Morgunblaðið - 20.12.2006, Side 22

Morgunblaðið - 20.12.2006, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vesturbær | Gert er ráð fyrir að allt að 70 íbúðir verði byggðar á BYKO-reitnum sem afmarkast af Hringbraut, Ánanaustum, Sól- vallagötu og Framnesvegi í Reykjavík. Verslun BYKO er á þessum reit við Hringbraut. Þar var áður bif- reiðaverkstæði leigubílastöðvar- innar Steindórs. Tónlistarfélagið var þar með aðstöðu 1939 til 1940 og má lesa við inngang verslunar- innar, að 18. desember 1938 hafi farið fram sjónleikar í Bifreiða- skála Steindórs við Sólvallagötu. Hafi það verið fyrsti flutningur ór- atoríu á Íslandi og verkið, sem flutt var, var Sköpunin eftir Jos- eph Haydn. Aðalaðkoma verður frá Sólvallagötu Á fundi sínum í liðinni viku sam- þykkti borgarráð deiliskipulag reitsins. Þar er gert ráð fyrir óbreyttu eða lítið breyttu skipulagi meðfram Framnesvegi og sam- felldri húsalengju meðfram Hring- braut og Ánanaustum sem hækkar upp í átt að Sólvallagötu. Á BYKO-lóðinni verður leyfilegt að byggja íbúðarbyggð með inn- garði, allt að 50 íbúðir, og flestum bílastæðum í bílageymslum neð- anjarðar. Aðkoma bíla og aðalað- koma verður frá Sólvallagötu. Hugmyndin er að móta byggð sem fellur að byggðarmynstri svæðisins, en samkvæmt stefnu- mörkun aðalskipulags Reykjavíkur 2001–2024 er gert ráð fyrir þétt- ingu íbúðarbyggðar á umræddu svæði. Samkvæmt lauslegri áætlun er gert ráð fyrir að íbúðum fjölgi um 90. Á lóðinni Sólvallagötu 80 hafa verið byggðar 39 íbúðir og eru þær hluti þeirrar fjölgunar sem fjallað er um í aðalskipulag- inu. Breytingar gerðar eftir ábendingu Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst sl. sumar. Margrét Þor- mar, hverfisarkitekt hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkur- borgar, segir að gerðar hafi verið breytingar á auglýstu skipulagi vegna athugasemda frá íbúum. M.a. hafi verið gerðar breytingar á húsaröðinni meðfram Sólvallagötu og hæsti hluti hússins verið færður fjær Sólvallagötu. Allt að 70 íbúðir á BYKO-reit Morgunblaðið/Ómar Lausn Nýbygging meðfram Hringbraut fer hækkandi í átt að Sólvallagötu.         Gert er ráð fyrir óbreyttu skipulagi við Framnesveg Breyting Búist er við að allt að 70 íbúðir verði byggðar á BYKO-reitnum sem afmarkast af Hringbraut, Ánanaustum, Sólvallagötu og Framnesvegi. GERT er ráð fyrir að nemendum við Vesturbæjarskóla fjölgi um ná- lega100 á næstu árum og því þarf að byggja við skólann. Einnig getur þurft að stækka Hagaskóla vegna íbúafjölgunar á svæðinu. Í minnisblaði sem Gerður G. Ósk- arsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, sendi sviðs- stjóra skipulags- og byggingasviðs vegna fyrirspurnar um hvernig bregðast megi við fyrirhugaðri fjölgun nemenda í vesturbænum, kemur m.a. fram að viðbygging Vesturbæjarskóla fyrir um 100 nemendur þurfi að vera komin í notkun á árunum 2010 til 2012. Gerður G. Óskarsdóttir segir að ætla megi að nemendum fjölgi með þéttari byggð. Gert sé ráð fyrir að um 620 íbúðir verði byggðar 2005 til 2012. Í nemendaspánni sé