Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
laugardagur 6. 1. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
Leikmenn Dallas eru á miklu skriði í NBA-deildinni >> 4
BIKARBARÁTTA
BIKARMEISTARAR LIVERPOOL TAKA Á MÓTI
LEIKMÖNNUM ARSENAL Á ANFIELD >> 3
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Staðan var 16:13 fyrir Norðmenn í
hálfleik en þegar upp var staðið
skoruðu Norðmenn 34 mörk gegn 22
mörkum Íslands.
„Þetta var vissulega æfingaleikur
en ég tek að sjálfsögðu á mig ábyrgð
á hve stórt við töpuðum. Það fengu
allir leikmenn liðsins að spila nokkuð
mikið. Hinsvegar var sóknarleikur-
inn í síðari hálfleik alveg ömurlegur
og við skoruðum ekki mark utan af
velli. Það var engin liðsheild í sókn-
arleiknum og menn að dunda sér
eitthvað hver í sínu horni. Við gerð-
um líka ótal mistök sem urðu til þess
að norska liðið komst í mörg hraða-
upphlaup og ég get ekki skellt skuld-
inni á markverði liðsins. Þeirra hlut-
verk var ekki öfundsvert að fá á sig
hvert hraðaupphlaupið á eftir öðru.
Á meðan voru varnarmenn okkar
liðs að „skokka“ til baka í vörnina.
Það var sorglegt að sjá okkur í síðari
hálfleiknum þar sem að baráttan var
ekki einu sinni til staðar,“ sagði Al-
freð og var frekar óhress með ís-
lensku leikmennina.
„Ég sagði við liðið eftir leikinn að
andrúmsloftið yrði að lagast í hópn-
um. Ef við berjumst ekki af lífi og sál
á heimsmeistarakeppninni í Þýska-
landi bíður ekkert annað eftir okkur
en að enda á svipuðum slóðum og
Brasilía, Angóla eða Ástralía. Þetta
er sá hluti leiksins sem hefur alltaf
verið helsta einkenni íslenska liðsins.
Barátta. Og ég átti erfitt með að
horfa á leikmenn liðsins skokka á
eftir sóknarmönnum Norðmanna
þegar þeir skoruðu hvert markið á
fætur öðru úr hraðaupphlaupum.“
Alfreð bætti því við að lagið sem
leikið var í íþróttahöllinni í Hróars-
keldu þegar íslenska liðið hljóp inn á
völlinn hefði átt vel við um miðjan
síðari hálfleik. „Það var lagið YMCA.
Menn geta síðan dregið eigin álykt-
anir af því lagavali.“
Steinar Ege, markvörður Norð-
manna, fór á kostum í leiknum og
varði hann 28 skot í leiknum.
„Ég held að við höfum skotið hann
í stuð. Skotin sem við tókum voru
flest léleg og hann átti ekki í erf-
iðleikum með að taka þessa bolta.“
Línumaðurinn Frank Løke var at-
kvæðamestur í liði Norðmanna en
hann skoraði 8 mörk úr aðeins 9 til-
raunum. Róbert Gunnarsson skoraði
flest mörk fyrir íslenska liðið eða alls
4 en Alexander Pettersson, Vignir
Svavarsson og Guðjón Valur Sig-
urðsson skoruðu 3 mörk hver.
„Ömurlegur
sóknarleikur“
Morgunblaðið/ÞÖK
Áhyggjufullur þjálfari Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik karla var afar ósáttur við leik
sinna manna eftir 12 marka tap liðsins gegn Norðmönnum, 34:22, á æfingamóti í Hróarskeldu í Danmörku.
VIÐ vorum alveg skelfilega lélegir í
síðari hálfleik og ég hef aldrei séð
liðið sýna eins litla baráttu í vörn-
inni frá því ég tók við þjálfun liðs-
ins. Fyrri hálfleikurinn var í lagi en
sá síðari algjör hörmung,“ sagði Al-
freð Gíslason, þjálfari íslenska
landsliðsins í handknattleik, við
Morgunblaðið eftir 12 marka tap ís-
lenska liðsins gegn Norðmönnum á
æfingamóti í Danmörku í gær. Ís-
lendingar mæta Pólverjum í dag og
Dönum á morgun.
