Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Laugavegi 40
Sími 561 1690
RALPH
LAUREN
Útsala - Útsala
30-50% afsláttur
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
LÆKKUN tekjuskatts um eitt pró-
sentustig um nýliðin áramót, hækk-
un persónuafsláttar, hækkun barna-
bóta, samningsbundnar launahækk-
anir og hækkun þjónustugjalda gera
að verkum að ráðstöfunartekjur
hjóna hækka um 5,3–5,5% á ný-
höfnu ári, samkvæmt útreikningum
Alþýðusambands Íslands.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
hagfræðingur hjá ASÍ, hefur tekið
saman áhrif breytinganna á ráðstöf-
unartekjur hjóna með meðaltekjur í
fullu starfi í Reykjavík. Laun ársins
2007 miðast við samningsbundnar
hækkanir í janúar 2007 og er miðað
við 2,9% hækkun sem er algengasta
hækkunin innan ASÍ. Meðaltekjurn-
ar eru samkvæmt tölum Hagstof-
unnar og ekki er tekið tillit til vaxta-
bótakerfisins.
Miðað við að karlinn hafi 383.000
kr. í mánaðartekjur 2007 (372.000
kr. 2006) og konan 270.000 kr.
(262.000 kr. 2006) hækka ráðstöf-
unartekjur þessara barnlausu hjóna
um 5,4% 2007. Eigi þau tvö börn 4
og 8 ára hækka ráðstöfunartekjurn-
ar um 5,5% og hækkun ráðstöfunar-
tekna þeirra að frádregnum dag-
vistargjöldum er 5,3%.
Meðaltekjufólk fær ekki tekju-
tengdar barnabætur og segir Sig-
ríður Ingibjörg að það sé umhugs-
unarefni. „Ef yngra barnið væri átta
ára fengju þau engar barnabætur,“
segir hún. „Barnabótakerfið átti
meðal annars að miðast við að fólk
hefði svipuð kjör óháð barnafjölda
en það er ekki þannig. Barnabóta-
kerfið bætir kjör þeirra lægst laun-
uðu umtalsvert en kerfið jafnar ekki
kjör innan sama tekjubils.“ Í þessu
sambandi vísar hún til þess að hjón
með tvö börn fá um 56.000 kr. í
barnabætur á ári.
Leikur að tölum
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, bendir á að við-
miðunarlaun hafi hækkað um 5,5% á
liðnu ári en verðbólgan hafi verið
um 7%. Miðað við það hafi kaup-
máttur á árinu 2006 því lækkað um
1,5%. Hins vegar hafi launavísitala
Hagstofunnar hækkað um 9% og
samkvæmt því hafi kaupmáttur á
árinu 2006 aukist um 1,5%. Auk
þess hafi verið 15.000 kr. hækkun á
töxtum, sem þýði um 13–15% hækk-
un hjá lágtekjufólki.
Ráðstöfunartekjur hjóna
munu aukast um 5,3–5,5%
!
"# $% &"" '!#&( )* $*# +, -#(
.
# !
!! ! /0'% '(
1" -#'' '! ','$" # /%# 0# .
# !
!! !
# $#
!, -#''
, ,'!"#, (
2- #!
"# #'
3#'!
"# #'
2- #!
"# +"
3#'!
"# +"
3#'!
"# '!'
! #- '!*&"#!
"#
(( !
"# -#'' - "#
3#'!
"# /
'!'
# ,*#
!+& ! '
# ,#
4'
#!# $#$%!"#
# ,
, !
567
)
"!
, # $#$%!"#
8 $! 9 $# ,#
-#
:#$%!"# '
" #
$
1
' '!" # &## ,# $# - -#
;#'!(/
+, /#
'', &##
# $# - -#
" !
