Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 45
Atvinnuauglýsingar
Aðstoðarmaður
tannlæknis
í Grafarvogi óskast í fullt starf. Reynsla æskileg
en ekki skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf í byrjun janúar. Umsóknir berist til
auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is
merktar: ,,T - 19380 ’’ fyrir 31. desember nk.
Kennsla í fjölmiðlagreinum við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði
Flensborgarskólinn leitar eftir kennara/kennur-
um til kennslu í fjölmiðlatækni og faggreinum
Upplýsinga- og fjölmiðlabrautar.
Nauðsynlegt er að umsækjandur hafi reynslu
af störfum við útvarp/sjónvarp og/eða á sviði
grafískrar hönnunar.
Um starfið gilda skilyrði 12. gr. laga nr. 86/1998.
Laun eru samkvæmt ákvæðum kjarasamnings
fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands
og stofnanasamningi Flensborgarskólans.
Frekari upplýsingar um starfið veitir skólameist-
ari í síma 565 0400 eða í tölvupósti, netfang
flensborg@flensborg.is.
Umsóknirnar skulu berast til skólameistara
Flensborgarskólans, Pósthólf 240, 222 Hafnar-
firði, fyrir 3. janúar nk.
Bent er á upplýsingar um Flensborgarskólann í
Hafnarfirði á vefsíðu skólans www.flensborg.is
Skólameistari.
Lögfræðingur á sviði flugmála
Samgönguráðuneytið auglýsir laust til um-
sóknar starf lögfræðings á skrifstofu fjarskipta
og öryggismála. Starfssvið lögfræðingsins
verður einkum á sviði flugmála.
Leitað er eftir einstaklingi með háskólapróf í
lögfræði, embættispróf eða meistaragráðu.
Framhaldsmenntun á sviði flugréttar og sér-
þekking á öðrum sviðum samgöngumála er
kostur. Æskilegt er að umsækjendur hafi hald-
góða starfsreynslu og reynslu af alþjóðlegu
samstarfi. Jafnframt að þeir séu færir um að tjá
sig á erlendu tungumáli, einkum ensku.
Stefnt er að því að ráða í stöðuna sem fyrst.
Ráðning miðast við fullt starf. Öllum um-
sóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Einnig er laus til umsóknar staða lögfræðings
til afleysinga á sömu skrifstofu í eitt ár frá 1.
mars 2007 að telja. Sérsvið er siglingamál.
Nánari upplýsingar veita Karl Alvarsson eða
Unnur Gunnarsdóttir, skrifstofustjórar í sam-
gönguráðuneytinu, sími 545 8200.
Umsóknarfrestur er til 5. janúar næstkomandi.
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á net-
fangið postur@sam.stjr.is eða í bréfi til sam-
gönguráðuneytisins, Hafnarhúsinu við Tryggva-
götu, 150 Reykjavík.
Barnalæknir óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð
ríkisins.
• Starfið felst einkum í greiningu og ráðgjöf vegna barna með fatlanir og
aðrar alvarlegar raskanir í taugaþroska. Starfið fer fram í nánu samstarfi
við aðra sérfræðinga á þessu sviði. Auk þessa er um að ræða þátttöku í
rannsóknar- og fræðslustarfi stofnunarinnar.
• Leitað er eftir barnalækni með reynslu eða sérhæfingu á sviði fatlana,
þroskafrávika eða taugasjúkdóma, sem hyggur á starfsferil á þessum
vettvangi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á sviði greiningar
þroskafrávika hjá börnum og áhuga á fræðslu og rannsóknum.
• Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum og
sé tilbúinn til þátttöku í þverfaglegu samstarfi. Hlutastarf kemur til greina.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar-
og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi fyrir 10. janúar nk.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 510-8400 og í vefpósti
stefan@greining.is
Meginhlutverk Greiningar- og
ráðgjafarstöðvar ríkisins er greining
og ráðgjöf vegna barna með
fatlanir og aðrar alvarlegar þroska-
raskanir, auk rannsókna og fræðslu
á sviði fatlana.
