Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 27
heilsa MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 27 edda.is „Fallegir Haustlitir“ „Ég fagna því, að Ásgeiri hafi enst líf og heilsa til að sinna þessu góða verki og gefa okkur það af sjálfum sér, sem er að finna í einlægum, hógværum en skýrum og skemmtilegum texta bókarinnar.“ Björn Bjarnason, Þjóðmál „Það er fengur að minningarþáttum Ásgeirs Péturssonar. Hann hefur mikla yfirsýn yfir helztu stjórnmálaatburði 20. aldarinnar.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. „Minningaþættirnir eru hlýir og skemmtilegir eins og Ásgeir sjálfur. Og áhugaverðir ...“ Halldór Blöndal, Mbl. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Við erum ekki eina þjóðinsem býr á norðurhjaraveraldar sem talar umþað. Norðmenn gera það líka. Um myrkrið kolsvarta, dimma og drungalega. Árstímann þegar nóttin virðist ekki sleppa takinu af deginum, leyfir honum aldrei að renna almennilega upp. Þetta er líka tíminn þar sem heilsubrestirnir eru hávaðasamastir. Flensurnar virðast koma í löngum bunum, bólg- urnar taka sér bólfestu í hálsinum heilu vikurnar og svo er það þessi ári sem ertir slímhúðina í nefinu. Er þá ónefnd þreyta, slen og óvenjulítil framtakssemi sem ekkert tengist venjulegum umgangspestum og pensilín virkar því ekkert á. Fólk leggst í dvala En við getum sem sagt andað léttar, þar sem frændur okkar og víkingar í Noregi, eiga við sama vanda að stríða. Þeir eru þreyttir yfir háveturinn, syfjaðir og frekar latir. Og reyndar segir prófessor í félagslæknum, Per Fugelli í viðtali við norska Aftenposten, að þetta sé ekki aðeins eðlilegt heldur líka heil- brigt þegar svona dimmt sé úti. „Það er gott að gera eins og blómin og dýrin og leggjast einfaldlega í dvala. Á þessum árstíma á fólk að taka það rólega og sætta sig við að það er þreytt og tómt. Þannig er hrynjandinn hjá mörgum skepnum í lífríkinu.“ Skammdegisþung- lyndi eða pest? Þrátt fyrir að flestir finni fyrir sveiflum í virkni þjáist aðeins lítill hluti af íbúum þjóða á norðurhveli jarðar af skammdegisþunglyndi eða um 5–10% að jafnaði. Skammdegis- þunglyndi er skilgreint sem árstíða- bundin andleg vanlíðan sem hefst þegar daga tekur að stytta á haust- in og lýkur þegar dagar lengjast á vorin. Skammdegisþunglyndi er þrálátt að því leyti að það end- urtekur sig frá ári til árs og getur oft orðið mjög alvarlegt og hamlað eðlilegri virkni fólks. Slíkt þung- lyndi er nær óþekkt hjá fólki sem býr í löndum við miðbaug þar sem dagarnir eru allir jafnlangir. Sam- bandið á milli breiddargráðu og skammdegisþunglyndis er þó ekki einfalt eins og sést á því að hlut- fallslega eru tiltölulega fáir sem búa næst heimskautunum sem fá þá tegund þunglyndis en tíðnin hér á landi er óvenjulág (3,8%) miðað við það sem ætla mætti út frá legu landsins. Þreytan og slenið er því fyrir velflesta Íslendinga bara hin hefðbundna plága sem fylgir myrkrinu, sem vitaskuld er leið- indapest en ekki hættuleg og fer fljótt úr sinninu þegar daginn tekur að lengja á ný. En þeir sem finna fyrir einkennum eins og breyt- ingum á matarlyst, ýktum sjálfs- ásökunum og sektarkennd, minni einbeitingu, hægari hugsun og óakveðni sem vara í tvær vikur eða lengur ættu að leita læknis því þá gæti verið um þunglyndi að ræða og það er sjúkdómur sem ber að taka alvarlega. Kúra, lesa, horfa og hringja En það þýðir ekkert annað en að taka slaginn við skammdegispest- ina. Íslendingar standa sig reyndar ágætlega enda fáar þjóðir sem taka nær tvo mánuði í að undirbúa jól og áramót. Það er áreiðanlega hluti af ómeðvituðu andlegu heilsuátaki í svartasta skammdeginu enda finnst mörgum janúar ljóslaus og litlaus. Þá er þjóðin reyndar komin í annað og ekki síðra heilsuátak – líkams- ræktarátakið. En hér eru þrjú góð ráð í baráttunni við myrkrið. 