Alfreð Gíslason ósáttur við uppgjöf
Íslendinga í stórtapi gegn Noregi
FORVARSMENN karlaliðs
Hauka í körfuknattleik hafa í
hyggju að senda inn kæru til
dómstóls Körfuknattleikssam-
bands Íslands vegna ólöglegs
eikmanns sem var á leik-
skýrslu Tindastóls gegn Hauk-
um sl. fimmtudag. Tindastóll
hafði betur í leiknum en Hauk-
ar telja að Hans Björnsson,
eikmaður Tindastóls, hafi
ekki verið löglegur í leiknum.
„Forsvarsmenn Tindastóls
telja að Hans hafi aldrei til-
kynnt fé-
lagaskipti
úr Tinda-
stóli – en
hann lék
einhverja
leiki með
liði Smára í
2. deild fyr-
ir nokkrum
misserum. Við erum ekki bún-
ir að ná í þau gögn sem skýra
málið og þegar kæran berst til
okkar munum við senda þau
gögn sem dómstóll KKÍ óskar
eftir,“ sagði Friðrik Rúnars-
son, framkvæmdastjóri KKÍ, í
gær. Hans Björnsson var á
leikskýrslu Tindastóls gegn
Haukum en kom ekki við sögu.
Keflavík tapaði leik á síðustu
leiktíð vegna svipaðs atviks.
Þar sat Guðjón Skúlason á
varamannabekk og kom ekki
við sögu í leiknum. Hann var
ekki löglegur í leik gegn
Hamri/Selfoss og var H/S
dæmdur sigur í leiknum.
Haukar ætla að kæra
úrslitin gegn Tindastóli
STJÓRN Knattspyrnusam-
bands Íslands samþykkti á
fundi á dögunum að leggja
fram tillögu á ársþingi KSÍ,
sem haldið verður í næsta
mánuði, um fjölgun í Lands-
bankadeild karla og 2. deild
karla úr tíu liðum í tólf. Verði
tillagan samþykkt munu tólf
lið skipa þrjár efstu karla-
deildirnar keppnistímabilið
2008 en á komandi tímabili í
sumar verða í fyrsta sinn tólf
lið í 1. deild karla. Gert er ráð
fyrir að flutningar á milli
deilda eftir næsta tímabil
verði með þeim hætti að liðið
sem hafnar í 10. og neðsta
sæti í Landsbankadeildinni
flyst í 1. deild en liðin sem
hafna í þremur efstu sætun-
um í 1. deild flytjast upp í
Landsbankadeild.
Liðið sem lendir í 12. og
neðsta sæti í 1. deildinni fellur
í 2. deild en þrjú efstu liðin í 2.
deild taka sæti í 1. deildinni.
Liðið sem lendir í 10. og
neðsta sæti í 2. deildinni fellur
í 3. deild en fimm efstu liðin í
3. deild flytjast upp í 2. deild.
Þá ákvað stjórnin að leggja
til við ársþingið að fjölgað yrði
um eitt sæti í Landsbanka-
deild kvenna á komandi tíma-
bili og liðin urðu níu í stað
átta. Lagt er til að ÍR verði 9.
liðið og er tillaga stjórnar KSÍ
komin til vegna kærumáls
sem varð vegna aukaleikja
Þórs/KA og ÍR um sæti í
Landsbankadeildinni í haust.
KSÍ vill fjölga í Lands-
bankadeildinni 2008
Laugardagur 6. 1. 2007
82. árg.
lesbók
SKAUPIÐ OG HÚMORINN
ÞETTA SKAUP VAR LAUST VIÐ FYRIRLITNINGU Á
ÍSLENSKU SAMFÉLAGI OG ÍSLENSKU GILDISMATI >> 2
Börn var minnisstæðasta íslenska kvikmyndin á árinu » 12
LOKSINS
FÁANLEG
AFTUR Á
ÍSLANDI
BÓKIN SEM BREYTT HEFUR
LÍFI MARGRA TIL HINS BETRA
Ástráður Eysteinsson, pró-fessor í almennri bók-menntafræði við HáskólaÍslands, segir í grein í Les-
bók í dag greinilegt að Einar Már
Guðmundsson sé ekki sáttur við sinn
hlut í því völundarhúsi sem íslensk
bókmenntastofnun sé. Hann hafi not-
ð velgengni og vinsælda, oftar en
ekki fengið góðar viðtökur gagnrýn-
enda, iðulega notið mikillar athygli í
jölmiðlum og stundum verið hampað
vel og rækilega. Samt sé honum mót-
ætið hugstætt, segir Ástráður sem
varar í greininni athugasemdum
Einars Más í sinn garð í Frétta-
blaðinu nýlega en þar hélt Einar Már
því fram að Ástráður hefði gert at-
ögu að sér sem rithöfundi.