$
%
#
( ( ( ( ( ( (( &!&''!()*
(( (
(
((
( <
(
( ( &!&&+!++&
( (
&!)&,!+'-
( (
( ( ( ( (( &!*(*!&*'
(( ((
((
( <(
(
( &!*./!.++
(
(
&!&/(!&/+
&/0
&&0
6
&-0
MAGNÚS Stef-
ánsson félags-
málaráðherra hef-
ur veitt Rauða
krossi Íslands
tæplega fjögurra
milljóna króna
styrk vegna
flóttamannaverk-
efnis í Króatíu, en
verkefnið miðar
að því að aðstoða
aldraða flóttamenn af serbneskum
uppruna við að koma sér fyrir á
heimaslóðum sínum, sem þeir flúðu
þegar ófriðarástand ríkti á Balkan-
skaga.
Með þessu verkefni Rauða kross-
ins er ætlunin að veita aðstoð 190
flóttamönnum sem eru að flytja aftur
til baka frá Bosníu og Serbíu heim til
héraðanna Lika, Dalmatian, Kordun
og Banovina í Króatíu.
Styrkurinn var afhentur í húsa-
kynnum Rauða krossins við Efstaleiti
í gær, en þetta er framhald af hlið-
stæðu framtaki Rauða krossins á
árinu 2005 sem félagsmálaráðuneytið
styrkti einnig.
„Ísland á samkvæmt stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar að skipa sér
framarlega í flokki þeirra þjóða sem
berjast fyrir mannréttindum,“ sagði
Magnús Stefánsson félagsmálaráð-
herra við þetta tækifæri, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Skiptir máli að verða að liði
„Það skiptir miklu máli að við get-
um orðið að liði í þessu sambandi og
styrkveitingar af því tagi, sem hér um
ræðir, hafa áður gefið góða raun. Það
sýna athuganir Rauða krossins.
Verkefni, sem íslensk stjórnvöld
styrktu, hafa mætt brýnni þörf, fram-
kvæmd gengið vel og kostnaður verið
í samræmi við kostnaðaráætlun,“
sagði hann ennfremur.
Ómar H. Kristmundsson, formað-
ur Rauða kross Íslands, veitti styrkn-
um viðtöku fyrir hönd samtakanna og
sagði að Rauði krossinn þakkaði
framlag íslenskra stjórnvalda sem nú
væri veitt í annað sinn til verkefnis af
þessu tagi. „Framlagið árið 2005
gerði okkur kleift að útvega flótta-
fólkinu rúm og eldunartæki auk
nauðsynlegra handverkfæra til léttra
landbúnaðarstarfa. Með framlagi
stjórnvalda nú getum við aðstoðað
fleiri flóttamenn með aðstoð króat-
íska Rauða krossins.“
Styrkur vegna
flóttamanna
Félagsmálaráðuneytið styrkir RKÍ
Magnús
Stefánsson
RÉTT rúmlega 24 ára Lithái, Povil-
as Akelaítis, var í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær dæmdur til
tveggja og hálfs árs fangelsisvistar
fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Við
komuna til landsins með farþegaferj-
unni Norrænu í lok ágúst sl. fundu
tollverðir í bifreið mannsins tæp 2,5
kg af amfetamíni. Til viðbótar við
dóminn var ákærða gert að greiða
790 þúsund krónur í sakarkostnað.
Við yfirheyrslu hjá lögreglu neit-
aði ákærði að hafa haft nokkra vitn-
eskju um að fíkniefni væru falin í bif-
reiðinni og hélt hann sig við þá sögu
allan tímann. Skýrði hann m.a. frá
því að hann hefði samið við mann að
nafni Egidijus um að ferja bifreiðina,
sem er 17 ára gömul af tegundinni
BMW, til landsins gegn greiðslu. Við
komuna til landsins sagði hann hins
vegar tollvörðum að hingað væri
hann kominn til að vinna og skýrði
hann frá því fyrir dómi að Egidijus
hefði stungið upp á að sú skýring
væri heppilegust til að komast auð-
veldlega í gegnum tollskoðun.
