Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vesturbær | Gert er ráð fyrir að allt að 70 íbúðir verði byggðar á BYKO-reitnum sem afmarkast af Hringbraut, Ánanaustum, Sól- vallagötu og Framnesvegi í Reykjavík. Verslun BYKO er á þessum reit við Hringbraut. Þar var áður bif- reiðaverkstæði leigubílastöðvar- innar Steindórs. Tónlistarfélagið var þar með aðstöðu 1939 til 1940 og má lesa við inngang verslunar- innar, að 18. desember 1938 hafi farið fram sjónleikar í Bifreiða- skála Steindórs við Sólvallagötu. Hafi það verið fyrsti flutningur ór- atoríu á Íslandi og verkið, sem flutt var, var Sköpunin eftir Jos- eph Haydn. Aðalaðkoma verður frá Sólvallagötu Á fundi sínum í liðinni viku sam- þykkti borgarráð deiliskipulag reitsins. Þar er gert ráð fyrir óbreyttu eða lítið breyttu skipulagi meðfram Framnesvegi og sam- felldri húsalengju meðfram Hring- braut og Ánanaustum sem hækkar upp í átt að Sólvallagötu. Á BYKO-lóðinni verður leyfilegt að byggja íbúðarbyggð með inn- garði, allt að 50 íbúðir, og flestum bílastæðum í bílageymslum neð- anjarðar. Aðkoma bíla og aðalað- koma verður frá Sólvallagötu. Hugmyndin er að móta byggð sem fellur að byggðarmynstri svæðisins, en samkvæmt stefnu- mörkun aðalskipulags Reykjavíkur 2001–2024 er gert ráð fyrir þétt- ingu íbúðarbyggðar á umræddu svæði. Samkvæmt lauslegri áætlun er gert ráð fyrir að íbúðum fjölgi um 90. Á lóðinni Sólvallagötu 80 hafa verið byggðar 39 íbúðir og eru þær hluti þeirrar fjölgunar sem fjallað er um í aðalskipulag- inu. Breytingar gerðar eftir ábendingu Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst sl. sumar. Margrét Þor- mar, hverfisarkitekt hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkur- borgar, segir að gerðar hafi verið breytingar á auglýstu skipulagi vegna athugasemda frá íbúum. M.a. hafi verið gerðar breytingar á húsaröðinni meðfram Sólvallagötu og hæsti hluti hússins verið færður fjær Sólvallagötu. Allt að 70 íbúðir á BYKO-reit Morgunblaðið/Ómar Lausn Nýbygging meðfram Hringbraut fer hækkandi í átt að Sólvallagötu.         Gert er ráð fyrir óbreyttu skipulagi við Framnesveg Breyting Búist er við að allt að 70 íbúðir verði byggðar á BYKO-reitnum sem afmarkast af Hringbraut, Ánanaustum, Sólvallagötu og Framnesvegi. GERT er ráð fyrir að nemendum við Vesturbæjarskóla fjölgi um ná- lega100 á næstu árum og því þarf að byggja við skólann. Einnig getur þurft að stækka Hagaskóla vegna íbúafjölgunar á svæðinu. Í minnisblaði sem Gerður G. Ósk- arsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, sendi sviðs- stjóra skipulags- og byggingasviðs vegna fyrirspurnar um hvernig bregðast megi við fyrirhugaðri fjölgun nemenda í vesturbænum, kemur m.a. fram að viðbygging Vesturbæjarskóla fyrir um 100 nemendur þurfi að vera komin í notkun á árunum 2010 til 2012. Gerður G. Óskarsdóttir segir að ætla megi að nemendum fjölgi með þéttari byggð. Gert sé ráð fyrir að um 620 íbúðir verði byggðar 2005 til 2012. Í nemendaspánni sé gert ráð fyrir að hlutfall nemenda í nýj- um íbúðum verði 0,16 á íbúð sem sé meðalhlutfall nemenda í öðrum íbúðum hverfisins. Auk þess séu skil nemenda sem búi í hverfi Vest- urbæjarskóla að meðaltali um 75%. Út frá þessum forsendum sé því spáð að um 300 nemendur sæki skólann haustið 2007 og um 450 haustið 2011. Tillögur liggja fyrir Í október sem leið áttu 373 nem- endur í 1. til 7. bekk lögheimili í hverfinu og 470 sem eiga að sækja skóla 2011 til 2012. Í haust voru um 260 nemendur skráðir í skólann. Að sögn Gerðar liggja fyrir til- lögur um hvernig byggja megi við Vesturbæjarskólann meðfram Framnesvegi. Ennfremur hafi verið undirbúinn flutningur tveggja húsa á lóðinni til að stækka leiksvæðið. Byggja þarf við Vestur- bæjarskóla ALLS söfnuðust 3,9 milljónir króna í söfnun fyrir fjölskyldur á Norður- landi sem nokkur fyrirtæki á Ak- ureyri stóðu að og lauk um síðustu helgi. Féð rennur beint til Hjálp- arstarfs kirkjunnar á Norðurlandi. Fyrirtækin sem gengust fyrir söfnuninni voru útvarpsstöðin VOICE 987, Hljóðkerfa- og ljósa- leiga Akureyrar, Sparisjóður Norð- lendinga, N4 og Síminn. Söfnuninni lauk formlega á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á sjónvarpstöð- inni N4. Úthlutun til fjölskyldna og ein- staklinga á Norðurlandi fer fram í Glerárkirkju. Hún hófst í gær og stendur yfir þar til á morgun og sér Jón Oddgeir Guðmundsson um hana að venju. Margir þurfa á aðstoð að halda Ásgeir Ólafsson, kynningarstjóri útvarpsstöðvarinnar VOICE 987 og talsmaður verkefnisins, segir að því miður sé