Í umræddu viðtali segir Einar Már
að það hafi ekki þótt fínt að vera
strákur og skrifa bækur á níunda
áratugnum. Telur hann að Helga
Kress og Ástráður séu „andlegir
arkitektar þeirrar múgsefjunar sem
stundum sé kallað tossabandalagið“.
Það hafi einkum sett sig upp á móti
strákasögum og Vogasögum. Segir
hann að Ástráður hafi verið gerður út
af örkinni til þess að taka sig niður en
þetta sé „einhver misheppnaðasta af-
taka sem farið hefur fram, enda er ég
sprelllifandi og enn í fæting við vind-
myllur orðanna“.
Ástráður segist í svari sínu hafa
sinnt öðru í gegnum tíðina en að
skrifa um verk Einars Más. Hann
hafi aðeins skrifað einn ritdóm um
hann. Hann sé hins vegar áhugamað-
ur um bókmenntir um drengi og
æskuvitund enda skrifað talsvert um
það efni. » 16
Einari Má mótlætið hugstætt
Morgunblaðið/Kristinn
Einar Már Er hann fórnarlamb
bókmenntastofnunarinnar?
Ástráður Eysteinsson svarar athugasemdum höfundarins
Morgunblaðið/Kristinn
Arcade Fire Í Kanada er nú ein mesta uppspretta áhugaverðra ungra rokksveita, að mati Arnars Eggerts Thoroddsen. » 13
Ég lýsi frati á fordómafulla gagnrýnendurog skammast mín sem leikhúsmann-eskja fyrir að þeir skuli starfa og hafaáhrif á lesendur blaðanna sem þeir
skrifa fyrir,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir í grein í
Lesbók í dag þar sem hún svarar þremur dag-
blaðadómum um leiksýninguna Þjóðarsálina sem
hún setti upp í Reiðhöll Gusts í Kópavogi sl.
haust. Hún segir að gagnrýnendur standi fyrir
forpokuð viðhorf, einsleitni og þröngsýni og bætir
við: „Þeir eiga að taka pokann sinn og leyfa ham-
ingjublómunum í leikhúsinu að vaxa, svo það fái
að þroskast, þróast og opnast enn betur fyrir
áhorfendum framtíðarinnar.“
Sigrún Sól gagnrýnir harðlega skrif leik-
húsgagnrýnenda blaðana sem hún segir hafa verið
mjög ófaglega og opinbera mikla fordóma gagn-
vart ákveðnum þjóðfélagshópum og þá sérstaklega
fötluðum einstaklingum. Hún segir að eftir sitji
óbragð í munni sér yfir því að í „okkar litla leik-
húsheimi skuli starfa fólk sem fær laun fyrir það
að níða og rífa niður sköpunarverk annarra, án
nokkurs faglegs rökstuðnings“.
Að hennar mati fékk Þjóðarsálin eina verstu út-
reið frá gagnrýnanda sem sögur fara af, en hins
vegar hafi aðstandendur sýningarinnar fengið
„dásamlegar viðtökur áhorfenda og djúpt þakklæti
frá fólki úr ólíkum afkimum samfélagsins“. » 6-7
Lýsir frati
á gagn-
rýnendur
Leikstjóri Þjóðarsálarinnar segir
gagnrýnendur fordómafulla og
skilja eftir óbragð í munni sér
06 | 01 | 07
menntun
Y f i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 34/36
Staksteinar 8 Minningar 37/46
Veður 8 Kirkjustarf 47/48
Viðskipti 16/17 Skák 47
Erlent 18/19 Leikhús 54
Menning 20/21, 52/56 Myndasögur 56
Akureyri 22 Dagbók 57/61
Árborg 22 Bíó 58/61
Landið 23 Staður og stund 58
Daglegt líf 24/31 Víkverji 60
Forystugrein 32 Velvakandi 60
Viðvorf 34 Ljósvakamiðlar 62
* * *
Innlent
Lögreglan í Reykjavík kvíðir
framhaldinu eftir að borið hefur á
tilkynningum til hennar vegna vist-
manna sem yfirgefið hafa meðferð-
arheimilið Byrgið í kjölfar umfjöll-
unar í fjölmiðlum um málefni
heimilisins og forstöðumanns þess,
Guðmundar Jónssonar. » 64
Árásarpiltarnir þrír sem sæta
rannsókn vegna hinnar hrottalegu
árásar í Garðastræti eru á fram-
haldsskólaaldri og framhaldsskóla-
samfélaginu er mjög brugðið vegna
atburðarins. Sveinn Allan Morthens
uppeldisfræðingur, sem unnið hefur
lengi hefur með unglingum með of-
beldisvanda, segir að tilefnislausum
og hrottalegum árásum sé að fjölga.