Fyrir dómi var ákærði spurður
hvort hann hefði heyrt af því að
gerðar hefðy verið tilraunir til að
smygla fíkniefnum til landsins með
þessum hætti og sagðist hann kann-
ast við það. Meðal annars hefði vinur
hans minnst á það skömmu áður en
ákærði lagði í ferðina, en hann hefði
ekki hlustað á vininn.
Virkaði taugaóstyrkur
Í niðurstöðu héraðsdóms kemur
fram að við mat á trúverðugleika
fullyrðinga ákærða hafi verið litið til
þess að hann viðurkenndi að hafa
skýrt rangt frá ferðum sínum við
komuna til landsins og þótti dómin-
um það benda til að hann hefði haft
eitthvað að fela. Einnig benti vitn-
isburður tollvarðar til þess sama en
hann sagði ákærða hafa virkað afar
taugaóstyrkan meðan leit fór fram í
bílnum.
Héraðsdómarinn Ásgeir Magnús-
son kvað upp dóminn. Kolbrún
Benediktsdóttir, saksóknari hjá rík-
issaksóknara, flutti málið af hálfu
ákæruvaldsins og Björgvin Jónsson
hrl. varði manninn.
Neitaði að hafa vitað um
fíkniefni falin í bílnum
Í HNOTSKURN
» Í bifreið Litháans leynd-ust 2,5 kg af amfetamíni
falin í drifskaftinu.
» Ákærði neitaði sök ogsagðist hafa svarað aug-
lýsingu um að ferja bíl til
landsins.
» Dómurinn taldi framburð-inn ótrúverðugan, m.a. þar
sem lítill hagur væri af því að
ferja hingað 17 ára gamlan bíl.
ÞÝÐANDINN
og rithöfundur-
inn Úlfur Hjörv-
ar var á síðasta
ársfundi Sam-
bands þýðenda
innan Danska rit-
höfundasam-
bandsins, DOF,
kjörinn aðalmað-
ur í stjórn en
hann hafði áður verið varamaður.
Úlfur hefur allt frá 1982 verið fé-
lagi í Danska rithöfundasamband-
inu, DFF, en stjórn DOF semur um
kjör félaga sinna og stendur vörð um
hagsmuni þeirra, að því er segir í til-
kynningu frá sambandinu.
DOF á aðild að ritstjórn tímarits
rithöfunda, Forfatteren, og tekur
auk þess þátt í hinni árlegu bóka-
messu í Forum í Kaupmannahöfn.
Sambandið hefur, í samvinnu við
nokkra aðila, tekið þátt í gera þýð-
endur sýnilegri, starf sem hófst í
nóvember með kynningu á norska
rithöfundinum Ketil Bjørnstad.
Þá er DOF eitt af aðildarfélögum
samtaka evrópskra þýðenda,
CEATL.
Kjörinn að-
almaður í
stjórn DOF
Úlfur Hjörvar
Úlfur Hjörvar gætir
hags danskra skálda
„ÞARNA hefur einhver komið með
fullan vörubílspall og sturtað þarna
niður,“ segir Tómas G. Gíslason,
heilbrigðisfulltrúi hjá umhverf-
issviði Reykjavíkurborgar um
ófagra aðkomu að brennustæði við
Ægisíðu í gærmorgun en þar hafði
verið komið fyrir miklu af bygg-
ingaúrgangi, líklega til að komast
hjá að borga fyrir að losa hann hjá
Sorpu. Kostnaður sem leggst á
borgina við að hreinsa upp eftir við-
komandi hleypur á hundruðum þús-
unda.
Meðal þess sem var í brennustæð-
inu voru steypuklumpar, ofnar,
steinull, rafmagnsvírar, málning-
ardósir, plast og svampur en eins
og flestir vita eru slík efni ekki
leyfileg á brennur. Lögregla og
umhverfissvið leita sökudólgsins.
Morgunblaðið/Sverrir
Við úrganginn Tómas G. Gíslason óskar eftir vitnum að losuninni.
Losaði sig
við bygg-
ingaúrgang