Störf í þverfaglegu vinnuumhverfi
á Greiningar- og ráðgjafarstöð veita
góða innsýn í fjölþættar þarfir barna
og ungmenna með ýmis konar
fatlanir. Nýir starfsmenn fá hand-
leiðslu á aðlögunartíma og er lögð
áhersla á tækifæri til sí- og endur-
menntunar.
Nánari upplýsingar eru á
www.greining.is
Barnalæknir
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Fulltrúaráðsfundur
Fundur verður haldinn í Fulltrúaráði sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík á morgun, fimmtudag-
inn 21. desember kl. 17.15 í Valhöll.
Dagskrá:
1. Ákvörðun um framboðslista
í Reykjavíkurkjördæmunum.
2. Ræða, Geir H. Haarde,
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins og forsætisráðherra.
Stjórnin.
Tilboð/Útboð
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Reykjavíkurborg
Þjónustu- og rekstrarsvið.
Innkaupa- og rekstrarskrifstofa,
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík.
Símar 411 1042/411 1043, bréfsími 411 1048.
Netfang: utbod@reykjavik.is
ÚTBOÐ
F.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar,
mannvirkjaskrifstofu:
Hallar atvinnusvæði - 1. áfangi,
gatnagerð og lagnir
Vakin er athygli á því að verktaki á að útvega efni (plast
eða stein) í fráveitulagnir.
Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000 í upplýsingaþjónustu
Ráðhúss Reykjavíkur, frá og með föstudeginum 22.
desember 2006.
Opnun tilboða kl. 10.00 föstudaginn 12. janúar 2007, í
Ráðhúsi Reykjavíkur.
10887
Tilkynningar
Guðmundur frá Miðdal
3 vasar úr Listvinahúsinu, 15, 18 og 26 cm háir.
Einnig hafmeyjaröskubakki frá 1941.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Sveitarfélagið Hornafjörður
www.hornafjordur.is
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018
Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með
tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitar-
félagsins Hornafjarðar 1998-2018, samkvæmt
2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997.
Breytingin felst í því, að tekið er í notkun nýtt
efnistökusvæði vestan Falljökulskvíslar, í landi
Sandfells í Öræfum, um 2,0 km norðvestan
þjóðvegar nr. 1 fyrir allt að 50.000 m³, þar af
um 33.000 m³ af fastri klöpp. Jafnhliða opnun
svæðisins verður aflögð grjótnáma við Virkisá í
Öræfum.
Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrif-
stofu Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, og í Hof-
garði í Öræfum, frá fimmtudeginum 21. des.
2006 til fimmtudagsins 11. janúar 2007. Þeim,
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér
með gefinn kostur á að gera athugasemdir við
breytingartillöguna eigi síðar en fimmtudaginn
11. janúar 2007.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur
Hornafjarðar, og skulu þær vera skriflegar. Hver
sá, sem ekki gerir athugasemdir við breytingar-
tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst henni
samþykkur.
Bæjarstjóri Hornafjarðar.
Bækur til sölu
Bólstaður og búendur í Stokkseyrarhreppi. Tröllatunguætt 1-4.
Skýrslur um landshagi á Íslandi 1-5. Fréttir frá Íslandi 1871-90.
Hundabærinn, Dagur Sig. Íslenska alfræðiorðabókin 1-3.
Íslenskur söguatlas 1-3. Skútuöldin 1-5. Ættir Austfirðinga 1-9.
ó.b. Fuglar í náttúru Íslands. Blöndal Íslensk-dönsk. Ævisaga
Kjarvals 1-2. Frank Ponzy Ísland á 18. og 19. öld. Íslensk mynd-
list 1-2 Björn Th. Íslenskir sjávarhættir 1, 2, 4, 5. Mikines 1990.
Biskupasögur 1-2, Sögufélagið. Sturlunga 1-2 Vigfússon.
Hringur Jóhannesson. Þjóðsagnabók Ásgríms. Þjóðsögur Jóns
Árnasonar 1-6. Grjót, Kjarval. Stokkseyringasaga 1-2. Saga
mannkyns 1-16. Sléttuhreppur. Ættir Síðupresta. Nokkrar
Árnesingaættir.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
GLITNIR 6006122019 I Jf.
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100