» 1 og 14
Íslensk stjórnvöld voru ekki ein
um að hafa áhyggjur af sovéskum
síldveiðiskipum í nágrenni Íslands
um miðja síðustu öld. Bandaríska
herforingjaráðið hafði miklar
áhyggjur af sovéska flotanum og
sendi herskip til að fylgjast með
skipunum án hvatningar íslenskra
stjórnvalda. Þetta kemur fram í
grein Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra í blaðinu í dag. » 64
Erlent
Forseti Sómalíu, Yusuf Ahmed,
hvatti í gær til þess að þegar í stað
yrði samþykkt að senda alþjóðlegt
friðargæslulið til landsins. Einnig
væri brýnt að veita Sómölum fjár-
hagslega og tæknilega aðstoð. » 18
George W. Bush Bandaríkja-
forseti tilkynnti í gær að Mike
McConnell tæki við af John Negro-
ponte sem yfirmaður leyniþjón-
ustustofnana Bandaríkjanna.
Negroponte verður varautanrík-
isráðherra, eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær » 19
Viðskipti
FL Group, Glitnir og verk-
fræðistofan VGK-Hönnun hafa
stofnað fjárfestingarfélagið Geysir
Green Energy. Tilgangur félagsins
er að fjárfesta í verkefnum tengdum
sjálfbærri orkuframleiðslu víðs veg-
ar um heim. » 16
Eftir Hjört Gíslason
og Andra Karl
ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja
stærsta fiskiskip íslenska flotans,
Engey, yfir í hollenzkt dótturfélag
HB Granda og senda það til veiða við
Máritaníu á vesturströnd Afríku.
Áhöfn Engeyjar var sagt upp störf-
um á fimmtudagskvöld og hljóðið í
skipverjum er þungt.
HB Grandi hf. mun stofna dótt-
urfyrirtækið Atlantic Pelagic B.V. í
Hollandi. Atlantic Pelagic mun
kaupa uppsjávarfrystiskipið Engey
af HB Granda og gera skipið út til
veiða á makríl, hrossamakríl, sard-
ínu og sardínellu úti fyrir ströndum
Afríku. Kaupverðið fékkst ekki upp-
gefið. Atlantic Pelagic mun vinna í
nánu samstarfi við hollenzka útgerð-
arfélagið Parlevliet & Van der Plas
og mun það félag einnig annast
markaðssetningu afurða Engeyjar.
Eggert Benedikt Guðmundsson,
forstjóri HB Granda, segir ástæðuna
fyrir flutningi Engeyjar til Hollands
tengjast samstarfinu við hollenzka
fyrirtækið. „Við gerum þetta í sam-
starfi við þá, þeir hafa aðgang að
kvóta sem þeir leggja í samstarfið,“
segir Eggert en blæs á sögusagnir
um skattaumhverfið í Hollandi sem
ástæðu flutningsins.
„Með þessu fáum við aukin verk-
efni fyrir Engeyna annars staðar og
aukum þannig umsvif og arðsemi
fyrirtækisins. Sá fiskur, sem ella
hefði verið unninn um borð í Engey,
fer til vinnslu í landi, bæði í bræðslu
og frystingu.“
Eggert nefnir að verð á frystri síld
hafi verið að gefa eftir á meðan mjöl-
verð hefur hækkað mikið. Með flutn-
ingnum er því hægt að koma Engey í
enn öflugri rekstur en verið hefur.
Hann útilokar þó ekki að skipið verði
notað á komandi loðnuvertíð, en
reiknað er með að það hefji veiðar
við Afríku í apríl nk.