gert ráð fyrir að hlutfall nemenda í nýj- um íbúðum verði 0,16 á íbúð sem sé meðalhlutfall nemenda í öðrum íbúðum hverfisins. Auk þess séu skil nemenda sem búi í hverfi Vest- urbæjarskóla að meðaltali um 75%. Út frá þessum forsendum sé því spáð að um 300 nemendur sæki skólann haustið 2007 og um 450 haustið 2011. Tillögur liggja fyrir Í október sem leið áttu 373 nem- endur í 1. til 7. bekk lögheimili í hverfinu og 470 sem eiga að sækja skóla 2011 til 2012. Í haust voru um 260 nemendur skráðir í skólann. Að sögn Gerðar liggja fyrir til- lögur um hvernig byggja megi við Vesturbæjarskólann meðfram Framnesvegi. Ennfremur hafi verið undirbúinn flutningur tveggja húsa á lóðinni til að stækka leiksvæðið. Byggja þarf við Vestur- bæjarskóla ALLS söfnuðust 3,9 milljónir króna í söfnun fyrir fjölskyldur á Norður- landi sem nokkur fyrirtæki á Ak- ureyri stóðu að og lauk um síðustu helgi. Féð rennur beint til Hjálp- arstarfs kirkjunnar á Norðurlandi. Fyrirtækin sem gengust fyrir söfnuninni voru útvarpsstöðin VOICE 987, Hljóðkerfa- og ljósa- leiga Akureyrar, Sparisjóður Norð- lendinga, N4 og Síminn. Söfnuninni lauk formlega á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á sjónvarpstöð- inni N4. Úthlutun til fjölskyldna og ein- staklinga á Norðurlandi fer fram í Glerárkirkju. Hún hófst í gær og stendur yfir þar til á morgun og sér Jón Oddgeir Guðmundsson um hana að venju. Margir þurfa á aðstoð að halda Ásgeir Ólafsson, kynningarstjóri útvarpsstöðvarinnar VOICE 987 og talsmaður verkefnisins, segir að því miður sé staðreyndin sú að margar fjölskyldur þurfi að leita til Hjálp- arstarfs kirkjunnar um jólin vegna fjárskorts og því hafi þessari söfnun verið hrundið af stað. „Við ákváðum að einbeita okkur að fjölskyldum og einstaklingum á Norðurlandi í þessari söfnun, en þetta er fyrsta söfnunin sem haldin hefur verið á svæðinu með þessu sniði og er eingöngu fyrir íbúa þess,“ segir hann. Eins og áður segir lauk söfnuninni með formlegum hætti sl. laug- ardagskvöld, í rúmlega tveggja tíma beinni útsendingu á sjónvarpsstöð- inni N4, sem send var út frá nýju hljóðveri N4 í Amaro-húsinu. Söfn- unin stóð alls yfir í 10 daga og var hægt að leggja inn á reikning í Sparisjóði Norðlendinga sem tók við framlögum. Á hádegi laugardaginn 16. desem- ber sl. var svo opnað fyrir síma og gátu þá allir hringt inn og gefið í söfnunina. Allir gáfu vinnu sína Fjölmargir styrktu söfnunina, einstaklingar og fyrirtæki, bæði með beinum fjárframlögum eða öðrum hætti. Nefna má að Eignarhalds- félagið Sjöfn gaf 2 milljónir, fulltrúi Nettó kom færandi hendi í sjón- varpssal og gaf 50 gjafabréf hvert að verðmæti 10.000 krónur, samanlagt upp á 500.000 krónur, Sparisjóður Norðlendinga gaf 300.000 krónur, Kjarnafæði gaf matarúttekt fyrir 300.000 krónur, KEA gaf 70 skammta af jólakjöti frá Norðlenska og Slippurinn var með framlag upp á 100.000 krónur. Bræðurnir Valgarður Nói, 5 ára, og Daði Hrannar, 8 ára, gáfu sam- eiginlegan sparibauk í söfnunina og þegar búið var að telja úr honum kom í ljós að þar voru ríflega 14.000 krónur sem runnu til verkefnisins. Þau fyrirtæki sem komu að söfn- uninni voru útvarpsstöðin VOICE 987, Hljóðkerfa- og ljósaleiga Ak- ureyrar, Sparisjóður Norðlendinga, N4 og Síminn. Geimstofan auglýs- ingastofa sá um alla hönnun verk- efnisins og auglýsingar voru birtar frítt í ýmsum miðlum. Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína. Söfnuðu 3,9 millj. króna fyrir Hjálp- arstarf kirkjunnar AKUREYRI MILLIVEGGUR í húsi í byggingu fauk á hliðina og brotnaði í miklu hvassviðri á Akureyri aðfararnótt þriðjudagsins. Talið er að tjónið sé um ein milljón króna. Mikið var að gera hjá lögreglu og björgunarsveit- armönnum vegna veðursins, skemmdir urðu töluverðar víða en engan sakaði. Það var í einingahúsi við Ásatún sem milliveggurinn lagðist niður vegna veðurofsans. Þetta er í Naustahverfi, nýjasta hverfinu syðst og efst í bænum, þar sem mest vand- ræði voru vegna hvassviðrisins. Það var upp úr miðnætti sem hvessti verulega og vindinn lægði ekki fyrr en um hálffimmleytið um morguninn. Lögreglan sinnti mörgum útköll- um vegna veðursins og hafði í nógu að snúast. Þá var óskað aðstoðar björgunarsveitarinnar Súlna og voru 17 félagar í sveitinni að störfum í fimm flokkum. Nokkuð var um fok á lausum mun- um víðs vegar um bæinn, þó aðallega í Naustahverfi, m.a. fauk vinnuskúr á hliðina við Klettatún og rann út á miðja götu og járnplötur fuku við Kjarnagötu. Þá slitnaði háspennu- lína við Kjarnagötu neðan við Naustahverfi og þurfti að loka göt- unni á meðan rafmagn var tekið af línunni. Bifreið fauk út af veginum við Hamra. Glerhálka var á veginum og mjög hvasst. Ekki urðu slys á fólki og bifreiðin er óskemmd. Plötur fuku af þaki í Vörðutúni. Lögreglumenn hlupu á eftir nokkr- um plötum og bundu niður en þeir þurftu nokkrum sinnum að stökkva í skjól þegar lausamunir komu fljúg- andi í áttina að þeim. Aðstoða þurfti íbúa í tveimur hús- um vegna skjólveggja sem voru byrjaðir að losna í hvassviðrinu; veggirnir voru lagðir niður til þess að þeir fykju ekki burt. Þakplötur fuku á nokkrum ný- byggingum og urðu skemmdir á nokkrum stöðum á girðingum og fleiru lauslegu á byggingarsvæðum. Lögreglumenn fóru að fjölbýlis- húsi við Skálateig þar sem að hlífð- argler í sameign hafði brotnað og óttuðust íbúar í fjölbýlishúsinu að meira gler myndi brotna. Þá fauk stórt auglýsingaskilti við Glerárgötu yfir hús og hafnaði á tveimur bifreiðum og skemmdust þær þó nokkuð. Veggur í einingahúsi brotnaði í rokinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mesta tjónið Milliveggur einingahúss við Ásatún sem lagðist á hliðina í rokinu í fyrrinótt og brotnaði. Tjónið er talið vera um ein milljón króna. Mikið var að gera hjá lögreglu og björg- unarsveitinni Súlum Í HNOTSKURN »Mjög hvasst var á Ak-ureyri í fyrrinótt. Mesta tjónið varð er milliveggur í einingahúsi í byggingu lagðist á hliðina og brotnaði. »Lögreglumenn hlupu uppiþakplötur og þurftu nokkrum sinnum að skjótast í skjól vegna fjúkandi hluta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.