1. Sættu þig við þá staðreynd að þú ert einfaldlega þreyttari á þessum árstíma en öðrum. Leggðu þig í skamma stund í eftirmiðdaginn ef þú átt kost á því eða farðu fyrr að sofa á kvöldin. 2. Njóttu hlýju híbýla þinna og kúrðu undir sæng með góðri sam- visku. Lestu góða bók eða horfðu á kvikmyndina sem þú misstir af í sumar þegar það var svo brjálað að gera. Bjallaðu í góðan vin eða vin- konu í gamla, góða heimilissímann (svo miklu ódýrara en í GSM) og ræddu um lífið, tilveruna og myrkr- ið. 3. Hreyfing er undrameðal. Það er erfitt að hafa sig af stað en það er ótrúlegt hvað hreyfing gefur mikla orku til annarra athafna líka. Vetrarloftið er afskaplega frískandi þótt það sé svolítið kalt. Best er því að nota hina dýrmætu dagsbirtu og fara í stuttan göngu. Slíkur túr vinnur ótrúlega vel á sleni. Myrkrið hefur áhrif á skap og virkni Morgunblaðið/RAX Jólaundirbúningur Íslendingar standa sig ágætlega í slagnum við skammdegispestina, enda fáar þjóðir sem taka sér næstum því tvo mánuði í að undirbúa jól og áramót. Mörg hreyfum við okkurheilmikið í desember viðjólaundirbúninginn í formi þramms á milli verslana, þrifa og ýmissa tilfæringa á heim- ilinu að ekki sé talað um þá sem drífa sig í ræktina, þrátt fyrir ann- ir. Þegar svo jólin ganga í garð er- um við orðin úrvinda, pakkasödd hrynjum við í sófann, í læsta hlið- arlegu með bók í hönd og konfekt- kassa í seilingarfjarlægð. Einmitt þegar síst skyldi verðum við að ægilegum innipúkum og bara nennum ekki út fyrir hússins dyr. Þetta er einmitt sá tími sem við verðum að huga sérstaklega vel að því að fá góða hreyfingu og úti- veru. Ekkert er auðveldara en að klæða sig vel, fara í ullarsokka og góða skó, opna útidyrnar og leggja af stað. Göngutúr þarf ekki að vera nema hálf til ein klukkustund á dag til að skila okkur hressum og glöðum heim á ný. Það góða við göngutúrinn er að hann er hægt að fara í hvaða átt sem er út frá heim- ilinu og gera margt skemmtilegt og spennandi í leiðinni:  Hægt er að ganga um göturnar í hverfinu og skoða öll fallegu jóla- ljósin.  Ef við búum nálægt útivist- arsvæði er hægt að skoða trjá- gróður í vetrarbúningi og horfa á smáfuglana leita sér að æti, ekki er vitlaust að vera með brauðmola eða fuglafræ í vasanum.  Þeir sem eru svo heppnir að búa í nánd við óspillta náttúru geta fengið sér göngu meðfram sjó eða upp í hlíðar og notið útsýnisins í fallegri desemberbirtunni sem hef- ur yfir sér einhvern sérstakan ljóma.  Kvöldgönguferðir bjóða stund- um upp á stórkostlegan norður- ljósadans og stjörnublik sem eng- inn fær staðist. Þeir sem vilja ljúka göngutúrnum í afslöppun ættu endilega að bregða sér í sundlaugina eftir gönguna (ef hún er opin). Það er einstaklega notalegt að slaka á í heitum laug- um og láta líða úr sér. Sundlaug- arnar eru líka í jólabúningi og sums staðar er jafnvel búið að skreyta jólatré og kveikja á kert- um eða kyndlum við heitu pottana. Margir eru með heitan pott í garði sínum og þessi árstími er tilvalinn til að nota hann sem mest, hafa jólaseríu í nánd við pottinn og kveikja á kertum eða luktum. Maturinn sem við borðum er oft mjög saltur, feitur og sykraður og þegar þetta allt kemur saman og að auki mikil innivera, verðum við mörg hver, þrútin, þreytt og kannski dálítið geðvond. Ofantalið getur gert gæfumuninn þegar kemur að líkamlegri og andlegri vellíðan um hátíðirnar. Allir út að ganga í jólaskapi. Göngutúr um nágrennið nærir líkama og sál Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólin Einmitt sá tími sem við verð- um að huga sérstaklega vel að því að fá góða hreyfingu og útiveru. hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Guðrún Hjartardóttir, verkefnisstjóri á samskipta- og fræðslusviði, Lýðheilsustöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.