Eftirsjá að starfsfélögum
Allri áhöfn Engeyjar verður sagt
upp og mun ný áhöfn verða ráðin í
Hollandi en lykilstöður verða mann-
aðar Íslendingum. Í áhöfn er á
fimmta tug manna en á annan tug
manna getur fengið pláss áfram.
Þórður Magnússon skipstjóri segir
erfitt að kveðja menn sem hann valdi
sjálfur til starfa. „Ég hef aldrei verið
til sjós með svona einvala liði eins og
áhöfninni á Engey og á aldrei eftir að
vera með svona áhöfn aftur. Það er
geysileg eftirsjá að þessum góðu
starfsfélögum og illa komið fyrir ís-
lenskum sjómönnum.“
Helgi Kristinsson bátsmaður seg-
ist hafa rætt við marga skipverja og
hljóðið í þeim sé þungt. „Þarna eru
menn sem hættu á bestu skipum flot-
ans til að vera á Engeynni og það er
ljóst að það sefur enginn vel eftir
svona fréttir.“
Engey RE heldur til
veiða við V-Afríku
Skipstjórinn segir illa komið fyrir íslenskum sjómönnum
Í HNOTSKURN
» HB Grandi hf. mun stofnadótturfyrirtækið Atlantic
Pelagic B.V. í Hollandi.
Atlantic Pelagic mun kaupa
uppsjávarfrystiskipið Engey
af HB Granda.
» Á árinu 2006 var aflaverð-mæti Engeyjar 1.451 millj-
ónir króna, en ríflega 36.000
tonn voru tekin til vinnslu um
borð.
» Engey verður gerð út tilveiða á makríl, hrossa-
makríl, sardínu og sardínellu
úti fyrir ströndum Afríku.
Morgunblaðið/Kristján
Skip Engey RE fer í apríl til veiða í lögsögu Máritaníu í Afríku.
BANDARÍSKA innanríkisráðuneyt-
ið hefur afturkallað aðstoð sem það
hafði heitið Íslendingum vegna end-
urskoðunar á flokkun langreyðar
sem tegundar í útrýmingarhættu á
lista Cites, samnings um alþjóða-
verslun með tegundir í útrýmingar-
hættu. Jafnframt lýsti ráðuneytið því
yfir að það væri andvígt endurskoð-
uninni. Ástæðan er hvalveiðar Ís-
lendinga í atvinnuskyni.
Þetta kemur fram í bréfi sem ráðu-
neytið sendi aðalritara Cites
skömmu fyrir áramót.
Stefán Ásmundsson, deildarstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, segir að
þessi ákvörðun hafi lítil áhrif á end-
urskoðunina sem búist sé við að ljúki
eftir 2–3 ár.
Buðu aðstoð vísindamanna
Í bréfi ráðuneytisins segir m.a. að
Bandaríkin hafi upphaflega boðist til
að aðstoða Ísland vegna endurskoð-
unarinnar, þ.e. hvort langreyðar-
stofninn í N-Atlantshafi eigi áfram að
vera á lista yfir dýrategundir í út-
rýmingarhættu. Jafnframt hafi Ís-
lendingum verið bent á að endur-
skoðun á listum Cites myndi eiga sér
stað samhliða endurmati Alþjóða-
hvalveiðiráðsins. Boðin hafi verið
fram aðstoð vísindamanna sem hefðu
margra ára reynslu á vettvangi hval-
veiðiráðsins, að hluta til að tryggja
samræmi.
Þegar Íslendingar ákváðu einhliða
að hefja veiðar á langreyðum í at-
vinnuskyni og ljá máls á millilanda-
verslun með kjötið, án þess að endur-
skoðuninni væri lokið, hefði
stuðningurinn verið afturkallaður. Í
bréfinu er þeirri afstöðu einnig lýst
að endurskoðun Cites fari ekki fram
fyrr en niðurstaða Alþjóðahvalveiði-
ráðsins liggi fyrir.