staðreyndin sú að margar fjölskyldur þurfi að leita til Hjálp- arstarfs kirkjunnar um jólin vegna fjárskorts og því hafi þessari söfnun verið hrundið af stað. „Við ákváðum að einbeita okkur að fjölskyldum og einstaklingum á Norðurlandi í þessari söfnun, en þetta er fyrsta söfnunin sem haldin hefur verið á svæðinu með þessu sniði og er eingöngu fyrir íbúa þess,“ segir hann. Eins og áður segir lauk söfnuninni með formlegum hætti sl. laug- ardagskvöld, í rúmlega tveggja tíma beinni útsendingu á sjónvarpsstöð- inni N4, sem send var út frá nýju hljóðveri N4 í Amaro-húsinu. Söfn- unin stóð alls yfir í 10 daga og var hægt að leggja inn á reikning í Sparisjóði Norðlendinga sem tók við framlögum. Á hádegi laugardaginn 16. desem- ber sl. var svo opnað fyrir síma og gátu þá allir hringt inn og gefið í söfnunina. Allir gáfu vinnu sína Fjölmargir styrktu söfnunina, einstaklingar og fyrirtæki, bæði með beinum fjárframlögum eða öðrum hætti. Nefna má að Eignarhalds- félagið Sjöfn gaf 2 milljónir, fulltrúi Nettó kom færandi hendi í sjón- varpssal og gaf 50 gjafabréf hvert að verðmæti 10.000 krónur, samanlagt upp á 500.000 krónur, Sparisjóður Norðlendinga gaf 300.000 krónur, Kjarnafæði gaf matarúttekt fyrir 300.000 krónur, KEA gaf 70 skammta af jólakjöti frá Norðlenska og Slippurinn var með framlag upp á 100.000 krónur. Bræðurnir Valgarður Nói, 5 ára, og Daði Hrannar, 8 ára, gáfu sam- eiginlegan sparibauk í söfnunina og þegar búið var að telja úr honum kom í ljós að þar voru ríflega 14.000 krónur sem runnu til verkefnisins. Þau fyrirtæki sem komu að söfn- uninni voru útvarpsstöðin VOICE 987, Hljóðkerfa- og ljósaleiga Ak- ureyrar, Sparisjóður Norðlendinga, N4 og Síminn. Geimstofan auglýs- ingastofa sá um alla hönnun verk- efnisins og auglýsingar voru birtar frítt í ýmsum miðlum. Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína. Söfnuðu 3,9 millj. króna fyrir Hjálp- arstarf kirkjunnar AKUREYRI MILLIVEGGUR í húsi í byggingu fauk á hliðina og brotnaði í miklu hvassviðri á Akureyri aðfararnótt þriðjudagsins. Talið er að tjónið sé um ein milljón króna. Mikið var að gera hjá lögreglu og björgunarsveit- armönnum vegna veðursins, skemmdir urðu töluverðar víða en engan sakaði. Það var í einingahúsi við Ásatún sem milliveggurinn lagðist niður vegna veðurofsans. Þetta er í Naustahverfi, nýjasta hverfinu syðst og efst í bænum, þar sem mest vand- ræði voru vegna hvassviðrisins. Það var upp úr miðnætti sem hvessti verulega og vindinn lægði ekki fyrr en um hálffimmleytið um morguninn. Lögreglan sinnti mörgum útköll- um vegna veðursins og hafði í nógu að snúast. Þá var óskað aðstoðar björgunarsveitarinnar Súlna og voru 17 félagar í sveitinni að störfum í fimm flokkum. Nokkuð var um fok á lausum mun- um víðs vegar um bæinn, þó aðallega í Naustahverfi, m.a. fauk vinnuskúr á hliðina við Klettatún og rann út á miðja götu og járnplötur fuku við Kjarnagötu. Þá slitnaði háspennu- lína við Kjarnagötu neðan við Naustahverfi og þurfti að loka göt- unni á meðan rafmagn var tekið af línunni. Bifreið fauk út af veginum við Hamra. Glerhálka var á veginum og mjög hvasst. Ekki urðu slys á fólki og bifreiðin er óskemmd. Plötur fuku af þaki í Vörðutúni. Lögreglumenn hlupu á eftir nokkr- um plötum og bundu niður en þeir þurftu nokkrum sinnum að stökkva í skjól þegar lausamunir komu fljúg- andi í áttina að þeim. Aðstoða þurfti íbúa í tveimur hús- um vegna skjólveggja sem voru byrjaðir að losna í hvassviðrinu; veggirnir voru lagðir niður til þess að þeir fykju ekki burt. Þakplötur fuku á nokkrum ný- byggingum og urðu skemmdir á nokkrum stöðum á girðingum og fleiru lauslegu á byggingarsvæðum. Lögreglumenn fóru að fjölbýlis- húsi við Skálateig þar sem að hlífð- argler í sameign hafði brotnað og óttuðust íbúar í fjölbýlishúsinu að meira gler myndi brotna. Þá fauk stórt auglýsingaskilti við Glerárgötu yfir hús og hafnaði á tveimur bifreiðum og skemmdust þær þó nokkuð. Veggur í einingahúsi brotnaði í rokinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mesta tjónið Milliveggur einingahúss við Ásatún sem lagðist á hliðina í rokinu í fyrrinótt og brotnaði. Tjónið er talið vera um ein milljón króna. Mikið var að gera hjá lögreglu og björg- unarsveitinni Súlum Í HNOTSKURN »Mjög hvasst var á Ak-ureyri í fyrrinótt. Mesta tjónið varð er milliveggur í einingahúsi í byggingu lagðist á hliðina og brotnaði. »Lögreglumenn hlupu uppiþakplötur og þurftu nokkrum sinnum að skjótast í skjól vegna fjúkandi hluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.