeir feðgar mjög samrýndir. Ranni og Inga eiga tvo sonarsyni og þrjá dóttursyni sem munu sakna afa síns mikils. Ranni var ákaflega sér- stakur maður, vinur vina sinna, gull- stássið hennar mömmu sinnar en pabbi held ég hafi kallað hann þver- haus, sem er fyndið því þeir voru mjög líkir. Ég vil að síðustu skila þakklæti til Ranna og Ingu, fyrir það hvað þau tóku mér alltaf opnum Randver Viggó Alfonsson ✝ Okkar ástkæri, yndislegi sonur, bróður, mágur og frændi, GUÐMUNDUR EIÐUR GUÐMUNDSSON, Skólatúni 4, Álftanesi, sem lést af slysförum laugardaginn 16. desember, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 29. desember kl. 13.00. Ásta Angela Grímsdóttir, Guðmundur Viggó Sverrisson, Matthildur Ólöf Guðmundsdóttir, Andrés Skúli Pétursson, Fanney Elínrós Guðmundsdóttir, Gunnar Ellertsson, Pálmi Grímur Guðmundsson, Bjarney Katrín Gunnarsdóttir og frændsystkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.