Skiptir litlu máli
Að sögn Stefáns Ásmundssonar
buðust Bandaríkin og nokkur fleiri
ríki til að veita aðstoð sl. haust, eftir
að Íslendingar áttu frumkvæði að því
að staða langreyðarstofnsins í N-Atl-
antshafi á lista Cites yrði tekin til
endurskoðunar. Þar sem frumkvæð-
ið hefði verið Íslands væri það á
ábyrgð Íslendinga að gera úttekt á
því hvort ástæða væri til að endur-
skoða stöðu stofnsins, þ.e. hvort það
væri ástæða til að hann væri skráður
í útrýmingarhættu eða ekki. „Lang-
reyður er nú skráð í viðauka eitt
þannig að það er litið á hana sem teg-
und í útrýmingarhættu sem á auðvit-
að alls ekki við í Norður-Atlantshafi,“
segir Stefán og bætir við að ráðu-
neytið telji gefið að úttektin muni
leiða það í ljós.
Stefán segir ákvörðun Bandaríkj-
anna hafa lítil áhrif og bendir á að
málið komi ekki til afgreiðslu fyrr en
eftir 2–3 ár.
Um þá afstöðu Bandaríkjamanna
að vera andvígir því að endurskoð-
unin fari fram segir Stefán að það
hafi engin áhrif. Það sé heldur ekki
mjög ábyrg afstaða að vera á móti því
að leiða staðreyndir málsins í ljós.
Stuðningi hætt vegna
hvalveiða Íslendinga
Í GÆR, föstudag, lauk ráðstefnu um rannsóknir í líf- og
heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Um 400 manns
sóttu ráðstefnuna, sem var sú þrettánda í röðinni og fór
fram í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Við
lok hennar voru ungum vísindamönnum veitt verðlaun
fyrir framúrskarandi rannsóknir á þeim sviðum sem
fjölmörg erindi og veggspjaldakynningar komu inn á.
Á myndinni eru (f.v.) Ársæll Már Arnarsson, fulltrúi
Actavis er styrkti hvatningarverðlaun Jóhanns Axels-
sonar prófessors emeritus, Siv Friðleifsdóttir heil-
brigðisráðherra, María Ragnarsdóttir er hlaut hvatn-
ingarverðlaun Jóhanns Axelssonar, Lena Rós
Ásmundsdóttir og Stefán Ragnar Jónsson er hlutu
verðlaun heilbrigðisráðuneytisins, Dagbjört Helga Pét-
ursdóttir sem hlaut verðlaun frá menntamálaráðuneyt-
inu og Vilhjálmur Lúðvíksson er veitti þau.
Morgunblaðið/Kristinn
Hlutu verðlaun fyrir vísindarannsóknir
laugardagur
6. 1. 2007
börn
LEIKUR AÐ MYNDUM
Í VERÐLAUNALEIK VIKUNNAR ÞURFA GLÖGGIR LESENDUR
AÐ ÁTTA SIG Á NÖFNUM FRÆGRA TEIKNIMYNDAPERSÓNA >> 2
„Það er skrýtið að sjá alla svona hvíta eins og á Íslandi,“ segir Sif » 3
Anna Sóley er sannfærð um að nýja árið færi okkur gleði og hamingju.
Mikil friðsæld og litadýrð er í myndinni hennar.
Ljómandi veröld
Búðu til þitt eigið spil.
Taktu stórt pappaspjald og
teiknaðu marga hringi á
það. Þú þarft að gæta þín
að hafa þá í mismunandi
litum og hvern með sínu
mynstrinu.
Síðan færðu vini þína
með í leikinn og einn hróp-
ar: „Allir eiga að setja fing-
urinn á hringinn með
krossinum.“ Þá eiga allir
að setja vísifingur á þann
hring. Þannig á að kalla út
alla hringina. Sá sem setur
vísifingurinn á vitlausan
hring fær einn bleðil til
hegningar. Sá sem fær þrjá
slíka er úr leik.
Nú er bara að prófa leik-
inn og hafa gaman af.
Hringjaspil
Í dag er síðasti dagur jóla. Þeir sem
eiga enn flugelda eða rakettur
skjóta þeim á loft í kvöld. Víða eru
brennur og álfadans er stiginn.
Hvernig ætlar þú að enda jólin?
Þrettándinn
Morgunblaðið/Ómar
Hæstánægðar Sif Snorradóttir og Kristborg Sóley Þráinsdóttir voru bestu vinkonur þegar þær bjuggu í Kaliforníu. Kristborg flutti til Íslands fyrir þremur árum en Sif fluttist heim fyrir
skömmu. Þær eru himinlifandi yfir því að hittast á nýjan leik. Þær eru sammála um að krakkar á Íslandi séu frjálslegri en um leið ókurteisari en jafnaldrar þeirra í Ameríku.