Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 1

Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 5. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is lotto.is 22.000.000   BARNALEGT? UPPÁÞRENGJANDI AUGLÝSINGAR Á MYNDDISKUM HANDA BÖRNUM >> 53 VONANDI Á GEKKO EKKI LOFTHJÚPINN GRÆÐGIN AFLEIÐINGAR >> LESBÓK HUGVITSSAMIR ráðgjafar bresku ríkis- stjórnarinnar hafa lagt fram leiðbeiningar um hvernig megi auka framleiðni opinberra starfs- manna með því að skikka þá til að fylgja ströngum fyrirmælum um uppstillingu á rit- föngum, tölvum og öðrum búnaði á skrif- borðum sínum. Hugsunin er sú að fyrirmælin muni auka skilvirkni starfsmanna með því að tryggja að hlutirnir séu alltaf nákvæmlega þar sem þeir eigi að vera. Sérfræðingar fyrirtækisins Unipart eiga heiðurinn af þessari óvenjulegu nálgun í að draga úr ríkisútgjöldum en þeir þiggja árlega um 1.110 milljónir króna fyrir hugvitið sem liggur að baki, enda góð ráð dýr. Skrifstofufólk tryggingastofnunar breska ríkisins hefur gegnt hlutverki tilraunadýra í þessu merka framtaki, að því er breska blaðið Times hermir, en því hefur verið gert að merkja með svörtu límbandi hvar það telji heppilegast að geyma einstaka hluti á skrif- borðinu. Starfsmönnum er jafnframt bannað að stilla upp persónulegum hlutum á borðunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dýr ráðgjöf um skrifborð FL Group, Glitnir og verkfræðistofan VGK- Hönnun hafa stofnað fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy. Tilgangur félagsins er að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orku- framleiðslu víðs vegar um heim. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að í upphafi leggi fjárfestar fram 100 milljónir Bandaríkjadala til þess, eða um 7 milljarða ís- lenskra króna með peningum og eignum. Miðað er við að félagið geti þegar tækifæri gefist ráð- ist í fjárfestingar sem nema yfir einum milljarði dala, eða yfir 70 milljörðum ísl. kr. Félagið mun einbeita sér að tækifærum í nýt- ingu jarðvarma, fjárfestingum í þróun og bygg- ingu jarðvarmaorkuvera, annast yfirtöku á jarðvarmaorkuverum og taka þátt í einkavæð- ingu orkufyrirtækja þar sem færi gefast. | 16 Fjárfesting- argeta yfir 70 milljarðar Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÁRÁSARPILTARNIR þrír sem sæta rannsókn vegna hinnar hrottalegu árásar í Garðastræti eru á framhaldsskólaaldri og framhaldsskólasamfélaginu er mjög brugðið vegna atburðarins. Að sögn Vilmundar Sveinssonar sem situr í stjórn hagsmunaráðs framhaldsskólanna eru margir jafnaldra hans miður sín vegna málsins. „Það er alveg á hreinu að við erum jafnsjokkeruð og aðrir yfir þessu,“ segir hann. „Það ligg- ur eitthvað að baki og öllum má ljóst vera að enginn heilbrigður einstaklingur gerir svona lagað. Ég held að svona unglingar fái ekki þann stuðning sem þeir þurfa,“ bendir hann á. „Ofbeldisvæðingin sem kemur í gegnum Netið er orðin augljós og á sér svipaðar rætur og klámvæð- ingin. Það má t.d. benda á að það er ekki í sjónvarpi sem aftaka Saddams Husseins er sýnd heldur á Netinu. Alls staðar á Netinu er vísað á myndskeið með mjög grófu ofbeldi og ég held að þetta ýti und- ir ákveðið hömluleysi,“ segir hann. Skýringar á ofbeldishegðun af þeim toga sem átti sér stað í Garðastræti helgast af ólíkum þáttum að mati sérfræðinga og er um að ræða samspil firringar, fíkniefnaneyslu og þess sem nefnt er ofbeldisfíkn. Dr. Páll Biering skrifaði dokt- orsritgerð í geðhjúkrunarfræði árið 2001 þar sem hann birti nið- urstöður rannsóknar sinnar á of- beldi íslenskra unglinga. „Ég hef rætt við unglinga sem hafa lent í vandræðum vegna ofbeldishegð- unar og þeir lýsa þessu sem fíkn, ákveðinni spennu sem þeir sækja í, og eru síðan miður sín á eftir,“ segir hann. Sveinn Allan Morthens uppeld- isfræðingur segir að tilefnislaus- um og hrottalegum árásum sé að fjölga. Vissulega hafi menn slegist áður en tiltölulega óþekkt hafi ver- ið að ráðist væri á ókunnuga.  Hinn ótrúlegasti | 14 „Netið ýtir undir hömlu- leysi og gróft ofbeldi“ Í HNOTSKURN » Tilefnislausum oghrottalegum árásum er að fjölga og óskrifaðar „regl- ur“ sem eitt sinn giltu í slags- málum eru ekki lengur fyrir hendi að mati sérfræðings. » Að mati sérfræðinga erum að ræða samspil firr- ingar, fíkniefnaneyslu og svonefndrar ofbeldisfíknar. UMHVERFIÐ í austurhöfn Reykjavíkur er að taka gríðarlegum breytingum vegna undir- búnings og framkvæmda við ráðstefnu- og tónlistarhús þar. Faxaskálinn gamli er horf- inn fyrir nokkru og unnið er að gríðarmiklum uppfyllingum að austanverðu við Ingólfs- garð. Stærð framkvæmdarinnar má marka af samanburði við hús Seðlabankans sem þótti sannarlega mikil framkvæmd á sínum tíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Austurhöfnin tekur stakkaskiptum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.