Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„OKKUR fannst við hæfi að gera
sögu bankans í 120 ár skil í tilefni af-
mælisins. Þetta er hins vegar ekki að-
eins saga Landsbankans, þetta er
saga stærsta starfandi stórfyrirtækis
á Íslandi. Þetta er líka saga landsins,
því á þessum 120 árum hefur bankinn
verið í fararbroddi í öllum þjóðfélags-
breytingum, þetta er saga þjóðar,
saga Reykjavíkur, saga atvinnulífs-
ins, ekki síður en saga stjórnmála og
efnahagspólitíkur,“ segir Björgólfur
Guðmundsson, stjórnarformaður
Landsbankans, um viðamikla sögu-
sýningu sem sett hefur verið upp í til-
efni af 120. afmælisári Landsbankans
og opnuð verður með pomp og prakt í
Aðalstræti 6 í dag kl. 15.30.
Banki allra landsmanna
Á blaðamannafundi í gær leiddi
Björgólfur viðstadda um sýninguna
sem spannar jafnt fortíð, nútíð og
framtíð, því sýningunni lýkur með
líkani og tölvuteikningum af nýja
miðbæ Reykjavíkur við höfnina þar
sem rísa munu framtíðarhöf-
uðstöðvar bankans, ásamt tónlistar-
húsi og hóteli. „Það er kannski afar
dæmigert að á sögusýningu sem
þessari sé ég með hugann við fram-
tíðina,“ sagði Björgólfur kíminn og
minnti á að hann væri sérstakur
áhugamaður um uppbyggingu mið-
borgarinnar.
Spurður hverjir væru að hans mati
merkustu viðburðirnir í sögu Lands-
bankans segir Björgólfur árið 2003
mikilvægt ár í sögu bankans. „Því það
er fyrsta árið sem bankinn starfar án
pólitískra afskipta,“ segir Björgólfur
og tekur fram að einkavæðing bank-
anna hafi falið í sér eina mestu þjóð-
félagsbreytingu hérlendis á síðari ár-
um. Minnti hann á að ákveðin
tímamót hefðu einnig orðið í fyrra
þegar stóru viðskiptabankarnir þrír
hefðu í fyrsta sinn verið með meiri
umsvif og tekjur en sjávarútvegurinn
hérlendis.
Af orðum Björgólfs má ljóst vera
að saga bankans og saga þjóðar eru
samtvinnuð. Spurður hvort ekki felist
í því meiri ábyrgð fyrir bankann svar-
ar Björgólfur því játandi. „Við skynj-
um það mjög sterkt að við erum
banki allra landsmanna,“ segir
Björgólfur og tekur fram að það sé
bankanum afar mikilvægt.
Landsbankinn hefur verið í fararbroddi
í öllum þjóðfélagsbreytingum sl. 120 ár
Landsbankinn býður í
dag til þrettándagleði á
Ingólfstorgi í anda þess
sem var fyrir 120 árum.
Samhliða verður opnuð
vegleg sögusýning
bankans.
Morgunblaðið/Kristinn
Saga í málum og myndum Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, við upprunalegt skrifpúlt úr bankanum sem í dag er varðveitt á
Þjóðminjasafni Íslands. Ljósmyndirnar á sögusýningu bankans í Aðalstrætinu eru flestar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur en einnig úr einkaeigu.
ENGAN sakaði þegar tvær stórar
jeppabifreiðar féllu niður um ís
nokkra kílómetra innan við Þóris-
tind síðdegis í gærdag. Þar var á
ferð hópur úr Suðurnesjadeild
Ferðaklúbbsins 4x4 á ellefu jeppum
sem stefndi á helgarferð upp í
Grímsfjöll.
Að sögn Sigurgeirs Guðmunds-
sonar, fulltrúa í svæðisstjórn Lands-
bjargar, var töluvert djúpt undir um
átta cm þykkum ísnum og fór annar
jeppinn niður í heilu lagi. „Eftir því
sem mér skildist var hann kominn
upp að gluggum í vatni en hinn var
svona hálfur ofan í að framan.“
Greiðlega gekk að koma öðrum bíln-
um upp og virtist sem lítið tjón hefði
orðið á honum, en verra var með
hinn. Um áttaleytið í gærkvöldi
tókst að ná honum upp úr vatninu en
hann var þá óökufær og í gærkvöldi
veltu menn því fyrir sér hvernig
bæri að sækja hann. Einhverjir
héldu heim á leið eftir ófarirnar en
aðrir héldu ótrauðir áfram ferðinni.
„Manni segir svo hugur að menn
verði að kanna aðstæður með járn-
karli þar sem yfirborðið er flatt.
Hlýindi hafa verið og þessir bílar
eru mjög þungir,“ segir Sigurgeir.
Tveir stórir
jeppar féllu
niður um ís
Engan sakaði – vatn
náði upp að gluggum
Á SÖGUSÝNINGU Landsbankans má líta marga at-
hyglisverði muni, ekki aðeins úr bankasögunni heldur
eru dregnar upp myndir af þjóðlífi fyrri tíðar. Að sögn
Björns G. Björnssonar sýningarhönnuðar spannar sýn-
ingin söguna í réttri tímaröð sem rakin er á vegg-
spjöldum, myndböndum, með aðstoð leikmuna, gam-
alla skrifstofutækja, ljósmynda og leikhljóða, auk þess
sem uppáklæddar gínur skapa skemmtilega stemn-
ingu.
Aðspurður segir Björn að staldrað sé við á nokkrum
markverðum tímapunktum í sögu bankans, þeirra á
meðal er bruninn mikli árið 1915 þegar tólf hús í mið-
borginni ýmist stórskemmdust eða brunnu til kaldra
kola, þar á meðal hús Landsbankans í Austurstræti.
Bendir Björn á að nýtt lifandi líkan af miðborg Reykja-
víkur sýni hvernig umhorfs var í Reykjavík eftir brun-
ann. Samkvæmt upplýsingum frá Birni eru sýning-
argripir að stærstum hluta úr geymslu Landsbankans
sem og úr geymslu Seðlabankans, en einnig eru fengn-
ir munir að láni frá Þjóðminjasafni og Árbæjarsafni.
Ljósmyndir koma flestar frá Ljósmyndasafni Reykja-
víkur, en einnig úr einkaeigu. Spurður hvort hann eigi
sér uppáhaldsgrip á sýningunni svarar Björn því ját-
andi og bendir á listaverk Sigurjóns Ólafssonar sem
nefnist Börn að leik.
„Þetta listaverk var árum saman í útibúi bankans á
Laugavegi 77 og síðan í Múlaútibúi. Síðan hvarf það
sjónum okkar. Þegar ég rakst á verkið í geymslu bank-
ans fannst mér endilega að það ætti að fara aftur upp.“
Þess má að lokum geta að sögusýning Landsbankans
verður opin alla daga vikunnar fram á vor kl. 11–17
virka daga og kl. 13–17 um helgar. Aðgangur er
ókeypis. Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna, auk
þess sem leikin atriði verða reglulega á boðstólum.
Dregur upp mynd af þjóðlífi fyrri tíma