Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 15. 12. 2007 81. árg. lesbók AFHJÚPUN GUÐNA „GUÐNI ÆTLAÐI AÐ AFHJÚPA MIG, EN AFHJÚPAÐI Í RAUN SJÁLFAN SIG,“ SEGIR HANNES HÓLMSTEINN Í SVARI TIL GUÐNA ELÍSSONAR >> 12 Tekist á við goðsögnina Bob Dylan » 6 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Eftir því sem árin færðust yfir hann var sem allt hans líf væri orðin ein aðventa. Því hvað var líf hans, rétt á litið, hvað var líf mannsins á jörðinni ef ekki ófullkomin þjónusta sem helg- aðist af bið eftir einhverju betra, eftirvænting, und- irbúningi – þeirri ákvörðun að láta gott af sér leiða.“ Þannig segir í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, sögunni um mann sem fer upp á öræfin á aðventunni með hundi sínum og hrút að leita að kindum, hrekst um í vondum veðrum en kemst að lokum til byggða. Þetta er stutt saga um átök manns og nátt- úru eða sambúð þeirra öllu heldur. En um leið mynd af kostum mannsins í mun stærra sam- hengi, um þessa bið, um tilganginn og leitina. Sumir segja hana fjalla um ævi og boðskap Krists. Aðventa kom fyrst út um miðjan fjórða ára- tuginn en var endurútgefin síðastliðið vor hjá Bjarti í fallegri kilju. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur ritar afbragðsgóðan inngang þar sem hann meðal annars rekur tilurðarsögu verksins sem á sér upphaf í raunverulegum at- burðum. Þar segist Jón Kalman lesa Aðventu um hver jól. Þetta er einmitt bókin sem fólk ætti að lesa um hver jól. Lífið ein aðventa MENNINGARVITINN Morgunblaðið/Einar Falur Atli Magnússon Atli hefur þýtt eina merkustu skáldsögu bandarískrar bókmenntasögu, Hið rauða tákn hugprýðinnar, eftir Stephen Crane. Þetta er einstök lýsing á brjálæði stríðsátaka, tilgangslausum dauða, slátrun væri réttara að segja, þar sem sjónarhornið er á ungum hermanni. Einar Falur Ingólfsson ræðir við Atla um þýðingarstarf hans sem flutt hefur fjölda klassískra bókmenntaverka á íslenska tungu. » 3     Gallerí Fold · Rauðarárstíg og KringlunniRau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Árleg jólasýning Gallerís Foldar stendur til 23. desember Opið er í Galleríi Fold Rauðarárstíg föstudaginn 14.12 frá kl. 10 – 18, laugardaginn 15.12 frá kl. 11 – 22 og sunnudaginn 16.12 frá kl. 13 – 22 Opið er í Gallerí Fold Kringlunni frá kl. 10 – 22 föstudag, laugardag og sunnudag Kjarval Jólasýning Fjöldi nýrra verka til sýnis. Enn fremur gott úrval eldri verka. Karen Agnete Þórarinsson Jón Engilberts Kristín Jónsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.